Helgarpósturinn - 24.07.1986, Blaðsíða 13

Helgarpósturinn - 24.07.1986, Blaðsíða 13
aö sýöur á háskólamennt- uðum ríkisstarfsmönnum þessa dagana vegna úrskurðar Kjara- dóms sem þeir segja að hafi ekki gert annað en að staðfesta launa- misréttið sem er á mili þeirra og há- skólafólks sem vinnur hjá einkaaðil- um. Raunar er sagt að það hafi ekki verið nema mestu bjartsýnismenn sem bjuggust við hagstæðari niður- stöðu, það hafi fyrir löngu verið orð- ið Ijóst að Kjaradómur væri ekki annað en útibú frá launadeild, að sögn hinna svartsýnni. „Kjaradóm- ur hefur lýst sig vanhæfan," segir í Kjarafréttum, nýútkomnu frétta- bréfi Launamálaráðs háskóla- menntaðra ríkisstarfsmanna. Þar eru meðal annars gerðar athuga- semdir við ýmislegt í röksemda- færslu Kjaradóms, meðal annars vís- un dómsins í svokallaða „þjóðar- sátt“ — þar sem hlýtur að vera átt við þríhliða samninga ríkisvalds- ins, Alþýðusambandsins og Vinnuveitendasambandsins frá því í vetur. Það er hinsvegar skoðun háskólamanna að þeir hafi ekki ver- ið spurðir um neina „þjóðarsátt", þeir séu ekki aðilar að neinni „þjóð- arsátt" — enda eru margir þeirra skoðunar að orðalagið „þjóðarsátt" sé ekki annað en pólitískt slagorð, sem tæpast eigi heima í niðurstöð- um óháðs úrskurðaraðila á borð við Kjaradóm... || ■ ■elgarpósturinn hefur mátt búa við mikið hnútukast vegna framgöngu sinnar í Hafskipsmálinu, og oftar en ekki höfum við heyrt stuðningsmenn Alberts Guö- mundssonar segja að Helgarpóst- urinn sé verri en Mánudagsblaðiö sáluga, sem var á sínum tíma frægt að eindæmum fyrir að tala helst ekki vel um nokkurn mann. Einn var þó sá kaupsýslu- og valdamaður sem alltaf var stikkfrír hjá Mánu- dagsblaðinu, einsog það heitir. Það var enginn annar en Albert Guð- mundsson, sem var raunar einn helsti hollvinur Mánudagsblaðsins meðan það var og hét, veitti rit- stjóra þess fjárstuðning og mun jafn- vel hafa staðið í innheimtu fyrir blaðið... ER BÍLLINN Á GÓÐU VERÐI - KÚPLINGSDISKAR OG PRESSUR Original japanskir varahlutir í flesta japanska bíla. BíLVANGURsf HÖFÐABAKKA 9 SIMI 687300 reitaðu eKKf Á leiö til útlanda er gott að vita af verslun íslensks Markaðar í flug- höfninni í Keflavík. Þar er mikið vöruval, miðað við þarfir þeirra sem eru að byrja utanlandsferðina. Allskonar minjagripir, gjafavara og efni til afþreyingar. Ullar- og keramikvörur, margskonar landkynningarbækur, blöð og tímarit. íslensk matvara vekur líka síaukna athygli. Ostar og mjólkurvörur, lax og fjölbreyttar fiskafurðir. Hangikjöt og annað lambakjöt. Frá- gangur og pökkun á matvælum er eins og best verður á kosið. Þá er íslenska sælgætið vinsælt erlendis. Þetta er þægileg þjónusta, prófaðu bara næst þegar þú átt leið úr landi. - Þú getur greitt í íslenskum krónum eða með krítarkorti. ÍSLENSKUR MARKAÐUR l|a FLUGHÖFN Bll KEFLAVIK Sími 92-2791 HELGARPÓSTURINN 13

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.