Tíminn - 25.08.1917, Blaðsíða 1

Tíminn - 25.08.1917, Blaðsíða 1
TÍMINN keraur út einu sinni í viku og kostar 4 kr. frá uppliafi til áramóta. AFGREIÐSLA Bókbandið á Laugav. 18 (Björn Björnsson). Par tekið móti áskrifendum. I. ár. Reykjavík, 25. ágúst 1917. OreiöaD í landsreikninpnum. Öllum almenningi mun hafa verið það fullkomin trygging fyrir því, nð fjárreiður Iandsins allar væru í óaðfinnanlegu ásigkomu- lagi, að alþingi velur yíirskoðun- armenn til þess að yíirfara lands- reikningana eftir að lokið er hinni umboðslegu endurskoðun í stjórn- arráðinu, og að það leggur síðan sjálft siðustu hönd á verkið með því að úrskurða reikningana. En nú er svo að sjá af greinum Sk. Kv. hér í blaðinu, sem al- menningur sé hér að verða fyrir vonbrigðum, misfellurnar sem þar eru nefndar svo mildar og marg- víslegar, og eiga margar hverjar svo langan aðdraganda, að ekki má við svo búið standa. Er þar skemst af að segja, að mjög skortir á að menn geti verið öruggir um að svo sé með fjár- muni landssjóðs farið sem vera ber. Bryddir á hvorutveggju, að eigi gæti fullkominnar ráðdeildar af hendi þeirra sem með fara, né heldur sé endurskoðun og eftirliti sljórnarvaldanna þannig fyrir kom- ið að ugglaust megi heita. Bæði er það, að ekki er fyrir alt graf- ist meðan eigi eru taldir sjóðir þeir sem til eru sagðir, og þá vek- ur það illan bifur þegar réttmætar alhugasemdir jdirskoðunarmanna eru að engu hafðar, enda þólt öðru sé lofað. Löggjöfin hefir látið svo um mælt, að þeir sem viðskifti eiga við almenning fullnægi ýmsum skilyrðum sem miða að góðri reglu um fjárreiður, þótt sjálfir eigi, hvað mun þá mega telja sæmilegt um þá sem fara með almennings eign eingöngu og sjálfan landssjóðinn. Landsreikningarnir 1914—1915 liggja nú fyrir prentaðir ásamt fylgiskjölum, atliugasemdum yfir- skoðunarmanna og svörum fjár- málaráðherra1), en alt um það er þvi svo farið um ýmsa liði á reikningnum, að enginn getur átt- að sig á þeim, og nægir þar að henda á viðskifti landssjóðs við landsverzlunina, sem um gat í 22. tbl. Tíinans. Skakkarnir hlaupa þar á hundruðum þúsunda og eru aldrei þeir sömu. Er engu líkara en að sjáif fjármálaskrifstofan”viti þar hvorki upp né niður, og sið- asta útgáfan, sem út er gefin, er leiðréttingarútgáfa eftir endurskoð- anda landsverzlunarreikninganna og við hana látið sitja. Vitanlegt 1) Fjármálaráðherra kemur þó eigi við sögu reikningsins 1914 heldur er það Einar Arnórsson sem þar ber ábyrgðina. er um allstóra tekjuliði landssjóðs sem hvergi koma fram í reikning- unum og væri það þó óneitanlega viðkunnanlegra og likurnar þá meiri fyrir liinu, að af því leiddi að útborgunum öllum væri þá líka haldið til haga. Þegar yfirlit er gefið um hag landssjóðs, þá eru undanfeld hundruð þúsunda bæði eigna- og skuldamegin. Ekki hefir endurskoðunin náð til sjóða þeirra sem til eru sagðir og mundi það þó víða talið ómaksins vert að telja þá, þólt meiri nákvæmni gætti í bókfærslunni en hér á sér stað. Leit liafði orðið úr fjárhirzlu einni sem í áttu að vera hálft annað hundrað þúsund krónur, sagði hvor um sig, fjármálaráðherra og landsféhirðir, að geymd væri hjá hinum, en svo er þó fyrir þakk- andi að í leitirnar kom skápur, geymdur í landsbankanum, sem sagður var að vera hinn rétti, en ekki mun yfirrskoðunin hafa náð inn i skápinn. Ávirðingarnar eru hér svo marg- ar og miklar, að eigi verður kom- ist hjá fullkominni rannsókn á þessum málnm, og þingið sem nú situr á rökstólum, verður að sjá svo um, að hún verði framkvæmd. En það eitt er ekki nóg. Verður jafnframt að tryggja það, að ekki fari alt eins úr hendi hér eftir sem hingað til. Er þá fyrst að finna viðunan- legt form fyrir bókhaldi lands- stjórnarinnar og skifta um þá sem með fara. Þykir jafnan sjálfsagt að segja þeim upp vistinni, sem eigi standa í stöðu simli, og það þótt minna sé í húfi en hér uin ræðir. En einkum verður að skerpa eftirlitið og koma endurskoðuninni í það horf, að annað verði og meir en nafnið eitt. Hefir hending ráðið hingað lil um það, hverjir kjörnir lrafa verið yfirskoðunarmenn landsreikn- inganna, og oftast mun sá starfi hafa orðið að bitling handa fylgis- mönnum þeirrar stjórnar, sem við völd hefir setið í hvert sinn, og um þá eina valið úr þeim lióp, sem setið hafa á þingi og verið búsettir í Reykjavík. Væri það sér- stakt lán, ef þessir menn liafa alt- af verið vandanum vaxnir, og þeim sýnt uin að átta sig til hlítar á fióknum reikningsskilum lands- stjórnarinnar. Er það á þingsins ábyrgð að koma þessu í viðunanlegt horf, en hér skulu gefnar bendingar um hvernig endurskoðuninni mætti koma fyrir svo betur gæfist en hingað til. Umboðslega endurskoðunin ætti að verða losuð út úr stjórnarráðinu og fengin í hendur tveim mönnum, forstöðumanni og aðstoðarmanni, sem hefðu heimild til að kaupa sér næga aðstoð mánuðina febrúar til júli, enda sé endurskoðuninni að mestu lokið á þeim tíma. Þá sé af alþingi kosinn yfirskoð- unarmaður til 6 ára, og svo marg- ir annaðhvert ár, sem við at- kvæðagreiðslu í sameinuðu þingi fengju yfir tíu atkvæði hver, og gætu þeir aldrei orðið fleiri en þrír. Gæti þannig liver flokkur sem fleiri hefði atkvæði en tíu i þing- inu komið að manni til tryggingar því, að samvizkusamlega væri unn- ið að 3rfirskoðuninni. í októberbyrjun ár hvert fái yfirskoðunarmenn landsreikning fyrra árs endurslcoðaðan af hinni umboðslegu endurskoðun, og mundi það létta starf þeirra mjög mikið frá því sem nú er. Þá sé mælt svo fyrir, að jffir- skoðunarmenn liafi fullkomið eftir- lit með öllum sjóðum, sem lands- sjóður ræður yfir, svo sjóðþurð geti eigi blómgvast ár frá ári eins og komið hefir fyrir. Starfsmönnum landsins sem hér eiga hlut að máli er þetta vitanlega viðkvæmt mál, en eigi má horfa i það. Auk þess sem hér er um mikilsvert fjármál að ræða, þá er það þó miklu fremur siðgæðismál og það af því tægi, sem miklu veld- ur um framtíð þjóðarinnar. Vonirnar um hverskonar menn- ingarframfarir liafa við lítið að styðjast lijá þjóð, sem eigi væri þess megnug að geta bætt úr ó- reiðú annari eins og þeirri, sem hér um ræðir, — maður talar nú ekki um ef hún skyldi ekki vilja það. Og hált kynni henni að verða á svellinu í viðskiftunum við erlend miljónafélög ef hér færi lengur í handaskolum. I?j argráðin „ Geigvænlegt atvinnuleysi vofir yfir þjóðinni. Verður eklci úr því bælt nema með skjótum úrræðum. Þingið virðist hallast að þeirri skoðun, að landið eigi að laka lán og veita atvinnu, frémur en að mörg þúsund manna lendi á sveitina og hafist ekki að. Og flest- ir landsmenn munu kunna þing- inu þökk fyrir, ef það velur þessa leið. Verkefnin eru mörg. Helst þyrfti á næsta sumri að vera hægt að byrja á áveitufyrirlœkjum, sem bersýnilegt er að unnið verður að á næstu árum. Má í því sambandi minnast á Flóann og Hólminn í 24. blað. Skagafirði. Á fjölmörgum stöðum öðrum mætti gera vatnsvirki til eflingar grasræktinni, þótt í minni stil væri. Þá er sandgrœðslan, þar er stórvirki óunnið, einkum i Rang- árvallasýslu. Mætti þar bjarga stórum landflæmum úr eyðileggingu með fyrirhleðslu og girðingum. Þá mætti viða grjóti að nauðsynlegum stórbygginguin svo; sem landsspi- talanum. Og sízt má gleyma veg- unum. Færi vel á því að lirinda vegamálunum áfram, svo að um munaði, meðan lítil er atvinnan við sjóinn. Eftir stríðið mun erfitt að fá nægilegt vinnuafl til þeirra starfa hvort sem er. Canðsreikninguritm 1914—1915. Hugleiðingar eftir Sk. Kv. III. Dýpra og dýpra —. Eg gat þess í síðasta blaði hvernig landssjóður þyrfti að geta þanist sundur og saman eftir vild, í hvert sinn er uppgötvaðist villa í landsreikningunum, ef alt ætti altaf að standa heima. Getið þið hugsað ykkur landssjóð vorn orð- inn eins og harmoníkubelg þegar fjörugt lag er leikið? Það kemur þráfaldlega fyrir i svörum við landsreikningana og ár eftir ár, að stjórnin lofar bót og betrun um það sem aflaga fer og að er fundið, og láta yfirskoðunar^ menn og alþingi narrast af þvi og undanfella réttmætan úrskurð, en svo situr alt í sama farinu, ekkert fært í lag, og verða alhugasemdirn- ar þannig að mátllausu kvaki. Það muudi verða á margar siður í Tímanum, ef farið yrði að tína til allar þær misfellur sem þannig ganga aftur í landsreikningunum og verður því slept. Eitt hefir lagfærst í þessu efni. »Fjárlagabókin«' í stjórnarráðinu virðist nú úr sögunni. Ilún hefir valdið j’firskoðunarmönnum á- hyggjum 1914, en 1915 kemur liún ekki við sögu. Með henni mun öll bókfærsla lögð niður í fjármáladeildinni, en kunnugum er það vitanlegt að ekki er lengur færð þar nein sjóðbók, og er það þó lagaskylda að svo sé gert, jafn- vel við smærstu verzlanir. Skýrsla fylgir landsreikningnum árlega, sem nefnd er: »Yfirlit yfir hag landssjóðs 31. des.« Árið 1914 vantar á skýrslu þessa eignamegin meðal annars útistandi skuldir kr. 991,211,01, og skuldamegin meðal annars innistandandi skuld- ir kr. 698,079,02. Árið 1915 eru

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.