Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Tķminn

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Tķminn

						TÍMINN

kemur út einu sinni i

viku og kostar 4- kr.

árgangurinn.

AFGREWSLA

i Reykjavik Laugaveg

18, sími 286, át um

land i Laufási, simi 91.

II. ívr.

Reykjavík, 16. febrúar 1918.

7. blað.

Út úr moldviðrinu.

I gamla daga var það hin al-

genga skoðun, að þeir menn sem

sköruðu fram úr fjöldanum að

lærdómi, væru göldróttir, væru of-

urseldir kölska, eða ef þeir væru

nógu Iserðir, að þeir gætu þröngv-

að honum til þess að þjóna sér.

Undir öllum kringumstæðum áttu

lærðu mennirnir einhver viðskifti

við það sem óhreint var. Og þess

vegna gat það verið hættulegt að

vera lærður á þeim tímum. Það

fylgdi því tortryggni almennings.

Menn gátu jafnvel átt það á hættu

að vera brendir á báli fyrir það.

Tímarnir breytast og mennirnir

með. Það er hætt að brenna menn

á báli fyrir lærdóm. En nokkuð

annað og ekki ólíkt er komið í

staðinn.

Á Islandi er það t. d. svo, að

sú hugsun er mjög ofarlega hjá

mörgum manni, að það að gefa

sig að opinberum málum, sé sama

sem að sökkva sér í siðferðislega

spilling. Flestir láti þar stjórnast

af eigingjörnum hvötum. Það fari

varla hjá því að sérhver sem á

£ær brautir leiðist verði að meira

eða minna leyti saurgaður af því

óhreina andrúmslofti sem þar leik-

ur um hann. Sá verður að meira

eða minna leyti brennimerktur

niaður í almenningsálitinu sem að

þeim störfum hnígur.

Það er ómótmælanlegt að þessu

er svona varið. Og það liggur við

að full ástæða sé til að menn hugsi

á þessa leið. Þótt sumar mjög

heiðarlegar undantekningar séu til,

þá er stjórnmálalífið í heild sinni

svo sjúkt, vegna óheilinda, bak-

tjaldaverka, ábyrgðarleysis og eig-

ingirni margra, að það þarf meir

en meðalmann til þess að verða

ekki að einhverju leyti samsekur.

Það er ekki óeðlilegt að mönnum

finnist það, að heiðarleiki og stjórn-

málamenska séu tvö atriði sem

sjaldan fari saman.

Það er þyngsti dómurinn yfir

stjórnmálaástandinu eins og það

er nú, að almenningsálitið skuli

vera á þessa leið.

Það gerir auðvitað minst til þótt

þetta brennimark sé sett á alla

sem fara að fást við þessa hluti.

Hitt er hið mesta alvörumál, hví-

lík siðferðileg spilling og sljóleikur

Ieiðir af þessu fyrir þjóðina i heild

sinni,  að  ógleymdu  hinu  beina

fjárhagslega  tjóni  sem  af  þessu

leiðir.

Stefnuleysi flokkanna hefir gert

jarðveginn hæfan fyrir þessa eitur-

gerla- Það llef]r blindað þjóðinni

sýn og  svift hana möguleikanum

— í bili a. m. k. — til þess að

hafa það eftirlit með fulltrúum

sínum og leiðtogum, sem nauð-

synlegt er. Það hefir áður verið

bent á það hér í blaðinu að grund-

völlurinn sero viðreisn stjórnmála-

lífsins verður að reisast á, er skýr

og heilbrigð flokkaskifting um inn-

anlandsmálin.

Tvær hreyfingar í þjóðlífinu eru

það einkum, sem þess má vænta

af, að þær leggi til kraftana til

þess að hefja heilbrigða og drengí-

lega stjórnmálabaráttu, á hinum

eðlilega grundvelli. Önnur hefir

einkum náð útbreiðslu meðal yngri

manna, það er ungmennafélags-

skapurinn. Hin einkum meðal

þroskaðra bænda, það er sam-

vinnufélagahreyfingin.

Það hefir verið lagt þeim mönn-

um til lasts, sem að Tímanum

standa, að þeir stæðu nærri þess-

um hreyfingum. Það er af þeirra

manna hálfu gert, sem halda vilja

í ástandið eins og það er, til þess

að geta áfram flotið ofan á í hring-

iðunni.

Það last er hrós í augum allra

góðra manna. Og Tímanum er það

ekkert launungarmál að honum er

það kært, að eiga þar itök sín, og

þeírra manna allra á meöal sem

vilja heilbrigða framsókn með þjóð-

inni. Og á þeim mönnum er von-

in reist, að þess verði ekki langt

að bíða, að stjórnmálabaráttan ís-

lenzka verði með þeirri einurð og

drenglyndi rekin, á nýjum grund-

velli, og af mörgum mönnum, að

það verði ekki lengur álitinn blett-

ur á manni að gefa sig að þeim

málum, enda verði þjóðinni þá

forðað frá þvi tjóni, að sumir góðu,

en helzt til hörundssáru mennirnir,

draga sig í hlé úr moldviðrinu

sem nú er.

Því að það er jafnmikil villa

að álíta að óheiðarleiki og stjórn-

málamenska hljóti að fara saman

og að álita að lærdóminum hljóti

að vera samfara viðskifti við ó-

hrein öfl.

„Samvinnnfélög."

í Lögréttu sem út kom núna í

vikunni er grein um jarðaprang.

Er þar lýst ógæfunni og tjóninu

sem hlýst af jarðapranginu, enda

hefir það mjög farið í vöxt á sið-

ustu árum og er sízt ofdjúpt tekið

í árinni um að fordæma það.

Hnígur greinin mjög í sömu átt og

Jónas kennari Jónsson frá Hriflu

ritaði um fyrstur manna í Skin-

faxa fyrir fáum árum og vakti þá

mikla eftirtekt. Var ekki úr vegi

að rifja það upp og hefði Lögrétta

fyr mátt taka undir þær þörfu

hugvekjur. Lögrétta og Tíminn eiga

fylstu samleið í þessu efni.

Það eina sem athugavert er í

Lögi éttugreininni er það, að þar

eru félög jarðaprangaranna nefnd

»samvinnufélög«. Það heiti má

ekki nota í þeirri merkingu. Heitið

hefir þegar fengið sína ákveðnu

merking í málinu, og eiga sam-

vinnufélögin fulla heimting á því,

að nafn þeirra sé ekki notað um

slíkar stofnanir, eða aðrar líkrar

tegundar.

Danir í vorn garð.

ii.

Það er sem betur fer svo, að

annars anda gætir i okkar garð

íslendinga, af hálfu Dana, en þess

sem lýst var í siðasta blaði, en

það var f Atlantshafseyjafélaginu.

Ræður það að líkindum að við

eigum marga góða vini meðal

Dana. Munu þeir hafa fundið hvert

stefndi í Atlantshafseyjafélaginu,

sem áður var eina félagið í Dan-

mörku sem fjallaði sérstaklega um

íslandsmál, og stofnuðu því nýtt

félag »Dansk-íslenzka félagið«.

Um það félag er ekkert annað

en gott að segja. Það er algerlega

ópólitiskt. Það hefir það markmið

að auka þekking hvorrar þjóðar-

innar um sig á hinni og er það

hin rétta stefna um að koma því

sambandi á, á milli landanna sem

eðlilegl er, í því trausti að hvorir

um sig hafi nokkuð af hinum að

Iæra.

Meginstofn þess félags er: ís-

lendingar í Danmörku og menn af

islenzku bergi brotnir, og lýðhá-

skólamennirnir dönsku, enda hafa

þeir lengst af lesið mest um ísland

að fornu og nýju og sú stefna er

einna frjálslyndust og víðsýnust i

Danmörku. Hefir þetta þráfaldlega

komið fram, því að í »Höjskole-

bladet« sem er blað lýðskólanna,

hefir mála okkar íslendinga ávalt

verið getið af mestri sanngirni og

hlýleik, í öllum dönskum blöðum.

Dansk-íslenzka félagið hefir ný-

lega gefið út bók um ísland sem

nefnist: »Island. Streiflys over Land

og Folk«. Er það einskonar fs-

landslýsing — lands og þjóðar -r-

og má hiklaust telja þessa bók

hina beztu og réttustu slíkra bóka

á útlendu tungumáli. Þó er það

ofmælt sem sagt er í ritdómi um

bókina í Lögréttu, að þar sé »skýrt

rétt frá öllu«. Því að einmitt í

þeim greinum sem það er sagt um,

eru töluvert margar villur og sum-

ar nokkuð meinlegar.

En það skiftir litlu máli. Það

er samt bezta bókin af sliku tagi

sem komið hefir út, og alstaðar

skín í gegn einlæg ást til landsins

og þjóðarinnar, og megum við ís-

lendingar samróma þakka félaginu

fyrir bókina.

Dansk-íslenzka félagið hefir ekk-

ert líkt látið frá sér heyra og

Atlantshafseyjafélagið, út af fána-

málinu, enda er félagið ópóliliskt.

En tvær raddir hafa heyrst í Höj-

skolebladet, frá mönnum sem að

því standa, önnur frá þektum lýð-

háskólamanni dönskum, hin frá

formanni félagsins, Arne Möller

presti. Kemur þar fram alt annar

hugur í okkar garð, en í Atlants-

hafseyjafélaginu.

Báðir láta þeir það að vísu í

ljósi, að þeim væri það hrygðar-

efni, kæmi nú til skilnaðar milli

Iandanna, út af fánamálinu. En

þeim kemur ekki til hugar að

koma fram með það, að það sé

af því að þá rírni vegur Dana,

eða þrengist það svæði sem dansk-

ur fáni blakti yfir. Vegna landanna

sjálfra hryggir það þá, að þau slíti

sambandinu. Af því að þau eigi

bæði að geta haft gott af því.

Benda á það um leið að þekking-

arskortur hvorrar þjóðarinnar um

sig á hinni, sé þessu valdandi. Og

það sé öfug stefna að Danmörk

og ísland skilji nú, þegar sterkar

raddir heyrist um meiri samvinnu

og samband milli allra Norður-

landa.

Af velvilja til okkar og engu

öðru hyggja þeir ekki gott til skiln-

aðar. — Á hinn bóginn kemur það

þó ekki fram, að þeir vilji eins og

sakir standa nú, láta okkur fá

fánann.

Við þessa menn er okkur ánægja

að tala. Og væru Danir allir þessa

hugar, væri ekki mikil vandræði

að hugsa áfram til sambands við

þá Það væri engin hætta á því

að ekki mætti greiða úr öllu sem

á milli ber. Og vafalítið myndu

allflestir íslendingar vilja una áfram

við sambandið, ef gert væri ráð

fyrir því að bráðlega kæmist á

rikjasamband Norðurlanda og yrði

ísland þá fjórða fullvalda ríkið.

En — hvað mega þeir sín mikils

þessir vinir okkar i Danmörku?

Hvað megum við gera ráð fyrir

að þeir eigi mikil ítök í hugum

Dana yfirleitt?

Það er því miður margt sem

bendir í áttina til þess, að þau

séu ekki ýkja mikil.

Fyrst og fremst þetta, hvernig

Atlantshafseyjafélagið hefir nú snú-

ist og fylgja því vafalaust margir

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32