Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Tķminn

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Tķminn

						TÍMINN
kemur út einu sinni i
viku og kostar 4 ftr.
árgangurinn.
AFGREIÐSLA
i Reykjavik Laugaveg
18, sími 286, út um
land iLaufási, simi 91.
II. ár.
Reykjavík, 2. febráar 1918.
5. blað.
tjirnmálaástanði
Sakirnar sem hugsandi menn
hafa á hendur stjórnmálaástandinu
núverandi, eru bæði margar og
þungar og því miður flestar rétt-
mætar. Því verður ekki mótmælt
að stjórnmálah'fið íslenzka er nú
stórkostlega sýkt.
Höfuðsökin er sú að rekin er
eiginhagsmuna»pólitík« í stórum
stíl. Það er svo alkunnugt að engra
sérstakra dæma gerist þörf. Það
hefir farið vaxandi með ári hverju
upp á síðkastið. Fjöldi manna
kvartar undan því, en enginn
ræður við neitt. Þeir sem vilja
stöðva það hafa ekki getað, af því
að ekki hefir verið tekið fyrir rætur
meinsins.
Önnur höfuðsökin er hringlið og
stefnuleysið í flokkunum, og er
eiginhagsmuna-pólitíkin aðalorsök
þess. Alskonar hrossakaup og
samningar eiga sér stað þeirra á
meðal sem við opinber mál fást.
Stórskammir og ærulausar aðdrótt-
anir ríða á annað kastið manna
á milli, en hina stundina eru gerð
kaupin og bundinn félagskapur
um einhver hagsmunamálin. Þetta
endurtekst hvað ofan í aniiaö. Á
þingi virðast sumir menn ekkert
erindi eiga annað en það að stofna,
eða verða að bráð slíkum klíku-
myndunum. Afleiðingarnar eru ber-
ar og sorglegar.
Þá er fylgi við ýms mál oft
fremur komið undir gömlum
flokkaværingum eða flokkahags-
munum, en málunum sjálfum.
Alskonar tillit til þessa og hins
verður að taka, um að taka ákvörð-
un sína. Sannfæringin virðist sofn-
uð,  eðaHekin allra síðast til ráða.
Bein afieiðing þessa glundroða
er ábyrgðarleysi um stjórn landsins
og fjárhag þess. Hver á að bera
ábyrgðina þegar engin eðlileg sam-
vinna eða samheldni á sér stað?
Sláandi dæmi þessa getur hver
maður séð sem vill á allra síðustu
tímum. Stjórn sem flnnur til á-
byrgðar sinnar, sér það réttilega að
hún má ekki fara að eins og henni
var í hendur búið af þinginu.
Sjálfsögð nauðsynjamál geta hæg-
lega dagað uppi, ef eiginhagsmuna-
hvötin er ekki nógu rík til þess að
hrinda þeim áfram. í samvinnu-
leysinu er aðhaldið svo lítið um
að það nái fram að ganga sem til
Þjóðþrifa veit. Og þjóðnýtu menn-
irnir sem vilja vel, mega ekki við
ghmdroðanum og stefnuleysinu.
Sýkin grefur um sig. Fleiri og
fieiri missa sjónar á spillingunni,
sljófgast i hringiðunni. Aðrir draga
sig í hlé, til stórtjóns fyrir þjóðina.
Þess vegna fá þeir menn að verða
þingmenn oft og tíðum sem ekkert
erindi eiga þangað, sem fljóta of-
aná beint vegna spillingarinnar. Og
hefir •• nýlega verið bent á einstakt
dæmi þessa hér í blaðinu.
Þetta eru stór orð en því miður
alveg sönn. Og fyrsta skilyrðið til
þess að bæta úr því sem miður
fer, er að viðurkenna fyllilega á-
standið eins og það er. En þótt
þetta eigi við um heildaryfirlitið,
þá ræður það að líkindum að
margar og góðar undantekningar
eru til. Sem betur fer á ísland enn
á að skipa mörgum góðum mönn-
Um, sem fást við opinber mál. En
það er full ástæða til að öttast að
þeim fækki og þeirra gæti minna,
verði ekki bætt úr ástandinu. —
Hverjar eru rætur þessa böls?
Höfuðrót bölsins er tvímæla-
laust það millibilsástand sem nú
ríkir í íslenzku stjórnmálalífi.
Grundvöllurinn gamli sem var
undir flokkaskiftingunní — mis-
munandi afstaða út á við gagn-
vart Dönum — er farinn. Nýjan
grundvöll er verið að reisa — mis-
munandi afstaða um innanlands-
málin — en hann er ekki enn
reistur til fulls af öllum aðiljum.
Þjóðin hefir ekki enn áttað sig til
fulls á hinu nýja. Kosningabarátta
hefir ekki verið háð enn á þeim
grundvelli.
Þannig er ástandið nú. Það er
fullkomið stefnuleysi sem ræður.
Fiokkaskiftingin er um gamlar vær-
ingar og gömul nöfn. Engin sam-
heldni um stefnur skiftir flokkum.
Það er alveg eðlilegt að afleiðing-
arnar af slíku verði þær sem raun
gefur vitni. Að í þessu skjóli stefnu-
leysins geti eiginhagsmunapóli-
tíkin þróast, ábyrgðarleysið blómg-
ast og þeir menn flotið ofaná sem
stjórnmálaleiðtogar sem ekkert hafa
til að bera annað en háværa raust
og valdagirnd. —
Hvernig verður þetta þjóðarmein
læknað?
Það verður ekki læknað með
öðru móti en því að grafa fyrir
ræturnar.
í stað þessa stefnuleysis og bar-
áttunnar á grundvelli gamalla nafna
og flokksværinga verður að koma
heilbrigð flokkaskifting um stefnur.
Auk þess sem slik flokkaskifting,
á líkum grundvelli og erlendis, er
hún eðlilegasta og sú eina sem
samrýmist þingræðisfyrirkomu-
lagi — er slik flokkaskifting um
leið tryggasta vörnin gegn því að
slík spilling geti áfram átt sér stað
og nú er.
Fáist þjóðin til þess að skipa
sér í flokka um stefnur er um leið
fengin   miklu   meiri   trygging fyrir
því að hringlið og eigin hagsmuna-
pólitíkin hverfi úr sögunni.
Ábyrgðin kemur þá afdráttar-
laust á herðar fiokkunum. Þeir
verða að bera ábyrgð á þeim mönn-
um sem bjóða sig fram í flokksins
nafni. Þeir verða að bera ábyrgð
á að fram sé haldið þeim málum
sem flokkurinn hefir á stefnuskrá
sinni. Þeir verða að hindra það að
í flokksnafni sé nokkuð það gert
sem til vanvirðu er.
Þetta alt því að eins að línurn-
ar séu hreinar og hver einasti kjós-
andi hafi ljósa hugmjmd um það,
um hvað er verið að berjast. Þá
er það um leið skorið niður að
barist sé um menn*»í stað málefna.
Stefnuleysinu fylgir ábyrgðarleys-
ið. Stefnuleysinu fylgja hinar ó-
ljósu hugmyndir um það, hvað á
að gera, hverjum eigi að fela með-
ferð vandamálanna og hvers eigi
af þeim að krefjast. Spillingin eins
og hún er, er bein afleiðing stefnu-
leysisins. Hún getur magnast enn,
sjái þjóðin ekki að bæta verður úr
skák.
Þess vegna er kröfunni fram
haldið í þessu blaði, að menn
myndi flokka um innanlandsmálin.
Og einhver mesta nauðsynin fyrir
þjóðina er sú, að nú sé stofnaður
öflugur flokkur allra þeirra i land-
inu sem hug eiga saman, sem
vilja starfa að stjórnmálum með
frjálslyndi og einurð og um leið
með drenglyndi og óeigingirni, til
þess að lækna spillinguna sem nú
er og stýra inn á nýar og farsælli
brautir.
Slíkum vinstrimannaflokki vinn-
ur Tíminn. Hann vill hjálpa þjóð-
inni til þess að opna augun fyrir
nauðsyn hans.
Pistlar frá HYanneyri
eftir
Halldór skóiastj, Vilhjálmsson.
Jarðargróði og jarðabætur.
Jarðargróði varð 1917, hér á
Hvanneyri, í 100 kg.:
Taða 1000 hestar.
Úthey 2700 hestar.
Kartöflur 60 tunnur.
Gulrófur 90 tunnur.
Auk þess töluvert af matjurtum,
einkum grænkáli og gulrótum.
Jarðabætur 1917.
Túnasléttur:
Þaksléltur 5566 ? m.
Sáðsléttur 10918 ? m.
Skurðir 523 ten. metrar.
Lokræsi 102 m.
Flóðgarðar   1589 ten. m. (51000
ten. fet.)
Vegur 164 m.
Bygt hesthús og stækkað fjárhús.
Fullur helmingur af flóðgörðun-
um er síðan í fyrra. Var þá vatn
leitt úr Valnshamravatni til áveitu
á engjarnar. Verður áframhald
þess verks að sitja á hakanum
fyrir óðrum verkum þýðingarmeiri,
eins og flóðgörðum og skurðum á
sjálfum engjunum.
Þar sem áveituvatn er gott og
áveituskilyrði sæmileg, er engin
jarðabót ódýrari að framkvæma,
enda gefur áveitan bæði fljótan og
mikinn arð í tiltölu við kostnað
sé skinsamlega frá henni gengið.
Gœtið þess að áveitan sé ekki of
djáp Helst hvergi meira vatn en
þúfna fyllir, 30—40 cm. Standi
dýpra vatn til lengdar »rotnar
botninn«, plönturnar kafna, drukna
úr loftleysi.
Þar sem ekki er hægl að koma
við uppistöðum, sökum jarðhalla,
getur seitluveita, breiðrennandi
vatn, gert sama gagn.
í vor plægðum við með mesta
móti þýfi á engjunum. Höfum við
reynslu fyrir því að eftir 4 ár er
sárið eftir burtplægðar þúfur al-
gróið hér á flæðuengjunum, eða
þar sem áveituvatn rennur yfir og
frjósöm jörð er.
Víða mætti plægja burtu þýfi á
engjum og stækka og laga vélfæra
bletti. Til þess væri bezt að nota
reglulega þúfuplóga, en nota má
einnig venjulega stóra plóga til þess.
Þar sem ekki er því meira þýfi
tel eg víst að við förum alment að
plægja þýfið burtu og slétta þann-
ig fyrir lífsbjörgina, hegvinnuvélarn-
ar, Ekki er lengi plægð góð skák
með góðum plóg. Eg nefni nú ekki
ósköpin, hefðum við til þess
mótorplóg.
Meira verk er að koma þúfunum
burtu sé um samfelt þýfi að ræða.
Þó gengur það furðu vellíka, með
góðum flutningatækjum. Stundum
má nota þýfið i flóðgarða rétt við.
Stundum er stutt að flytja það í
sprungur eða skorninga og sé það
mosaþýfi má hlaða því í hrauka,
þurka og brenna í miðstöðvarvél
eða móofnum að vetririum.
25 ára leikafmæli átti frú Stef-
anía Guðmundsdóttir 30. f. m. f
tilefni af því var haldin sérstök
leiksýning það kvöld, og haldið
samsæti fyrir hana á eftir. Fór
hvorttveggja prýðilega fram og var
þetta í alla staði vel tilfallið* því
að £rú Stefanía er hinnar beztu
viðurkenningar makleg fyrir list
sina og áhuga.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24