Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Helgarpósturinn

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Helgarpósturinn

						sem er svipað fylgi og hann fékk í
könnun DV í mars, en í könnun HP
í sama mánuði fékk flokkurinn
16,6%. Flokkurinn er því um þessar
mundir með heldur minna fylgi en
hann fékk í alþingiskosningunum
fyrir ári, þegar hann fékk 18,9%
atkvæða. Ymislegt bendir til þess að
hann hafi náð ákveðnu hámarki sl.
haust, en fylgið hafi nú lækkað í
fyrra horf um leið og yfirburðir
Steingríms Hermannssonar hvað
persónufylgi varðar hafa heldur
dregist saman. Helming af fylgi
flokksins er að finna í landsbyggðar-
kjördæmunum og hann höfðar
flokka sterkast til karla. Þá höfðar
flokkurinn mun fremur til eldri ald-
urshópa en þeirra yngri.
KRATAR í LÆGÐ
Alþýduflokkurinn er sá stjórnar-
flokkanna sem mestu hefur tapað á
undanförnum mánuðum. í könnun-
inni nú fær flokkurinn 10,9% fylgi
meðal þeirra sem afstöðu tóku.
Kannanir fyrr á árinu sýndu flokk-
inn með 13—14% fylgi og hafði
hann þá litlu tapað af fylgi sínu í ai-
þingiskosningunum fyrir ári,J)egar
hann hlaut 15,2% atkvæða. 1 þeim
kosningum hlaut flokkurinn hins
vegar minna en efni stóðu til sam-
kvæmt skoðanakönnunum fyrir
kosningar, þegar flokkurinn virtist
stefna í um eða yfir 20% atkvæða.
Jón Baldvin Hannibalsson, formað-
ur flokksins, og Jóhanna Sigurdar-
dóttir, varaformaður hans, njóta
hins vegar persónufylgis í talsverð-
um mæli. Sundurgreining á fylgi
flokksins nú bendir hins vegar til
þess ad Reykjauík sé mesti veikleiki
flokksins, en allir þrír rádherrar
hans eru úr því kjördœmi. Flokkur-
inn er hins vegar óhemju sterkur í
Reykjaneskjördæmi. Hann virðist
höfða nokkuð jafnt til hinna ýmsu
aldurshópa.
ALÞÝÐUBANDALAG í
KLÍPU
Alþýðubandalagið má svo sann-
arlega muna fífil sinn fegri. Að þessu
sinni hlaut flokkurinn aðeins 9%
fylgi meðal þeirra sem afstöðu tóku
og í könnun DV í mars hlaut f lokkur-
inn tæp 8%. í könnunum mánuðina
áður hlaut flokkurinn 11—13%. í
kosningunum fyrir ári hlaut banda-
lagið 13,3% atkvæða og þótti það
mesta áfall í sögu flokksins. Ljóst
þykir, að Kvennalistinn hefur tekið
drjúgt fylgi af „Bandalaginu", sem
þrátt fyrir stjórnarandstöðu og óvin-
sælar stjórnaraðgerðir hefur ekki
einu sinni tekist að halda sínu. Þá
virðast leiðtogar flokksins lítið
höfða til fjöldans; Ólafur Ragnar
Grímsson formaður býr við minnk-
andi persónufylgi, Svavar Gestsson
er að gleymast og Steingrími Sigfús-
syni hefur ekki tekist að festa sig í
sessi í vitund fólksins. Reykjanes-
kjórdœmi er mikill veikleiki flokks-
ins og hann virdist hafa glatad að-
dráttarafli sínu fyrir ungt fólk.
ÓÁNÆGJA FER VAXANDI
Aðrir flokkar fengu hverfandi lítið
fylgi í könnuninni, helst að Þjódar-
flokkurinn sé enn á lífi. Fylgi við
Samtök um jafnrétti og félags-
hyggju, flokk Stefáns Valgeirssonar,
mældist ekki. í könnuninni reynd-
ust 20,5% svarenda óákveðin, sem
er heldur minna en í könnun HP í
mars, þegar óákveðnir voru 26%. Á
hinn bóginn hækkaði hlutfall þeirra
sem sögðust ekkí ætla að kjósa eða
skila auðu úr 5,3% í 11,8%. Þetta
gefur vísbendingu um að óákveðni
minnki en óánægja aukist. Það seg-
ir ef til vill sína sögu að meðal hinna
óákveðnu eru konur í meirihluta en
meðal hinna óánægðu karlar. Mið-
að við raunverulega aldursskiptingu
þjóðarinnar eru það einkum yngstu
kjósendurnir sem lýsa því yfir að
þeir ætli ekki að kjósa eða ætli að
skila auðu, en það er frekar eldra
fólkið sem segist óákveðið.
STJÓRNIN í
MINNIHLUTA
I könnuninni var að vanda spurt
um stuðning við ríkisstjórnina og
varð niðurstaðan nú mjög í anda
kannanna síðustu mánuða. Ríkis-
stjórnin hefur stuðning minnihluta
kjósenda samkvæmt þessum könn-
unum. Að þessu sinni studdu ríkis-
stjórnina 43,9% þeirra sem afstöðu
tóku en 56,1% studdi hana ekki.
Hlutirnir snerust við í afstöðunni til
einstakra flokka, þar sem stjórnar-
flokkarnir þrír hlutu 57,2% fylgi
samanlagt en stjórnarandstöðu-
flokkarnir á þingi 41,7%. Stuðning-
urinn við ríkisstjórnina nú er Iítið
eitt minni en í könnunum HP í janú-
ar og mars, en munurinn er lítill og
vart marktækur.
Ef kosið væri til alþingis núna, hvaða flokk myndir þú kjósa
Alþýðuflokkur.....
Framsóknarflokkur .
Sjálfstæðisflokkur ..
Alþýðubandalag  ...
Kvennalisti  .......
Flokkur mannsins . .
Þjóðarflokkur......
Samtök um jafnrétti
Borgaraflokkur .....
Aðrir flokkar......
Óákveðín(n).......
Kýs ekki/skila auðu .
Svara ekki........
Alls  .............
Þar af tóku afstöðu .
Fjöldi
50
82
130
41
139
1
4
0
11
0
153
88
49
748
458
% af
úrtaki
6,7%
11,0%
17,4%
5,5%
18,6%
0,1%
0,5%
0,0%
1,5%
0,0%
20,5%
113%
63%
100,0%
61,2%
Staöal-
frévik
0,9%
1,1%
1,4%
0,8%
1,4%
0,1%
0,3%
0,0%
0,4%
03%
1,5%
1,2%
0,9%
% af þeim
sem tóku
afstööu
10,9%
17,9%
28,4%
93%
30,3%
0,2%
0,9%
0,0%
2,4%
0,0%
100,0%
Styður þú rikisstjórnina eða ekki?				
	Fjöldi	% af úrtaki	Staöal-frávík	% af þeim sem tóku afstööu
Já  ........................ Nei........................ Svara ekki..................	274 350 101 23	36,6% 463% 13,5% 3,1%	13% 1,8% 1,2% 0,6%	43,9% 56,1%
				
Alls  .......................	748	100,0%		
	624	83,4%		100,0%
GREINARGERÐ SKAIS
Þessi skoðanakönnun var gerö fyrir Helgarpóstinn laugardaginn 16. apríl 1988.
Hringt var í símanúmer eftir handahófsúrtaki, skv. tölvuskrá Landsímans yfir virk
einkanúmer fyrir allt landið.
Tölvuskráin var unnin af Skýrsluvélum ríkisins og Reykjavíkurborgar með
heimild tölvunefndar.
Spurningum var beint til þeirra sem svöruðu og voru 18 ára eða eldri og var
haft samband við alls 748 einstaklinga.
Niðurstöðurnar voru leiðréttar eftir kyni, aldri og búsetu.
Spurt var, í þessari röð:
1. Má ég biðja þig að nefna 4 íslenska sjónvarpsmenn (karla eða konur) sem þér
finnst bera af öðrum?
2. Ef kosið vaeri til alþingis núna, hvaða flokk myndirðu kjósa?
3. Má ég biöja þig að nefna 3 stjórnmálamenn sem þú vilt styðja?
4. Styður þú ríkisstjórnina eöa ekki?
Niðurstöðurnar birtast í meðfylgjandi töflum, skrám og myndum.
6  HELGARPÓSTURINN
HVAD SEGJA ÞAU
UM MÐURS1ÖDURNAR?
FÓLK HAFNAR
SPILLINGUNNI
„Mér sýnist þetta vera mjög ákveð-
in skilaboð til allra flokka og ekki síst til
þeirra sem halda um stjórnartaumana
að hlusta betur eftir rödd fólksins. Það
er að hafna spillingu og valdbeitingu.
Þetta tengist kannski ekki neinu ein-
stöku máli heldur er þetta almenn
hugarfarsbreyting meðal fólks, það er
að styðja þá lífssýn sem við höfum
reynt að koma til skila," sagði Kristín
Halldórsdóttir, þingmaður Kvenna-
listans, um niðurstöðurnar.
En eru þetta ekki skilaboð um
breytingar núna, kosningar eða upp-
stokkun stjórnar?
„Jú, auðvitað eru þetta skilaboö um
breytingar núna. Það er ekki mitt að
dæma hvort túlka eigi niðurstöðurnar
svo að stjórninni beri að segja af sér.
Það má ætla þetta viðvörun til þeirra
sem fólk snýr frá með því að beina
stuðningi sínum annað. Ég hef hins
vegar enga trú á því að þeir sem þurfa
á því að halda taki skilaboðin alvar-
lega."
Nú er þetta mikla fylgi ykkar ítrek-
að staðfest. Hversu traustur er
grundvöllur fylgisins?
„Ég held að hann sé nokkuð traust-
ur. Við höfum notið vaxandi fylgis og
hljótum að túlka niðurstöður skoðana-
kannana á þann veg að þetta sé fylgi
sem muni halda sér svo fremi sem við
höldum okkar striki. En við göngum
þess ekki duldar að hluti þessa fylgis
er vafalaust það sem menn kalla
óánægjufylgi. Spurningin sem þá
vaknar er hvers vegna það fólk snýr
sér til okkar."
Nú gæti rikisstjórnin hæglega
sprungið. Væruð þið reiðubúnar að
taka að ykkur forystu um myndun
nýrrar stjórnar?
„Við myndum að sjálfsögðu ekki
bregðast því trausti. Ég tel hins vegar
ekki tímabært að ræða slíkt núna."
^g/n^
^áTS5>.
ÖÁNÆGJA MEÐ GÖMLU
FLOKKANA
„Andskoti eru menn orðnir kven-
samir, það hljóta að vera fleiri en bara
konur sem styðja Kvennalistann,"
sagði Eyjólfur Konráð Jónsson, þing-
maður Sjálfstæðisflokksins, í gaman-
sömum tón um fylgisaukningu
Kvennalistans. Hann sagði það einnig
vera vonbrigði að þegar fylgi Borgara-
flokksins færi minnkandi skilaði það
sér ekki til baka til Sjálfstæðisflokks-
ins. Óánægja virtist vera með gömlu
flokkana, a.m.k. tímabundið, og þeir
nytu fylgis sem ekki hefðu þurft að
axla neina ábyrgð. Þessi óánægja væri
réttmæt að einhverju leyti og því væri
ekki að leyna að ágreiningur væri í röð-
um stjórnarliða.
Eyjólf ur sagði það sína skoöun að af
samtökum sem væru eins laus í reip-
unum hefði Kvennalistanum tekist
furðuvel upp, þær væru óumdeilan-
lega „sigurvegarar" í þessari skoðana-
könnun. „Þarna er ákveðin krafa á
hendur Kvennalista að axla ábyrgð,"
sagði Eyjólfur.
Hann sagði kosningarekki nauðsyn-
legar ef ríkisstjórnin liöaðisi í sundur,
sem vel gæti gerst, heldur væri mögu-
legt að mynda stjórn til skemmri tíma.
Ekki væri þó tímabært að velta þess-
um möguleika upp.
þá ekki eðlilegt að Kvennalistinn
tæki sæti Framsóknar í stjórninni?
„Síðasta vor lagði ég mig allan fram
um að fá Kvennalistann í ríkisstjórn. Þá
treysti hann sér ekki til þess. Af mál-
flutningi Kvennalistans nú hef ég ekki
minnstu hugmynd um hvað hann
hefði fram að færa."
MEIRI OVISSA MEÐ
FYLGI
„Það er áhyggjuefni fyrir ríkisstjóm-
arflokkana hvað Kvennalistinn fær
mikið fylgi samkvæmt þessum skoð-
anakönnunum, en ég vil taka fram að
hér er ekki um kosningaúrslit að ræða.
Hluti af þessu fylgi er nú til kominn
vegna óánægju með aðgerðir eða að-
gerðaleysi stjómarinnar. Ég lít nú á
þetta sem skilaboð til núverandi ríkis-
stjórnar að fólk ætlist til þess af henni
að hún taki á málum og noti vald sitt,
en taki ella pokann sinn," sagði Halldór
Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra
þegar hann var spurður hvort túlka
mætti niðurstöðurnar þannig að fólk
væri að óska eftir nýrri stjórn.
Framsóknarflokkurinn hefur haft
stöðugt fylgi um langan tíma, í kring-
um 18—19%. Eruð þið með alveg
staðnaðan fylgjendahóp sem stækk-
ar hvorki né minnkar?
„Ég hef ekki orðið var við það. Ég er
nú búinn að vera alllengi í stjórnmál-
um og mér finnst flokkarnir búa við
miklu meiri óvissu að því er varðar
fylgi en nokkru sinni áður. Fleira og
fleira fólk vill ekki binda sig ákveðnum
flokkum og finnur sig kannski í þver-
pólítískum samtökum eins og
Kvennalistanum. En stjórnmálin eru
nú einu sinni til þess að taka afstöðu
og því mun þetta breytast. Það væri
nú skritið ef næsta stig í stjórnmálun-
um yrði að karlar færu að stofna sér-
stakan ílokk og hver veit nema allir
karlaklúbbarnir, sem eru nú nokkuð
sterkir, gætu látið til sin taka á þessum
vettvangi."
ENGAR KOSNINGAR
„Þegar Alþýðuflokkurinn kemur í
þetta stjórnarsamstarf tekur hann við
slæmu búi. Hann hefur verið fremstur
í flokki innan ríkisstjórnarinnar í björg-
unaraðgerðum sem eru óvinsælar.
Árangur af þeim er ekki kominn í Ijós og
fyrr en það gerist mun almenningur
ekki meta Alþýðuflokkinn i skoðana-
könnunum," sagði Jón Baldvin
Hannibalsson, formaður Alþýðu-
flokksins, aðspurður um fylgistap
flokksins.
Ef miðað er við „kvennalistabylt-
inguna" og ítrekað minnihlutafylgi
rikisstjórnarinnar er þá ekki kominn
tími til þess að kjósa aftur eða stokka
stjórnina upp?
„Okkar stjórnskipan gerir ekki ráð
fyrir þingkosningum vegna misjafnrar
útkomu úr skoðanakönnunum. Þá
værum við beinlínis að breyta yfir í
stjórnleysi. Nóg er nú lausungin samt.
Að efna til kosninga á nokkurra mán-
aða fresti væri vísasti vegurinn til glöt-
unar."
Ef litið er á ítrekaðar yfirlýsingar
þínar um Framsóknarflokkinn, væri
MÓTMÆLI BEINAST í
EINN FARVEG
Ólafur Ragnar Grímsson, formaður
Alþýðubandalagsins, sagði að flokkur-
inn hefði gengið í gegnum erfiðleika-
tímabil að undanförnu sem hann væri
að vinna sig út úr. Það tæki sinn tíma.
Skoðanakannanir undanfarið hefðu
sýnt miklar sveiflur. Það væri mikil
ólga í þjóðfélaginu vegna kjara- og
efnahagsmála.
Hvað veldur þessari lægð; sókn
Kvennalistans, litlaus forysta eða
eitthvað annað?
„Það er erfitt að ákveða skýringar.
Reynslan af skoðanakönnunum sýnir
að mótmæli fólks beinast fyrst og
fremst í einn farveg. Um þessar mund-
ir er þetta Kvennalistanum í hag. Fyrir
nokkrum mánuðum var það Fram-
sóknarflokkurinn sem hagnaðist á
þessu, en hefur núna hrapað."
Aðspurður um hvort ekki fælist
krafa um kosningar eða uppstokkun í
ríkisstjórn í þessum niðurstöðum
sagði Ólafur að stjórnin réði ekki við
vandann vegna innbyrðis sundur-
þykkju og stefnuleysis. Hins vegar
væri alltaf erfitt að meta hvenær kraf-
ist væri einhvers.
BORGARAFLOKKS-
MENN VORU EKKI
HEIMA
Albert Guðmundsson, formaður
Borgaraflokksins, sagði að flokkurínn
bætti við sig, þó það væri ekki nema
0,1% fylgisaukning frá síðustu könn-
un. Aðspurður um hvort Borgaraflokk-
urinn hefði nokkurn tíma verið annað
en stundarfyrirbrigði sagði hann að
flokkurinn hefði aldrei komið vel út úr
skoðanakönnunum. Flokkurinn væri
einungis ársgamall og hann bæri eng-
an kvíðboga fyrir því að vera að tapa
fylgi. „Fylgi Borgaraflokksins er mest
meðal smærri atvinnurekenda og
verkamanna og þeir eru ekki heima á
þeim tíma sem könnunin er tekin,"
sagði hann. Hann kvaðst ekki hissa á
að fylgistap Borgaraf lokksins sýndi sig
ekki sem fylgisaukning Sjálfstæðis-
flokksins, sagði Sjálfstæðisflokkinn
notaðan til þess að skapa hinum fáu
aðstöðu.
Hrun flokksins virðist aðallega
vera á landsbyggðinni. Hefur hún
verið vanrækt?
„Okkar styrkur hefur aðallega legið í
Reykjavík en landsbyggðin hefur alls
ekki verið vanrækt. Mál Borgaraflokks-
ins hafa ekki borist út úr þingsölum
vegna þess að við höfum ekki fjöl-
miðla til þess að koma okkar málum á
framfæri. Við höfum verið útilokaðir
frá fjölmiðlum."
JGÞ
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40