Fram


Fram - 29.07.1922, Blaðsíða 1

Fram - 29.07.1922, Blaðsíða 1
— Matvörur allsk., Vefnaðar- — vörur fjölbreyttar og ódýrar, þ. á. m. Dömuklæði og ágæt- is Karlm.fataefni m. teg., GJervörur og margsk. Smá- vörur, sem best er að kaupa í verslun St. B. Kristjánssonar. C a c a o á 1.40 pr. hált't kíló fæst hjá Páli S. Dalmar, VI. ár. * Siglufirðí 29. júlí 1922. 29. blað. Spánarmarkaðurinn. Norsk Handels og Sjöfartstidende 20. þ. m. flytur eftirfarandi ummæli eftir norska verslunarræðfsmannin- um í Barcelona, hr. Th. V. Aass: »Norskur saltfiskur má nú heita að sé að fuilu útilokaður. frá Kata- loníumarkaðinum. • Oráökin er sú, að Norðmenn hat'a ekki verkað fisk sinn eftir þeim kröfum sem hér eru gjörðar. Kataloningar fá nú mest- allan fisk sinn frá íslandi, en ís- lendingar hafa lagt sérstakt kapp á að verka fisk sinn eftir kröfum kaupandanna hér. Kataloníumarkaðurinn krefst að fiskurinn sé s t ó r og þ y k k u r og að þurkun á honum sé, það sem vér köllum »geymsluþu' « (lag- ringstör). Auk þessa er lögð mikil áhersla á að fiskurinn liti vel út,— sé fallegur. Hann verður að vera sveppblettalaus, hvergi að sjást á honum lifrarblettir eða goggfar, hnífstunga eða aukaskurður. Fisk- urinn verður að vera vel útflattur, — má ekki hafa lagst saman í salti eða verkun. Hina mestu varkárni verður að viðhafa í vali af saltinu. íslendingar nota mest salt frá Ibiza, sem ljær fiskinum hinn eftirsótta hvíta blæ og virðist að verja hann best gegn sveppblettum. Enskt og þyskt satt verður að forðast að nota, það skemnúr fiskinn. Kaupendur hér fylgja því með mesta athygli, hvernig nýja fiski- matsfyrirkomulagið í Noregi verður. F*að er vonandi, að fiskimatsmenn vorir sjái um, að fiskur sem metinn er sem »prima« vara verði það í reyndinni, — gefi ekki eftir íslenska fiskinum. Verðið á fiski er hærra í Kataloníu en í nokkuruni öðrum stað á Spáni, en aftur á móti kref- ur það vandaða vöru. Eins og nú er komið norska markaðnum í Kat- aloníu, verða norskir fiskikaupmenn að liafa það hugfast, að þeim dug- ar ékki að sitja lieirna og bíða eftir pöntunum. íslensku framleiðendurn- ir koma stöðugt hingað sjálfir til að kynna sér markaðinn. Pað væri æskilegt að Norðmenn gjörðu það sama, eða innu að sölu fiskjarins á annan hátt, svo sem með þvf áð senda sýnishorn af fiski til innflytj- endanna og smásendingar í um- boðssölu.« Ennfremur segir konsúllinn að sundmagar séu taldir þar hið mesta sælgæti og sé mikil eftirspurn eftir þeim, einnig sé eftirspurn eftir lýsi, bæði meðalalýsi og til iðnað- ar talsverð. Síld seljist talsvert bæði í Barcelona og Valencia og eins síldar- og fiskimjöl til áburðar. En sérstaklega segir hann að eft- irspurnin sé mikil eftir nýjum og kældum fiski, og eru Norðmenn þegar byrjaðir að flytja kældan fisk þangað. Rotturnar. Vér Siglfirðingar vitum vel hvílík feikna plága að rotfurnar eru. Hér hefir verið kostað miklu fé, - þús- undum króna — til þess að eyða þeim eða fækka, og hefir það bor- ið talsverðan árangur oft í bili, en eigi verið einhlýtt, og nú eru rott- urnar eins magnaðar hér og nokkru sinni fyr. Gegn þessari plágu dugar ekkert annað en algerð útrýming. — Við- koman er svo afskaplega mikil, — 800 afkomendur frá ein- um rottuhjónum á ári, - að alt fyllist strax aftur rneðan nokkur rotta er eftir, þó þeini fækki í bráðina.v En það eru fleiri en vér Siglfirð- ingar sem rotturnar hafa verið ill plága. Kaupniannahöfn hefir um laugan aldur átt í slitlausu stríði við þær, og reynt á inargvíslegan hátt að vinna sigur á þeim, en með litlum áratigri. Meóal annars veitti auðugur maður, Dr. Zuschlag, verð- laun fyrir hvert rottuskott sem hon- tim var sýnt, og eyddi til þess miklu fé, því mikið var drepið, síð- ar kostaði borgarsjóður verðlaunin. Á árunum 1907—1910 var drepin Va miljón og greiddar fyrir það 72 þús. kr.; 1910—1915 voru drepn- ar 612 þús. rottur og verðlaunin námu 110 þús. kr. og 1915—1918 voru drepnar 292 þús. og kostaði það 61 þús. kr. Sem dæmi þess, hve mikið kapp var lagt á að drepa rotturnar, og að það var atvinna sem borgaði sig, skal þess getið, að 5 menn drápu á 12 tímum ekki færri en 1250 rottursem vógu sam- tals 2000 pund. Danir samþyktu í fyrra, lög, um eyðingu þessara skaðræðisdýra, hin svokölluðu Rottu- lög, og er markmið þeirra algerð eyðing rottanna. f lö^um þessum er öllum húseigendum og lóðar- eigendum gjört að skyldu, eftir skipun hreppsnefnda og bæjar- stjórna, og með tilhjálp þeirra, að framkvæma eyðinguna, hverjum á eign sinni, — ef þeir óhlýðnast, er það gjört á þeirra kostnað og inn- heimt með lögtaki. Kaupmannahafnarbær, gjörir ráð fyrir að kosta 600 þús. kr, til eyð- ingarinnar þetta ár, og 430 þús. kr. hvort árið af tveim næstu þar á eftir, en rotturnar eiga engan frið að fá fyr en þær eru allar að velli lagðar. Orustuáætlunin er gjörhugs- uð fyrirfram og vandað til alls svo sem framast er unt, og þeim mönn- um einum falið starfið sem treyst er að samviskusemi og áhuga, til að inna það vel af hendí, því það er gengið að því með fullkominni alvöru og festu og í v o n u m fullan árangur, 1. mars s. f. byrjaði orustan. Eru notaðir fyrst og fremst hundar og kettir. Gildr- ur eru líka notaðar, en langmest eitrun. Eitrið sem notað er, er Ratin og Fjörulaukur* sem hvor- tveggja er óskaðnæmt mönnum og dýrum, öðrum en músum og rott- um og svo Fosfór og Arsenik, en tvær hinar síðastnefndu eiturtegund- ir, eru stórhættulegar bæði mönn- um og skepnum og þarf því að viðhafa hina mestu varkárni með þær. Til að fæla rottur þaðan sem ilt er að koma eitrun að, er notað Kreósót, þær fælast lyktina af því, — og einnig af Koltjöru. Eitrunin á að verða á margvís- legan hátt; — það á hreynt og beint að krydda með eitrinu fleiri rétti, handa rottunum. því þær erutaldar svo skinugar og slungnar, að mik- ils þurfi vlð, en talið er liklegt að sú rolta sem ekki vill kjöt, muni glæpast á t. d. pönnukökum! Hús- og lóðareigendum er gjort að skildu að hreýnsa alt rusl og skran burtu nieðan eitrunin stend- ur yfir, — engum úrgangi má nokk- urstaðar kasta nema í tilbirgða járn- kassa og mannlausir kjallarar, vöru- geymsluhús og vörugeymslupláss, eru varin með þéttu vírneti svo rotturnar eigi þar ekki athvarf. Rottu- göt á múrveggi og kjallaragólf eru byrgð með steinsteypu. Forgöngumenn málsins, gjöra sér vissa von um fullan árangur, full- komna útrýmingu rottanna, en Kaup- *) Jurt, sein vex sudur við Miðjarðarhaf. mannah, búar eru líka samhuga um nauðsyn þessa máls, og vilja flest til vinna. F*að er fuil þörf þess, að vér Siglf. fylgjumst vel með í þessu máli og hagnýtum oss reynslu Dana, því rottueyðingin má ekki vera oss neitt hégómamál. Bænum er voði búin af þeim ef þær fá að tímgast óáreittar, og ef Kaupm.h. búum tekst að útrýma þeim hjá sér, þá ætti það að vera líka hægt hér, og ef það er mögulegt, þá verður að gjöra það. F*að eru rétt tuttugu ár núna, síðan fyrsta rottan, illu heilli, komst á land hér á Siglufirði. F’að eru alt afkomendur hennar sem hér eru núog hafa þó mörg þúsund verið drepnar. F*að er gott dæmi þess hvað fjölgunin er geysileg. Stærsta skip heimsins. F*að er skipið »Majestic« sem áður hét »Bismark«, og gengur nú milli Southainpton og New-York. Skip þetta urðu F*jóðverjar að láta af hendi til Englendinga núna eftir ófriðinn, og má nærri geta að þeim hefir þótt það sárt, ekki vegna þess, þó skipið kosti ot'fjár, heldur vegna hins, að (ætta skip, sem bygt er á mestu gæfu og gengisdögum F’jóð- verja, tekur svo langt fram öllu, sem áður var þekt, á sviði skipa- bygginga og siglinga, að öll hin þýska þjóð var stolt af því, og þegar það hljóp af stokkunum í Hamborg, og því var gefið nafuið »Bismark«, dundi þjóðsöngurinn þýski, »Deutschland, Deutschland úber alles«, með hamremis hrifn- ingu frá mörg þúsund munnum. »Majestic« er 56 þús. tonn að stærð. Skipshöfnin er 1200 manns og 4000 farþega getur það tekið. — F*að er 956 fet á lengd, 100 fet á breidd og 102 fet á dýpt frá kili og upp á bátaþilt'arið. Til að gjöra sér hugmynd um þessa feikna stærð, getum vér hugs- að oss »Majestic« reist upp á end- ann við hliðina á hæstu byggingu heimsins; — skipið mundi ná 200 fet upp fyrir hana og norskur síld- aidampuraf meðal stærð, gæti leg- ið endilangur á milli borðstokka þvert yfir skipið og verið reistuc

x

Fram

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fram
https://timarit.is/publication/34

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.