Tíminn - 22.12.1917, Blaðsíða 1

Tíminn - 22.12.1917, Blaðsíða 1
TÍMINN kemur út einu sinni í viku og kostar 4 kr. frá upphafi til áramóta. 1 TÍMINN AFGREIÐSIÁ Bókbandið á Laugav. 18 (Björn Björnsson). Par tekið móti áskrifendum. hfc.------------------------ri I. ár. .A. ukaþino. Það heíir verið kyrt um hríð í andstæðingaherbúðum stjórnarinn- ar. Árásirnar eru orðnar strjálari og veigaminni. í stað þess heyrist nú samróma ákall um aulcaþing sem fyrst og allra helst þegar í stað. Ástæðurnar sem færðar eru fyrir nauðsyn aukaþingsins eru aðallega tvær: fánainálið og landsverzlunin. Um fánamálið er það sagt, að »dráttur á því að kalla saman þingið mundi verða misskilinn á þá leíð að eigi hafi hugur fylt máli í framburði málsins fyrir konungi)). Um landsverzlunina og fjármál landsins yfirleitt er það sagt, að þeim sé svo komið að bráðra að- gerða þingsins þurfi við. Timinn verður að líta alt öðr- um augum á þessi mál. Undirbúningurinn að ráða fána- málinu til lykta krefst ekki auka- þings, sé hann ræktur í þeirri mynd sem getið var í síðasta blaði Tím- ans. Hann á ekki að fara fram opmberlega og þinginu liggur eng- anveginn á að fjalla um það þeg- ar. Stjórnin getur gert það í sam- ráði við þit^menn sem hún nær til og miðstjórnir flokkanna. Það sem mest á ríður er það að firrast ófrið innanlands og því marki verður bezt náð ipeð persónulegri samvinnu allra flokkanna og stjórn- arinnar utan þings. Þá verður ekki annað séð, en að það hvernig nú er ástatt um landsverzlunina, geri það miklu æskilegra að aukaþing verði ekki kallað saman fyrst um sinn. Nú líður að því að komið verði á nýju skipulagi um landsverzlunina og nýjum mönnum fengin stjórnin í liendur. Eigi aukaþingið að fjalla sérstaklega um það mál verður langæskilegast að einhver reynsla verði fengin um það hvernig hið nýja skipulag og hin nýja stjórn reynist. Kæmi aukaþingið þá fram með ný ráð, ef þessi dygðu ekki. Ætti aukaþing aftur á móti að koma saman um sama leyti og hið nýja skipulag hefst, verður ekki séð að það geti neitt við málið gert. Þessar tvær höfuðástæður sem færðar eru fyrir því að kalla aukaþing saman þegar í stað, eru því einkis virði og mæla miklu fremur með því að fresta þvi. En ofan á þetta bætist ein á- stæða sem gerir það mjög vafa- samt hvort kalla megi saman aukaþing fyr en í sumar. Þingmenn eru allmargir bændur og bændur eiga sannarlega ekki heimangengt frá búum sínum eins Reykjavík, 22. desember 1917. 41. blað. og nú lætur í ári. í fárra manna minnum mun vera slíkur fimbul- vetur og munu þeir bændur vera fáir sem ekki gera ráð fyrir að þurfa að taka á því sem til er til þess að bera sigur úr býtum í viðureigninni við hann og er sjálfs liöndin hollust að bjarga bústofn- inum. Sannar fregnir segja að far- ið sé nú að skjóta hross af heyjum — á jólaföstu. Og ekkert útlit er til bata. Það væri nærgætni furðu lítil að heimta bændur lil þingsetu undir slikum kringumstæðum, nema frekasta nauðsyn byði. -t- Aukaþing er heimtað eigi að síður af malarbúunum í Reykja- vik. Það liggur annað á bak við en upp er látið um þörfina á aukaþingi. Vonin er sú að takast muni að steypa stjórninni og kom- ast í sætið. Enda reynist þá traust samtökin sem gerð hafa verið bak við tjöldin. Væri óneitanlega að unnið ineð meiri hreinskilni, ef þessari sönnu ástæðu væri hamp- að í stað hinna sein öllum er sýnilegt að ekki eru nema yfir- varp. Á þeim tímum sem nú standa yfir, getur það auðvitað komið fyr- ir alt í einu, að nauðsyn bjóði að kalla saman aukaþing. Tíminn mun ekki leggjast gegn því, þótt hann nú virði að engu þær ástæð- ur sem bornar hafa verið fram og sjái það sem býr á bak við. Ur fjarlægu landi. iii. Eg hefi mikið um það hugsað og reynt að brjóta til mergjar, hvernig landbúnaðurinn er nú á íslandi og hvaða breytingum hann verður að taka, tii þess að hann standist samkepnina við sjávarút- veginn. Meðan bóndinn hafði nægan og ódýran vinnukraft gekk alt sæmi- lega vel. Heyskapurinn varð ekki tilfinnanlega dýr, þótt engið væri snögt og þýft og túnið í órækt. Menn vöndust við að hafa lítið milli handa og komast af með lit- ið. Sjóndeildarhringurinn varþröng- ur og liugsjónirnar veigalitlar. Fólkið óx upp við þrælkun og þekti ekki annað. Sjávarútvegurinn var rekinn með litlum tilkostnaði, á opnum bátum, eingöngu á fjörðum inni, þvi að þorskurinn kom þá sjálfur til að láta taka sig, næstum upp að landsteinum. En afkoman var þá heldur ekki mikil við sjáv- arsíðuna og hafði tiltölulega lítil áhrif á landbúnaðinn. En tímarnir breyttust og með vax’andi mentun lærðist mönnum það að þeir áttu að verða meir en blátt áfram vinnudýr, þeir áltu að læra að beita hinum andlegu hæfi- leikum sínum og lifa samkvæmt því. Útlendingar fóru nú að koma til landsins og stunda fiskiveiðar, fyrst á þilskipum, þá á mótorbát- um og síðast á botnvörpuskipum. En þá hætti fiskurinn að koma upp í landsteina, svo veiði á opn- um bátum varð arðlaus. Meðal þeirra sem sjávarútveg stunduðu voru ýrnsir mikilliæfir menn sem skildu tákn tímans, Þeir sáu að breytingar á sjávarútveginum voru óumflýanlegar og nú var farið að stunda sjávarútveg með þilsldpum og með meira kappi en áður og þetta gekk nú alt sæmilega um tíma. En þegar botnvörpuskipum útlendinga við strendur landsins fór að fjölga, þá fór að ganga lak- ar með þilskipaútgerðina. Þá kom mótorbátatímabilið, en sú aðferð reyndist aldrei vel og átti litlu láni að fagna. Sjávarútvegur lands- manna var þá orðinn á eftir tím- anum, arðlítill og afar hættulegur svo á þeim árum týndust fleiri mannslif við íslands strendur en dæmi eru til annars staðar í heim- inum á friðartímum. Af gömlum vana voru menn hræddir við að ráðast i nokkuð stórfelt, enda lítið um peninga í landinu, svo nærri lá að útvegur landsmanna væri úr sögunni. En menn höfðu dag- lega fyrir augum hvernig útlend- ingar sópuðu auðæfunum upp við strendur landsins og gat engum dulist að hið eina sem gal bjargað sjávarútvegi landsins, var að taka upp sömu aðferðina. Einhverjir framtakssamir menn byrjuðu þá á því að fá sér botn- vörpuskip og eg man þá tíð að það þótti glæfralegt. Hvernig átti land- inn að geta gert þetta? Hann gat auðvitað ekki haft vit á að stjórna þessu, þólt útlendingum heppnaðist það. En svo fór nú samt að þelta heppnaðist ágætlega, og vel sé þeim sem höfðu áræði lil að ryðja þessa braut, þvi að nú er mikill hlnti sjáf- arútvegsins kominn í þetta horf og nú er enginn hræddur við leng- ur að kaupa botnvörpuskip, þótt mestmegnis verði að taka pening- ana að láni, því að varla eru víst dæmi til að það hafi misheppnast. En hvað á nú þessi vaðall að þýða, þar eð það er íslenzkur landbúnaður, en ekki sjáfarútvegur, sem eg ætlaði að tala um. Það verður ekki koinist fram lijá þessu, því að þetta hefir svo afar mikil áhrif á landbúnaðinn, að við sjálft liggur að það ríði honum að fullu, með því að taka mestan vinnu- kraftinn frá honum. En óbeinlínis ælti það þá líka að verða lil fyrir- myndar og vakningar. Útlendir bændur koma ekki til íslands, til þess að setjast þar að, svo hægt sé að hafa þá til fyrir- myndar á sama hátt og átt hefir sér stað um sjávarútveginn. Og tíðarfar og staðhættir á íslandi eru á þann veg að útlendum bún- aðaraðferðum verður tæplega beitt óbreyttum í öllum greinum. Þess- vegna verða menn sjálfir að finna rétta veginn og er að því leytinu erfið- ara viðfangs en um sjáfarútveginn. Auk þess er eg hræddur um að þeir séu færri sem liafa jafn mikla tröllatrú á landbúnaði og sjávarút- vegi, eins og honum er komið nú. Grunur minn er samt sá, að Iand- búnaðurinn geti staðið sjávarút- veginum á sporði, ef hann er rek- inn með þekkingu og hagsýni, að hann geti orðið tiltölulega eins arð- sainur og sjávarútvegurinn. Þegar um framför landbúnaðarins er að ræða, verður að komast að raun um, hverju þarf einkum að breyta til þess að gera hann arð- samari. Landbúnaðurinn byggist algerlega á kvikfjárræktinni. En til þess að hún verði'sem arðsömust verður það altaf aðalatriðið að geta aflað heyjanna með sem allra minstum tilkosnaði. Mannsvinnan og mannsaflið er nú orðið alt of dýrt til að beita því á sama hátt og áður tíðkaðist. í öllum atvinnu- greinum er nú lagt alt kapp á að nota sem ódýrast vinnuafl og að komast af með sem fæsta menn. óg þetta á sér stað á öllum svið- um lífsins, nema einungis í land- búnaðinum á íslandi. Auðvitað á þetta sér líka stað hjá þjóðum sem standa íslendingum að baki í menningu, en eg tel íslendinga með mentaþjóðum og mæli þá með þeim kvarða. Það mun orðið sjaldgæft nú í menningarlöndunum að sjá menn standa að slætti með orf og Jjá og kvennfólk raka ineð hríf- uin; og það að binda hey í reypi og reiða á lieslhryggjum, þekkist bókstaflega ekki. Ressar aðferðir verða að breyt- ast þannig, <að bera ekki við hey- skap nema á því landi sem er ræktað, annaðhvort með vatnsveit- ingu, eða sem tún. Það er líklega ennþá vinnandi vegur að halda fólk með því kaupi sem nú er goldið, þó gamla lieyskaparaðferð- in sé notuð, einkum meðan afurð- ir landbúnaðarins eru í háu verði. En þetta getur breyst og er þá voði fyrir dyrum. En sá tími er í nánd og er þegar kominn, að eins og sjáfarútvegurinn verður ekki rek- inn með hagnaði nema með eim- skipum og botnvörpum, svo verð- ur landbúnaðurinn heldur eigi rek-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.