Fram


Fram - 20.05.1922, Blaðsíða 1

Fram - 20.05.1922, Blaðsíða 1
\ * f Tilbúin i Fermingaríöt fást hjá Páli S. Dalmar. VI. ár. Síglufirði 20. maí 1922. 18. blað. Hér með tilkynnist heiðruð- um lesendum „Fram“ að eg og faðir minn, Björn G. Blönd- al, sem undanfarin ár hefur haft ritstjórnina á hendi með mér, hættum ritstjórninni með þessu tölublaði. Virðingarfyllst Sophus A. Blöndal. „íslendingur“ °g Fiskiveiðalögin. Ritstjóri »íslendings« ver miklu rúmi í heiðruðu blaði sínu 5. þ. m. í háðsnierki um oss Siglfirðinga og »Fram« í sambandi við fiskiveiða- löggjöf síðasta alþingis, og telur að »Fram« og Siglfirðingar (mót- mælafundur Siglfirðinga) hafi mis- skilið lögin. Ef til vill er ekki ástæða til að taka ummæli ritstjórans svo mjög alvarlega, en rétt er þó að athuga þetta í stuttu máli. Ummæli ritstjórans um að mót- mælafundurinn hér hafi misskilið lögin, eru staðlausir stafir af þeirri einföldu ástæðu, að fundurinn fór ekki inn á skilning laganna. Fund- urinn mótmælti lögunum um bann gegn því að útlendingar verkuðu síld í landi, eða á skipum á höfnum inni, með þeirri rökfærslu að slíkt bann kæmi ekki að tilætluðum not- um vegna þess, að bann eða tak- mörkun (því bannið er ekki undan- tekningalaust) mundi reka útlend- ingana til þess að salta og verka síldina utan landhelgi, og væru þá íslendingar engu nær. Flér verður ekki farið út í það atriði, hvort það útaf fyrir sig er rétt eða ekki rétt, að slík síldarverkun geti átt sér stað utan landhelgi — þótt reynslan hafi sannað að svo sé — heldur bent á það, að ritstjóri »íslendings« hefur fyrir nokkru haldið því fast fram í »íslendingi« — og það með réttu — að ef síidartollurinn yrði ekki lækkaður niður úr 3 kr., þá yrði það aðeins til þess að reka útlendinga út fyrir landhelgina til síldarverkun- ar, og landsmenn og ríkissjóður engan hlut fá af þeim hagnaði sem atvinnurekstrinum væri samfara. En nú spyr eg ritstjóra »íslend- ings«, fyrst hann álítur að hátt út- flutningsgjald á síld fæli útlendinga út fyrir landhelgina með síldarsölt- un sína: Ffversu miklu fremur hlýt- ur þá ekki slíkt verkunarbann, sem hin nýju lög eru, að knýja útlend- inga til þess að salta og verka»ís- lenska síld« utan landhelgi, til nið- urdreps og tjóns fyrir hinn ísl. at- vinnuveg? Frá þessu kemst ritstjóri »íslend- ings« varla með nokkurri rökréttri hugsun. Svo er annað, að ef mótmæla- fundurinn hefði farið villur vegar í því, sem ritstjóri fsl. þó áður hefur játað og haldið fast fram, að miklir möguleikar séu fyrir síldarverkun útlendinga utan landhelgi, þá væri það misskilningur fundarins á nátt- úrnskilyrðum fyrir uíanlandhelgis- verkuninni, en ekki misskilningur á lögunum sjálfum, eða réttara sagt frumvarpinu sem lá fyrir fundinum, svo að í þessari fullyrðing ritstjór- ans er engin heil brú, hvernig sem maður veltir henni og snýr fyrir sér. Að því er skilning laganna snert- ir þá er það að vísu satt, aðáund- irbúningsfundi undir mótmælafund- inn gaf embættismaður sá, er fram- kvæma á lögin hér, þá skýringu, að hann að sínu leiti skildi frumvarpið þannig, að útlendingar mættu selja í land veiði sína af erlendum skip- um, þeim sem samkv. frumvarpinu hefðu rétt til að verka síld í landi — eins og nú er komið á daginn að lögin verði skilin — en gat þess, að frumvarpið væri ekki nlls kostar skýrt á þessu sviði. Við lesturgreinargerðarinnar með stjórn- arfrumvarpinu virtist mér og fleir- um Siglfirðingum þetta atriði vera all vafasamt og varð það úr, að þingmenn kjördæmisins voru beðn- ir, auk margnefndra mótmæla, að bera fram svohijóðandi viðaukatil- lögu við 3. gr. frumvarpsins: »Erlend veiðiskip mega þó selja í land veiði sína,« og eins og sagt er frá í »Fram« 25. f. mán. var til- færð fyrir þessu sú höfuðástæða, að nauðsynlegt sé að skýrt sé ákveð- ið í Iögunum sjálfum, hvað virki- lega sé leyft í þessu atriði. Regar þetta kom suður, hafði nefndin skil- að áliti í málinu, en framsögumað- ur málsins í Efrideild sagðist vilja við framsögu málsins slá því föstu, að heimilt væri útlendum síldarskip- um að selja í land veiði sína, og með þeim skijningi yrði frumvarp- ið samþykt. Teldi hann því, eða nefndin, ekki ástæðu til að flytja umbeðinn viðauka við lögin. Við þetta höfum vér Siglfirðingar sætt oss, eftir atvikum, en einmitt hafa afskifti okkar af málinu orðið til þess, að þessu atriði var hreyft á alþingi og lögin við það skýrst í framkvæmdinni. Prátt fyrir það þótt því sé nú lýst yfir í þingræðum, að svona beri að skilja lögin, og atvinnumálaráð- herra einnig fallist á þann skilning, er nú raunveruleikinn sá að flestir af útlendingum þeim, sem hér eiga síldarstöðvar, skilja þau á þann veg að þessum skilningi sé ekki alls- kostar treystandi og ætla sér flestir að salta síld sína utan landhelginn- ar, eða svo er það um Norðmenn; þeir undirbúa nú utanlandhelgis- verkun í stærri stíl en nokkru sinni áður, svo aldrei verður hægt að segja að löggjöf þessi nái þeim tilgangi, að draga úr þeirri hættu- legu samkepni við íslenskan at- vinnuveg, og laða sem flesta af tnönnum þeim, sem við síldarút- gerð fást hér við land, inn í land- /ð, eins og mér og mörgum fleir- nm hefur fundist að hefði átt að stefna að, og hvað eftir annað hef- ur verið um rætt í þessu blaði til þess einnig að ísland og íslending- ar nytu sem bests og mests arðs af auðlindum síns eigin lands. Vil eg því ekki enn sem koniið er taka undir gleðihróp litstjóra »ís- lendings« og segja með honum, að lögin hvað þetta snertir: »séu ekki öðruvísi en vera ber, og engin á- stæða sé til þess að bera sig upp undan harðrétti af hálfu hins ís- lenska !öggjafarvalds.« S. A. Blöndal. Frá Alþingi. Við byrjun á umr. um fjárlögin í n. d. var Bjarni frá Vogi framsögu- maður í forföllum Magnúsar Péturs- sonar. Var hann bjartsýnn á hag ríkissjóðs í framtíðinni og kvaðst ekki vera því fylgjandi, að fj.v.n. hefði gengið jafnlangt og hún hetði gert í því að fella niður fjárveiting- ar t. d. til síma, en úr því að hún, eða meiri hluti hennar, hefði geng- ið svo langt, þá lagði hann og minni hlutinn til, að fjárveiíing til vega (ca. 200 þús. kr.) falli einnig niður, því að sízt megi síður vera án sím anna en veganna. Skuldir lands- manna, aðrar en samningsbundnar, væru nú 16 milj. Kr. þar í taldar verzlunar- og bankaskuldir. Flefðu því landsmenn borgað 12 milj. kr. af skuldum sínum þrátt fyrir ilt ár- ferði og slæma afurðasölu. Núværi góðæri til lands og sjavar, fisksala gengi vel o. s. frv. og væri því fylsta ástæða til að ætla, að skuldir lands- manna mundi lúkast að fullu þetta ár og þá mundi gengismunurinn hverfa. Atvinnumálaráðherra kvað vand- ræði að þurfa að leggja niður fjár- veitinguna til vega, því að fáttværi okkur nauðsynlegra, en þó kvaðst liann ekki ieggjast beint á móti þessti vegna fjirhagsörðugleikanna, ef brýn nauðsyn þætti til. Fiins veg- að tatdi hann að símarnir væru ekki jafnnauðsyniegir. Pórarinn Jonsson talað' fyrirbrt- till um lækkun launa til sendiherr- ans. Kvað hann maiga álíta stöðu þessa óþarfa, en engan dóm sagó ist hann leggja á það, en hins veg- ar væri ríkinu það oívaxið að leggja svona mikið fé fram. Stef. Sæf nsson mælti fram e ; 1000 kr. styrktil bátaferða til Qríms- eyjar, sem lægi langt úli í reginhafi. Forsætisráðherra taldi hækkunina til sendiherrans nauðsynléga. Hann gæti ekki lifað af þeirri fj trveiti-ng , er nú væri. Sendiherraembættið taldi hann ómissandi og manninn þann hæfasta, sem völ væri á. í sama strenginn tók Magnús Guðmunds son. Kvað hann manninn hafa ó- venjulega hæfileikatil að vera í þess- ari stöðu sökum þekkingar sinnar og áhuga á öllu, er lyti að verzlun. Jón Porláksson kvaðstveraá móti því, að fjárveitingar til vega og síma væru feldar niður. Væri engin á- stæða til þess að draga úr verklegu framkvæmdunum þegar forsætisrað herra, í broddi þess flokks sem fylgdi honum, risi öndverður gegn allri sparnaðarviðleitni í þá átt að minka tildrið og hégómann. Ætti f raun bg ver sú stjórn ekki skilið að fá íekjuíia I laus íjárlög. Sveinn Olafsson mælti fiatn med brt.till sinni um það, að fellaniður styrkinn til Bjarna frá Vogi til þýð- ing.ir i F ust. Kv ð : h •,. cks. líta, að í) kinentum okkar væri neinu sérlegur gróði að því. Væri yrkis-

x

Fram

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fram
https://timarit.is/publication/34

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.