Helgarpósturinn - 11.01.1980, Blaðsíða 1

Helgarpósturinn - 11.01.1980, Blaðsíða 1
INDRIÐI G. „60 menn á fullum launum við að koma öllu í hnút” lörundur Guðmundsson i Helgarpóstsviðtali Nýbylgjan — kærkomin nýjung PÓLITÍSKUR SAUMAKLÚBBUR EÐA DAGSKRÁRRITSTJÓRN? „Lesið var upp skeyti frá 100 unglingum á æskulýðsmóti i Stóru-Tjarnarskóla, þar sem mótmælt er því tillitsleysi i dag- skrárgerð Sjónvarpsins að sjónvarpa framboðsfundi á lög- helgum tíma þjóðkirkjunnar”. Þannig hljóðar eittaf þeim erind- um sem lágu fyrir 2444. fundi C'tvarpsráðs, þriðjudaginn 27. nóvember sl. Helgarpósturinn hefur gluggað i fundargerðarbækur litvarpsráös fyrir nóvember og i ljós kemur að ekki eru þau öll stórvægileg eða gagnmerk erindin sem Utvarps- ráði berast eða málin sem Ut- varpsráðsmenn sjálfir reifa á þessum fundum. Miklu fremur hvarflar að einhverjum eftir þessa lesningu, að mikill ti'mi út- varpsráðsfarii pexum smáatriði fremur en ritstjórn dagskrár og mótun hennar, eins og flestir telja að eigi að vera hlutverk Utvarpsráðs, jafnt útvarpsráðs- menn sem yfirmenn rikisfjöl- miðlanna. Helgarpósturinn birtir nokkur dærni uiii umræður innan útvarps- ráðs um ýmis málafþessutagi og ræðir við Utvarpsráösmenn og starfsmenn útvarpsins um starfs- aðferðir Utvarpsráðs nU og hugsanlegar breyt- ingar á þeim. Innrásin í Afghanistan og stefna Banda- ríkjanna Innrás Sovétríkjanna i Afghan- istan hefur orðið til þess að stjórn Carters í Bandarikjunum hefur mátt til að endurskoða þá afstöðu sina að gera ekki upp á milli Kina og Sovétrikjanna, leitast við að bæta sambúðina við bæði rikin samtimis og forðast þess vegna að hallast áberandi á sveif með öðru hvoru i átökum þeirra inn- byrðis. Viðleitnin til að draga taum hvorugs hinna fjandsamlegu kommúnistarikja á kostnað hins byggðist á þvi mati að hvorki rikisstjórn Kina né Sovétrikjanna gætu séð sér hag i að raska stór- lega valdajafnvægi i heiminum og stofna þar með friði milli stór- veldanna i hættu. Herhlaup sovét- manna inn i Afghanistan kippir þessari stoð undan utanrikis- stefnu Bandarlkjanna, segir Magnús Torfi Ólafsson m.a. i Erlendri yfirsýn i dag. Ingveldur Sveinbjörnsdóttir, farþegi með LL200 frá New York til Keflavikur, Jóhannes Björnsson, farþegi með LL203, frá Luxemburg til Keflavikur, Maggi Magntis, og Þorsteinn Gisiason, farþegar með sama flugi, Eva Báchii, farþegi með LL200 frá New York til Kefla- vikur og Oddi Erlingsson, far- þegi með LL203 frá Luxemborg til Keflavikur, eiga það öll sam- eiginlegt að hafa orðið fyrir meiri eða minni seinkunum á flugáætlun Fiugieiða þegar þau voru á leið til Islands fyrir jólin. Það er þó ekki það versta heldur telja þau sig öll hafa þurft að sæta slakri þjónustu og upplýs- ingatregðu hjá starfsfólki Flug- leiöa meðan þau biðu. Þetta kemur fram í grein Magdalenu Schram i blaðinu I dag, sem gerðist blaðamaður eina dagstund fyrir Helgarpóst- inn og með þessum tilgreindu dæmum leitast hún við að sýna fram á, að pottur er brotinn I þjónustu Flugleiða við þá far- þega, sem verða fyrir seinkun- um á flugáætlun félagsins. Og Magdalena segir einnig ,,að farþegunum hættir að standa á sama þegar þeir gleymast eða verða aukaatriði i flugleikjum. Farþegar fara aðeins fram á kurteisi og áreiðanleik. Spurn- ingin er, hvort léleg þjónusta sé afleiöing erfiðleikanna I rekstri félagsins eða ein af orsökun- um?” Sveinn Sæmundsson, blaða- fulltrúi Flugleiða heldur hins vegar uppi vörnum fyrir félagið á þessari grein. Hann segir m.a.: „Tafir eru alltaf hvim- leiðar og oft skaðlegar. Allir sem við flugið starfa, jafnt af- grei 6s lufól k , flugmenn, vélamenn og hlaðmenn gera sitt besta til þess að áætlun haldist I horfi og að brottfarir og komu- timar séu samkvæmt uppsettri áætlun. En við mennirnir höfum ekki vald yfir veðrinu og bilanir i tækjum gera oft ekki boö á undan sér. Þvi fer sem fer að tafir verða. Það er farþegum litil huggun, en þó staðreynd að Flugleiðir er ekki eina félagið sem lent hefur i erfiðleikum að undanförnu.” Klofnar verkalýðshreyfingin í hátekju- og lágtekjuhópa? Kjaramálaráðstefnu ASt verður fram haldið I dag. Þar verður lagt á ráðin um það hvern- ig standa á að kjarasamningun- um i vor. Þegar hefur komið I ljós, að það er ekki full samstaða innan verkalýðshreyfingarinnar um þá stefnu sem taka skal I þessum efnum. Verkamannasamband tslands hefur þó komið sér saman um kröfupólitik sem byggist á krónu- tölulækkunum, mest á lægstu laun. Innan ASI eru hinsvegar aðrir hópar, fyrst og fremst hálaunahópar, sem telja allar leiðir til kjarabóta ófærar. Eins og kunnugt er hefur BSRB þegar samþykkt að standa fast á visi- tölubótaleiðinni. Klofnar verka- lýðshreyfingin i hálauna- og lág- launahópa vegna þessa ágrein- ings? Eitt er vist, að fróðir menn telja láglaunahópana I ASt sjald- an hafa verið eins samstillta og nú. Um þetta fjallar Innlend yfir- sýn i dag.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.