Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Helgarpósturinn

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Helgarpósturinn

						
AÐM TIL SÖLl
myndir Jim Smart
Ögmundur Jónasson, frétta-
maður Sjónvarps, hefur þetta að
segja: „Það er sláandi hvernig fólk
metur frammistöðu í útvarpi og
sjónvarpi. „Hann komst vel frá
þessu," segja menn, „hann er skel-
eggur og snjall og kann á þeim
tökin," eða þá hið gagnstæða. Með
öðrum orðum, menn leggja mat á
ræðusnilli og framkomu, umbúðir
fremur en innihald."
Hvað var maöurinn að segja?
Páll Magnússon: „Það er nötur-
leg staðreynd að framkoma stjórn-
málamanns í sjónvarpi getur nán-
ast gert gæfumuninn. Við þekkj-
um þess dæmi að óskapleg vinna
stjórnmálamanns á bak við tjöldin
skilar sér ekki í metorðaklifinu,
vegna þess að viðkomandi kemur
illa út í umræðuþáttum"
Jónas Kristjánsson: „Ég er ekki
að segja að það sé nauðsynlegt, en
það er mjög erfitt fyrir stjórnmála-
mann að komast áfram án þess að
koma vel fyrir í sjónvarpi."
Gunnar Kvaran: „Maður sem
kemur vel fyrir í sjónvarpi, en hef-
ur lítið að segja, getur með kúnst-
um og með því að vera flugmælsk-
ur sópað til sín fylgi, þótt fólk geri
sér ekki grein fyrir því þegar upp
er staðið, hvað maðurinn var
efnislega að segja."
Ogmundur Jónasson: „Nú má
spyrja hvort eitthvað sé við það að
athuga að menn hrífi fólk með sér
vegna framkomu sinnar. Mér
finnst að svarið við þessari spurn-
ingu hljóti að vera jákvætt og nei-
kvætt í senn. í fyrsta lagi held ég
að það sé rangt, sem mörgum
hættir til að gera, að stilla upp
tveimur valkostum, að annað
hvort séu stjórnmálamenn
skemmtilegir og yfirborðskennd-
ir, eða leiðinlegir og málefnalegir.
Að sjálfsögðu er til margs konar
blanda, og ákjósanlegast er að
menn séu málefnalegir, en geti
jafnframt komið hugmyndum sín-
um á framfæri þannig að eftir sé
tekið. Hitt er svo aftur slæmt þeg-
ar umbúðirnar einar fara að skipta
máli, en þetta gerist því miður allt
of oft.
Hér eiga fjölmiðlar og þeir sem
við þá starfa nokkra sök, því þeir
veita stjórnmálamönnum lítið að-
hald og oft virðist manni sem ís-
lenskir stjórnmálamenn komist
upp með að breiða úr sér með
hluti sem þeir greinilega hafa ekki
kynnt sér, að ekki sé talað um
beinar blekkingar og útúrsnún-
inga. Þetta er í rauninni mjög
alvarlegur hlutur, því stjórnmála-
menn ráða miklu um líf okkar
allra, og við eigum að taka þá
alvarlega og gera þá kröfu að þeir
geri það einnig sjálfir."
Pólitíkusar fyrirlitnasta
stétt landsins
En taka kjósendur stjórnmála-
menn alvarlega? Treysta þeir því
að pólitíkusar séu málefnalegir í
raun?
Svavar Gestsson: „Eg veit það
ekki. Kjósandinn getur það náttúr-
lega ekki, þar sem alls konar rógur
um og á móti stjórnmálamanni er
stöðugt í gangi, eða andsvör. Kjós-
andi getur í raun engum treyst
nema sjálfum sér. Hann þarf að
spyrja og spyrja. En kjósandinn á
aldrei að láta segja sér fyrir verk-
um og láta gabba sig."
Sömu spurningu svarar Jón
Baldvin einfaldlega: „Nei. Pólitík-
usar eru fyrirlitnasta stétt lands-
ins, með réttu. Fyrir utan fatafell-
ur."
— Er þá ekki audvelt ad blekkja
kjósanda? Ad vefja sig inn í jóla-
pappír?
„Það er vafalaust hægt að skjóta
upp pólitískri flugeldasýningu og
ná stundarfylgi út á_ það," segir
Þorsteinn Pálsson. „Ég held það
gefist hins vegar aldrei vel til lang-
frama. Það sem skiptir máli, ef
menn ætla að halda stöðugu fylgi
og sækja á, er að vera trúr sínum
skoðunum og vera ekki með
miklar flugeldasýningar."
— Er hœgt aö sigra meö þeim?
„Ég held að það sé algerlega frá-
ieitt. Nú hefur verið talað um að
Alþýðuflokkurinn sé að sækja á
með svona flugeldasýningum. Þar
er þó ekki um að ræða neina stóra
sveiflu, aðeins þá stærð sem hann
hefur oftast verið í."
Svavar Gestsson: „Fólk metur
málefnin meira og meira eftir því
sem nær dregur kosningum, en
pólitíska loftfimleika minna og
minna. Trúðsleikir þykja ágæt
skemmtiatriði á milli kosninga, en
ef þeir giltu alfarið, þá væri auð-
vitað Ómar Ragnarsson, sem er
örugglega einn skemmtiiegasti
maður landsins, kominn á þing
með margföldu atkvæðamagni á
við alla hina."
Jón Baldvin segir: „Fólk er farið
að hugsa um pólitík aftur af
alvöru, eins og t.d. var á kreppuár-
unum. Það spyr róttækra spurn-
inga: Hvers konar þjóðfélag er
þetta? Hvernig viljum við breyta
því?"
— Fatafelluaðferðir og flug-
eldasýningar? Á þetta vid þig?
„Fjölmiðlabull, algjört. Þetta
byrjaði með því að blöðin sögðu:
Jón Baldvin er með rótara með
sér. Af því að náunginn sem var
með mér hafði fengist við þann
hræðilega bisness að gefa út plöt-
ur, eða koma hljómsveitum á
framfæri, þá sögðu menn: Þetta
hlýtur að vera einhver auglýsinga-
brella. Það er það ekki. Við höfum
gert minna af því en allir aðrir að
vera með einhverjar slíkar brellur.
Muniði eftir héraðsmótunum og
öllum skemmtikröftunum?"
Að selja þá eins
og sápuspæni!
Auglýsingabrellur og sölu-
mennska. Hvað segja sérfræðing-
ar í auglýsingaheiminum? Ólafur
Stephensen auglýsingastofueig-
andi: „í auglýsingaiðnaðinum eru
það algild sannindi, að auglýsing
verður aldrei betri en varan sem
er verið að auglýsa. Þetta gildir að
sjálfsögðu um stjórnmálamenn.
„Þess vegna á að vera hægt að
selja þá eins og sápuspæni," sagði
góður vinur minn og skólabróðir
hér einu sinni."
Ólafur heldur áfram: „I dag eru
stjórnmálamenn hver af öðrum að
gera sér grein fyrir því, að kynn-
ing á málefnum þeirra verður að
vera gerð eftir kúnstum nútíma
fjölmiðlunar. Þeir verða að til-
einka sér reglur sjónvarps, mynd-
banda og útvarps, ef þeir ætla að
gæða málefni sín krafti persónu-
legrar áróðurstækni og út-
breiðslu."
„Það er misskilningur að halda
því fram að mögulegt sé að mark-
aðssetja og „selja" stjórnmála-
mann eins og hverja aðra vöruteg-
und, t.d. tannkrem eða gosdrykk.
Ástæðan er m.a. sú, að tannkrem-
ið og gosdrykkurinn eru efnisleg
vara til ákveðinna nota, en stjórn-
málamaður er „huglæg" vara,"
segir Haukur Ingibergsson, fram-
kvæmdastjóri Framsóknarflokks-
ins um þessi mál.
Ef undirrituð ætlar í pólitík.
Hvaða ráð fær hún?
Svavar Gestsson: „Að læra og
læra og læra og læra um þjóðfé-
lagið. Að læra sjálf. Þú spyrð þig og .
spyrð og spyrð þangað til þú færð
svör sem þú telur nýtileg. Ég
myndi ekki byrja á að fara í video-
skóla eða ráða Ámunda Ámunda-
son eða fara í tískuskóla Andreu."
Jón Baldvin Hannibalsson:
„Þetta er eins og þegar ungir rit-
höfundar spyrja Nóbelsskáldið
hvernig á að skrifa, og hann hefur
aldrei getað gefið nein svör. Menn
verða ekki pólitíkusar bara af því
að þeim dettur í hug að fara í fram-
boð, heldur út af áhuga á stjórn-
málum. Þú þarft að hafa víðtæka
þekkingu án þess endilega að vera
sérfræðingur, næga þekkingu til
þess að láta ekki sérfræðinga plata
þig. Lífsreynslu, svolítið af eigind-
um listamannsins, að geta tjáð þig
í skrifuðu máli og í tali, og ef póli-
tík á að vera skemmtileg, þá bygg-
ist slíkt á því að þú hafir einhver
listræn tilþrif og kjark."
Vökvinn í tilraunaglasinu
— Skiptir einkalíf máli? Þarf
pólitíkus að vera fyrirmynd?
Gunnar Kvaran: „Ég held, Guði
sé lof, að fólk geri a.m.k. ennþá
miklar krðfur til þessara manna."
Svavar Gestsson: „Það er mjög
hæpin krafa, því stjórnmálamenn
eiga bara að vera eins og fólkið,
hluti af fólkinu og eru ekkert ann-
að. Það er vondur stjórnmálamað-
ur sem horfir á fólkið eins og
vökva í tilraunaglasi."
Jón Baldvin:
„Smáborgaramórali er alltaf
fólginn í því að setja fólk í rullur.
Presturinn á að vera vammlaus og
sífellt með siðferðisprédikanir á
vörunum. Pólitíkus á að vera
virðulegur, fjarlægur. Þetta er
bara rugl. Það skiptir meginmáli
að láta ekki setja sig í rullur, að
vera bara maður sjálfur. Hvaða
starfi sem maður gegnir."
Ögmundur Jónasson á lokaorð-
in: „Ég held að stjórnmálaum-
ræða bæði hér á landi og annars
staðar gangi í sveiflum. Þegar tek-
ist er á um grundvallaratriði, þeg-
ar andstæður skerpast, þá fær fólk
það á tilfinninguna að pólitíkin
skipti máli, hún snýst um afdrifa-
ríkar ákvarðanir og þá held ég að
fólk taki að leggja við hlustirnar
og huga að því hvað stjórnmála-
mennirnir eru í raun að segja, ekki
bara hvernig þeir segja það. Ann-
ars má vel vera að þetta sé ósk-
hyggja"
hafa til að höfða til hins óráðna?
Raggý Björg Guðjónsdóttir
sagnfræoinemi:
Að vera eðlilegur. Koma hreint og beint fram og ná til
fólksins. Hann verður að fjalla um mál sem höfða til sem
flestra. Ég held að fjölmiðlarnir skipti sköpum í baráttunni
og ráði úrslitum.
Geirþrúður Pálsdóttir
afgreiðslustúlka:
Hann þarf að vera ákveðinn fyrst og fremst, standa á sinni
meiningu, hvað sem öðrum finnst. Hann verður að vera
óhræddur. Kjósandinn verður að geta borið virðingu fyrir
honum.
Valgeir Guðbjartsson
forritari:
Hann verður að hafa ákveðnar skoðanir og sýna fram á að
hann standi við þær. Ekki koma með slagorð sem menn
geta búist við að séu ekki marktæk. Kjósandinn á erfitt
með að láta sannfærast, þannig að þessi maður verður að
geta vakið hjá honum von eða trú.
HELGARPÓSTURINN    21
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24