Alþýðublaðið - 01.05.1936, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 01.05.1936, Blaðsíða 1
Lýðræði! Sklpuiagt Vinna! EITSTJÓRI: F. R. VALDEMARSSON CTGEFANDI: ALÞVÐUFLOKKURINN XVII. ARGANGUR FÖSTUDAGINN 1. MAÍ 1936 98. TÖLUBLAÐ Ut á gðtnna i dag! Fram til úrslitabaráttu! ¥ D A G safnast hinn ■* skipulagði verkalýður Reykjavíkur og allir fyíg- ismenn verkalýðshreyf- ingarinnar til hátíðahaida og kröfugöngu undir fán- um verkalýðsfélaganna og allsherjarsambands þeirra — Alþýðusambands Is- lands. Hátíðahöldiu hefjast með vígslu hins nýja, glæsilega AI- þýðuhúss Reykjavíkur, en að þeirri vígslu lokinni verður lið- inu fylkt í kröfugöngu og farið til Austurvallar. Hátíðahöldin verða hvort- tveggja í senn: minning um rnargra ára harða baráttu fyrir öllu því, sem þegar hefir áunn- ist fyrir alþýðuna og livöt tll sóknar fyrir ennþá stærri sigr- um. Þeirri sókn, sem nú hefst, verður stjórnað frá Alþýðuhúsi Reykjavíkur. AlDýOan ð AIÞýðohðsið. FYRIR framlög verka- : lýðsms í Reykjavík var • | lóð Alþýðuhússins keypt. ; Verkamenn grófu í frí- : : stundum sínum grjótið upp : úr grunninum. Grjótið var selt upp í : kostnaðinn við að haida lóð- : inni í eigu félaganna. Skref fyrir skref hefir : : alþýðan sótt að því marki, : : sem nú er náð: Alþýðan í Reykjavík hef- | | ir reist Alþýðuhúsið við • Hverfisgötu. Dagsbrún, Sjómannafé- : : lagið, V. K. F. Framsókn, : : Freyja og Jafnaðarmanna- : félagið og hliðstæð samtök ; hafa lagt fram 140 þúsund I krónur til byggingarinn- : ar. : Vmsir áhugasömustu fé- • lagarnir í alþýðusamtökun- : um leggja fram 60 þúsundir : króna. Alþýðan á Alþýðuhúsið. Það er heimili hennar. :______________________ Það verður miðstöð verka- lýðshreyfingarinnar hér á landi. Þar verða skrifstof- ur verkalýðsfélaganna og Alþýðusambandsins og þangað á hver einn og ein- asti verkamaður að leita í baráttunni fyrir sínu eig- in lífi og baráttunni fyrir sigri sósíalismans á Is- landi. Saga Alþýðuhússmálsins hefst í raun og veru með stofnun Al- þýðusambands Islands. Pá þegar var farið að taía um nauðsyn þess að eignast heimili fyrir samtökin. I fyrstunni hafði Dagsbrún af- gneiðslu sína á Laugavegi 18, en ritstjórnarskrifstofur blaðsins voru hvergi nema á heimili Ólafs Friðrikssonar. 1917 keypti Full- trúaráð verklýðsfélaganna Jóðina við Ingólfsstræti og Hverfisgötu af rikissjóði fyrir 12 þúsund krón- ur. 1 ársbyrjun 1920 var komið upp litla timburhúsinu á lóðinni -og var þar afgreiðsla Alþýðu- blaðsins til 1925, ien þá hafði hús- ið verið flutt nær B-ankastræti, eða þar sem nú stendur hús Jóns Björnssonar & Go., vegna þess að byrjað var að vinna í grujnininum. I húsinu var einnig lítill fundar- salur, og mun hann hafa tekið mest um 50 manns.. Par hélt Full- trúaráðið fundi sína, en ritstjórn blaðsins var enn heima hjá ölafi nokkru eftir -að flutt varítimbur- ALÞýÐUHtJS REYKJAVlKUR. húsið, og síðar heima hjá Hallbirni | Halldórssyni og á Bjargarstíg 2. I 1925 var litla st-einhúsið bygt á lóðinni og flutt í það þá um haustið. I kjallaranum var komið fyrir Alþýðuprentsmiðjunni, en uppi var fundarsalur, tvö af- greiðsluh-erbergi og lítið herbergi, þar sem ritstjórn blaðsins hafði aðsetur sitt. Síðar var fundarsal- urinn tekiinn af og gerð úr honum tvö herbergi fyrir ritstjórnina, en þar sem hún var áður, var sett á fót skrifstofa prentsmiðjunnar. Félögin sjálf voru alt af á hrak- hólum með alla aðra starfsemi sína en þá, sem nú hefir verið nefnd, enda s-ettu þau ekki upp sérstakar skrifst-ofur fyr en síðar. Er því saga þ-essa rnáls sagan um vöxt og viðgang alþýðusamtak- anna, ©n jafnframt um fátækt þeirra -og umkomuleysi. Þegar Iönó var keypt, gat hin daglega starfsemi félaganna ekki íengið þar n-einn samastað af ýmsum kunnum ástæðum, en þá þegar rýmkaðist mjög um fyr- ir fundi alþýðufélaganma. Margir menn hafa lagt stein i hina mikiu og veglegu byggingu, sem nú er risin upp á lóðimni, sem keypt v-ar 1917, og barist hefir verið við að halda öll þessi ár. Fjöldi verkamanna gaf dagsv-erk til að ryðja grunninn, og er sá listi til. Enn fremur lögðu margir fátækir v-erkamenn fram fé, sem gerði það kleift, að hægt var að (halda lóðinni í eigu félaganna. Eiga þieir, sem starfað hafa fyr- ir samtökin undanfarna tv-o ára- tugi, margar minningar um bar- áttun-a fyrir því að eignast Al- þýðuhús, þó að draumur þeirra hafi ekki ræzt fyr en nú. 1 stuttri grein er ógerningur að lýsa þessu veglega húsi svo nokkru nemi, enda er nákvæm lýsing á húsinu birt í grein, er Oddur ólafsson framkvæmdar- stjóri ritar í 1. maí-blaðið, sem selt er á götunum í dag. Byrjað var á byggingunni 31. maí síðastliðið vor og hefir hún því verið í smíðum tæpt ár. Þórir Baldvinsson gerði teikn- ingar að húsinu, en Kornelíus Sigmundsson tók verkið að sér. Oddur ólafsson hefir skýrt Alþýðublaðinu þannig frá hús- inu: „Alþýðuhúsið stendur nú því nær fullgert á sínum stað, þar sem því í öndverðu var ætlaður staður á hominu sunnan Hverf- isgötu og vestan Ingólfsstrætis, þar sem þessar götur mætast. Það er einfalt og óbrotið að gerð í nútíðar stíl, funkisstíl. Rúmmál byggingarinar er alls 55 hundruð rúmmetrar. — Hæð hússins er fimm hæðir og kjallari með Ingólfs- stræti, en fjórar hæðir og kjallari með Hverfisgötunni. Þar eð húsið stendur í talsverð- um halla, er kjallarinn sama og ekki í jörðu við neðri enda þess við Hverfisgötu, en þar er gengið inn í fundarsal húss- ins, en hann er í kjallaran- um, og ætlaður fyrir smærri fundi, tekur hann 132 manns í sæti. Annars er lengd hússins með Hverfisgötu 25.26 metrar, með Ingólfsstr. 16.85. Breiddin er með Hverfisgötu 10.37 metrar, með Ingólfsstræti 11.00. Kjall- ari hússins er þó bygður yfir alla byggingarlóðina, en hún er alls 25.26 x 16.85 fermetrar. En í kjallaranum er auk þess sem áður er getið, prentvélasalur, stórt eldhús, snotur veitinga- salur, mjög fullkomin miðstöð, sem brennir kolasalla og hitar alt húsið, sumpart og að mestu leyti með vatni um venju- lega miðstöðvarofna, og sum- Frh. á 2. síðu. I dag: 1,15: Fólk safnast saman ; við Alþýðuhús Reykja : víkur. 1,30: Vígsla Alþýðuhúss- ; ins: Ræður, söngur, ; hljómleikar. 2,20: Kröfugangan hefst. : Gengið stutta leið. 2,45: Staðnæmst á Austur- ; velli: Ræður, söngur, ; hljómleikar. 4: Barnaskemtun hefst í : Gamla Bíó. 6: Skemtun fyrir full- : orðna í Gamla Bíó. ; 8,15: Dagskrá alþýðufélag- : anna hefst í útvarp- , inu. 8,30: Kvöldskemtun í Iðnó. : Kaupið merki dags- ; ins, hamarinn með ; rauðu slaufunni. Sækið skemtanirnar. Fylliið ykkur einhuga : undir merki alþýðu- : félaganna og Aiþýðu- ; sambands Islands i : kröfugöngunni. Gegn sundrung og : fasisma! Fyrir einingu og lýð- ; ræði! WV T wv V « VVW VTV V V v*v ALþÝÐUNNI ÍSLAND: Alþýðunni Island! það ómar og grær, orðtakið sterka, sem sigrinum nær. Hverjum, sem starfar með huga og önd og hverjum þeim, er skapar gagn með stritandi liönd hverjum, sem með ærlegum baráttubrag vill berjast og vinna fyrir fólksins nýja dag, rúm standi opið, rúm þeim öllum er þrá: Alþýðunni fsland! Alþýðunni Island! mn merkur og mið, . máttugt skal hljóma með vorstraumanið. Syngja í vélaima þysi og þröng og þjóta í bóndans unga grasi um vorkvöidin iöng, hljóma í skrifstofu og hrópa í búð og hrynja eins og stórsjór að borði á hverri súð: Rúm fyrir alla, rúm þeim öllum, sem þrá: Alþýðunni Island! Alþýðunni Island! skal óma um storð. Sæti lianda öllum við samfélags borð! Baráttan gegn þeim, sem búast að ná þeim björtu frelsisvirkjum, sem þjóð vor treystir á. Rúm hverri hugsun, sem hækkandi grær, skal hljóma langt úr norðri út um veröld fjær og nær: Rúm fyrir alla, rúm þeim öllum, sem þrá: Alþýðunni Island!

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.