Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Helgarpósturinn

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Helgarpósturinn

						ISKOÐANAKÖNNUN HELGARPOSTSINSI
Þingmönnum Alþýöuflokksins myndifjölga úr 6 í 18 eda 19
KRATAR KOMNIR Á HÆLA
SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS
• Alþýduflokkurinn með tœplega 30% fylgi • Rösklega helmingi stœrri en
Alþýðubandalag 0 Alþýðubandalag á í vök ad uerjast á Reykjanesi og Framsókn
í Reykjavík
Enn heldur Alþýðuflokkurinn
áfram að auka fylgi sitt um land allt
og nýtur flokkurinn samkvœmt
skoðanakönnun Helgarpóstsins
fylgis 28,6% kjósenda á landsvísu.
Sjálfstœðisftokkurinn hefur nú aö-
eins rösklega 6% meira fylgi en Al-
þýduflokkurinn á öllu landinu eða
34,7%. Allar tólur miöast viö þá
sem tóku afstóðu. Óákvebnir voru
um 33%. Samkvœmt þessum niöur-
stööum fengi Sjálfstœdisflokkurinn
22 eöa 23 þingmenn kjörna miðað
við nýju kosningalógint en Alþýðu-
flokkurinn 18 eda 19. Ovissan felst í
niðurröðun jöfnunarsœta og
„Flakkarans", þ.e. 63. þingmanns-
ins.
Könnunin var gerð 1. og 2. des-
ember, þ.e. eftir að úrslit prófkjöra
lágu fyrir.
Þá sýnir þessi könnun, að Alþýðu-
flokkurinn er orðinn rúmlega helm-
ingi stærri en Alþýðubandalagið,
sem fær 13,6% fylgi á landsvísu.
Jafnframt er Framsókn með meira
fylgi en Alþýðubandalagið eða
16.2%.
Alþýðuflokkurinn hefur þannig
styrkt stöðu sína sem næststærsti
stjórnmálaflokkurinn á fslandi, en
snemma í nóvember birti Morgun-
blaðið niðurstöður skoðanakönnun-
ar Félagsvísindastofnunar um fylgi
flokkanna, þar sem kratar fengu
24,1% en Sjálfstæðisflokkur 33,6%.
Staða sjálfstæðismanna er nánast
hin sama og í könnun Félagsvísinda-
stofnunar, en sé tekið mið af skoð-
anakönnun HP í október hafa kratar
aukið fylgið um 7,4%, en sjálfstæð-
ismenn tapað um 6%.
Svo virðist sem Alþýðuflokkurinn
auki fylgi sitt fyrst og fremst á kostn-
að sjálfstæðismanna. Hins vegar
verður að taka tillit til þess, að nú
hefur Félag frjálslyndra jafnaðar-
manna (sterku öflin í BJ) gengið til
liðs við krata með 3 þingmenn. Þá
hefur fylgi annarra flokka einnig
minnkað miðað við könnun Félags-
vísindastofnunar. Ef miðað er við
könnun HP í október eykur kvenna-
listinn örlítið við sig.
í októberkönnun HP þótti sýnt, að
Framsóknarflokkurinn sækti í sig
veðrið í þéttbýli. Þessi sókn hefur
stöðvast. I Reykjavík er Framsókn
komin niður í 7,8% úr 11,4% í októ-
ber, en á Reykjanesi, þar sem Stein-
grímur Hermannsson fer fram hefur
fylgið aukizt um 1 Vz%. Þessar niður-
stöður þýða það, að Framsókn kem-
ur ekki manni að í Reykjavík og
Steingrímur rétt mer þingsæti í
Reykjaneskjördæmi.
I heild fengi Framsóknarflokkur-
inn 16,2%, Alþýðubandalag 13,6%
FRIÐRIK SOPHUSSON,
VARAFORM. SJÁLFSTÆÐIS-
FLOKKSINS:
„MUNUM
BREGÐAST VIÐ
ÞESSARI
VIÐVÖRUN"
„Ég vil taka það fram að skoðana-
kannanir eru skoðanakannanir, eh
ekki kosningar. Þær geta hins vegar
verið mönnum gagnlegar sem vís-
bending um hreyf ingar sem eiga sér
stað í þjóðfélaginu.
Það er ljóst að meginniðurstaða
þessarar könnunar er sú, að Alþýðu-
flokkurinn græðir á kostnað Sjálf-
stæðisflokksins. Þetta er ítrekun á
stöðu, sem kominn er í ljós áður og er
alvarleg viðvörun fyrir sjálfstæðis-
menn. Við tökum að sjálfsögðu
mark á þeirri viðvörun og bregð-
umst við henni.
Þarna kemur í ljós, að kjósendur
hafa á undanförnum vikum haft
hugann við gjaldþrotamál og önnur
slík Idðindamál, svo sem Hafskips-
og Útvegsbankamálin. Niðurstaða
könnunarinnar sýnir einnig, að
okkur hefur ekki tekist að koma til
skila þeirri lausn okkar að losa um
póiitísk bönd á bankakerfinu. Þar
að auki höfum við sjálfstæðismenn
vanrækt að rifja nægilega upp ár-
angur núverandi ríkisstjórnar og
minna fólk á hvernig ástandið var
þegar við tókum við.
Eg vil að lokum minna menn á
hvernig fór í kosningunum 1978,
eftir samsteypustjórn Sjálfstæðis- og
Framsóknarflokks, en þá hugðust
margir kjósendur okkar veita
flokknum aðhald með því að kjósa
Alþýðuflokkinn. Þetta gerðu þeir í
trausti þess að mynduð yrði við-
reisnarstjórn. En eina tryggingin
sem menn hafa fyrir því að viðhorfa
Sjálfstæðisflokksins og sjónar-
miða hans njóti í ríkisstjórn lands-
ins, er með því að kjósa D-Iistann."
Aðspurður um það hvort listi Sjálf-
stæðismanna í Reykjavík væri end-
anlega frágenginn og bindandi,
sagði Friðrik svo ekki vera. Listinn
væri bindandi fyrir kjörnefnd, en
Fulltrúaráðið hefði vald til þess að
gera við hann hvað sem það vildi.
-JL
SVAVAR GESTSSON, FORMAÐUR
ALÞÝÐUBANDALAGSINS:
„REYKJAVÍKUR-
LISTINN MÆLIST
VEL FYRIR"
„Ég er sannfærður um, að Al-
þýðubandalagið fær mun betri
kosningu en þessar tölur gefa til
kynna. Fyrir borgarstjórnarkosn-
ingarnar fengum við um 15% í
Reykjavík í skoðanakönnun HP, en
vorum síðan með rúm 20% í kosn-
ingunum. Þær tölur, sem nú koma
fram, benda til þess að við fáum
svipað fylgi og þá.
Það er einnig greinilegt, að listinn
í Reykjavík mælist vel fyrir, þótt
hann sé að vísu ekki fullfrágenginn
enn."                     .jl.
PÁLL PÉTURSSON,
ÞINGFLOKKSFORMAÐUR
FRAMSÓKNARFLOKKSINS:
„SETJUM MARKIÐ
VIÐ 25%"
„Ég get ekki annað 'en verið
sæmilega hress með þessa útkomu.
Við erum á uppleið og það er enn
góður sprettur í kosningar, svo ég á
von á því að við eigum eftir að bæta
meira við okkur.
Það er þó engin ástæða til þess að
vera yfir sig lukkulegur fyrr en
Framsóknarflokkurinn er kominn í
upp undir fjórðung kjósenda og það
er markmið sem við setjum okkur.
Hlutur flokksins í Reykjavík er
vissulega rýr og þar er ef laust um að
kenna óheppilegum átökum, sem
þar áttu sér stað í prófkjörinu. Talan
ber þess greinileg merki. Við vorum
hins vegar með 11.4% í Reykjavík í
október og þessi tala á eftir að
hækka, þegar mönnum er runnin
versta reiðin. Það líður ekki á löngu
þar til það verður. Mér er þó engin
launung á því, að ég sé eftir Haraldi
Ólafssyni af þingi."
Um hlut kvenna og áhrif óanægju
þeirra á gengi í könnuninni, sagði
Páll.
„Það er mikill misskilningur hjá
framsóknarkonum að vera óanægð-
ar með sinn hlut, enda eru þær það
alls ekki allar. Konur gjalda þess að
vera mun færri en karlar í flokks-
starfinu, en þær sem þar hafa látið
til sín taka, hafa flestar verið afar
farsælar í starfi. Framsóknarflokk-
urinn hefur Iíka sýnt konum mikinn
trúnað við kosningar í ráð og nef nd-
ir og ég held að við getum verið
stoltir af því."               -JL
52% STYÐJA STJÓRNINA
Ný Viðreisn vinsœlust eftir kosningar
30,5%, en á hœla slíkrar stjórnar
kom sama stjórnarmynstur og er
nú, þ.e. samsteypustjórn Sjálfstœðis-
flokks og Framsóknarflokks með
27,5%. Þá vildu 15,1% samstjórn
Alþýðuflokks, Framsóknar og Al-
þýðubandalags og 10% vildu að
Sjálfstæðisflokkurinn fœri einn með
stjórn landsins.
Samhliða könnun HP á fylgi
stjórnmálaflokkanna spurðum við
hvort fólk styddi ríkisstjórnina.
Niðurstaðan var sú, að 52% styðja
hana, en 48% ekki. Hérermiðað við
þá, sem tóku afstödu.
Einnig var leitað eftir skoðunum
fólks á því hvers konar ríkisstjórn
það vildisjá að loknum kosningum.
Flestir  vildu  nýja  Viðreisn  eða
4  HELGARPOSTURINN
JÓN BALDVIN HANNIBALSSON,
FORMAÐUR ALÞÝÐUFLOKKSINS:
„ANDSTÆÐINGAR
EIGA ÞAKKIR
SKILDAR"
Þar gerðuð þið Helgarpóstsfólk
mig orðlausan... Að vísu skal ég
játa, að ég er ekki eins hissa og ég
ætti að vera. Ég er eiginlega hættur
að fara út á götu — kemst þar ekkert
nema fetið fyrir fólki, sem tekur í
höndina á mér, og krökkum, sem
senda mér sigurmerki út um bíl-
glugga á rúntinum.
Eg hef það á tilfinningunni, að
fólk kunni að meta það sem við höf-
um á okkur lagt, m.a til þess að laða
nýtt hæfileikafólk að stjórnmálum.
Alþýðuflokkurinn er í vitund fólks
að verða endurnýjunarafl —
kannski von manna um að nú takist
að endurreisa virðingu á stjórn-
málastarfsemi. Svo má ekki gleyma
andstæðingunum. Við getum aldrei
nógsamlega þakkað það að eiga
slíka andstæðinga."
Varðandi góðan byr Alþýðu-
flokksins í höfuðborginni, hafði for-
maðurinn eftirfarandi að segja:
„Frábært gengi flokksins í Reykja-
vík má fyrst og fremst þakka því, að
fólk hefur nú séð hvaða hugur fylgir
máli hjá okkur í þeirri viðleitni að
greiða götu nýrra hæfileikamanna
til stjórnmálaþátttöku. Persónulega
heyri ég líka, að menn meta það við
formann Alþýðuflokksins að hann
er tilbúinn til að víkja úr sæti til þess
að gera þetta kleift."          -JL
og^ Kvennalisti 6,4%.
í Reykjavík tapar Framsókn
nokkru fylgi niður í 7,8%, Alþýðu-
bandalag fer úr 16,5 í október í 14%
í höfuðborginni, en Kvennalistinn
úr 7,4% í 10,8%. Alþýðuflokkurinn
hefur hins vegar stokkið úr 18,8% í
október í 30,6% nú í Reykjavík. Mið-
að við októberkönnunina hrynur
Sjálfstæðisflokkurinn úr 45,5% í
36,3%.
Það athyglisverðasta við þessa
kðnnun er e.t.v. niðurstaðan á
Reykjanesi. Þar er Sjálfstæðisflokk-
urinn enn stærsti flokkurinn, en það
má ekki miklu muna, að kratar séu
jafnstórir. Þar fá þeir nú 36,5% nú
(25% í október), en sjálfstæðismenn
fá 39,4% (50% í október). Þetta þýð-
ir að báðir flokkar fá 4 þingmenn
hvor. Jöfnunarsætin á Reykjanesi
eru 2 og er líklegast, að þau renni til
sjálfstæðismanna annars vegar og
Alþýðubandalags hins vegar. Þann-
ig er Ólafur Ragnar Grímsson (2.
sæti G-lista) fjarri þingsæti sam-
kvæmt þessari könnun.
Varðandi jöfnunarsæti í Reykja-
vík, sem eru 4 talsins, benda niður-
stöðurnar til þess að í þau setjist 6.
maður krata, 7. maður sjálfstæðis-
manna, 3. maður Alþýðubandalags
og 2. maður kvennalista. Ólíklegt er
að Framsókn fái nokkurt jöfnunar-
sæti, en ef svo yrði færi það til
Reykjavíkur.
I öðrum kjördæmum en Reykja-
vík og Reykjanesi er Sjálfstæðis-
flokkurinn áfram öflugastur með
30,8% fylgisins. Framsókn með
24,5% og Alþýðuflokkurinn með
22,8%. Þá kemur Alþýðubandalag-
ið með 16,5% og Kvennalisti með
4,6%. Flokkur mannsins og BJ fá í
það heila frá 0,2% upp í 0,6%. Án
þess, að það væri sérstaklega kann-
að kom fram í svörum stuðnings-
manna Framsóknarflokksins í Norð-
urlandi eystra, að hugsanlegur
framboðslisti Stefáns Valgeirssonar
hlyti eitthvað fylgi, einkum í Norð-
ur-Þingeyjarsýslu og kæmi stuðn-
ingur við hann einna helzt niður á
efsta manni Alþýðubandalagsins,
Steingrími J. Sigfússyni.
-H.H.
IGREINARGERÐ SKAISl
Þessi skoðanakönnun var gerð
dagana 1.-—2. desember. Hringt var
í 800 einstaklinga skv. tölvuskrá yfir
símanúmer fyrir allt landið. Spurn-
ingunum var beint til þeirra sem
svöruðu og voru 18 ára eða eldri og
var miðað við jafnt hlutfall kynja.
Úrtakið skiptist í þrjú svæði:
Reykjavík (306 símanúmer), Reykja-
nes (182 símanúmer) og lands-
byggðin, þ.e. kjördæmi önnur en
Reykjavík og Reykjanes (312 síma-
númer).
Spurt var:
1. Ef kosið væri til Alþingis núna,
hvaða flokk myndirðu kjósa?
2. Styður þú ríkisstjórnina eða ekki?
3. Hvernig stjórn vildir þú fá eftir
kosningar?
Niðurstöðurnar birtast í meðfylgj-
andi töflum.
¦ Ef kosiö væri til Alþingis núna		
	hvaða flokk myndirðu kjósa?	
	Allt landið:	
	fjöldi     % af	% þeirra
	heild	sem tóku afstöðu
	Alþýðuflokkur                 152     19,0	28,6
	Framsóknarflokkur              86     10,8	16,2
	Bandalag jafnaðarmanna         1      0,1	0,2
	Sjálfstæðisflokkur             184     23,0	34,7
	Alþýðubandalag               72      9,0	13,6
	Kvennalisti                  34     4,3	6,4
		
	Reykjavík:	
	fjöldi     % af	% þeirra
	heild	sem tóku afstöðu
	Alþýðuflokkur                48     15,7	30,6
	Framsóknarflokkur             12      3,9	7,8
	Bandalag jafnaðarmanna         0      0,0	0,0
	Sjálfstæðisflokkur             57     18,6	36,3
	Alþýðubandalag               22      7,2	14,0
	Kvennalisti                   17      5,6	10,8
		
	Reykjanes:	
	fjöldi     % af	% þeirra
	heild	sem tóku afstöðu
	Alþýðuflokkur                 50     27,5	36.5
	Framsóknarflokkur            16      8,8	11,7
	Bandalag jafnaðarmanna         0      0,0	0,0
	Sjálfstæðisflokkur              54     29,7	39,4
	Alþýðubandalag               11      6,0	8,0
	Kvennalisti                    6      3,3	4,4
		
	Landsbyggðin:	
fjöldi     % af		% þeirra
heild		sem tóku
		afstöðu
i           Alþýðuflokkur                 54     17,3		22,8
Framsóknarflokkur             58     18,6		24,5
Bandalag jafnaðarmanna         1      0,3		0,4
Sjálfstæðisflokkur              73     23,4		30,8
Alþýðubandalag               39     12,5		16,5
Kvennalisti                   11      3,5		4,6
	Þannig myndu þingsætin skiptasf.	
	Alþýðuflokkur           18eða19	
	Framsóknarflokkur       10 eða 11	
	Sjálfstæðisflokkur       22 eða 23	
	Alþýðubandalag           8 eða 9	
	Kvennalisti                    4	
	62	
	Mjög mjótt er á munum hvar síðasta þingsætið, ,	flakkarinn".
	lendir. A, D og G-listar eru hnífjafnir, en B-listi fyglgir	fast á hæla
	þeim.	
		

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48