Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Helgarpósturinn

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Helgarpósturinn

						pönkhljómsveitin Fræbbblarnir sótt heim
FHrtudagur 19. okttber w> Halrjarnn^f, irínn
ÞETTA ER BARA HELVITIS VÆL
Undanfarin ár hefur pönkiö verið áhrifamikil stefna I
rokkheiminum. Hinsvegar hefur Iltið fariö fyrir þvi i tónlistarlífi
íslendinga. Að visu hefur ein fremsta pönkhljómsveit breta,
Strangiers, sótt okkur heim, og pönkplötur munu seljast hér ágæt-
lega (ef hægt er ao tala um plötusölu á islandi lengur), — en islensk
pönktónlist hefur ekki verio til, þó sumt i verkum Megasar megi
kalla pönk.
En þetta virðist vera aö breytast. Komin er fram á sjónar- og
heyrnarsviðiö fyrsta fslenska hljómsveitin sem leikur eingöngu
pönk. Hún heitir Fræbbblarnir og hana skipa Rósi Rottuskelfir
(Stefán Guðjónsson) Rimský Taktiras (Þorsteinn Hallgrimsson),
Wolfgang Amadeus (Ari Einarsson), Spakur Spýjugjafi (Valgarður
Guðjónsson), Vibbi Viðutan (Bjarni Sigurðsson) Gunnar á Hilðar-
endaþarmi (Sigurgrimur Skúlason) og Spillt Spjaldskrá (Dagný
ZoCga).
Fræbbblarnir eru greinilega stórhuga, þvi á næstunni kemur út
með þeim þriggjalaga plata sem heitir False Death, og er gefin út af
bresku hljómplötufyrirtæki, Limited Edition Records, á heims-
markaöinn.
Helgarpósturinn hitti Fræbbbl ma um daginn suðuri Kópavogi og
átti við þá eftirfarandi viötal:
blaðamanninum hvað við erum
aö fara að gera?"
— Já, hvað eruð þið að fara
að gera?
Spakur: „ViB erum að senda frá
okkur plötu einsog þú veist, og
ætlum að kynna hana á hljóm-
leikum i skólum og annars stab-
ar. En þaö er helviti erfitt að
koma sér að hér á höfuðborgar-
svæðinu. Það er bara einn
staður þarsem við getum spilað
fyrir almenning og þaö er Hótel
Borg."
Rósi: „Þab er vandamál með
tónlist sem hvetur til aögerða,
að hún verður ekki flutt hvar
sem er t.d. I útvarpi og
sjónvarpi."
— Og  þið  ætliö  að  veröa
heimsfrægir?
Spakur: „Nei."
Rdsi: „Sköllóttur maður er
þegar búinn að missa hárib."
Spakur: „Málið er það að þo þú
seljir ekki mikið af plötum á
erlendan mælikvarða, þá er það
mikið á islenskan mælikvarða.
Við verðum kannski rikir á
þessu, en tæpast heimsfrægir."
Vibbi: „Viö vitum heldur ekki
alveg hvernig verður staðiö að
þessu, en Stranglers ætla þó að
kynna plötuna."
Ruddalegir á kaupi
— Eruð þið ruddalegir pönk-
arar?
Vibbi: „AB sjálfsögðu erum við
þaö."
Rósi: „Við skulum ekki vera að
blanda einkamálum þinum i
viðtalið Vibbi minn. Ruddar
erum við ekki, þó það sé varla
hægt að segja að við séum
kurteisir. Það má segja að viö
séum ruddalegir á  kaupi."':
— Hvenær uröu Fræbbblarnir
til?
Rósi: „Æ, það var þarna slysið.
Við vorum i bU og fengum
höfuöhögg."
Spakur: „Það er næstum ár
siðan. Við fundum hjá okkur
þörf til að leika á skemmtiinl
M.K., þarsem nokkrir okkar
voru I námi. Og þaö átti bara að
verða þetta eina kvöld, en svo
hefur þetta einhvern veginn
rúllað áfram."
Hljómleikar
Rósi: „Eigum viö ekki að segja
— Eruð   þið   kunningjar
Stranglers?
Spakur: „Já, ekki getum við
neitað þvi. Þeim þótti vist svo
gaman hérna á lslandi, og
þegar þeir fréttu af okkur, þá
vildu þeir endilega gera þetta."
Pönkgrúppur spretta upp
— Hvernig hefur fólk tekið
ykkur?
Spakur: „Fyrst þegar við vo»
um að byrja, þá fannst okkur
viö vera að þröngva okkur uppá
fólk. En eftir Borgina og sér-
staklega eftir að við spiluðum i
Fellahelli, þá finnum viö aö viö
eigum hljómgrunn hjá fólki.
Pönkið er þaðsem ungt fólk vill,
og nú eru pönkgrúppur að
spretta upp um allan bæ. Og það
munu nokkrar þeirra koma
fram með okkur á hljómleikum
sem við ætlum að halda i
Félagsheimili Kópavogs 3.
nóvember."
— Það telja margir að pönkið
sé afsprengi ákveðinna
þjóðfélagsaðstæðna, — eru
þéssar aðstæöur fyrir hendi hér
á landi?
Rósi: „Það er bara tónlistin
sem skiptir máli. Og það er hér
fullt af fólki sem er orðið leitt á
þvi sem i kringum það er. Þab
er búiö að fá leib á plastælunum.
Þessu helvitis væli einsog þetta
sem er spilab i útvarpinu."
By Iting meö bros á vör
— Deilib þib á þjóbfélagib I
tónlist ykkar og textum?
Spakur: „Nei, þab er ab drepa
mann úr leibindum þetta ádeilu-
kjaftæði sem Spilverkið, Þurs^
arnir, Heimavarnarlibib eba
hvern djöfulinn þetta heitir allt
saman, er ab rembast við að
setja saman. Þetta er bara
helvítis væl."
Rósi: „Þeir taka sig svo alvar-
lega og eru svo hátfblegir. Þeir
virbast ekki skilja ab þab sé
hægt ab gera byltingu meb bros
& vör. Ég vil bara láta leggja
þjóbfélagib nibur, og þá fyrst af
öllu útrýma þjóðhöfbingja-
hænsnunum."
— Erub þib besta hljómsveit-
in á Islandi?
Spakur: „Ja, er einhver önnur
hljómsveit hérna sem hægt er
ab kalla rokkhljómsveit. Ég hef
allavega ekki heyrt þab, — og þó
vibar væri leitab."
— Hvab er þab sem fólk fær
útúr þvl ab hlusta á Fræbbbl-
ana?
Rósi:„Þabverður skýrara. Þab
kemst til tónlistarlegs þroska."
Fólk lætur plata sig
—  Hvab segib þib um
tónlistarsmekk lslendinga?
Rósi: „Ætli sé nokkuð hægt ab
tala um ab þeir hafi einhvern
tónlistarsmekk. Annars er þetta
ab batna meb tilkomu okkar.
Þab er alveg furbulegt hve fólk-
ið hefur látið plata sig."
— En þið erub ekki ab plata
þab?
Rósl: „Ab sjálfsögbu ekki, —
það platar okkur. Svo þarf ab
gera greinarmun á áróðri og
uppeldi."
Spakur: „Okkar höroustu abdá-
endur munu fá sjokk þegar vib
förum nú aftur af stab. Vib höf-
um lengi verib meb sama
prógrammib, en vib höldum
bara þremur lögum úr þvl. En
vib erum óskeikulir einsog
páfinn, svo þeir munu þvi ekki
verba fyrir vonbrigbum meb
okkur."
— Hafib þib ekki verib ab
reyna að fá erlendar hljóm-
sveitir hingab til lands?
Spakur: „Jú, vib náðum beinu
sambandi vib Public Image Ltd.
um ab koma hingab, og þab mál
er i athugun. Vib ætluðum ab fá
Kinks, en þeir eru of dýrir. En
vib fá.um Public Image .Ltid
til ab      spila á þau hljób-
færi sem til eru hér. Þab er eina
leibin, þvi þab kostar 25 milljón-
ir ab flytja hingab þær græjur
sem þessir kallar nota venju-
lega."
Til London
— En ætlib þib ab fara
erlendis til ab spila?
Spakur: „Jú, vib í'örum til
London næsta sumar ab spila.
Vib erum i góbum samböndum
þarsem Limited Edition Re-
cords er, og þeir gefa út plötuna
okkar einsog þú veist. En það er
Rough Trade sem dreifir
henni."
— Hvernig komust þið I þessi
sambönd?
Spakur: „Vib sendum þeim
segulbandsspólu með þessum
lögum sem við tókum upp i
Tóntækni hf. En fyrst kynnt-
umst við einum af frammá-
mönnum fyrirtækisins þegaf
hann kom sem ljósmyndari með
Stranglers hingað i fyrra. Okkur
þætti synd ef heimurinn skyldi
ekki fá ab njóta tónlistar okkar.
Sviar hafa lika sýnt okkur
áhuga og spilab lögin okkar i út-
varpinu".
— Hverjar eru tónlistarlegar
fyrirmyndir ykkar?
Rósi: „Vib byrjubum meb
ófrumsamib efni, en erum nú
farnir ab semja sjálfir, og nú er
prógrammib okkar ab mestu
frumsamib efni. Hljómsveit-
irnar Sex Pistols, Clash, Jam og
Ramones hafa kannski haft
mest áhrif á tónlist okkar."
— Einhver spakleg lokaorb til
þjóbarinnar?
Rósi: „Bara þab ab þessi
þjóðernisrembingur tslendinga
er ab drepa okkur. Og vib gefum
sklt I hann."
Viðtal: Páíí Pálsson myndtr:Friðþjófur
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24