Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Helgarpósturinn

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Helgarpósturinn

						Skoðanakönnun Helgarpóstsins á afstöðu fólks til bjórsins
Jón Baldvin Hannibalsson alþingismaður:
Þjóðin hundleið á
skinhelgi og hræsni
Það tíðkast alræmd mútustarfsemi vegna áfengissölu
„Niðurstöður þessarar skoðanakönn-
unar sýna, að þjóðin er orðin hundleið á
skinhelgi, hræsni og vitleysisgangi í þess-
um málum," sagði Jón Baldvin Hanni-
balsson alþingismaður, fyrsti flutnings-
maður frumvarps til laga um breytingu á
áfengislögunum, sem gerir ráð fyrir að
bjór verði leyfður á íslandi.
„>að er vitað frá fyrri könnunum, að
meirihlutinn hefur viljað heimila fram-
leiðslu og sölu á bjór, en kannski má túlka
þessa niðurstöðu núna þannig, að meiri-
hlutinn vilji það ekki aðeins, heldur krefj-
ist þess. Þetta er ánægjulegt," sagði Jón
Baldvin.
Hann sagði, að nú væri það spurning
hvort meirihluti á Alþingi herti upp hug-
ann til að fylgja sannfæringu sinni. Á
þingi væri a.m.k. vitað, að það væri
meirihluti fyrir frumvarpinu, kannski
tveggja atkvæða meirihluti. Jón taldi
jafnvel að þessi hópur væri stærri. „Það
er bara ákveðinn hópur þingmanna, sem
ekki þorir að fylgja sannfæringu sinni af
venjulegri kjósendahræðslu, en vonandi
duga þessar niðurstöður til þess að þeir
fái kjark til að fylgja sannfæringu sinni,"
sagði Jón Baldvin.
Hann kvaðst eiga von á því, að málið
færi í gegn á þessu þingi, ef það yrði þá
ekki þæft eða svæft í nefnd, „en það reyn-
ir mikið á Gunnar Schram, því hann er
formaður allsherjarnefndar".
Jón var spurður um álit sitt á röksemd-
um gegn bjór:
„f fyrsta lagi fer sú umræða öll fram á
þeirri forsendu, að hér sé ekki bjór. Það
er bara hin mesta vitleysa. Landið er yfir-
fullt af bjór, bruggi í heimahúsum, landa-
bruggi, smygli og svo þessu „bjórferlíki".
Um læknisfræðilegu hliðina, t.d. aukn-
ingu á skorpulifur, hef ég það að segja, að
það eru mjög skiptar skoðanir á meðal
lækna um þau mál. Það eru heilar stofn-
anir í Þýzkalandi, sem halda því fram að
bjór hafi að vissu leyti líka hollustuáhrif,
og hvað varðar skorpulifur, þá má alls
ekkert síður rekja han.a til léttra vína.
Bjór út af fyrir sig er ekkert annað en
sárasaklaus neyzluvara og breytir engu
til eða frá um þetta áfengisböl."
Jón Baldvin sagði, að meirihluti þjóð-
arinnar skildi ekki móðursýkiskenndar
upphrópanir sumra manna um að bjór
væri arsenik eða eiturlyf.
Jón vék að sölufyrirkomulagi á áfeng-
um drykkjum hérlendis og sagði skipan á
sölu í gegnum Afengiseinkasölu ríkisins
fáránlega í heild sinni. Vitað væri hvernig
og hvaða leiðir umboðsmaður áfengis
færi til þess að auglýsa sína vöru, koma
henni fyrir á réttum stað í hillunum og fá
rétta aðilja til að veita vörunni hæfilegan
forgang.
„Þetta er með öðrum orðum alræmd
mútustarfsemi," sagði Jón Baldvin. „Þar
að auki ber ríkið allan þungann af inn-
flutningnum, fyrir utan svo þá siðferði-
legu þversögn af hálfu ríkisins að segja að
áfengi sé eiturlyf, það sé böl o.s.frv., en
nota áfengið samt sem áður sem eina
helztu tekjulind ríkisins. Þeir sem stunda
þetta eiga sjálfir að bera þungann af inn-
flutningnum og ríkið að taka sinn toll og
sína skatta af vörunni.
Ég er fylgjandi því, að bjór verði seldur
í verzlunum, en ég held bara að það yrði
of stór biti fyrir þingmenn að kyngja. Þeir
verða alltaf að vera í smáu skrefunum,"
sagði Jón Baldvin Hannibalsson alþingis-
maður.
Þórarinn Tyrfingsson læknir hjá SÁÁ
Eykur
vandann
„Þetta er ekkert einfalt mál, því það er
hægt að koma auga á bæði kosti og
ókosti í sambandi við bjórinn" sagði Þór-
arinn Tyrfingsson, læknir hjá SÁA.
Hann sagði fyrir sitt leyti að fyrir þá
sem ættu ekki við áfengisvandamál að
stríða ætti bjórinn að vera í lagi. Hins veg-
ar kæmu upp verndunarsjónarmið gagn-
vart tilteknum hópum „þegar frelsiskjaft-
æðið er annars vegar". Þetta ætti annars
vegar við um unglinga, sem nú orðið
byrjuðu æ fyrr að drekka. Varnarstarf
sem beindist að þessum hópi væri alls
ekki nægilegt. Hins vegar væri svo um að
ræða áfengissjúka og hvernig þeir færu
út úr bjórneyzlu.
„En síðan getur maður gert því skóna,
að svipurinn á fólki á almannafæri breyt-
ist eitthvað, og minna muni bera á ofur-
ölvun. Það er sjónarmið út af fyrir sig, að
það sé ákveðnu marki náð ef ekki verður
mikið um óspektir og lögregluafskipti,"
sagði Þórarinn. „En þar á móti kemur, að
enda þótt dragi úr neyzlu á sterku áfengi
fyrst í stað, þá mun heildarneyzlan auk-
ast. Það þýðir númer eitt, að áfengissýki
eykst, sídrykkja eykst og hún kemur ekki
í staðinn fyrir „drykkjutúra".
Þórarinn benti á, að sídrykkjumaður-
inn væri í raun mun erfiðari viðfangs en
túramaðurinn. Lifrarbólgur myndu að
líkindum aukast, drykkja á vinnustað
aukast og ölvun við akstur aukast.
„Ég sem alkóhólisti, faðir og læknir vil
ekki sjá bjór, það er mjög einfalt," sagði
Þórarinn Tyrfingsson læknir SÁA og
bætti því við, að hann væri sannfærður
um að fjöldi þeirra sem þyrfti á aðstoð að
halda vegna drykkju myndi aukast.
Greinargerð SKAIS:
Gerð var könnun á afstöðu íslendinga,
18 ára og eldri, til bjórsins. Ert þú med
eda á móti bjórnum? var spurt, og ef svar-
ið var játandi var aftur spurt, Viltu þá tak-
marka söluna vid ÁTVR og vínveitinga-
stadi eöa leyfa hana frjálsa í verslunuml
Hringt var í 800 einstaklinga, 400 karla
og 400 konur skv. tölvuúrtaki sem unnið'
var eftir skrá Landsímans um simnotend-
ur (símanúmer fyrirtækja og stofnana
felld út).
Hliðstæð könnun var gerð í mars 1983,
að vísu mun umfangsmeiri (heildarúrtak
1369), en í meginatriðum byggð á sömu
grundvallarforsendum um fræðileg
vinnubrögð og nákvæmni. I lok þessarar
greinargerðar verður gerður saman-
burður á þessum tveim skoðanakönn-
unum um afstöðu landsmanna til bjórs-
ins.
Þegar litið er á niðurstöður þessarar
könnunar, sem gerð var dagana 19. og
20. janúar sl., eru nqkkur atriði sem
vekja sérstaka athygli. í fyrsta lagi, að sá
hópur manna sem vill bjórinn er mun
stærri en sá sem er honum andvígur. Þá
er einnig ljóst, ef litið er á könnunina frá
1983, að stuðningur við bjórinn hefur
aukist verulega. 1 öðru lagi er ljóst að
marktækur munur er á afstöðu Reykvík-
inga og þeirra landsmanna sem búa utan
Reykjavíkur. í þriðja lagi kemur fram at-
hyglisverður munur á afstöðu kynja al-
mennt og afstöðu kynja með hliðsjón af
búsetu (Reykjavík vs. landsbyggðin). I
fjórða lagi er athyglisvert hve lítill sá hóp-
ur er sem ekki hef ur skoðun á bjórmáiinu
og fjöldi þeirra sem ekki vill tjá sig um
þetta mál (neitar að svara) er einnig
óvenjulega lítill, ef miðað er við skoðana-
kannanir um önnur málefni. í töflunum
hér á eftir verða þessir tveir hópar (óá-
kveðnir og svara ekki) taldir saman.
Ef litið er á landið í heild kemur fram að
74,5% karla og 68,3% kvenna vilja bjór-
inn og er þá miðað við þá sem tóku af-
stöðu (töflur I og II). Konur er nokkuð
fleiri í þeim hópi, sem ekki tekur afstöðu,
þ.e.a.s. 14,0% á móti 9,8% miðað við
landsmeðaltal. Munurinn er þó mun
minni ef litið er á Reykjavík sérstaklega
en þar er hlutfallið 9,9% á móti 8,1%. Ef
litið er á hlutfallstölur þeirra sem eru and-
vígir bjórnum, miðað við landið í heild,
TAFLA I
Allt landið í janúar 1985: Konur og karlar
með bjórnum móti bjórnum taka ekki afstöðu		504 201 95	63,0 25,1 11,9		71,5 28,5
alls		800	100,-		100,-
	TAFLA li	I     Allt landið: Karlar			
		fjöldi	hlutfall af heild	Þ< tók	hlutfall jirra sem ;u afstöðu
með bjórnum móti bjórnum taka ekki afstöðu		269 92 39	67,3 23,0 9,8		74,5 25,5
alls		400	100,1		100,-
TAFLA III   Allt landið: Konur					
með bjórnum móti bjórnum taka ekki afstöðu		235 109 56	58,8 27,3 14.0		68,3 31,7
alls		400	100,1		100.-
TAFLA IV		Reykjavík:	Konur og I	karlar	
með bjórnum móti bjórnum taka ekki afstöðu		209 64 27	69,7 21,3 9,0		76,6 23,4
alls		300	100,-		100,-
kemur í ljós að 25,5% karla og 31,7%
kvenna skipa þann hóp.
Ef bæði kyn eru talin saman, fyrir land-
ið í heild, verður hlutfallið 71,5% með
bjórnum og 28,5% á móti bjórnum og er
þá miðað við þann fjölda sem tók af-
stöðu, þ.e. 705 af 800 manna úrtaki (tafla
VII).
Eins og áður hefur verið bent á er staða
Reykjavíkur nokkuð sérstök miðað við
landsmeðaltal og er sú sérstaða reyndar
enn meiri ef höfuðborgin er borin saman
við landsbyggðina (en ekki landsmeðal-
tal eins og hér er gert). Þá má einnig lesa
út úr niðurstöðunum fyrir Reykjavík sér-
stöðu kvenna miðað við landsbyggðina,
eins og vikið er að hér að framan.
Fram kemur að hlutfallslega fleiri kon-
ur en karlar í Reykjavík eru með bjórn-
um, þ.e. 77,2% kvenna og 75,9% karla. Ef
litið er á heildina fyrir Reykjavík, þ.e.
bæði kyn, eru 76,6% með bjórnum en
23,4% á móti (þeir sem tóku afstöðu).
Þessar tölur eru einnig athyglisverðar
þegar haft er í huga, að miðað við lands-
meðaltal eru fleiri karlmenn en konur
sem eru með bjórnum, þ.e.a.s. 74,5%
karlar og 68,3% kvenna.
Eins og fram kom í upphafi voru þeir,
sem lýstu stuðningi sínum við bjórinn,
einnig spurðir um það, hvort þeir vildu
ákveðnar takmarkanir á sölu bjórsins,
yrði hann leyfður. Innan við fjórðungur
þeirra, sem vildu bjórinn (22,5%), vildi
takmarka söluna við ÁTVR og vínveit-
ingahúsin. Hlutfallið milli kynja var hið
sama.
Að lokum er rétt að greina frá þeirri
breytingu sem verður á afstöðu lands-
manna til bjórsins miðað við þær tvær
skoðanakannanir, sem greint er frá hér
að framan. Sú fyrri var gerð í mars 1983
og sú síðari nú í janúar 1985. Saman-
burður á þessum tveim skoðanakönn-
unum að því er varðar þátttöku sýnir að
1983 tóku 84,1% afstöðu til bjórsins en
1985 var þetta hlutfall komið upp í 88,1%.
Árið 1983 voru 9,4% óákveðin í afstöðu
sinni en 1985 var þessi óákveðni hópur
kominn niður í 6,3%. Hlutfall þeirra sem
neita að svara er ávallt mjög forvitnilegt
og gefur í sjálfu sér ákveðnar vísbending-
ar um afstöðu fólks til viðkomandi mál-
efnis. í bjórkönnuninni 1982 var þessi
hópur 6,5% en í könnuninni nú í þessum
mánuði var hann aðeins 5,6%. Til saman-
burðar má nefna þetta hlutfall úr annarri
skoðanakönnun, um fylgi stjórnmála-
flokkanna, sem birtist í Helgarpóstinum í
febrúar 1983. í þeirri könnun voru 19,2%
sem vildu ekki svara og 34,5% sem voru
óákveðin. Það er því miður nokkuð út-
breiddur misskilningur að hátt hlutfall
óákveðinna merki að tiltekin skoðana-
könnun sé síður marktæk en sú, sem hef-
ur lágt hlutfall þessa hóps. Óákveðni hóp-
urinn er raunverulegur hópur, sem túlk-
endur skoðanakannana verða að taka
mið af hverju sinni. Að krefjast þess að
þessi hópar tjái sig af eða á um tiltekið
málefni er algerlega út í hött. Hins vegar
er augljóst að því minni sem þessi hópur
er því gleggri verða skilin í afstöðu
manna til þess sem um er spurt.
í skoðanakönnuninni um bjórinn 1983
voru 57,8% með bjórnum en 42,2% á
móti, miðað við þá sem tóku afstöðu
(1151 eða 84,1%). 15,9% af heildinni (218
af 1369) tóku ekki afstöðu þá.
Ef þessar tvær skoðanakannanir eru
bornar saman kemur í ljós að stuðningur
við bjórinn hefur vaxið um 13,7 pró-
sentustig frá því 1983 og fjöldi þeirra sem
ekki tekur afstöðu til bjórsins hefur
minnkað um 4 prósentustig, úr 15,9% í
11,9% af heildarúrtaki.
BJ
8    HELGARPÓSTURINN
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24