Helgarpósturinn - 26.03.1987, Blaðsíða 33

Helgarpósturinn - 26.03.1987, Blaðsíða 33
HARALDUR ingi Haraldsson opnar nk. laugardag sýningu í Ný- listasafninu uiö Vatnsstíg. Á sýning- unni verða um 25 málverk ýmist olíu eða akrýlverk, og 40 smærri myndir sem eru teikningar á pastel. Haraldur hefur málað þessar mynd- ir á undangengnum tveimur árum og hann sagði í stuttu spjalli við HP að þetta væru mymfir sem yrðu til í hinum raunsanna tatatveruleika bak við augun. Jafnfmmt sýningunni gefur Rauöa húsid á Akureyri, en þaðan er Haraldur ættaður, út tvær bækur eftir Harald, Ljóö í blárri bók og bók án nafns með teikningum og texta þar sem höfu«dur teflir saman mismunandi fornwtMn, orði og mynd, þannig að ^au skipta um hlutverk. Haralduf stundaði nám hér heima, við AíMf'á árunum 78— ’81 og síðan um þnggja ára skeið í Hollandi. Vafalítið munu margir kannast við nafnið hér að ofan, Rauöa hús- iö. Upphaflega var þetta félagsskap- ur norðan heiða sem efndi til ýmissa uppákoma og stóð fyrir sýningum í Rauða húsinu, sem var gamalt timb- urhús í miðbæ Akureyrar. Húsið sjálft var síðan fært „inní fjörð" þar sem það nú verður hestum að bráð, en félagsskapurinn heldur ótrauður áfram þó ekkert sé húsið. Hugur þeirra er nú farinn að snúast meira og meira að bókadtgáfu og hafa alls 10 titlar komið frá þéim. Fregnir herma að þeir háfi hugsað sér að gera stærri hluti í þessu í framtíð- inni. DJASS eftir Vernharð Linnet Trompetinnrás úr austri og vestri Það kraumar í íslandsdjassinum um þessar mundir og á sunnudag- inn var hóf nýr íslenskur djass- klúbbur starfsemi sína — Heiti potturinn nefnist hann og á heim- ili í Duushúsi. Ég átti þess ekki kost að vera við opnunina, en þar léku Skátarnir, tríó Eyþórs Gunn- arssonar og hljómsveit Friöriks Theódórssonar. Fullt var útúr dyr- um og segja heimildamenn mínir að leikgleði hafi verið mikil og er vonandi aðhvorttveggjahaldistog hægt verði að greina frá því sem þar gerist á síðum HP er fram líða stundir. Ætlunin er að halda sveiflunni gangandi hvert sunnudagskvöld og mun hljómsveit Björns Thor- oddsens leika á sunnudagskvöldið næsta. Þarað auki verður djassað mánudagskvöldið næsta í Heita pottinum því danski trompetleik- arinn Jens Winther kemur þá í heimsókn og blæs við undirleik Eyþórs Gunnarssonar, Tómasar R. Einarssonar og Gunnlaugs Briem, sem þjóðin var næstum því búin að senda til Brússel. Jens mun hljóðrita breiðskífu með þeim fé- lögum og Rúnari Georgssyni um helgina og piltarnir því samspilað- ir á mánudagskvöld. Jens Winther er okkur íslend- ingum að góðu kunnur því hann kom hingað á tíu ára afmæli Jass- vakningar og blés ásamt tenórist- anum Dale Barlow með Mezzo- forte í Háskólabíói og síðan blésu þeir félagar á Hótel Sögu með dægilegri rýþmasveit: Jóni Páli, Guömundi Ingólfssyni, Olle Stein- holtz og Pétri Östlund. Þegar Jens kom hingað á Jass-' vakningarafmælið var hann þegar helsti trompeteinleikari Radioens Big Band og síðan hefur vegur hans enn aukist. Ein af bestu djass- skífum dönskum s.l. ár bar það einfalda nafn: Jens Winther quint- ett og með þeim kvintett hefur hann ferðast víða við mikið lof gagnrýnenda sem hlustenda. Eg hvet alla sem djasstónlist unna til að Iáta Winther sér ekki úr greipum ganga þetta eina kvöld er hann blæs á íslandi að þessu sinni. En sjaldan er ein báran stök — á þriðjudaginn hefur annar tromp- etieikari blástur norður á Akur- eyri, daginn eftir á Akranesi og þann 2. apríl blæs hann á Hótel Borg í Reykjavík. Sá er einnig góð- kunningi okkar: Leo Smith er fyrst blés í Reykjavík á vegum Jass- vakningar árið 1982. Hann hefur verið í Evrópuferð með hljómsveit sinni N’Da og leikið bæði austan tjalds og vestan. Það telst einna helst til tíðinda að gítarleikari sveitarinnar er Þorsteinn Magnús- son (Stanya), en hann lék tvíleik með Leo á nýjustu breiðskífu trompetleikarans: Human Rights. Það var Grammið sem gaf þá skífu út og það er Grammið sem stend- ur að tónleikum Leo Smiths hér. Auk Lqos og Þorsteins skipa sveitina rafbassaleikarinn Wes Brown, sem leikið hefur með Leo um árabil, og trommarinn Kamal Jens Winther. Sabir, sem hefur m.a. leikið með meistara Ornette Coleman. Það er þó enginn frjálsdjass sem boðið er uppá heldur rafmagnað djassfönk- að reggie með sveiflu. Leo er rastafari og lítur til Eþíópíukeisara sáluga, Haile Selassie, sem ein- hvers konar frelsara, svo sem Bob Marley gerði. Reggie-djassfönkið sem Leo Smith leikur hefur vakið mikla athygli meðal bandarískra gagnrýnenda og þykir það besta er uppá er boðið í þeirri tónlistar- grein. Það verður gaman að fá að hlýða á þessa tvo trompetleikara í Revkiavík í-næsju viku — þeir eru jafn ólíkir semsvart og hvítt (sem þeir eru) en samt af skyldum rót- um sprottnir. Gömlu sveiflumeistararnir týna tölunni og hver af öðrum safnast þeir til feðra sinna. Fréttin um að Freddie Green væri allur er rétt og finnst mér einhvern veginn að þar með sé Basie-bandið úr sögunni, hvort sem Frank Foster keyrir það áfram eða ekki. Afturá móti var fréttin um dauða Buddy Rich röng og á kappinn vonandi eftir að leika aftur með hljómsveit sinni. Hann gekkst undir erfiða skurðað- gerð vegna heilaæxlis en leikur nú við hvern sinn fingur þótt hann þurfi að gangast undir geislameð- ferð næstu tvær vikur. Það lá við að Buddy léki á Islandi s.l. sumar og hver veit nema hann eigi eftir að gista eyjuna. Buddy verður sjö- tugur í júní. Hann byrjaði að tromma í hljómsveitum fimm ára og var kominn með eigin hljóm- sveit ellefu ára; íslenskir sjón- varpsáhorfendur hafa séð hann með Prúöuleikurunum og Frank Sinatra, Jón Páll hefur leikið með hljómsveit hans og Guðmundur Ingólfsson djammað með honum í Osló. Gömlu stjórsveitarjöfrunum fer fækkandi í djassinum, en alltaf bætast einhverjir í hópinn og halda uppi merkjum lúðranna. Hér á landi blæs Léttsveit Ríkis- útvarpsins sem aldrei fyrr og þótt hún sé ekki fyrstá íslenska stór- sveitin, eins og misritaðist hér í blaðinu, er hq^^pta íslenska at- vinnustórsveitm —' því drengirnir fá reglulega borgað úr ríkiskassan- um, þótt sú upphæð sé ekki stór. Reyni að breyta hefðinni Daði Guðbjörnsson myndlistarmaður og formaður FÍM í viðtali Daöi Guöbjörnsson sýnir um þess- ar mundir í Gallerí Borg. Daöi er löngu oröinn vel þekktur og hefur ásamt öörum veriö í fararbroddi þeirra sem gjarna eru kallaöir ungu málararnir. Hann byrjar á að svara spurningu um hvenœr hann hafi málaö myndirnar á yfirstandandi sýningu. „Þetta eru allt myndir frá því í fyrra, nema fjórar sem eru frá '85 og einar tvær frá því í ár. Það má segja að þessi sýning sé framhald af sýn- ingu minni frá '85. Sýningin sem ég var með í fyrra var hinsvegar öðru- vísi, það var einskonar yfirlitssýn- ing á því sem ég hef verið að gera frá Annars hafa ekki orðið mjög miklar breytingar á minni myndlist á þessum tíma, ég held að ég geti sagt að það sé heillegur þráð- ur í þessu öllu.” — Hvaö meö þennan flúrstíl, er þetta ekki einkenni fyrir þig sem listamann? „Ég hef verið með þetta flúr í mín- um myndum mjög lengi en hvort þetta er einkennandi fyrir mig veit ég ekki, kannski miðað við þá sem núna eru í fullu fjöri, en ekki þegar litið er til lengri tíma að sjálfsögðu. Þetta er einkenni á töluverðum hluta af myndum Kjarvals, og Svav- ar Guðnason var, að ég held, ásak- aður fyrir að vera of dekoratífur ein- hvern tíma á sínum ferli. Þetta hefur aldrei þótt mjög fínt hér heima. — Þú nefnir þarna Svavar Guöna- son, dreguröu aö einhverju leyti dám af honum? „Ja, flúrið var náttúrlega mikið áberandi fyrir COBRA-hópinn sem Svavar var í. Ég hef verið bendlaður við þá, vafalaust réttilega, þótt ég vinni mínar myndir allt öðruvísi en þeir, þeir voru miklu lausbeislaðri en ég leyfi mér að vera.” — Hvaö viltu segja um hugmynd- irnar aö baki myndunum? „Ég myndi segja að þetta væri einskonar leikur milli þess rökrétta og órökrétta. Það eru í þessum myndum ákveðnar vísanir í frum- formin, og svo eru þetta myndir sem fjalla töluvert mikið um list og lista- söguna, þótt vísanir þess efnis séu oft vel faldar. Þetta eru persónuleg- ar myndir, þær fjalla ekki um við- tekin viðfangsefni, ég er ekki ex- pressíónískur, eins og megnið af því fólki sem er í hinu svokallaða nýja málverki. Ég er frekar að reyna að breyta hefðinni, eða það finnst mér sjálfur að minnsta kosti." K.K. HELGARPÓSTURINN 33

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.