Fram


Fram - 18.11.1922, Blaðsíða 1

Fram - 18.11.1922, Blaðsíða 1
 Handsápur m. góðar teg., Kerti stór og smá, Spil, Stúfasirts 13 kr. kg. Fiskiiínur & taumar með tækifærisverði. St. B. Kristjánsson. Sagó, Natron, Sardínur, Lever- posiej, Sópujurtir, Súputeningar, Soya, Capers, Kaffibætir, Búð- ingspúlver, marg. teg. Vanille og Möndludropar. Handsápur margar tegundir. Páll S. Dalmar. VI. ár. Siglufirði 18. nóv. 1922. 46. blað. Lyfjabúðarspursrnálið. Herra ritstjóri. Ein er sú spurning, er oft hefir borist í tal manna á milli hér í Siglufirði, en hún er sú, hver hafi verið ástæða bæjarstjórnarinnar hér fyrir þv{ að neita stofnun lyfjabúð- ar hér á staðnum, er oss var boð- ið það. Það hafa víst fleiri en eg vonast eftir því fyrir löngu, að máli þessu yrði hreift í »Fram«, til þess að öllum almenningi gæfist þess kost- ur að kynnast þessu máli, sem ymsir halda að sé ekki seni allra- hreinast. En með því að þetta hefir nú ekki ennþá verið rætt opinber- lega, ætla eg, sjalfs mín og annara vegna, að leyfa mér að spyrja hinn háttvirta ritstjóra hvort hann geti ekki gefið almenningi upplýsingar um þetta mál í hinu heiðraða blaði sfnu, meðfram af því að mér þykir líklegt að hann, bæði vegna stöðu sinnar sem héraðslæknir og hins, að hann var þá bæjarfulltrúi er þetta mál var á döfinni, muni. geta gcfið almenpingi nauðsynlegar upp- lýsingar. Meðferð þessa máls hjá bæjár- stjórn, og hvernig hún leiddi það til lykta, vakti megna og réttláta gremju allrar bestu borgara bæjar- ins, og eigi ólíka því ef bæjarstjórn hefði geíið þeim vænan löðrung. Pað liggur líka í augum uppi, að öllum hafi gramist þau málalok, þar eð það er þó líklega skylda hvers heiðarlegs borgara, hvernig sem hann er settur í heiminum, að styðja og styrkja, eftir bestu getu, þá sveit eða þann bæ og bæjarfé- lag, sem hann er kallaður til að vinna í, og efla sem mest og best sjálfstæði þess. — Og það var ekki nema sanngjarnt, að almenningur þessa bæjar vænti þess, að mál þetta væri leitt til lykta með þetta fyrir augum. En — nei — ónei! F*að var nú ekki því að heilsa. Hinir vísu feður höfðu komist að allt annari niðurstöðu. — E n, af hvaða ástæðu? Menn hafa spurt þverjir aðra, hvort þetta mundi vera afleiðing af klíkufylgi eða eiginhagsmunapólitík, og hefðu þá þessvegna hagsmunir Sigluíjarðar verið fyrir boið bornir til þess að einstaklingar sætu að krásinni og fleyttu rjómann á kostn- að kaupstaðarins. En þetta er nú líklega þó ekki svo í raun og veru. En sé það skoðað frá öðru sjónar- miði er það heldur ekkert ótrúlegt. Einhver ástæða lilýtur að liggja til grundvallar fyrir því að hin heiðr- aða bæjarstjórn drap mál þetta sem almenning þessa bæjar varðaði svo mjög, og sem öllum, í hverri stöðu sem var, hefði orðið til hinna mestu nytja, og sem nú mundi vera búið að spara Siglfirðingum stórfé, auk þess sem lyfsalinn hefði auðvitað orðið einn rnesti og ábyggilegasti gjaldandinn til hins opinbera. Til allrar hamingju voru þó þeir menn til í bæjarstjórninni er ekki gáfu þessum illu málalokum atkv. sitt, en þeir urðu hér, eins og oft- ar .þegar um var að ræða heill bæj- arins, í minni hlufa. Eitt er líka víst, þegar um er að ræða mál þetta um stofnun lyfjabúðar hér í Siglufirði, og það er það, að hér- aðslæknirinn var eiun af þeim er hlyntastur var málinu, vann manna best fyrir það og gaf því sín bestu meðmæli; hann kom því hér fram sem óeigingjarn maður, sem lagði hagsmuni sína til hliðar, er varðaði heill almennings. Pví það' lá næst að lialda, að það hefi töluverð áhrif á hagsmuni hans hvað snerti sölu hans á lyfjum, ef slík lyfjabúð kæmist á. En nóg um það. Það er inargt sem er á dagskrá Siglutjarðar, sem varða heill hans og sjálfstæði, og eitt þeirra mála, og kannske ekki það lítilfjörlegasta, er einmitt lyfja- búðarmál þetta, jafnvel þótt sum- um, sem þó seint og snemma þykj- ast bera velferð bæjarins fyrir brjósti, finnist það ekki mikilsvirði — kann ske af ástæðum, sem hvergi eiga sér stað, og tæplega þola kannske að koma fram í dagsljósið af því að þá leggur af þeim þefinn af klíkufylginu og hagsmunapólitíkinni, en Siglufjörður heíur áður orðið að borga þær dygðir of háu verði. Ef ekki er nú eingöngu hugsað um sjálfan sig eða hagsmuni ein- stakra manna, en um leið ofurlítið tillit tekið til hagsmuna Siglufjarðar, og hinna d: 1200—1400 íbúa, að ógleymdum þeim 3—4000 aðkomu- mönnum er stunda hér veiðiskap og vinnu 5 til 6 mánuði, þá hljóta allir með heilbrigðri skynsemi að játa það, að það er sanngjörn krafa frá hálfu Siglufjarðar, að hann fái lyfjabúð. Já, og það fullkomna lyfjabúð; ekkert útbú frá hinni eða annari lyfsölu, heldur lyfjabúð sem er fullkomin í besta skilningi og stjórnað er af fullfærum manni sem helgar sig starfi sínu; því slík versl- un -mun áreiðanlega gefa eiganda sínum góður tekjur. Eg ætla þá fyrst um sinn að láta hér staðar numið þangað til eg og 99% af íbúum Siglufjarðar fáum ef til vill eitthvert svar og útskýringu þessa máls, og vænti eg þess að hinn heiðraði ritstjóri sé þess megnugur. O. T. Hr. O. T. beinir hjer að framan fyrlrspurn til mín viðvíkjandi lyfja- búðarmálinu og ætlast til að jeg skýri málið nánar. Pað er stytzt af að segja, að jeg get ekki gelið neinar verulegar upp- lýsingar um þetta. Jeg var sem sje staddur erlendis, er þetta mál var á döfinni hjer í Siglufirði á útmán- uðum eða að vorinu 1921. Það er rjettilega tekið fram í greininni að jeg hef um mörg ár verið hlynntur því, að hjer yrði sett á stofn lyfjabúð f Siglufirði, En það var ekki af neinni íórnfýsi, eins og hr. O. T. sýnist halda, heldur af því, að eg áleit lyfjabúð hjer í Siglufirði öllum hlutaðeig- endum til hagsmuna — mjer sem öðrum. Jeg get fullyrt það að flestir eða allir embættisbræður. mínir á þessu landi munu óska þess að losna við lyfjasamsetning og lyfjaafgreiðslu til sjúklinga sinna. Petta er ekki nema eðlilegt. Setjum svo að læknir í sveitahjer- aði, þar sem mikið er um ferðalög sje sóttur langar leiðir til sjúklings og þá vill oft verða svo, að marg- ir aðrir leita hans fyrir kvilla sína, þar sem leið lians liggur hjágarði. Öllum þessum mönnuni verðut læknirinn að sinna, svo að þegar hann kemur lieim aftur, þreyttur úr langri ferð og eftir langt þankastrit, getur hann ekki sest að, en verður að vasast í að setja saman, mæla og vega út lyf handa öllum þeim sjúklingum, er orðið hafa á götu. hans. Pað segir sig sjálft, hvílíkur erf- iðisauki slíkt muni vera lækninum. En, svo kemur annað Sé um erf- iðar meðalablandanir að ræða get- ur oft orðið hætt við því að lækn- irinn ráðist ekki í þann tilbúning, vegna þreytu sinnar, enda þótt læknirinn kynni að álíta, að einmitb þetta meðal væri sjúklingnum fyrir bestu. Pess er líka að. gæta að til- búningur margra lyfja, er svo klús- aður og erfiður, að það er yfirleitt ekki hægt að afgreiða þau lyf ann- arsstaðar en frá lyfjabúðum. Parna kemur að því að sjúklingar í erfið- um hjeruðum fá stundum, máske oftlega, ekki þau lyf við krankleika sínum, er þjenugust væru. Hér í Siglufirði er ekki ferðalög- um til að dreifa, en hjer er svo mikið umleikis, um vissan tíma árs- ins, þar sem sjúklingarnir byltast að manni, stunduni svo tugum skiftir á dag, þá er illframkvæman- legt, að vera bæði læknir og sinn eigin lyfsali. Sama kernur fram. Erfiðar lyfja- blandanir verða ekki afgreiddar og sjúklingarnir fá oft í heilsubót, lyf- seðil til einhverrar lyfjabúðar, sem svo er afgreiddur þangað og það- an eftir því sem best stendur á ferðum í þann og þann svipinn. Viðvíkjandi því er jeg veit best um lyfjasölumálið og hvernig það er til orðið skal jeg gefa örstutta skýringu: Árið 1920 var jeg sfaddur í Reykja- vfk; hitti þar ungan danskan lyfja- fræðing, sem spurði mig, hvort ekki væru tiltök að setja á stofn lyfjabúð í Siglufirði. Jeg svaraði, eins og jeg álít satt vera, að vafalaust mætti hafa arðsania atvinnu af slíku, Pessi maður sagðist svo ætla að hug- leiða þetta mál, og þar fjell talið. Seint á vetrinum 1921 ferðaðist jeg til útlanda og hafði þá enga lyfjabúóarstofnun heyrt nefnda í Siglufirði. Pegar jeg kom heim aft- ur í júnímánaðarlok, var mjer sagt, að hingað hefði borist beiðni um umsögn hjeraðslæknisins og bæjar- stjórnar um það, hvort æ^kilegt væri að stofnuð yrði hjer lyfjabúð. Jeg hef aldrei sjeð þessa umsagn- arbeiðni stjórnarráðsins og því ekki getað svarað henni, en hitt er á allra vitnrði, að bæjarstjórnin lagð- ist á móti lyfjabúðarstofnun hjer, og álít jeg að það hafi verið heldur bráðræði, því að bæjarstjórninni var kunnugt um það, að mín, sem þetta mál ekki síst varðaði, var bráðiega þeim von. Parna fór sem fór. Og fleira get jeg ekki þar um sagt ann- að en það, að þessi lyfjafræðingur leitaði síðan til Sauðárkróks og var þar tekið opnum örmum af lækni og hjeraðsbúum. Pessi grein hr. O. T. kom til -mín svo að segja á síðustu stundu og alveg í opna skjöldu. Vegna anna hef jeg ekki getað svarað henni greinilegar, sem þó hefði ver- ið hægt, að því er snertir a I m e n n s k i I y r ð i fyrir lyíjabúðarstofnun hjer í Siglufirði. En það kann að gefast kostur á því síðar. Guðm. T. H a 1 1 g rí m s s o n. Munið að borga „Fram“. /

x

Fram

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fram
https://timarit.is/publication/34

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.