Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Tķminn

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Tķminn

						TÍMINÍt

kemur út cinu siuui i

viku og kostar 4 kr. til

áramóta.

AF6REIÐ8LA

á  Laugaveg  4  (Bóka-

húðinoi). Par er tekio

& móti áskrifeadum.

fcfci      .......ttá

I. ár.

Reykjavík, 31. marz 1917.

3. blað.

Peir sem fá fyrstu blöðin

send eru beðnir að segja

til ef þeir vilja gerast kaup-

endur blaðsins, að öðrum

kosti verður hætt að senda

þeim það.

Utn vcrzlun.

Næst heilsu og tíðarfari mun al-

menningur eiga mest undir verzl-

uninni, og fara menn þá nærri um

það að eigi muni á sama standa

hvernig henni sé farið. Sú er þó

bót í máli að mennirnir geta sjálfir

miklu um hana ráðið. Iila verzlun

má heimfæra undir sjálfskaparvíti.

Löngu er nú af sú tíðin, þegar

hver reyndi að sjá sér og sinum

farborða með eigin framleiðslu, og

mjög er dregið úr vöruskiftaverzl-

uninni. í stað þess kaupa menn og

selja fyrir hínn algenga gjaldmiðii

— fyrir peninga.

Allri framleiðslu er nú breytt í

peninga, en fyrir peninga fæst aft-

ur alt sem keypt verður, og því

ekki nema von að allir vilji ná í

sem mest af þeim.

Þótt stórvægileg framför væri

fólgin í verzlunarfrelsinu sem loks-

ins fekst fyrir 60 árum siðau, þá

vantar þó mikið á að íslenzk

verzlun hafi náð nokkurri fullkomn-

un, heldur er henni mjög áfátt og

í mörgum greinum.

Alstaðar í heiminum, þar sem

annars nokkuð er um slíkt hugs-

að, er stefnt að því að gera verzl-

unina miililiðalausa, framleiðandi

selji notanda. Með þeim hætti ynn-

ist það tvent, að framleiðandinn

fengi sannvirði fyrir vöru sína, 'og

notandi hinsvegar vöruna með

sannvirði.

Allir vita nú hve skamt þetta er

komið hjá okkur. Almenningur

selur flsk, kjöt, smjör og síld hér

heima, án þess að hafa nokkra

hugmynd um hvaða verði þetta er

selt þeim sem neyta þess á end-

anum — mililiðirnir þetta margir.

Og sama er að segja um að-

keyptar vörur. Almenningur hefir

ekki hugboð um upphaflega verðið.

Enda er hér aragrúi af mönnum

sem lifa góðu lííi á því einu, að

kaupa og selja — selja dýrara en

þeir keyptu. En verst af öllu er þó

;það, að þeir selja fyrst hverir öðr-

um, áður en almenningur kemst

að kaupunum.

Er hér átt við smákaupmenn

sem oft og einatl kaupa af stærri

verzlunum, kaupmenn, stórkaup-

menn, umboðssala og heildsala.

Hvað mun nu valda þessu ó-

lagi sem er á verzluninni. Ekki

það að margur maðurinn sjái ekki

galiana sem á henni eru. Margan

efnismanninn hefir eflaust dreymt

um það að láta gott af sé sér leiða

með þvi að ráða bér bót á. Og

margur hefir freistað þeirrar gæfu.

En hvað er það þá sem veldur.

Það er fólkið, almenningur, og

er hörmung til þess að vita.

Mörg dæmi mætti telja. Nóg að

nefna eitt. Einokun var komin á

steinolíuverzlunina, og einokunar-

aðstaðan ekki látin ónotuð. Tók

Fiskifélag íslands sig þá til, í sam-

vinnu við Th. Thorsteinson kaup-

mann hér í bænum, og keypti stein-

olíufarm frá Ameríku til þess að

draga úr mætti einokunarvaldsins.

Hið ísl. steinoliuhlutafélag bafði

selt olíuna á 38 kr. áður en sam-

keppnin kom til sögunnar. Fiski-

félagsolían kostaði 35 kr. Steinoliu-

félagið vissi bvernig það átti að

fara að, setti sina olíu niður i 34

kr. Það mundi nægja. Og það

nægði. Það varð til þess að Fiski-

félagið gat ekki selt olíuna, hefði það

auðvitað getað fært hana eitthvað

niður, heldur en að láta tunnurnar

leka henni vetrarlangt, en það

hafði ekki lund til þess, sem ekki

var von, Steinoliufélagstunnan

hefði altaf orðið krónunni ódýrari,

og ef fólkið sæi ekki hag sinn í

því að nota þessa hjálp til þess að

létta af einokuninni, þá það um

það.

Og hvernig fór ekki. Fiskifélagið

stórtapaði á tilrauninni, mest fyrir

það hve olían ódrýgðist við bið-

ina. Loksins gekk hún þó út, eitt-

hvað niðursett að vísu. Og hvað

skeði þá? Hið ísl. steinolíuhluta-

félag hugsaði sér að bæta sér upp

tjónið, sem samkeppnin hafði

bakað þvi, og setti verð steinolíu-

tunnunnar samstundis upp í 45

krónur, og enn hækkaði það stein-

olíuna mikið, þvi nú var sam-

keppninni lokið og Fiskfélagið

gerir vist seint aðra tilraun til

þess að skapa hana.

Þetta er því miður ekki í eina

skiftið sem smásálarskapur fjöld-

ans, tilhneigingin rótgróna um að

spara eyririnn en kasta krónunni,

hefir komið drengilegri viðleitni

um umbætur á sviði verzlunar-

innar á kné. En þó er það að því

leyti eftirtektarvert, að hér álti

þjóðin í heild sinni sök á, þarna

var verið að vinna fyrir hana alla,

og því meir um vert hve illa tókst,

heldur en þegar freistað er að

bjarga afskektum bygðarlögum sem

sakir staðhátta hafa farið á mis

við hagaað samkeppninnar, og átt

við kúgun einstakra verzlana eina

að búa árum saraan, en hve marg-

ur maðurinn hefir ekki farið fiatt

á slikum drengskapartilraunum þvi

að þá hefir sama sagan endurtekið

sig, einokunarverzlanirnar »sett nið-

ur« og fólkið notað sér stundar-

hagnaðinn.

Annars er það eigi með öllu ó-

líklegt að áhrifa frá margra alda

einokunarkúgun gæti hjá þjóðinni

með þessum hætti. En hugsunar-

og skilningsleysi legst þá vissulega

á sveif með þeirri úrkynjum.

Engan skyldi nú undra þótt i

svona jarðvcgi þrifust óþarfa milli-

liðir, og þrifust vel.

En þetta er sem betur fer að

breytast, menn læra af reynslunni

og smá taka sönsum.

Menn eru farnir að festa auga á

markmiðinu, að verzla að sem

allra mestu leyti milliiiðalaust, og

þegar farnir að vinna að því.

Kaupmenn, stórkaupmenn, um-

boðssalar og heildsalar eiga að

hverfa úr sógunni og gera það.

En þeirri byltingu verður ekki

komið á í svíp, og á ekki að koma

á í svip.

Kaupmenn sem nú lifa þurfa

ekki að óttast að geta ekki haldið

áfram að lifa af verzlun, þótt smá-

færist í hitt horfið, að menn eign-

ist verzlunina sjálfir, framleiðendur

og notendur. Og ekki er lifsstaðan

sú það þroskandi né siðbætandi,

að það geti orðið menningunni

skaði að hún hætti blátt áfram

að vera til.

Fyrst um sinn verður hér aðal-

Iega þrennskonar verzlun, kaup-

mannaverzlun, kaupfélagsverzlun

og landssjóðsverzlun. Mun i næstu

blöðum verða vikið að þessum

málum nánar.

JPeniiig-averOíalliO

Ofi-

síldveidin.

Ljáblöð.

Sigiingateppan skýtur mönnum

skelk í bringu um marga hluti og

bagaleg vöntun verður á mörgu

haldist hún til lengdar. En baga-

legust yrði hún samt ef algerður

skortur yrði þeirra áhalda sem

flestir nota sér lil bjargar, og mætti

í þvi sambandi nefna Ijáblöð og

brýni. Er þar svo mikið i húfi að

full ástæða virðist til þess að sjálf

landsstjórnin láti sig það skifta

hvernig úr rætist.

Eftirspurn eftir stáli hefir aukist

meira en á flestu öðru á erlendum

markaði, og er það fyrir hina

griðarmiklu aukning á notkun þess

í þarfir ófriðarins, en hinsvegar

alls ekki sagt að verksmiðjur þær,

er smiðað hafa Ijáblöð handa okk-

ur íslendingum, hafi ekki hafl

annað að gera en að vinna að

slíku, en mest af Ijáblöðunum

mun koma frá Englandi.

Allir þreifa á verðfalli pening-

anna, og mörgum er það til stór

tjóns. Menn sem átt hafa fé a

sjóðum og menn sem lifa við föst

laun sem ákveðin voru löngu fyr-

ir striðið, finna að fyrir rás við-

burðanna eru þeir orðnir mun fá-

tækari en þeir voru. Gildi innstæð-

unnar i sparisjóðnum og föstu laun-

anna er gerbreytt ef miðað er við

verð helztu lífsnauðsynja fyr og nú.

Þetta verðfall peninganna er

mjög þýðingarmikið fyrir þjóðfé-

lagið, að því er snertir iaunakröfur

starfsmanna landssjóðs. í baust og

vetur hafa verið leidd rök að því,

að sýslunarmenn landssjóðs væru

eigi ofhaldnir þótt nafnverð laun-

anna væri hækkað um 70°/o. Á

sumri komandi þætti varla full-

bætt með 100°/o. Svo mjög hefir á.

fáum árum breyzt hlutfallið milli

verðgildis peninga og verðgildis

helztu lifsnauðsynja.

Menn vona áð þetta breytist til

batnaðar að styrjöldinni lokinni,

a. m. k. að einbverju leyti. Vafa-

laust rætist sú von, því að með

striðihu hverfa úr sögunni margar

þær orsakir er leitt hafa til verð-

hækkunarinnar.

En hér á landi er nýkominn til

sögunnar atvinnugrein sem fremur

öllu öðru, og jafnvel fremur en>-

sjálft stríðið, hefir orsakað verð-

fall peninganna i þessu landi, eða

verðhækkun lífsnauðsynjanna.

Það er sildveiðin, eins og hún er

stunduð við Norður- og Vestur-

land á sumrum.

Að öllu sjálfráðu helzt sú at-

vinna áfram með svipuðum hætti

og verið hefir, þótt stríðinu linni,

og sé ekki of mikið gert úr áhrif-

um hennar á verðfail peninganna

þá er litil ástæða til þess að ætla

að samræmi það sem hér var fyrir

stríðið milli verðgildis peninga og

lifsnauðsynja komist aftur á. Þvert

á móti má búast við að bæði vinna

og lifsnauðsynjar haidist hér í háu

verði, jafnvel mun hærru en í ná-

grannalöndunum og skulu ieidd

nokkur rök að þvi.

Um það leyti sem sildveiðin

hófst á Siglufirði var vinnumanns-

kaup 150—200 kr. og vinnukonu-

kaup 70—100 kr. Að sama skapi

voru Iaun kaupamanna 16—18 kr.

og kaupakvenna 8—9 kr. Nú er

þessu svo breytt þar sem áhrifa

sildarinnar gætir mest, að vinnu-

menn fást ekki fyrir minna fé en

400—600 kr„ vinnukonur 200—300

kr., kaupamenn 35—50 kr. um

vikuna og kaupakonur 20—25 kr.

í  afskektum  sveitum  er kaup-

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12