Fram


Fram - 27.05.1922, Blaðsíða 1

Fram - 27.05.1922, Blaðsíða 1
? Fermingarföt fást hjá Páli S. Dalmar. VI. ár. Siglufirði 27. maí 1922. 19. blað. Til lesendanna. Með þessu blaði byrjar »Fram« að koma út undir nýrri stjórn. Skal það hreinskilnislega játað. að hinn nýi ritstjóri finnur sig í fylsta máta ómáttkan þess, að inna það starf af hendi svo sem vera ber, og bið- ur hann góðfúsa lesendur að taka mjúklega á misfellum þeim, er á ritsjórninni kunna að verða. Um stefnu blaðsins skal eigi fjöl- yrða; hún mun á mörgum sviðum verða lík og undanfarið. »Fram« verður að sjálfsögðu fyrst og fremst blað Siglufjarðar og nærsveita en þó mun hann einnig leitast við svo sem hans litlu kraftar leyfa, að leggja orð í belg um þau mál er þjóðar- heill varða. Fréttir mun blaðið flytja eins og undanfarið, og kosta kapps um að afla sér þeirra svo ýtaiiegra og réttra sem föng eru á, bæði inn- lendra og útlendra og er þegar gert talsvert í því efni að afla blaðinu góðra fréttasambanda. »Fram« vill eiga frið við alla menn, og mun ekki óneyddur leggja út í deilur og illindi, en hinsvegarmun hann reyna að verja sannfæringu sína og skoð- anir um menn og málefni með fullri einurð, hver sem í hlut á. íFram« Ijær fúslega rúm vel rituðum grein- um um hvert það mál er almenn- ing varðar, hvort sem þær samrým- ast skoðunum blaðsins eða ekki, því hann lítur svo á, að málefnin skýrist best við það að ræða þau frá fleiri en einni hlið- »Fram« þakkar fráfarandi ritstjóra og samverkamanni hans fyiir mikið og vel unnið starf í sínar þarfir, svo og öllum þeim er á einn eða annan hátt hafa styrkt blaðið og óskar eftir aðstoð þeirra og anna>a góðra manna framvegis. Fiskmarkaðurinn og bannlögin. Pað hefir ekki um eitt einasta mál, af þeim sem ekki hafa snert stjórn- frelsi landsins, staðið jafnmikil styr hú á seinni öldum sem um bann- ■riálið og er það reyndar síst að furða, bví hverri þjóð sem nokkuð er kom- 'n áleiðis á vegi menningarinnar, eru bindismálin ætíð hjartgróin áhuga- og tilfinningamál fyrir meiri eða minni hlutann og er það síst að undra, því allir erum vér víst sammála um það, að ofdrykkjan hafi verið og sé enn, efnalegt og siðferðislegt tjón fyrir alla þá menn og aðstandend- ur þeirra sem henni eru ofurseldir. Um hitt verður ekki heldur deilt, áð þeim mönnum sem mest og best börðust fyrir því, á sínum tíma, að koma banninu í lög, hafi gengið hið besta til; að það hafi verið óbifanleg sannfæring þeirra, að þeir nieð bannlögunum innu þjóð sinni gagn en ekki ógagn. Um þetta verður sem sagt ekki deilt af þeim sem vilja ræða málið æsinga- laust, en út af því hefir oft viljað bregða hjá mörgum hverjum, og öfga og óbilgirni ofmjög kent í deilunum um mál þetta, hjábáðum málsaðilum, Um hitt má aftur á móti deila, hvort bannlögin hafi náð tilgangi sínum, eða réttara sagt: um það verður e k k i deilt, — það vita allir, jafnt bannmenn sem andbanningar, að þau hafaekki gjört það. Drykkju- skapur hefir að sönnu horfið úr sögunni í sveitunum, og má sjálf- sagt þakka það bannlögunum að miklu leiti, en hann hefir, að því er séð verður, alls ekki minkað í sjávarþorpunum þótt eigi væri sann- gjarnt að kenna bannlögunum um það að öllu leiti. Nei, ákvæði bannlaganna voru full- skýr í þeim efnum, en þeim hefir ekki verið framfylgt; — þau hafa frá upphafi og alt til þessa, verið að miklu leiti pappírslög, eins og því miður mörg íleiri af lögum þjóðar vorrar. Bannlögin voru þess eðlis, að þau þurftu að hafa helst óskift eða sem minst skift fylgi þjóðarinnar til þess að þau næðu tilgangi sínum; — það þurfti að vera orðin rótfest sannfæring einstaklinganna að það væri ilt, og góðu siðferði ósamboð- ið, að drekka frá sér vit og vilja. Að þessu unnu Templarar með fullum og óskiftuin áhuga, og höfðu hlotið þökk og virðingu þjóðarinn- ar að launum, sem einmitt sýndi sig í því, að bannlögin höfðu fylgi allmikils meirihluta við hina al- mennu atkvæðagreiðslu um þau, og hafa það efalaust enn þá. En bindindisvinir voru of veiði- bráðir. — Tíminn var ekki kominn, þegar bannió var í lög leitt. Áður- greindur skilningur á ofdrykkjunni var eigi nógu almennur orðinn, og er það ekki enn. — Þjóðin átti all- langt í land, til þess að ná þeim siðferðislega þroska, að varða sjálf um lögin, en á því var brýn þörf, því allir vissu að handhafar laganna voru þeim margir hverjir mótfallnir og gerðu sér lítið far um að þeim væri framfylgt. Og svo var annað: Templarar lögðu árar í bát víða um land þegar bannið var komið á. — Þeir þóttust þá hafa n íð takmarkinu og töldu sig mega taka hvíld, en slíkt var hin mesta fásinna, því aldrei reið meira á að þeir störfuðu að bindindisfræðsiu en einmitt eftir að þjóðin hafði tjáð sig banninu hlynta og sjálf lagt á sig höft bannlaganna. Pegar þess er gætt a ð bannið var lögleitt áður en þjóðin hafði fengið nógu glöggan skilning á gildi þess; — a ó harðsnúinn flokk- ur hinna svokölluðu ^betri manna« stóð’ gegn því og a ð Templarar hvíldu ugglaust á lárberjum sínum eftir sigurinn, þá er sist að undra þótt svo færi sem raun hefir á orð- ið, að þau hafi verið brotin og að engu virt af fjölda manna. Nú eru, svo sem öllum er kunn- ugt, ákvæði bannlaganna úr gildi feld að talsvert miklu lelti; leyfður innflutningur hinna léttari vína — eða eins og það á dulmáli þings og stjórnar heitir, framkvæmd bann- laganna frestað. Deilan stendur því nú um það, hvort nauðsyn hafi verið á tilslök- uninni við Spánverja eður eigi. Oangur málsins er orðinn svo kunnur, að eigi virðist þörf að rekja hann hér og eftir þeim gögnum sem kunn eru, virðist það eigi nein- um vafa undirorpið, að stjórn vor og þeir sem um spönsku samning- ana hafa fjallað fyrir hennar hönd, hafi gjört alt sem í þeirra valdi stóð á þeim tíma, til þess að fá samn- ingana sem hagkvæmasta fyrir ísland hvað fiskmarkaðinn snerti, og jafn- framt staðið eins fast og þeir frek- ast þorðu án þess að setja hag landsins í hættu, hvað bannlögin snerti. Pað er því hin mesta ósanngirni að bera þeim, er fyrir samningun- um stóðu á brýn tómlæti og kæru- leysi í því máli. — Pað var svo geysimikið í húfi fyrir ísland þar sem var íiskmarkaðurinn, áð mikið varð og jafnvel flest til þess að vinna, að geta haldið honum. Pað skal játað, að vér teljum það álytshnekki þjóð vorri í augum ann- ara þjóða, að hafa þurft að láta kúgast til, að afturkalla lög er ein- göngu snertu siðferðismál sjálfra vor, og sem meiri hluti þjóðarinn- ar var fylgjandi, en hinsvegar er hverjuni hugsandi manni það full- Ijóst, að tímar þeir er vér nú lifum á, eru svo alvöruþrungnir hvað verslun og viðskifti snertir, að flest annað verður að þoka þegar hag- kyæm verslun er í boði. Petta hefir stjórnin séð, og það er án efa ástæðan til þess, að hún og alþingi lét undan og afnam í bráð ákvæði bannlaganna. Pá er á það að líta hvort nauð- syn beri til að afnema bannlögin að fullu og öllu; — fórna þeim á altari viðskiftahagnaðarins. Vér lelj- um það ekki ekki ofdýra fórn, því flestalt er tilvinnandi, að þjóð vor geti orðið efnalega sjálfstæð, kom- ist úr skuld ikreppunni, en hinsveg- ar sjáuin vér eigi að nauðsynlegt sé að fórna henni «ins og nú standa sakir. Það er alkunnugt, að Spánverjar hafa hin síðustu árin tekið íslensk- an fisk frain yfir allan annan fisk, eins og liitt, að þeir, sem eru ka- tólsk þjóð, geta illa afkomist án fisksins. En aðal styrkur íslands, virðist einmitt liggja í því, að Norðmenn hafa ekki látið undan og áttu þeir þó óhægari aðstöðu gagnvart mál- inu en vér, því norskur fiskur er kominn í mestu niðurlægingu á spánska markaðinum sökum lélegr- ar verkunar; megum vér íslending- ar því síst af öllu gleyma því, að vanda fisk vorn vel ef vér viijuin halda markaðinum. Norski fiskurinn var einmitt sá fiskurinn sem helst gat komið í stað hins íslenska á Spánarmarkaðinum, og virðist því alveg gefið að vér getum fengið a. m. k. sömu kjör ef ekki betri enn Norðmenn alt svo lengi sem þeir eigi láta undan síga og afturkalla sitt innflutningsbann, en það munu þeir trauðla gjöra því hinni norsku þjóð er bannmálið viðkvæmt mál eigi síður enn oss, íslendingum. En þessar hnippingar Spánverja við oss nú hljóta að vekja athygli vora á þvi, að það er ófært að vér séum þ im eins iiáðir framvegis og hingað til, með fiskmarkað vorn,

x

Fram

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fram
https://timarit.is/publication/34

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.