Tíminn - 12.01.1918, Blaðsíða 1

Tíminn - 12.01.1918, Blaðsíða 1
Í71//VA' kemur út einu sinni i viku. og kostar 4 kr. árgangurinn. AFGREIDSLA í Reykjavík Laugaveg 18, simi 286, út um land íLaufási, simi 91. II. ár. Reykjavík, 12. janúar 1918. 2. blað. Stórmerk tillaga. Hin nýja stjórn landsverzlunar- innar hefir sezt á röggstólana, þótt ekki séu allir stjórnendurnir enn komnir til Reykjavíkur. Mun hún nú vera að vinna nndirbúnings- verkið, fá yíirlit yfir hag verzlun- arinnar og skipulag, til þess að geta svo komið fram með ákveðn- ar lillögur. Það er tvímælalaust stærsta málið á dagskrá þjóðar- innar, hvaða ákvarðanir verða þá teknar um landsverzlunina. Tillögur liinnar nýju stjórnar vega að sjálfsögðu einna mest, um hvað gera skal. En úr annari átt má og vænta mjög rnerkra upp- lýsinga og tillaga, sem sje frá verð- lagsnefndinni. Verðlagsnefndinni var markaður þrengri bás í fyrstu en nú er orð- ið. Hafði hún áður mjög ógreiðan aðgang að rannsókn stórverzlunar. þessu er nú breytt. Með reglugerð sem sett var i haust, eftir ósk al- þingis, má nefndin nú heimta all- ar upplýsingar, bæði af stórkaup- mönnum og smákaupmönnum. Þar eð svo er nú í garðinn bú- ið og það varð kunnugt að verð- lagsnefnd er byrjuð að rannsaka vörukaup og vöruverð, þótti það mjög eftirsóknarvert að fara á fund formanns verðlagsnefndar, Guðmundar Björnsonar landlækn- is, og leita upplýsinga um störf og álit verðlagsnefndar á þessu sviði. Lét hann góðfúslega í té þær upplýsingar sem hér fara á eftir: Nefndin hefir verið að kynna sér landsverzlunina og er nú að rann- saka síðustu aðkaup stórsalanna. Nefndin getur ekki að svo stöddu sagt um samanburð á þvi. En frá sjónarmiði verðlagsnefnd- ar og eftir öllu því sem henni hefir vitnast, þá er aðferðin og skipu- lagið nú afar óhentugt. Og álit nefudarinnar er það, að ef landsverzlun er rekin átram ætti hún að taka að sjer að öllu leyti einhverjar brýnustu nauð- synjar t. d. kornmat og ef til vill sykur. En láta á hinn bóginn verzlunarstjettina að öllu leyti annast um alt annað. Ástæður sinar fyrir þessu getur nefndin ekki látið uppi að svo stöddu; en margar af þeim ættu að vera öllurn auðsæjar sem um hugsa. Þessar tillögur verðlagsnefndar hníga mjög í sömu átt og fram hefir verið lialdið hjer i blaðinu. Skipuiag landsverzlunarinnar eins og það var, er óhæft. Það ráð að kaupmenn sitji einir að ódýru farmgjöldunum er sömuleiðis óhæft. Hið>ýja semfl kemur fram er tillagan um að landsverzlunin taki nauðsynjaverzlunina að öllu leyti í sínar hendur. Verður sú tillaga gerð að umtalsefni síðar hjer i blaðinu, og er óhætt að fullyrða að verðlagsnefnd lætur ekki liafa opinberlega eftir sjer slíka tillögu án þess að full rök megi færa fyrir henni. * Odara farid. Guðmundur prófessor Hannesson getur þess nýlega í Læknablaðinu að lyfjabúðin í Reykjavik sé oft vínlaus og þegar hún fái vín sé það óðara farið. Mikil alvara liggur á bak viðt þessi ummæli og er rétt að halda' því á lofti að það er læknir sem þar talar til stéttarbræðra sinna. Þessi ummæli sannast átakanlega af því sem sagt verður frá hér á eftir. Hinn 24. nóv. síðastliðinn fékk lyfjabúðin i Reykjavík 260 — tvö liundruð og sextíu — flöskur af koníakki hjá landsstjórninni. Mun það vera vín sem gert hefir verið upptækt úr skipum og hjá laun- sölum. Hinn 22. des. siðastliðinn fær lyfjabúðin aftur 150 — eilt hundr- að og fimmlíu — flöskur af koníakki hjá landsstjórninni. og eilthvað af öðrum vínum. Þrátt fyrir þennan rikulega forða, sem fenginn var með svo litlu milli- bili, var svo komið tveim dögum eftir að seinni forðinn kom, að alt koníakk var búið úr lyfjabúðinni. Hinn 24. des. var ekkert koníakk lengur til þar. Þetta er ákaflega grunsamlegt og almenningur á heimting á að vita hvernig á þessu getur staðið. Það þarf ekki að taka það fram að stjórnarráðinu verður ekki legið á hálsi fyrir að hafa látið koni- akkið af hendi, eftir tilmælum lyfjabúðarinnar. Og lyfjabúðinni verður ekki um þetla kent að neinu leyti, né nokkurri grunsemd kastað á lyfsalann. Hann hefir gert skyldu sina og ekkert annað. Lifja- búðin á að hafa þessa vöru á boð- stólnum og er skyld til að afhenda hana gegn lyfseðlum. En hvernig stendur á þessari miklu notkun þessarar vöru. Eitt- hvað kann að liafa farið út um land, einkanlega af fyrri forðan- um. En seinni forðinn sem fenginn er 22. des, er uppgenginn 24. des. Það liggur afarnærri að giska á að menn i bænumT hafi fengið læknana til] þess að gefa lyfseðla í rifiegara lagi fyrir jólin. Að ein- hverjir hafi viljað fá sér á jóla- pelann. Hér verður það algerlega látið liggja milli hluta að sinni, hvernig á þessu stendur. Að eins bent á hvað þetta er grunsamt. Og í nafni allra þeirra sem vilja ekki láta brjóta bannlögin er þess krafist að skýring sé gefin á því hvernig á þessu stendur. Að svo komu máli er gert ráð fyrir þeim möguleika, að hér hafi ekkert óeðlilegt átt sér stað. Og Tíminn fljdur með ánægju sannar skýringar, sem taka allan grun burtu. En komi engar fullnægandi skýr- ingar værður því haldið fram að hér hafi átt sér stað misnotkun af hálfu læknanna sem einir gefa lyf- seðlana. Og þá er þess krafist að einhverjar skorður verði reistar við þvi að sú misnotkun geti haldið áfram. Þegar læknum var gefið þetta vald, að láta menn fá vín með því að gefa út lyfseðla, var það fullyrt að þeir myndu ekki mis- nota það vald. Verði það talið sannanlegt að nokkrir úr hóp þeirra geri það, verða þeir að sætta sig við að þeim séu ákveðnar reglur settar. Læknar eru undir sömu lögum og aðrir borgarar. Þeir verða að sætta sig við eftirlit, verði það uppvíst að nokkrir úr hóp þeirra þurfi þess með. Ameríkumenn munu meðal ann- ars hafa eina aðferð til þess að reyna að koma í veg fyrir að læknar misnoti vald sitt. Þeir láta festa upp i lyfjabúðunum lyfseðl- ana sem gefnir eru á áfengi. Það er svo þar, eins og hér, að mikill hluti læknanna er svo vandur að virðing sinni og samviskusamur að gefa mönnum ekki áfengi með lyfseðlum til annars en fullrar nauðsynjar. Ein bezta vörnin gegn binuin, sem sumir jafnvel gera sér það að atvinnugrein að selja lyfseðla á áfengi, er sú, að láta allan almenning sjá það svart á hvítu. Það á ekki að vera neitt laun- ungarmál að læknir gefi áfengis- lyfseðil. Þess vegna á ekkert at- hugavert að vera við það að birta þá. Látum vera að ekki væri farið svo langt, að leyfa öllum að sjá lyfseðlana, þá sýnist hitt vera sjálf- sagt — úr því grunur leikur á að sumir læknar misnoti valdið — að sérstök nefnd verði skipuð til þess að rannsaka málið. Ætti læknum sjálfum — þeim sem ekki misnota valdið — að vera það kærkomnast, að fá tækifæri til að hreinsa sig algerlega. Til Stephans G. Slephanssonar. i. Kveðja. Boðsgestur íslands alls, útskaga, heiðardals, velkominn handan um hafið! Gnýr milli fjöru og fjalls fagnaðarkliður alls þess sem er vorgeislum vafið. Leikur á oddi alls, einherji fallins vals, fólk þitt, við fjöllin og sæinn, eins og til endurgjalds unaðar þúsundfalds þú sem að birgðir of bæinn. Þig hefir dísin dals, drottningin hamrafjalls, hlýlega að hjarta sér vafið. Boðsgeslur Islands alls einhýsis, borgarsals, far þú nú heill yfir hafiðl II. í gainni og alvöru. (Brot.) Óravegu láðs og lagar lýstu bjartir júnídagar honum, sem í hróðri glöggvast hefir skýrt frá þeim, sem að aftur allra snöggvast er nú kominn heim. Minni forn að telja og tína, til að finna móður sína sem að eirir enn á floti yzta reginhaf, sem að honum krakka í koti kossinn tyrsta gaf. Eitt gat lyginn sagt með sanni: »Sá varð busi að drjúgum manni«, slíkt hið sama: »Fyrstu fetin framar honum rann. Nú er eg aftur einskis metinn, öllum framar hann«. Ef svo nefndi’ hann guð og gæfu, get eg þetta minni hæfu. Er þó íqtt að erfðum fékk hann eðli gott og rót, og er kaldan Kjalveg gekk hann kraft og þroskabót. Kjalveg þann er kjarki lyftir. Iíjalveg þann er heimum skiftir. Veg, sem eflt fær eðlisknáa, aðra að fullu kyrkt,

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.