Helgarpósturinn - 01.08.1985, Blaðsíða 17

Helgarpósturinn - 01.08.1985, Blaðsíða 17
POPP / Ijúfum leik í léttum dúr í UÚFUM LEIK — Mannakorn Útgefandi: Fálkinn Það líður langt á milli Mannakornsplatna nú á dögum. Sú næstsíðasta kom út '79. Um miðjan júlí var biðin svo loksins á enda. í ijúf- um leik skaust í heiminn með pomp og prakt og meira að segja blaðamannafundi á einu bjórlíkhúsi höfuðborgarinnar. Blaðamenn mættu fáir, enda nálgast það að vera upp- sláttur í blöðum, ef til slíks teitis er boðið nú til dags. Það er af sem áður var, er poppskríb- entar voru með annan fótinn á Freeport sak- ir svakalegra svallveislna, sem útgefendur slógu upp vegna nýútgefinna platna. Liggur einn og yfirgefinn einhvers stadar úti í horni ordinn mjög af elli blakkur áfengi og reyk Tæpast yrkir Magnús Eiríksson þarna um hina fornu kynslóð poppblaðamanna, sem nú hefur að mestu dregið sig í hlé. Vísitölu- sukkari iiðinná ára mun ejga kveðjuna. Til- vitnunin er úr titillaginu í ljúfum leik. Það rifjar upp ýmsar aðrar sukksögur, sem Magn- ús hefur rakið fyrir okkur á liðnum árum: Róninn, Komdu í partí, Ræfilskvæði og fleiri. A nýju plötunni fáum við nokkrar svipmynd- ir til viðbótar. Sviðið er gamaikunnugt: að af- loknu nætursamkvæmi. Eftir slark og stud og stanslaust fjör þá er kyrrdin loks komin á. Og á sínum mjúku brauðfótum staulast margir veislunni frá. Einn er lasinn og annar hress. Það er löngu kominn tími til að segja bless. Börn við vorum, börnin smá. Börn, sem Drottinn vakti hjá. Magnús er sérfræðingur í að segja sögur um drykkjuskap og það yrkisefni kann land- inn alla jafna vel að meta. En hann yrkir um fleira en gleðimenn og -konur. Ríkisstjórn og þjóðarskúta fá napra kveðju í laginu Þegar skipið sökk. Sá texti ætti að vera ráðherrum og þingmönnum skyldulesning. Það hefur lengi flotið áfram þetta far. Flotið yfir margar slœmar grynningar. Margir snjallir höfðu stýrt, en það hafði oft verið dýrt að gera gamla dallinn út. Og ég sver að upp’í b'rú þar stóð enginn stýrið við. Stjórnlaust skipið sigldi á hlið. Yfir höfuð eru textar á plötunni í ljúfum leik skemmtilegir og vel ortir. Magnús Eiríks- son leggur lítið upp úr ljóðstöfum og rím er honum engin nauðsyn. En ljóðlínur falla vel að lögum og hugsun í textum er kýrskýr. Þegar það tvennt er í lagi, er textagerðin yf- irleitt í höfn, sama hver í hlut á. Lagasmíðar Magnúsar svíkja ekki frekar en fyrri daginn. Hann kemur reyndar ekki á óvart á því sviði. Tíu skotheldir „skemmti- legir smellir" hafa bæst við í safn þeirra laga, sem Magnús hefur sent frá sér. Mér er iífsins ómögulegt að draga eitt, tvö eða þrjú iög plötunnar út og segja, að þau séu betri en hin, hvað þá að eitt sé verra en hin níu. Heild- in er einfaldlega óaðfinnanlegt popp að hætti Magnúsar Eiríkssonar og annarra Mannakornsliðsmanna. i ljúfum leik er rokkaðri og hrárri en fyrri plötur Mannakorns. Lögin Eldur og Þegar skipið sökk milda yfirbragðið þó nokkuð. — Textarnir við þau lög eru þó síður en svo mildilega kveðnir. — Þessi hráslagaleiki er út „i Ijúfum leik" er að sönnu ekkert tíma- mótaverk og kemur hvergi á óvart. En „menn gærdagsins" hafa það fram yfir marga þá sem yngri eru, að þeir kunna sitt fag," segir Ásgeir Tómasson m.a. um nýja ptötu Magnúsar Eirikssonar. Ásgeir Tómasson af fyrir sig ágætur. Á plötunni Brottför klukk- an átta sýndu Magnús og félagar að þeir geta verið fágaðir og fínir. Nú sýna þeir skrápinn. Gítarinn er rifinn, trommuleikararnir spila með látum og Pálmi er æstari en nokkru sinni áður. Er lög plötunnar eru leikin í bland við aðra tónlist, kemur í ljós, að mótun hennar mætti vera hærri. (Þetta er reyndar tilfellið með velflestar íslenskar plötur aðrar, einhverra hluta vegna.) Þá sprengja essin svolítið á köflum. Sérfræðingar segja, að skurði plöt- unnar sé um að kenna. Að þessum atriðum frátöldum hef ég ekkert upp á þessa nýjustu og vonandi ekki síðustu plötu Mannakorns að klaga. Hún er að sönnu ekkert tímamóta- verk og kemur hvergi á óvart. En „menn gærdagsins" hafa það fram yfir marga þá, sem yngri eru, að þeir kunna sitt fag og skila því vel sem þeir taka sér fyrir hendur. ÍLÉTTUM DÚR - P.S. & Co. Útgefandi: P.S. & Co. I öllum sínum „galskab" er platan (léttum dúr hreint ekki svo galin. Spilamennskan er prýðileg, — gott rokk að hætti Stones og slíkra. Tónsmíðarnar eru margar að hætti gömlu meistaranna. Ekki vottur af frum- leika, heldur aðeins stöðluð keyrsla. Stjarna plötunnar, Pjetur Stefánsson skráð- ur myndlistamaður í símaskrá, er nokkuð hógvær, miðað til dæmis við Sverri Storm- sker, sem áður hefur verið fjallað um hér. Hann á að visu flest lög og texta plötunnar og syngur lögin öll, en textarnir eru nokkuð faldir með ógreinilegum framburði. Þá er hljóðblöndun söngsins höfð nokkuð aftar- lega á köflum. Fyrir bragðið skiljast textarnir illa. Sjálsagt telur Pjetur sig slæman söngv- ara og textahöfund og beitir því þessum brögðum. Með tímanum fara þó að skiljast brot og brotabrot úr textum, ef hlustað er af þolin- mæði. Pjetur hefur húmorinn talsvert neðan beltis að því er virðist, en á það þó til að yrkja um aðra hluti í bland. Hans stærsti plús er sá að kunna að velja sér samverkamenn og ég heyri ekki betur en að þeir bjargi því sem bjargað verður á plötunni í léttum dúr. BÓKMENNTIR Glœsileg byrjun Sigfús Bjartmarsson: Hlýja skugganna (Ijóð) Mál og menning 1985. 76 bls. Eftir Sigfús Bjartmarsson hafði ég aðeins séð Ijóð í tímaritum við og við áður en mér barst í hendur bók hans Hlýja skugganna. Er það skemmst frá að segja að þar þykir mér glæsilega af stað farið og ekki með neinum hversdagsblæ. Strax í fyrsta ljóði bókarinnar er sleginn nöturlegur og kaldhæðinn tónn sem síðan hljómar með blæbrigðum út alla bók. Fyrsta ljóðið, sem ber heitið eitt vald gegn öðru, hefst á þessu erindi: á fornlegu málverki sá ég mynd af guði af íhyglinni í svipnum og ótvírœtt illgjörnum ogþó mœddurn dráttum í munnvikunum fór mig að gruna að einmitt þarna vœri hann að gera það upp við sig hvar hann œtti að bera niður hvert hann œtti núna að senda plágurnar sjö Það er í veröld þessa íhugula en illgjarna guðs sem við hrærumst, mannfólk sem á sér — í anda Steinars Steinarrs — hvorki takmark né brúklegan tilgang en er þó dæmt til að stunda eyðimerkurgöngu sína. Þessi ganga verður eædd mismiklu lífi því slíkt er órétt- lætið að sumt fólk er svo kyrfilega dautt og öllum gleymt að það lifnar ekki neitt frekar við þó það deyi eins og Sigfús kemst að orði í Ijóðinu hvernig stendur eiginlega á því. í anda tiðarinnar yrkir Sigfús Bjartmars- son ofurlítið af „orðaleikjaljóðum" en festist hreint ekki í þeim, bregður þeim fyrir sig — svona eins og til að sýna að hann geti líka leyft sér að vera galgopalegur. Gott dæmi er smáljóðið að vera og: Þetta með að vera og vera ekki Það er svo sem nógu einfalt engin spurning bara þrálátur vani En það eru hin lengri og viðamiklu ljóð sem gefa bókinni megingildi. Sér á parti þykir mér þar ljóðin í II. hluta bókarinnar, sem öll eiga sér svið erlendis. Þar er m.a. að finna Ijóð sem heitir sjálfstœð sýning í Queen’s Street og segir í alllöngu máli frá eiturlyfja- sjúkri konu og „einkasýningu" hennar. Þetta er nístandi texti og ólíkur flestu eða öllu sem ég hef lesið eftir ungskáld okkar. Kaldrana- leg samúðin orkar sterkar en sú viðkvæmni sem stundum fær að ráða ef ort er um eitt- hvað sem mönnum þykir miklu varða, og þegar komið er að síðasta „orginu" í Ijóðinu er lesandinn tilbúinn að orga með. Þetta Ijóð — ásamt fleirum — finnst mér ótvírætt benda til þess að Sigfús þori að ráðast í erfið yrkisefni, þori að yrkja af þeirri þjáningu sem verður undirstaða allra góðra bók- mennta. Eins og eiturlyfjasjúklingurinn í Queen’s street eiga aðrir utangarðsmenn vísa samúð skáldsins. Nöturlegt í skörpum myndum sín- um verður smákvæði eins og hringar í lífi drykkjutœknis sem hefst svona: lyfjabúðirnar mynda ysta hring innar er betliröltid þá sólargangur um garö innst lögun handar um flösku Myndblöndunin eða skynblöndunin sem gerist í þessu erindi (lyfjabúðir, betlirölt — sólargangur — lögun) á sér ýmsar hliðstæður í öðrum kvæðum og vísar út á þann hálf-súr- realíska myndvang sem víða er notaður í Hlýju skugganna og t.d. í ljóði um eilífa göngu mannsins og heitir iljalaus ár þar sem við göngum á vit nýrra spegla á vit nýrra sigra að minnstakosti á vit einhverskonar sigra án þess að draga tilgang okkar í efa mjög lengi í einu án þess að efast oft í þeirri trú að spegilmynd okkar muni ekki deyja jafn óriftanlegum dauöa og hinar Jafnt í þessu Ijóði og mörgum öðrum leyfir Sigfús sér talsverða mælsku. Hún getur vissulega verið varasamt stílbragð og hefur stundum tilhneigingu til að hálfkæfa lesand- ann. Það finnst mér þó ekki gerast í ljóðum Sigfúsar, heldur vegst mælskan á sérkenni- legan hátt við ofurraunsæið og verður jafn- ræði með þeim. Auðvitað yrkir Sigfús stundum talsvert myrkt eins og mörg önnur nútímaskáld. Þá leiðir af sjálfu að ljóðin gera miklar kröfur til lesendanna, þau verða ekki gleypt í flýti og bjóða oft upp á fleiri en eina túlkunarleið. Þannig finnst mér Ijóðið eftirmáli (eða Ijóða- flokkurinn, því eftirmálinn er fjögur tölusett Ijóð). Menn geta — ef þeir vilja — lesið það sem lýsingu á ferðalagi, fyrst með leigubíl á flugvöll, síðan áleiðis að flugvélinni. En víð- ari túlkun er líka auðveld. Ferð mannsins um tíma og rúm er hreint ekki nýtt yrkisefni og kjósi maður að lesa eftirmálann sem tákn- rænt Ijóö um þá ferð er líka boðið til mikillar túlkunarveislu þegar kemur að suÉprri atrið- um Ijóðsins. Álíka veislu geta merm reitt sér til í kvæðinu Schopenhauer hinn ungi mætir manni í garðinurn og reyndar miklu fleiri ljóðum bókarinnar. ☆ Kaldhæðni í ljóðlist ér oftast til þess fallin að hindra innlifun — bæði skáldsins og les- andans. Það er gaman að hafa eignast skáld sem getur leyft sér að vera hvort tveggja í senn kaldhæðinn og innlifaður. Þess vegna verður beinlínis nýstárleg lífsreynsla að lesa Hlýju skugganna, þess vegna bíð ég eftir- væntingafullur eftir að fá meira að heyra. HELGARPÓSTURINN 17

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.