Helgarpósturinn - 14.06.1984, Blaðsíða 23

Helgarpósturinn - 14.06.1984, Blaðsíða 23
HRINGBORÐIÐ Vinstrivillur Þegar hugmyndin nær tökum á fjöldanum verður hún að efnis- legu valdi, sagði Marx gamli. Þess vegna eru pólitíkusar sí og æ að leita að hugmyndum, sem ná til fjöldans. Áður fyrr var aðferðin sú að þaulskipuleggja fjölda- hreyfingar utan um hugmyndir, eins og þær væru eilífar. Nú eru þær matreiddar eftir hendinni gegnum sjónvarp og aðra fjöl- miðla. En hvaðan fá pólitíkuscir hug- myndir? Venjulega frá löngu dauðum grúskurum, sem lifðu í fflabeinstumum og forðuðust fjöldann eins ogpestina. En í dag heyrir það fremur undir „póli- tískt innsæi" (einhvers konar dulspeki), nákvæmlega hvemig hugmyndir kveikja í tilfinningum fjöldans. Aliir vita að skeggræður gáfnal jósa em ekki pólitík, heldur þvert á móti fílabeinstum, aka- demía. Samt er neistinn sem kveikir í byltingarbálkestinum venjulega kominn ofan úr fíla- beinsturninum. Flestar stórar hugmyndir sem farið hafa eldi um heiminn hafa verið kenndar við vinstrið. Frelsi, jafnrétti, bræðralag; byltíngin; íýðræðið; (þjóð)frelsið. Það er helzt að þjóðemið hafi vakið elda til hægri. En hvað er það raunverulega sem hrærir fjöldann tíl athafna, virkjar hann? Hagsmunir? Hug- myndir? Hvomgt. Það em tílfinn- ingar, sem stundum em réttlætt- ar með skírskotun tíl hugmynda eða hagsmuna. Það em tílfinn- ingarnar sem stýra ást og hatri, reiði eða blíðu, örvæntíngu eða baráttugleði, öfund, afbrýði, að- dáun — von. Byltíngin brýzt aldr- ei út fyrr en harðstjómin hefur slakað á klónni og það hefur kviknað á pem vonarinnar. Til- finningamar, það er tundrið sem tendrar eldinn. Hugmyndimar em eldsmaturinn. Hagsmunimir, það er sú fósturlandsins Freyja, sem á að láta lífið í sölumar fyrir. Hvaða hugmyndir em uppi í íslenzku þjóðfélagi sem megna að bera eld að tundri tilfinning- anna? Langur vinnudagur — lág laun? Ekki segja skoðanakannan- irncU". Skráð laun em að vísu eins og hver önnur fátækraölmusa, sem þætti skítur á priki sem atvinnuleysisbætur með ná- grannaþjóðum. En laun em einkamál, ekki stjómmál. í þeim efnum er hver sjálfum sér næst- ur. Þeir sem líða raunvemlegan skort em minnihlutahópur. Stuðningur annarra við þá er meiri í orði en á borði. Hvað er það þá? Skattamir? Varla. Miklu fremur að öfund og aðdáun á skattsvikaranum í næsta húsi vegi salt í sálinni — einkum þegar hann fær sendar láglaunabætur í póstinum. Er það þakið yfir höfuðið sem þú getur ekki keypt eða húscileigcin, sem „búseti“ getur ekki borgað? Ekki virtíst það vekja heitar ástríður þegar stjómarliðar klúðmðu húsnæðismálum á Al- þingi í vor. Hvað er það þá? Kannske rign- ing og rok, þegar aðrir búa við sumar og sól. Eða óbeitín á óæt- um kartöflum og krafan um frjáls- ar kartöflur? Foraktin á spilltum ráðhermm með tollsviknu bflana sína? Andúðin á málgefnum þingmönnum, sem ræða málin en ráða þeim ekki. Á kreppuárum kenndi neyðin fátæku fólki að standa saman. Þá vom fátæklingar líka í meirihluta. Þeir höfðu engu að glata nema atvinnuleysinu og sveitarstyrkn- um. Þeir höfðu von. Hverjir marséra nú um götur V-Evrópu? Atvinnuleysingjar? Nei, þeir em gleymdur minnihlutahópur, en fá að vísu sárabætur frá samfélcig- inu. Þeir einir marséra, sem em farnir á taugum út af eilífum hót- I dag skrifar Jón Baldvin Hannibalsson unum tólf gamalla glæpona í Kreml um dauða og tortímingu, vilji menn ekki makka rétt. „Frið- arsinnamir" hafa ekkert að verja og ekkert að berjast fyrir nema æmlaust lífið: frið, hvað sem það kostar. Við vomm vön því að stóm hugmyndimar kæmu frá vinstri. Þær boðuðu breytingar á status quo, þóttu róttækar. Flestír vinstri menn hafa veuiizt því að líta á sig sem róttæklinga. Það er hinn mikli misskilningur þessa stundina. í fyrsta lagi vegna þess að gömlu hugmyndimar hafa ýmist verið framkvæmdar eða reynzt tóm vitleysa. Og í öðm lagi vegna þess, að vinstrimönnum hefur ekki dottíð neitt nýtt í hug áratugum saman. Seinasta sfóra hugmyndin var hormónalyf Keynesismans handa hnignandi kapítalisma. Hugmyndin kom reyndar frá hægri, en reyndist vinstrimönnum ágætur leiðar- vísir um það, hvemig þeir ættu að sætta sig við núið. Og þessi stóra hugmynd hefur reyndar ekki enn numið land vinstra meg- in við kratismann. Þeim megin er 19du öldinni enn ólokið. Var ekki Guðbergur að orða þetta héma í blaðinu um daginn? Áður fyrr vom vísindin og verks- vitið tíl vinstri. En ekki lengur. Nú er það hægrið sem hugsar um hagkvæmni og tækni, en vinstrið fer aðcfllega með tilfinningavellu, væmni og vitleysu. Homo faber er orðinn hægri maður með bættum efnum og árunum. Kann- ske pólitík sé fyrst og fremst per- sónuleikasálarfræði? Mér varð þetta hugleikið þegar ég flæktíst með fríðu föruneyti um Frsikkland eina viku um dag- inn. Engin þjóð á meginlandi Evr- ópu hefur verið eins innblásin af „vinstrikúltúr" og Frakkar, enda hefur hægrið farið þar með öll völd nær óslitið frá því að fjölda pólitík festí þar rætur (fyrir utan tímabil fallaxarinnar og nú Mitterrands). Hvers vegna? Kommúnistar vom ráðandi til vinstri, bæði í póiitík og kúitúr. Tilfinningalega vom þeir fulltrú- ar haturs og öfundar þess fimmt- ungs Frakka, sem gaf skít í kerfið. Vildu heldur trúa á Gulagið en de Gaulle. Þeir gátu aldrei orðið meira en 20%. En það var fínt að vera kommi. Það þýddi að hjart- að var á réttum stað. En þótt Frakkar finni til með hjartanu, þá kjósa þeir með pyngjunni. Þetta ástand breyttist ekki fyrr en valdahlutföll innan vinstrisins breyttust, sósíaldemókrötum í hag — þegar kratar urðu fjölda- flokkur. Þá kom á daginn að hægrið var ekki meirihlutí. Þá myndaðist pólití'skur meirihluti fyrir umbótum. Áður létu menn sér nægja andúð og eleganca. Á íslandi hefur þetta verið svo- lítið líkt og í Frakklandi. Kommar og kommakúltúr var lengi vel í tízku. Þessi kommakúltúr getur í góðu ári náð 20%. En aldrei meir. Umbótcflo-atismi hefur ekki verið í tízku á íslandi frá því fyrir stríð. Kratismi er hugmynd sem hentar vel aðstæðum í skipulögðu, iðn- væddu þéttbýlissamfélagi. Með nýfrjálsum veiðimannaþjóðum þykir þetta of daufgerð hug- myndafræði, eins og t.d. á Ítalíu. Vitlaus valdahlutföll innan vinstrisins hcfla hcfldið hægrinu við völd lengst af, að vísu með áberandi undantekningum og það er frávikið frá franska dæm- inu. Engu að síður hefur vinstrið verið andstöðuaðili á íslandi, ekki náttúrlegur þjóðarmeirihluti og valdhafi á ia kratisminn í Skandinavíu og viðar í Norður- Evrópu. Það er þetta vinstri — þessi kommakúltúr — sem er kapút á íslandi. Ekki endilega vegna þess að hægrið hafi fundið nýjan sannleika. Þeir fóstbræður Fried- man og Hayek eru ekki að segja neitt nýtt sem Adam Smith hafði ekki sagt fyrir 200 árum. Þeir hcfla bara eldci þorað að segja það fyrr. Þar með hefur hægrið eignast sína útópíu — og hún er um horfna gullöld fremur en nýja framtíð. Kommavinstrið er ein- faldlega kapút af því að það er búið að fara svo lengi með svo mikið bull (og hefur þcir að auki verið staðið að verki með gagns- lausar hugmyndir) að fólk nennir ekki lengur að hlusta á það. Og öfugt við Frakkland hefur þetta íslenzka kommavinstri fengið að reyna sig við raunveruleg völd (pólitík snýst jú um völd ekki satt?) í 8 ár á rúmum áratug. Reynslan er ólygnastur dómari. Og dómur reynslunnar hjá al- þýðu manna er sá, að m.a.s. rakið jólcisveinagengi til hægri (ég á við núverandi ríkisstjóm) sýnist vera hátíð hjá hinum ósköpun- um. Fyrir nokkmm vikum settust hugsandi háskólaborgarcú tíl vinstri á rökstóla uppi í Gerðu- bergi og spurðu sjálfa sig: Hvæ höfum við villzt af íeið? Hvað nú, ungi maður — hvert skal halda? Ungur háskólalektor, sem hingað til hafði haldið að hann væri kommi, komst að þeirri niður- stöðu að útgangspunktur fyrir allt endurmat vinstri stefnu á Is- landi væri að gera upp reikning- ana við valdaferil Alþýðubanda- lagsins, því að tíl þess væm vítín að varast þau. Er það til vinstri, spurði hann, að vera á móti breytingum á ástandi, sem almenningur líður fyrir? Er óðaverðbólga, sem er „sjálf gróðamyndunaraðferð braskaranna", eins og Magnús heitinn Kjartansson orðaði það, til vinstri? Er atvinnurekenda- pólitík, eins og niðurgreitt lánsfé og hvers kyns bætur og styrkir til atvinnurekenda, til vinstri? Er það til vinstri að verja forréttindi atvinnurekenda í hnignandi at- vinnugrein og pípa á framtíðina? Er fortíðardekur, þjóðremba, út- lendingafobía og hvers kyns önn- ur tilfinningavella til vinstri? Er það til vinstri, mætti bæta við, að vera á móti ,/öskun byggðar"? Það var þessi byggðaröskun, sem bjó til verkalýðsstéttina og borg- arsamfélagið og hefur hingað tíl verið kallað framfcirir. Upphaf- lega var það hlutverk íhaldssam- asta annsins í Framsókn að verja undanhaldið og standa vörð um eyðibýlin. Nú er það kallað „til vinstri“. Svo er það náttúrlega til vinstri að ganga erinda rauðra fcisista í utanríkismálum, ekki satt? Sumir halda að striðið milli Vagínu og Fallusar sé einhvers konar ný-vinstri stefna. Ég held að það sé nú aðallega upp og ofan og út og suður. Það inndæla stríð hefur náttúrlega sinn gang hér eftir sem hingað til. En ég er sammála lektornum unga, sem komst að þeirri niðurstöðu að hafi vinstristefna einhverja merk- ingu sé hún sú, að standa vörð um „frelsi einstcfldingsins", gegn hvers kyns stofnanaveldi, skrif- ræði og ríkisforsjá. Vinstrið eigi sem sé að vera um frelsið jafnvel fremur en jöfnuðinn. En til þess að svo megi verða þarf að breyta valdahlutföllum innan vinstrisins, hér á lcindi rétt eins og á Frakldandi. Breytíst það á næstunni? Ég veit það ekki. En ég veit að það getur breytzt. Það er hægt að breyta því, ef réttir menn taka réttar ákvarðanir á réttum tíma. Eftir stendur náttúr- lega það sem Marx gamli sagði: Þá fyrst verður hugmyndin að pólitík, þegar hún hefur náð tök- um á f jöldanum.... ÍEkkert shampoo jafnast á viö EL’VITAL frá L’ORÉAL HELGARPÓSTURINN 23

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.