Tíminn - 02.06.1917, Blaðsíða 1

Tíminn - 02.06.1917, Blaðsíða 1
V TIMINN kemur út einu sinni í vilcu og kostar 4 kr. frá uppliaíi til áramóta. TÍMINN AFGrREIÐSLA Bókbandiö á Laugaveg 6 (Björn Björnsson). Þar tekið móti áskrifendum. I. ár. Reykjavík, 2. júní 1917. 12. blað. Um lanðbúnaðlnn. Ankinn vinnnkraftur. Það sýnir bezt hver eftirbátur landbúnaðurinn er sjávarútveginum, hve miklu örðugra hann á með að gjalda hátt kaup, og sjálfsagða af- leiðingin af því er sú, að hann fær eltki fólkið. Margt stráið hefir orð- ið að deyja út þess vegna, og mörg jarðabótin ekki komin í framkvæmd af sömu ástæðu. Að öðru jöfnu mun fólk þó ekki frábitnara landbúnaðar- en sjávar- vinnu. Jafnvægi atvinnuveganna er það lífsspursmáJ, að hér verði breyting á. Af öllu því sem landbúnaði gengur á móti, yrði fólksleysi fyrst til þess að murka úr honum lífið. Til þess að landbúnaðurinn fái fólk þarf hann að geta goldið því jafn vel og aðrir sem í það bjóða. En til þess að landbúnaðurinn geti það, þarf að hrinda í framkvæmd ýmsu, sem framtíð hans öll veltur á. Það þarf að trúa honum fyrir fé, og útvega honum féð, það þarf að vanda framleiðsluna og útvega henni tryggan og góðan markað, það þarf að koma verzlun inn- fluttu vörunnar í gott liorf, það þarf að þroska búskapinn á allan hált, koma áburðarmálunum í sem bezt horf og gera sem allra mest að vatnsræktun, vinna að kynbót- um og bæltri meðferð kvikfénaðar margfalt meir en orðið er, og hafa sem bezt mannaða sérfræðinga til ráðuneytis á hverju sviði búnað- arins sem er. Þetta alt er óumflýjanlegt, eigi landbúnaðurinn að komast í það horf, að hann geti launað fólki á við sjávarútveginn, en launin eru fyrsta skilyrðið til þess að fólkið fáist. Hinsvegar verður að spara mann- hald, sem mest má verða, og nota vinnuvélar, hentug tæki og hestafl alstaðar þar sem við verður komið. Má mikið auka vinnukraftinn þá leiðina. íslendingar hafa tvisvar fundið, hver búbót var að góðu áhaldi; það var þegar skozku ljáirnir ruddu sér til rúms, og þegar skil- vindan kom í gagnið. Það fer nú ekki hjá því að hægt sé að hafa mikil not annara áhalda. Sláttuvélin er mikilvirk og ágætt áhald, að minsta kosti helmings munur á tilkostnaði við að losa það grasið, sem hún losar, miðað við orfasláttinn. Sama er að segja um rakstrarvélina, og miklu víðar munu þessi áhöld geta komið að gagni en raun er á orðin. Vanafesta og ótrú á tilbreyting- um valda þvi, hve seinir menn eru til, þegar um það er að ræða að hagnýta sér ný og endurbætt áhöld. Þyrfti sem fyrst að rannsaka það, hve mikinn heyskap á sléttu landi þarf til þess að það borgi sig að eiga sláttuvél og rakstrarvél. Og þegar um kaupin er að ræða, mega menn ekki að eins líta á augna- bliks-tilkostnað. Árlegur kostnaður við sláttuvél sem kostar 300 kr. og endist í 15 ár er 29 kr. (20 kr. árleg afborgun og 9 kr. renta til jafnaðar). En fyrir 29 kr. fæst lít- ið losað, þegar alt er reiknað, kaupamannskaup, fæði, húsnæði og þjónusta. Þá ætti bændnm að vera það keppikefli, að geta sem fyrst notið við sláttu og rakstrarvélarinnar, með því að slétta túnin, skera strjálar þúfur af engjum og með þvi að láta vatnið slétta jörðina. Ef alment væri að þessu marki stefnt þá þyrftu ekki mörg árin áð líða, áður en sláttu- og rakstrar- vélar gætu átt heima svo að segja á hverjum bæ. Plógurinn er líklega hvergi jafn- lítið notaður í nokkru tandbúnað- arlandi, eins og hér á íslandi. Ætti hann þó að vera til á hverjum bæ. Að hver bóndi ælti plóg og herfi í félagi við nágrannana væri það sem minst ætti að verða komist af með. Vinnusparnaðurinn einn við að plægja kálgarðinn á stað þess að pæla hann, mundi borga plóginn á 2—3 árum. Ef áburðarvandinn væri leystur, þá er það engum vafa bundið, að hér ættu við mótorplógar, (dráttarvél sem ýmiskonar jarð- yrkjuverkfæri eru setl í samband við, svo sem plógar, herfi valtarar o. fl.), en hinsvegar er það órann- sakað mál, hvort þeir gætu ekki unnið hér mikið gagn, þar sem jörð er svo frjó, að hún grær upp án áburðar. Slíkur jarðvegur er í Fljótshlíð, á Fljótsdalshéraði sum- staðar, og ef til vill viðar. Eru tæki þessi svo mikilvirk og afdrifa- mikil í búnaði annara þjóða, að vert væri að gefa þeim gaum og láta athuga, hvort eigi mundu eiga við hér. Verðið er tiltölulega lágt. Deyfð og örðug aðstaða í bú- skaparmálum valda því að áhöld þau, sem nú voru talin hafa eigi komið að meira liði enn sem kom- ið er i íslenzkum búskap. En auk þessa eru ótal tæki sein óefað væri mikil búbót að hér á landi. Er það eitt af aðalatriðunum, sem gera þarf til viðreisnar landbúnaðinum að leita slíkra tækja og fá menn til þess að beita þeim fyrir sig. Meðan á ófriðnum hefir staðið, og þjóðirnar fóru að eiga lífið undir landbúnaðinum meir en nokkru Áskorun. Það er nú þegar orðið Ijóst, eftir aðeins hálfs þriðja árs reynslu, hversu heiilaríkar afleiðingar lögin um aðflutningsbann á áfengi hafa hér á landi. Er öllum þó kunnugt, að lögin hafa mætt miklum and- blæstri og gæzla þeirra vérið allsendis óviðunandi. í bæjum og þorpum landsins, þar sem eftirlitinu þó hefur verið mest ábótavant, hafa fátækrastjórnir séð, að efnahagur manna hefur breyzt mjög til batnaðar, einmitt þar sem drykkjuskapur hjó áður stærstu skörðin, og siðferðisbragur á almannafæri hefur tekið stórkost- legum stakkaskiftum. — Þetta kemur einnig heim við reynslu í öðrum löndum, þar sem áfengisbann hefur komist á að einhverju leyti. — Eru þá enn ótalin þau gæði, er koma fram síðar í bættu heilsufari og vaxandi hreysti kynslóðarinnar. Með því að það þá sýnist vera augljóst eftir þessa stuttu reynslu, að með bannlögunum hefur verið stigið örugt spor í áttina til bættrar siðmenningar á þessu landi, en andstæðir kraftar eru þó sístarfandi, leyfum vér oss að beina þeirri alvarlegu áskorun til þjóðarinnar, að hún athugi þetta vel og láti ekki líðast neina tilslökun eða undanhald frá því sem komið er, en leggi áherzlu á, að herða eftirlitið með bann- lögunum og endurbæta þau svo, samkvæmt fenginni reynslu, að þau eigi enn hægra með að koma að fullum notum. Reykjavlk, á hvítasunnudag 1917. í stjórn Bannvinafélags Reykvlkinga: Sigurdur Gunnarsson Jón Rósenkranz Jónas Jónsson præp. hon., formaður. læknir, ritari. frá Hriflu, gjaldkeri. Halldór Jónasson kennari. Jón Ásbjörnsson yfird.lögm. Samþykkir ofnnrituðn: Árni Eiríksson kaupm. Árni Jóhanness. bankar. Ásgr. Jónsson málari. Baldur Sveinsson barnaskólastj. á ísafirði. Einar H. Kvaran rithöfundur. Einar Þorkelsson skrifstofustjóri. Friðrik Friðriksson frkv.stj. K. F. U.M, Geir Sigurðsson skipstj. Guðbr. Magnússon ritstj. G. Björnson landl. Guðm. Hannesson prófessor í heilbr.fræði. Guðm. Guðmundsson skáld. Guðm Helgason búnaðarfél.forseti. Guðmundur Loftsson bankaritari. Hannes Hafliðason form. Fiskiveiðafél. ísl. Haraldur Árnason kaupm. Har. Níelsson próf. í guðfr , þ. á. rektor háskól. Indr. Einarsson skrifst stj. Jakob Jónsson verzl stj. Jóhann Þorkelss. dómk.pr. Jón Aðils háskólak. Jón Hj. Sigurðsson héraðsl. Jón Ófeigsson cand. mag. Jör. Br. alþm. K. Zimsen borgarstj. Kristinn Daníelsson alþm. Ludvig Kaaber konsúll. Magnús Helgason forstöðum. kennarask. Morten Hansen skólastjóri. Jakob Möller ritstj. O. Ellingsen kaupm, Ólafur Lárusson yfird.lögm. Ö1 Rósenkranz leikfirnisk. Ól. Ólafsson frík.pr. Páll Halld. stýrim.sk.stj. Pétur A Ólafsson kaupm. Pétur Halldórss. bóksali. Sig. Sig. ráðunautur. Sigurður Sívertsen próf. í guðfræði. Sigurbj. Á. Gíslason. cand. theol. Sigurj. Péturss. kaupm. Sv. Björnss, yfirdlm. Vilh. Knudsen verzlunarm. Þórður Bjarnason kaupm. Þorv. Þorv. prentsm.stj. Þ. Sveinss. geðveikral. sinni áður, hafa orðið stórvægilegar framfarir á tækjum og aðferðum á sviði landbúnaðarins. Þurfum við að vera við því búpir að færa okkur þær framfarir í nyt, þegar ófriðnum léttir af. Er þar ærið verkefni fyrir unga efnismenn. Annars má sjá ótrúna á íslenzk- um landbúnaði meðal annars á þvi, hYernig ungir efnismenn, sem settir hafa verið til almennra menta, hafa valið sér lífstöðu þegar til hefir komið. Hafi ekki verið stefnt að læknis-, lögfræðings- eða prests- embættinu hefir það orðið einhvers- konar kaupsýsla eða útgerðarat- vinnan, sem valin hefir verið lang- oftast. Sára fáir hallast á landbún- aðarsveifina. Þetta má e.igi svo til ganga. Ungir efnismenn mega ekki misskilja það lengur að landinu ríður ekki hvað minst á því, að þeim atvinnuveginum bætist góðir kraftar, nýtt blóð, að minsta kosti í lilutföllum við hinar atvinnugrein- arnar. Og satt að segja virðist mót- sögn í því, að bændur væru að leggja hart að sér til þess að koma efnilegustu sonum sínum til menta, ef þeir tækju svo alla aðra lífsstöðu fram yfir landbúnað að loknu námi. Aðalframfarir sjávarútvegarins eiga rót sína að rekja til þess, að hann fylgist með framförunum, notar fullkomin tæki, botnvörpunga og nýtízku mótorskip með full- komnum útbúnaði hvoru tveggja. Þess vegna getur hann boðið betri borgun en landbúnaðurinn tyrir vinnu. Landbúnaðurinn verður að fara alveg eins að. Hann verður að fylgj- ast með, nota fullkomnustu tæki, og nýjustu aðferðir. Það segir sig

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.