Tķmarit.is   | Tķmarit.is |
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Tķminn

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Tķminn

						TÍMINN

kcmur út einu sinni i

viku og kostar 4 kr. til

áramóta.

NN

AFGREIÐSLA

á  Laugaveg  4  (Bóka-

búðinni). Þar er tekio

á móti áskrifendum. -

I. ár.

Reykjavík, 24. marz 1917.

3. blað.

Jafnvægi atFinnuveganna.

Aldrei hefir mönnum verið eins

ljóst eins og nú, síðan styrjöldin

hófst, hve miklu skiftir hverja þjóð

að vera sjálfstœð i atvinnumálum,

•og að atvinnuvegirnir styðji hver

annan.

í Þýzkalandi hefir samræmi í

framleiðslu og iðnaði verið höfuð-

styrkur þjóðarinnar nú í ófriðnum,

en í Bretlandi hefir ósamræmi at-

vinnuveganna, einkum vanræksla

jarðræktarinnar, verið Akkillesar-

hæll þjóðarinnar. Bretar hafa getað

séð hálfri veröldinni fyrir stálvör-

um og klæðum, en þeir þola ekki

fullkomið hafnbann í hálfan mán-

uð, af því að þá skortir land-

búuaðarafurðir.

Áþekt óhagræði eiga menn nú

við að búa í mörgum öðrum lönd-

um, þótt hlutlaus séu, þar sem

meginþorri manna lifir af iðnaði

eða fiskveiðum. Hin minsta sigl-

ingahindrun leiðir skjótt til vand-

ræða og jafnvel hallæris.

Sumir kunna nú að segja, að

þótt einhliða atvinnurekstur sé

bagalegur á styrjaldartímum, þá

megi ekki dæma alment eftir því.

Á friðartímum verði annað uppi á

teningnum.

En þessu er ekki svo farið.

Margföld reynsla allra þjóða sýnir,

að að minsta kosti er til einn at-

vinnuvegur sem engri þjóð hefir

gefist  vel að vanrækja til lengdar.

Og sá atvinnuvegur er jarðrœktin.

Það má safna meira fé með

ýmsri annari iðju. En úr sveitinni

kemur jafnan megnið af þeirri lík-

amlegu og andlegu orku sem held-

ur þjóðunum við. Af öllum atvinnu-

vegum geta þjóðirnar er til lengd-

ar lætur, sízt verið án landbún-

aðar, hvort heldur er litið á efna-

legt öryggi eða afl og heilsu þjóð-

arstofnsins. Að visu þarf þjóðar-

búið margs annars með, en þetta

frumskilyrði má aldrei vanta.

Héi* á lándi er þetta jafnvægi að

raskast svo að ískyggilegt má heita.

Bæjir og sjóþorp hafa myndast,

fiskveiðar aukist storkostlega, verzl-

unin orðið innlend og hafinn iðn-

aður í ýmsum greinum. Þetta er

auðvitað gott. En það sem ekki

er gott, er það, að sveitirnar legg-

ist því nær í eyði og flestir íslend-

ingár verði síldarvinnumenn tvo

þrjá mánuði ársins, en iðjulítill

bæjalýður hinn timann. í þessa átt

stefnir nú.

Síldarútvegurinn gleypir fjár-

magn bankanna og vinnuafl þjóð-

arinnar. Hann virðist vera. glæsi-

legur fyrir þá sem gera út eða

verzla með síld. En fyrir efna-

hag verkalýðsins  er hann óglæsi-

legur. Og fyrir heilsu og menning

fslendinga er síldaratvinnan óálit-

leg.

Nú er svq komið, að í mörgum

héruðum landsins eru flestir bændur

að verða einyrkjar. Unga fólkið og

lausafólkið fer »í síldina« á sumr-

in en til Reykjavíkur á vetrum.

Búin minka, jarða- og húsabætur

minka, vegagerðir og opinberar

framkvæmdir minka, af því að

flestir »fara í sildina«.

Ef jafnvægi atvinnuveganna á

ekki algerlega að raskast hér á

landi, þarf skjótra aðgerða við.

Stjórn og þing verða að taka i

taumnna ef nokkur á að gera það.

Og einstaklingarnir verða að sætta

sig við þótt þeir kunni að missa

nokkurs af stundarhagnaði, ef al-

þjóðarheill krefur.

Slíkar ráðstafanir verða jafnan

að miða að því, að atvinnuvegirn-

ir styðji hver annan. Verði einhver

þeirra ofjarl hinna um stund, þarf

að jafna metin.

Nú er sjávarfólkið víða í nauð

af því að það vantar sumar land-

afurðir, t. d. tólg og smjör. Þar

verður landbúnaðurinn að hlaupa

undir baggann og þola ráðstafanir

sem miða að því að auka fitu-

framleiðsluna í landinu og síðan

sanngjarnar verðtakmarkanir. Lif

og heilsa fjölda manna getur legið

við, að þar sé gætt hófs og sann-

girni.

Hinsvegar verða sjávarmenn að

þola það, að bankarnir láti nú um

stund bróðurpartinn af fjármagni

sinu renna til ræktunar og land-

náms í sveitum.

Borið gæti nauðsyn til þess, að

lagður yrði tollur á síldina, með-

an sú veiði er svo arðsöm, að hún

truflar allan annan atvinnurekstur

í landinu. Sú álagning væri rétt-

lætanleg bæði með því, að fram-

þróum atvinnuveganna má ekki

vera blind, heldur með forsjá snið-

in eftir þörfum þjóðarinnar. Og í

öðru lagi er það nokkurnveginn

auðgefið, að því arðvænlegri sem

einhver atvinnuvegur er, því meira

má á hann leggja af byrðum þjóð-

félagsins.

Slíkur tollur væri bezt kominn,

ef hann væri eigi notaður til hvers-

dagsþarfa, ekki hafður að eyðslu-

eyri.

Gullnáman á Siglufirði ætti að

skapa aðrar gullnámur.

Og svo mundi verða ef því fé

yrði varið til hafnarbóta, til þess

að skapa ný akurlönd með stór-

feldum áveitum, og til samgöngu-

bóta á sjó og landi.

Ekki er það óhugsandi, að sú

geti komið tíðin, að sjórinn bregð-

ist, en hlutur landbúnaðar og iðn-

aðar standi þá með svipuðum

blóma  og  sildveiðin  nú.  Þá ætti

útvegurinn skilið eigi minni stuðn-

ing en hann þarf nú að veita.

Þörf væri á að þetta mál yrði

rækilega athugað til næsta þings.

Þjóðin þarf að láta skýrt og ó-

tvírætt í ljós, hvort hún vill taka

afleiðingunum af blindri samkeppni

atvinnuveganna, eða hvort hún

krefst þess af fulltrúum sínum, að

þeir finni ráð til þess að viðhalda

heilbrigðu jafnvægi.

fiskiskipajlotmti.

í almanaki handa islenzkum

fiskimönnum 1917, er skýrsla um

íslenzk fiskiskip, og er eftirfarandi

fróðleikur unninn úr þeirri skýrslu.

Botnvörpungar eru alls 21 á land-

inu, þar af eru 17 eign Reyk-

víkinga. Þeir eru samtals 5191

smál. eða 247,21 smál. að meðal-

tali. Þeir eru eign 13 hlutafélaga

og 5 einstakra manna.

Gufnskip af öðru tagi 11, sam-

tals 1417 smálestir, meðalstærðin

129 smálestir. Eigendur þessara

skipa eru 8, " þrír þeirra í Reykja-

VÍk.

Seglskip eru 100, þar af 18 i

Reykjavik, 25 í Barðarstrandasýslu,

21 í ísafjarðarsýslu, 22 í Eyjafjarð-

arsýslu, 9 í Gullbringu og Kjósar-

sýslu. Þau eru samtals 4009 smá-

lestir, bera því að meðaltali rúmar

40 smálestir.

Mótorskipin eru 86, þar af 18

í Reykjavík, 32 í ísafjarðarsýslu,

13 í Eyjafjarðarsýslu. Samtals

2060 smálestir. Að meðaltali 24

smálestir.

Eru þetta skip sem bera 12 smá-

lestir eða meira. Alls eru þetta 218

skip, og er burðarmagnið samtals

12677 smálestir. Nærri lætur að

tvö skip til jafnaðar komi á hvern

eiganda.

Helztu skipaeigendurnir eru

þessir:

H. P. Duus á 11 skip, sem

bera 904 smál. Fiskveiðahlutafé-

lagið Bragi á 2 skip 582,10 smál.

Fiskveiðafélagið tsland á 2 skip,

557,83 smál. Elías Stefánsson á 3

skip, 254,48 smál. Bræðurnir

Proppé Þingeyri eiga 8 skip, 296,

82 smál. Ásgeir Pétursson Akur-

eyri á 5 skip, 247,44 smál. Ásgeir

Ásgeirsson ísafirði á 9 skip 217,

38 smálestir.

Það mun nú láta nærri að smá-

lestin í hverju skipi um sig kosti

um 1000 kr., og geta menn þá séð

hve miklu hefir þurft að kosta til

þess, að koma upp þessum fiski-

skipaflota, en það yrði rúm hálf

þrettánda miljón króna. Auk þess

er  allur  sá kostnaður sem liggur

í veiðarfærunum. Og miklum meiri

hluta þessarar útgerðar hefir verið

komið á laggirnar siðasta áratug-

inn.

Þá er og þess að gæta, að auk

þessa hefir verið komið upp öðr-

um flota, að mestu á sama tíma-

bili, mótorbátaflotanum, sem minni

er en 12 smálestir, en tala þeira

skiftir hundruðum umhverfis landið.

Gróði útgerðarmanna er auðvitað

misjafn, og á þar hver um sig mest

undir mönnunum sem með fara,

eins og annarstaðar. En satt mun

það vera, að botnvörpungarnir

sumir hafi borgað sig að fullu á

tveim árum, meðan þeir stunduðu

þorskveiðar einar, gefið öO'/o í

hreinan ágóða árlega, og þó sé

gróðinn enn meiri siðan síldveið-

ina var farið að stunda líka. Enda

verið sagt frá því opinberlega að

sum útgerðarfélögin hafi greitt

100°/o ársarð, og það jafnvel þau,

sem talin hafa verið að hafa orðið

fyrir margskonar óhöppum.

Þá munu og sum mótorskipin

sem haldið hefir verið út til síld-

veiða, hafa að fullu borgað sig

fyrsta síldartímann — á tveim

þrem mánuðum.

Það þykir dýr jörð í sveit, sem

kostar með allri áhöfn eins og

meðal mótorskip, en þau munu á-

samt veiðarfærum kosta u'm 30

þús. krónur. Og ekki veitti af fjór-

um helztu höfuðbólum landsins til

þess að jafnast á við einn botn-

vörpung með öllum útbúnaði.

Enda eru þetta höfuðból sjávar-

bændanna, höfuðból sem geta hald-

ið sig í grasveðrinu á vorin, þurk-

inum á sumrin og hagbeitinni á

veturna.

6. Sv. og |rá|ærurnar.

Það er engu likara, en að grein

hr. Hermanns Jónassonar, um frá-

færurnar i ísafold á dögunum,

hafi stórhneixlað hr. G. Sv. —

eða svo er að sjá á grein er hann

ritar í ísafold 17. þ. mán.

Vér biðjum H. J. afsökunar á

þvi, að vér blöndum oss í umræð-

ur um ágreining hans og G. Sv.,

teljum oss sem sé samseka

Hermanni fyrir þá sök, að vér

teljum heilræði hans viturlegt.

Hermann segir vænlanlega til

þess sjálfur, hvort honum hafi

verið það vitanlegt að enn séu frá-

færUr tíðkaðar hér á landi, eða

hvort hann telji það »eitthvað

spánýtt«.

G. Sv. spyr að þvi hvernig eigi

að fá þá bændur til þess að færa

frá, sem hvorki vilji það af því að

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8