Alþýðublaðið - 01.05.1938, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 01.05.1938, Blaðsíða 1
RITSTJÓRI: F. R. VALDEMARSSON. ÚTGEFANDI: ALÞÝÐUFLOKKURINN. XIX. ÁRGANGUR SUNNUDAGUR 1. MAf 1938. 99. TÖLUBLAÐ „Eðli verkalýðsbaráttniinar er ekki skyndiupplilaiip, MvaðafnMir og ævintýri, heldur markvlst, sleitulaust strit fyrir málefnunum sjálfum44. Fylfeittm ofeknr í iag 1 Mpiðigsi Alpýðttflofefesitts. ¥ DAG fylkja Alþýðu- flokkurinn og verka- lýðsfélögin liði til þess að heiðra minningu síns fallna foringja, Jóns Baldvinsson- ar, sem í meira en tuttugu ár stóð í fylkingarbrjósti verka- lýðshreifingarinnar á ís- landi, stjórnaði baráttu hennar í sókn og vörn og vann með framsýni sinni og þrautseigju flesta stærstu sigrana, sem unnizt hafa. í dag fylkja Alþýðuflokk- urinn og verkalýðsfélögin liði einnig til þess að sýna öll um fjandmönnum verkalýðs- hreifingarinnar, að þau eru ákveðin í því, að halda merki Jóns Baldvinssonar á lofti, merki jafnaðarstefn- unnar og lýðræðisins, og bera það fram til fullnaðarsigurs. Þeir mörgu sigrar, sem verka- lýðshreifingin á íslandi hefir unnið undir merki Jóns Bald- vinssonar, merki Alþýðuflokks- ins, hafa ekki unnizt með há- vaða og glamri um hyltingu og alræði öreigalýðsins, heldur með þrotlausri baráttu fyrir hverri einstakri réttarhót og kjarabót, og hverju einstöku málefni. Það var þessi sann- leikur, sem Jón Baldvinsson sagði í síðasta skifti, sem hann talaði fyrir verkamönnum á fundi hér í Reykjavík: „Eðli verkalýðsbaráttunnar er ekki skyndiupphlaup, hávaðafundir og ævintýri, heldur markvíst, sleitulaust strit fyrir málefnun- um sjálfum.“ Með þessu sleitulausa striti liafa Alþýðuflokkurinn og verkalýðshreifingin hér á landi unnið sigra sína hingað til. Og því aðeins geta þau vænzt frekari sigra í framtíðinni og fullnaðarsigurs að lokum, að þau haldi því þrotlaust áfram. Þess vegna hylla Alþýðu- flokkurinn og verkalýðsfélögin Jón Baldvinsson í dag, og strengja þess heit, að halda tryggð við stefnu hans og vinnu brögð. Þessvegna mætir allur Al- þýðuflokkurinn, allur kjarni verkalýðsfélaganna, í dag í hóp- göngu Alþýðuflokksins. Fólkið sifnast sam- an vii ililðnkisið. Nú þegar er byrjað að selja Alþýðuflokksmerkið og 1. maí- Jón Baldvinsson. „Ég hefi barið rauða rokið frá Arnarnesi og inn fyrir ögurhólma — og ekki gefist upp.“ Síðustu orð Jóns Baldvinssonar við höfund þessa kvæðis. Strangur er austan stormur á Djúpið, strítt að berja sveini ungum. Hrannir ólga, æða, svella, öskra, lyfta hrammi þungum, glepsa í árar. Ærið reynir axlir, bök og handaþróttinn. Dagur á himni dvínar, — hverfur, döpur ríkir vetrarnóttin. Situr í hálsi sveinninn ungi, sá er ekki hár á þóttu, gegnum stakkinn drifið drepur * um dimma og kalda æginóttu. Segir faðir: „Seinan gengur, en senn erum þó á móts við Ögur.“ Sveinninn mælir: „Það munar alt af, — en manstu nokkrar góðar sögur?“ Önnur á mið hann síðar sótti. Sullu um kinnung málaboðar. Suðu á keipum rógsins rastir, ruddust fast um stefni gnoðar. Kyngiél og hvirfilsveipi kaldrar hyggju í voðir lagði. Oft var seltu sviði í augum. Samt var hann rór og hress í bragði. Ýtti hann knerri alþýðunnar. Aftur í skut þeir vildu’ hann stæði, héldi um stjórnvöl, brotum bröttum bátinn verði á úfnum græði. Valdi hann lög og lenti heilu, lagaði gömul hlutaskifti, innleggsvogir rangar rétti, refilgróða margan svifti. Stundum 1 svölum svaðilförum sumum virtist fjarri dáðin, og ýmsir sögðu: „Ekkert munar. Ekki var ég til þessa ráðinn.“ Mælti hann og brosti: „Stendur í stefni stormur og ögrar fólki rögu, en þeir eru barning vanir vestra ... Nú væri okkur gott að heyra sögu.“ Oft var líka, að ýmsir hans manna ærðust mjög og risu úr sæti; lömdu þeir sjóinn ólmir árum, ætluðu, að honum þóknast gæti lyppast niður og ljá þeim síðan lognsins sléttu, beinu götu. Formaður kímdi, kallaði glettinn: „Kannske það takist að rota skötu.“ Síðast þegar hann sat við stýri, sagði hann: „Það er formannsskylda, að skirrast ei við nauðsyn napri, og nú skulu sjómannslögin gilda: Sá, er hættir okkar allra öryggi með handaklandi, hann skal burtu, hluti sviftur; hans er staður á þurru landi.“ Kembdi þá um hvítar hærur kaldur gustur austan strauma. Formaður hneig með hendur báðar harðlega kreptar um stýristauma. Já, fallinn er hann, farinn úr skutnum, fallinn hinn lági, þétti maður. . . En mundi honum geðjast mikill uggur, manni, er alt af virtist glaður? Ef við berjum rauða rokið reginstyrkum sj ómannsgreipum, hirðum ei um, þótt brattar brjóti, braki í súð og urri í keipum, stjórnarmaður sterkum sjónum stari í drifið æsihranna, þá mun föllnum foringja líka fararsniðið sinna manna. Hernaðarbandalag ntllli Eielands og íi Allir þeir frá austri að vestri, sem eiga dug og vilja og þora bjarga sér og sínum öllum, sitji heilir snekkju vora, knýi hana að Vonarvörum, Vizkuklöpp og Hamingjusandi. Látum sjá, að alþýðan átti öruggan formann hér á landi. Guðmundur Gíslason Hagalín. blaðið. Eru menn hvattir til að kaupa hvorttveggja og sér- staklega að taka ekki misgrip á merki Alþýðuflokksins og kom- múnista, en lýsing á merki Al- þýðuflokksins er í auglýsing- unni á 2. síðu. Hátíðahöld Al- þýðuflokksins hefjast kl. 1,30 við Alþýðuhúsið með því að Lúðrasveit Reykjavíkur leikur alþjóðasöng jafnaðarmanna. Kl. 1,35 flytur Sigurður Einarsson dósent minningarræðu þá um Jón Baldvinsson, sem íhalds- menn ásamt skósveinum komm únista komu í veg fyrir að hann fengi að flytja í útvarpið dag- inn sem Jón Baldvinsson var borinn til grafar. Kl. 1,50 leik- ur Lúðrasveit Reykjavíkur aft- ur, en kl. 2 syngur Karlakór alþýðu. Kl. 2,10 hefst hóp- Fimdiir frönskn og enskti ráðtierranna í London merkilegasfi atbnrðnr í stjórnmálum Evrópu upp á síðkastið. LONDON í gærkve'ldi. FO. ÁÐHERRAFUNDUR- ■i-INN í London er ennþá aðalviðburðurinn, sem heims blöðin ræða í dag og kemur öllum þeim helztu saman um að hann sé einn hinn merki- legasti atburður, sem gerst hefir í stjórnmálum álfunn- ar upp á síðkastið. Halifax lávarður gaf út yfir- lýsingu í dag þess efnis, að hin nána samvinna, sem framvegis myndi verða milli herforingja- ráða Frakklands og Bretlands væri ekki bein afleiðing við- ræðnanna í London, heldur á- framhald af þeirri samvinnu, sem áður hefði verið fyrir hendi. Franska blaðið „Le Jour“ kemst svo að orði um þessar viðræður, að hernaðarbandalag ið milli Frakklands og Bret- lands sé nú loks orðið að veru- leika, og að Þýzkaland verði að sætta sig við það, hvort sem ganga Alþýðuflokksmanna und ir fánum flokksins, þjóðarfán- anum og félagsfánum — og leggja fulltrúar úr göngunni blómsveig á leiði hins látna foringja og brautryðjanda al- þýðusamtakanna. Að því loknu verður haldið að alþýðuhúsinu Iðnó og af svölum hússins talar Haraldur Guðmundsson. Framh. á 4. síðu. því líkar það betur eða ver. — Ennfremur segir blaðið, að franska stjórnin hafi með hinni röggsamlegu framkomu sinni, sýnt öllum heiminum, — hvað hin tvö stóru lýðræðisríki í vesturhluta áifunnar geti gert, ef þau eru sammála. „New York Times“ tekur í sama streng og segir, að hér sé um meira en venjulegan vin- áttusamning að ræða, því að telja megi, að Frakkland og Bretland hafi gert með sér hern aðarbandalag. „Berliner Tageblatt“ kemst svo að orði, að það sé vonandi að Chamberlain sýni ekki minni skilning á málaleitunum og nauðsynjamálum Þýzkalands en hann hafi nú sýnt frönsku stjórninni, og eitt megi Bret- land vita, að afdrif Sudeten- Þjóðverja séu grundvallarstað- reynd í stjórnmálum Evrópu, sem ekki verði komizt á snið við. Norski Alplðufiokknrinn hefir nn geniið i aiMðða- samband jafnaðarmanna. -------------- Hann var um skeið í alþjóðasambandi kommúnista en f ékk sig fullsaddan á því KALUNDB. í gærkv. FÚ. T^T ORSKI Alþýðuflokkur- inn hefir gengið í al- þjóðasamband jafnaðar- manna og var formlega geng ið frá upptöku hans í dag. Hefir þessi ráðstöfun ver- ið samþykt með yfirgnæf- andi meirihluta í hinum ýmsu félögum flokksins. 8 stnnða viMmðagur ð norsbnm skipnm yfir 2000 smðlestir? Norska stjórnin ber fram til- lögu um það, að lögleiddur verði átta stunda vinnudagur á sjó fyrir skipshafnir þeirra skipa, sem eru yfir 2000 smá- lestir að stærð. Útgerðai’mannasambandið í Oslo hefir sent út opinber mót- mæli gegn þessari tillögu og telur að framkvæmd hennar mundi verða mjög til þess að skaða siglingar Norðmanna. Síðan árið 1920 hefir norski Alþýðufokkurinn ekki verið meðlimur í alþjóðasambandi jafnaðarmanna. Hann lét þá leiðast inn á aðrar brautir en bræðraflokkar hans á Norður- löndum og gékk í alþjóðasam- band kommúnista. En það leið ekki á löngu, þangað til hann fékk sig fullsaddan á skipunun- um frá Moskva. Árið 1923 sagði hann sig aftur úr alþjóða- sambandi kommúnista, án þess þó að ganga aftur í alþjóða- samband jafnaðarmanna fyr en nú.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.