Fram


Fram - 16.12.1922, Blaðsíða 1

Fram - 16.12.1922, Blaðsíða 1
150 kr. í Jólagjöf! * Ojaiirnar eru: Regnkápa, Silki- slæða, Herraúr m. festi, Telpu- kjóll, Brjóstnál, 10 Diskar, Silki- klútur, Blómsturvasi, Dúkur áteikn., Vindlamunnstykki. Reynið lukkuna! Kaupið fyrir 2 kr. P. S. Dalmar. VI. ár. Siglufirði 16. des. 1922. 50. blað. t Hannes Hafstein, fæddur 4. Des. 1861 dáinn 13. Des. 1922. Hann andaðist á heiinili sínu í Reykjavík eptir langa vanheilsu. Hannes Hafstein var sonur Pét- i urs amtmanns Hafsteins, og fædd- I ur á Möðruvöllum í Hörgárdal. í Útskrifaðist úr lærða skólanum í r Rvík 1880, efstur í sínum bekk. Hann var hár maður vexti, fríð- ur með afbrigðum, svo að segja má hið sama um hann og sagt var utn Magnús konung góða: »Ok þat er sannast, at ek má ekki at finna, því at þannig myndi hverr sik kjósa skapaðan, sem þú ert, þótt sjálfr mætti ráða.« Nokkrir Reykvíkingar voru á skemtiför, staddir á Pingvelli, snemma í júlí 1880. Meðal þeirra manna var maður, sem er nýlátinn, og orðið hefir einhver með mestu bókmenntafrömuðum þessa lands. Um líkt leyti komu á Pingvöll stúdentar og skólapiltar á leið norð- ur fjöll, heim til sín. Reykvíkingun- um varð starsýnt á einn þessara ungu manna, og gat þá sá íslenzki vísindamaður, sem áður var getið, þess, að þar færi glæsilegur maður, og allra manna líklegastur til þess, að verða foringi sinnar þjóðar. Hér var aðeins talaó uin svip og yfirlit hið ytra, en öllum landslýð, sem lesið hafa kvæði Hannesar Hafsteins um Valagilsá, Skaga- fjörð og Hraun í Öxnadal, sem orkt eru um líkt leyti, hlýtur að skiljast, hvernig maðurinn var hið innra. Hannes Hafstein stundaði lög- fræðisnáni við háskólann í Kbh., tók þar próf, varð sýslumaður í Dalasýslu, síðan málaflutningsmað- ur í Rvk, þar á eftir landshöfðingja- skrifari eða landritari, eins og þá var kallað, og 1895 varð hann sýslumaður í ísafjarðarsýslu. Pangað kom Hannes Hafstein að nýafstöðnum Skúlamálunum svo- kölluðu, og átti þar að mörgu leyti örðuga aðstöðu. Með Ijúfmann- legri og hyggilegri framkomu, kom hann svo fram, að hann mun hafa verið þar bezt metinn maður. 1904 varð hann ráðherra, og þaðan í frá þarf eigi að greina götuna. Hannes Hafstein var kvæntur Ragnheiði Stefánsdóttur, sonardótt- ur Helga biskups. Hún dó 1913. Og eiga þau mörg börn á lífi. í sögu sinni um frönsku stjórn- arbyltinguna, verður Carlyle tíðrætt um greifann af Mirabeau.* Svo sem kunnugt er dó Mira- beau, áður heldur en manndrápin hófust í stjórnarbyltingunni og Carlyle heldur því fram, að hefði Mirabeau notið við, þá mundi hann með andlegum yfirburðum sínum, hafa getað hindrað allar þær hrylli- legu blóðsúthellingar. Pegar Mirabeau lá banaleguna, strauk hann eitt sinn um höfuð sér og sagði við læknirinn, sem hjá honum var staddur: »Pað vildi eg, að eg gæti arfleitt Frakkland að þessu höfði!« Daginn sem Mirabeau dó, var indælt blíðuveður í Parísarborg. Carlyle segir, að þar sein tveir menn hafi mæzt á förnum vegi, hafi annar sagt sem svo: »Petta er indæll dagur«', og hinn svarað: »Já, — en Mirabeau er dauður.« Fyrir alla þá glæsilegu framkomu Hannesar Hafsteins í íslenzkum bókmenntum og íslenzkum stjórn- málum, og fyrir alla þá öðlingsyfir- burði, umfram aðra íslenzka sam- tíðarmenn hans, detta manni ósjálf- rátt í hug orð hins skozka sagna- ritara um Mirabeau. í styttri blaðagrein er sízt hægt að lýsa manni, eins og Hannesi Hafstein og hans lífsstarfi. Pað verða aðrir að gera, sem betur þekkja til og eiga völ á stærra rit- rúmi. Hitt þykir oss líklegt, að mörgum verði það, er þeir heyra andlát Hannesar Hafsteins, að gera sér einhvern mannjöfnuð milli hans og Jórjs Sigurðssonar. Pað er ým- islegt sameiginlegt með þessum tveimur mönnum, og þó munu þeir í grundvallareðli sínu, hafa verið mjög ólíkir. Pað er víst að báðir þessir menn hafa með starfi sínu, hrundið íslandi áfram meir en nokkur annar maður á síðari öld- um, að minsta kosti. Jón Sigurðsson hefir áreiðanlega átt við ramara reip að draga held- *) Frb. Mírabó. ur en Hannes Hafstein, að minsta kosti í stjórnmálabaráttu vorri við Dani, og vafalaust hefir Jón Sig- urðsson verið þrautseigari til þess, að halda sínum málum fiam, heldur en Hannes Hafstein. Pó má minn- ast þess, hvað haft er eftir einum aðal stjórnmálaandstæðing Hannes- ar, er sæti átti með honum í Milli- landanefndinni 1908, Skúla Thor- oddsen. Á einum fundinum höfðu Danir verið öfugir í garð vorn, og staðið fast á sínum málstað. Par hafði Hannes Hafstein staðið svo fast á rétti vorum, og fengið Dön- um svo um þokað, að Skúli Thor- oddsen gat þess, er af fundinum kom, að þarna hefði Hannes Haf- stein komið fram eins og íslenzk hetja. Jón Sigurðsson stóð annan veg að vígi í sinni stjórnmálabaráttu af því, að hann var, auk þess að vera stjórnmálamaður, líklega fyr og síð- ar, sá mesti fræðimaður á íslenzka sögu í öllum hennar myndum, og stóð því svo að vígi, að aldrei þurfti að telja honum trú um neitt það, er áður væri um gaið gengið, svo að ekki gæti hann að fullu sannað sinn málstað og rekið rétt- ar síns lands. Enda urðu mótheij- ar hans að kenna á því. Hannes Hafstein mun áreiðanlega ekki hafa haft jafn djúptæka þekk- ingu á íslenzkri sögu til brunns að bera, og hefir því ekki, að því leyti, getað staðið jafn öruggur í deilun- um. Aftur á móti er liklegt, að hug- myndaafl Hannesar Hafsteins hafi verið meira en það, sem Jóni Sig- urðssyni var gefið. Og vafalaust hefir Hannes Hafstein með þessari gáfu opt »vent okkar kvæði í kross« við Dani. Hann var samningamjúkur og var glöggur að sjá »hvar sem grysjaði í skarð eða glufa varð«. Hann var sá, er á síðari árum — eins og áður helur verið tekið fram í þessu blaði — kom mest og bezt okkar málum á þann rekspöl, er þau nú eru komin á. »Við stjórnvölinn einn stóð hann bjartur og beinn og beið hverrar glufu á hrönn.« --— Skipið komst leiðar sinnar — en hann dagaði uppi — í hafísnum. O. T. H. Síldarmatslögin. Á síðasta fiskþingi Norðmanna, sem haldið var í Bergen, voru allir fulltrúarnir einum rómi ásáttir um það, að mat á nýrri síld væri eng- in sönnun né trygging fyrir því, að síldin yrði fyrsta flokks vara er á markaðinn kæmi. Og að matsvott- orð, er gefið væri á þessum grund- velli, væri algjörlega þýðingarlaust. Sakir þessa er nú var sagt, á nú framvegis að meta alla norska síld um leið og hleðsla fer fram, og hið gildandi matsvottorð gefið eftir því mati; þetta gildir um alla síld, hvort sem hún er gömul eða ný, »pökk- uð« eða »ópökkuð«. Með þessari matsaðferð mæla líka eindregiðfirskiverzlunarfulltrúarNor- egs, sein sendir eru til hinnaýmsu neyzlulanda á kostnað ríkisins. Peir hvetja einnig til þess, að matslög- unum norsku verði breytt í þessa átt, þar eð kaupendur eða neytend- ur geti alls ekki tekið gild matsvott- orð, sem gefin eru á öðrum grund- velliv Sérstaklega á þetta við mat á nýi ri síld, ef á því væri byggt fulln- aðarmatsvottorð, af því að það hef- ir komið í Ijós, að sé síldin skenid þegar hún kemur á ákvörðunarstað- inn, hefir það nær nndantekningar- laust verið því að kenna, að hún hefir skemst í tunnunum, frá því hún fyrst var söltuð. Eins og sjá má af þessu, hefir allur fjöldi norskra útgerðarmanna, sem þaulreyndir eru á þessu sviði, með formann fiskiþingins í broddi fylkinga, komið frani með matslaga- frumvarp fyrir Noreg, sem algörlega er byggt á sama grundvelli og reynslu, og matslagafrumvarp það, er hér var samið og sent Alþingi 1920, en sem þar var felt. Ætli væri nú ekki hentugur tími til þess að hreyfa þessu máli á ný? Væri þá vel að Siglufjörður yrði fyrstur til þess, því bæði er að hanti elzta síldarþorpið og höfuðstöð ís- lenzkrar síldarútgjörðar, svo hann ætti að hafa mesta reynzlu til brunns að bera í þessum efnum, og ætti því að hafa mestan áhuga fyrir því, að þetta matsmál fengi svo farsæl- legar lyktir, að allir mættu vel við una, En um hitt geta víst varla ver- ið skiftar skoðanir, að síldarmatslög- in, eins og þau eru nú, eru ófull- komin, og til því nær engra nytja. Og hví ætti þá að vera að íþyngja

x

Fram

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fram
https://timarit.is/publication/34

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.