Fram


Fram - 25.03.1922, Blaðsíða 1

Fram - 25.03.1922, Blaðsíða 1
'JcMckýctek) Fiskil nur og taumar koma nú með S.s. Island sem fer frá Kaupmanna- höfn 25 þ. m. o* verður selt í heildsölu í verslun Helga Hafliðasonar. apfqapfi Hjj Natron 0,60 V2 kg. ^ Sago 0,50 — — 1$ Kex ós. 1,40 — — o. in. il, með niðursettu verði. Páll S. Dalmar. VI. ár. Siglufirði 25. marz 1922. 10. bíað. Frá Alþingi. Till. til þingsál. um skipun nefnd- ar til að rannsaka fjárhagsástæður ríkissj. og gera tillögur út af því var til uinræðu í samein. þingi 21. febr. Var Sveinn í Firði framsögu- maður og gerði grein fyrir, hvers vegna till. þessi væri fram komin. Hag landsmanna og ríkissj. væri yfirleitt svo illa komið, að hin mesta nauðsyn væri á því, að eitthvað yrii dregið úr útgjöldum. Kvað hann það mundi nær lagi, að 4l/a til 5 miljónir króna væri beinlínis greiðsla úr ríkissjóði í laun til starfs- tnanna ríkisins, en auk þess mundi um 2 milj. vera greiddar úr sveita- og bæjasjóðum og gjöldin til launa því samtals um 7 miljónir króna. Taldi hann líklegt, að eitthvað mætti draga úr þessum gjöldum; t. d. hefðu símameyjar hátt á 4. þús- und kr. I laun og yrði þó eigi sagt, að þær hefðu varið svo miklu fé til undirbúnings starfanum. Liti það nokkuð ankanalega út, að dugieg- ustu vinnukonur í sveit skyldu eigi hafa nema tfunda hluta í kaup á við símameyjarnar, sem ynnu þó eigi nema 6 tfma á dag. Enn fremur kvað hann að mörgum sýndist svo, að sameina mætti hæstarétt og laga- deild háskölans og sennilega mætti draga úr útgjöldum á marga aðra lund, en eigi væri von til þess, að þessari nefnd ynnist tíini til þess á þessu þingi, en alt fyrir það væri sjálfsagt að byrja þegar á verkinu. Pétur Ottesen kvað sig vel geta greitt þessari tlllögu atkvæði, en þó væri hann, ásamt fleirum, algerlega inótfallinn því, að milliþinganefnd væri skipuð í málið, eins og ráða hefði mátt af ummælum Sv. Ol. að væri tilgangurinn. Pær hefðu að þessu reynst gagnslausar og dýrar. Annars kvað hann mönnum vart geta dulist, hver nauðsyn væri á því, að draga úr útgjöldunum og þvi til sönnuriar kom hann með samanburð á ýmsum útgjaldaliðum 1916 og 1920-21, og er hann hér tilgreindur, talinn í þúsundum króna: 1916 1921 •'tðsta umboðsstj. landsins — 62 326 Alþingiskostnaður —---------— 31 355 Lómgaezla-----------— — — 174 752 hleilbrigðismál — — — — — 28S 897 Samgöngumál —---------------- 817 2370 Kirkju- og kenslumál------— 377 1334 Vísindi, listir og bókmentir — 117 262 Verkleg fyrirtæki-------------— — 202 431 Eftirlaun og styrkir----------— 93 229 Enn fremur hefðu vextir og af- borganir af lánum vérið 247 þús. kr. 1916, en 2 milj. 134 þús. kr. 1920—21. Till. var samþ. með 29 samhlj. atkv.og 5 manna nefnd kosin: Guðm. ÓL Stef. Stef., Porl. Guðm., Sig. Stef. og Hjörtur Snorras. Till. til þingsál.um tölu ráðherra. Flm. Jón Porl. og P. Ott.: Alþingi ályktar að skora á landssíjórnina að leggja það til við Hans Hátign konunginn, að ráðherrar verði fyrst um sinn að cins tveir að tölu. — í greinargerð segir: — Pegar stjórnín fluttist inn í landið 1904 var æðsta stjórn lands- ins falin 2 mönnum, ráðherra og landritara. Þessi tilhögun hélzt til 1917, þegarfyrstaþrímenningasíjórn- in var myriduð. Síðan liafa jafnan verið þrír ráðherrar þar til nú, að sameinuð hafa verið tvö embættin um stundarsakir eftir fráfall Péturs heitins Jónssonar atvinnumálaráð- herra. Pað virðist engan vegirin vera of- ætlun tveimur nýtum og starfhæf- um mönnum að hafa á hendi æðstu stjórn landsins, einsogvarfrá 1904 til 1917. Hins vegar ernúbrýnþörf á að spara öll ónauðsynleg útgjöld, jafnt af hálfu ríkisins, sveitafélaga og einstaklinga, og er það ljóst, að þing og stjórn verða að ganga miklu lengra í kröfutn sínum um sparnað en nokkru sinni fyr. En þá er jaað ekki nema eðlileg krafa landsmanna, að byrjað verði á því, að færa niður kostnaðinn við al- þingishaldið og við hina æðstu stjórn landsins, sem vaxið hefir mjög á síðari árum. Sennilega eru skiftar skoðanir manna uin það, hvort heppilegra sé að taka upp aftur gömlu tilhögun- ina með einn ráðherra og landrit- ara, eða að hafa tvo ráðherra og engan landritara. En þess verður að gæta, að til þess að gamla tilhög- unin verði tekin upp, mun þurfa lagasetningu og jafnvel stjórnarskrár- breytingu, en að fækka ráðherrum úr 3 í 2 er á valdi konungs sam- kv. 11 gr. stjórnarskrárinnar. Nýjustu þíngfregnir: S i 1 d a r- tollurinn. Hingað hafði frétst að írumvarp væri fram komið á þingi um afnám síldartollsins, eða stór- felda lækkun á honum, en því mið- ur er þetta missögn; á þessu þingi mun við engu slíku mega búast, þótt ótrúlegt sé. Ein's og frá hefir verið skýrt hér áður, neitaði sjávar- útvegsnefnd þingmanni vorum hr. St. St. um að taka mál þettaaðsér og var málið með Jdví dauðadæmt að þessu sinni. Einkasala; um hana heyrist ekk- ert ennþá, en ólíklegt er altaf talið, að nokkuð mnni verða af því á þessu þingi að einkasala vtrði tek- in á fleiri vörutegundurn en orðið er. Spánarmálin. Sendimenn vorir, þeir Sveinn og Einar eru nú komn- ir suður til Spánar, og má vænta fregna frá þeim úr þessu. Eins og getið er um í símfregnum tii blaðs- ins í dag eru nú allir samningar Norðmanna og Spánverja strandað- ir, og hafa þeir sainningar strand- að á aðflutningsbanni Norðmanna á vínum, svo litlar vonir eru til þess að sendinefnd vorri verði nokkuð ágengt, eða hagkvæmir samningar fáist með öðru móti en því, að slak- að verði til á baunlögum vorum, samkv. kröfum Spánverja. Tollursá er vér nú greiðuin er32 gull-peset- ar pr. 100 kg. en náist ekki samn- ingar má búast við að toiluriun þreíaldist eða fari upp í 96 peseta pr. 100 kg. eða úr rúmum 36 kr. upp í einar 110 kr. fyrir hvert skpd. fiskjar, sem er hámarkstollur á þess- ari vörutegund sainkvæmt nýjustu tolllögum Spánverja, og sem gengu í gildi 16 febr. síðastl. Kjördæmaskifting. Frumvarp allsherjarnefndar um það, að Siglu- fjörður og Hafnarfjörður verði gjörð- ir að sérstökum kjördæmum var felt við 2. umræðu í Nd. 4 atkvæði voru því fylgjandi að Hafnarfjörður yrði kjördæmi útaf fyrir sig, en 5 atkvæði með Siglufiiði. Það var máske tæplega hægt við því að bú- ast að kjördæma-aukning þessi gengi fram á fyrsta þingi, en hinu megum vér vera glaðir yfir að vér erum þó komuir jafalangt Flafnarfirði, ef eigi feti framar, og að réttarbót þessa megum vér vænta að fá á næstu þingum, því ekki getur á löngu lið- ið að Hafnarfjörður fái sinn eigin þingmann. Fræðslumálin. Pað gengur í einlægu þófi með þau, og er nú helst útlit fyrir að hvorttveggja verði felt, bæði tillögur fjárveitinganefnd- ar, og breytingarlill. M. Guðm., og verði alt við það sama og var. Ekki er búist við joví að þingi verði lokið fyrir Páska, og var það þó meiningin í tyrstunni. Siglufjörður sem sérsíakf þingmanns- kjördæmi. Heyrst hefir, að sumum háttv. alþingismönnuiti finnist Siglfirðing- urn ganga til fordild og frekja í að krefjast þess, að kaupstaðarumdæm- ið verði gert að sérstöku kjördæmi. Siglufjöiður hafi ekki rétt til þess vegna mannfæðar sinnar. í fyrsta lagi er hér tii að svara, að fleiri kjördæmi munu hafa lítið eitt fleiri ibúa og kjósendur*, en standa Siglufirði langt að baki með atvinnu- greínar, verzlun, útflutriing og inn- flutning og framleiðslu, sbr. síðar. Auk þess má benda á, að eitt kjör- dæmi landsins hefir lítið eitt færri í- búa og kjósendur en Siglufjörður (Austur-Skaftafeilssýsla 1132 íbúa) og annað kjördæmi landsins (Seyð- fjörður) hefir alt að þriðjungi færri íbúa (og kjósendur) en Siglufjörður. Enn auðsæna er þö misréttið þegar tekiö er tillit tii þroska þeirra 3 kaupstaða, þegar þeir urðu þing- mannskjördæmi (1903) og Siglu- fjarðar nú. Pá hafði Akureyri 1533 íbúa, ísafjörður 1269 og Seyðisfjörð- ur S92. Pá höfðu Vestmannaeyjar, sem voru sérsíakf þinginannskjör- dæmi, alls 722 íbúa. M. ö. o. Siglu- fjörður hefir nú álíka íþúatölu og Isafjörður hafði er hann vargerður að sérsíöku kjördæmi, alt að þriðj- ungi fleiri íbúa en Seyðisfjörður hafði er hann fékk |»ngmann fyrir sig og meiia en þriðjungi fleiri íbúa en þingmannskjördæmið Vestmann- eyjar hafði þá. 1 öðru lagi er þess að gæta, að það er fleira en fólkstalan ein, sein á að ráða því, hvort hérað eigi að verða þingmannskjördæmi út af fyrir sig. Staðhætúr, aívinna og sér- leiki héraðs eiga þar fulikomlega eins að ráða. Par sem staðhættir eru sérstakir og atvinnuvegir mikil- vægir, er meiri sstæða til . að hér- aðið fái þingmann fyrir sig en ann- að hérað jafnmannmargt eða álíka *) Mýrasýsla 1847 íbúa, Dalasýsla 2Q68 íbúa, Isafjörður um 1800, Strandasýsla 1773, Norðtir-Pingeyjarsýsla 1572, Vestur-Skaíta- íellssýsla 1907.

x

Fram

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fram
https://timarit.is/publication/34

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.