Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Tķminn

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Tķminn

						TÍMINN
kemur út einu sinni í
viku og kostar 4- kr.
árgangurinn.
AFGREÍDSLA
i Reykjauik Laugaveg
18, simi 286, út um
laiid i Laufási, simi 91.
II. ár.
Reykjavík, 23. febráar 1918.
8. blað.
Fyrirspurn.
Herra bankastjóri Björn Krist-
jánsson l
í blaðinu »Landið«. sem út kom
15. þ. m. er framhald greinar
sem heitir »Veltufé«, og rœðir sá
kafli um kaupfélögin. Er þar farið
orðum um þá ábyrgð sem félags-
menn takast sameiginlega á hend-
ur fyrir lánum kaupfélaganna.
Um afleiðingarnar af þessari sam-
eiginlegu ábyrgð fyrir lánstraust
einstakra félagsmanna er þar far-
ið þessum orðum:
„Menn gem undirgengist hafa
slíka ábyrgð, ættn ekki að geta
vænst neins lánstrausts, annarg-
staðar en í félagi því sem þeir
ern í.
Yiðskiftalega og siðmennilega
sóð, hafa þeir afsalað sér öllnm
rétti til frekara lánstrausts".
Yður mun það kunnugt, að
svo er litið á af allmörgum að
þér standið mjög nœrri þessu
blaði. Eg skal ekkert um það
segja hvernig því er varið. En
hitt er á allra vitorði, að það
sem þér hafið opinberlega skrifað
í seinni tíý, hafið þér skrifað i
þetta blað.
Par eð þessu er þannig varið,
slíkri skoðun haldið fram i þessu
blaði, en þér eruð einn af banka-
stfórum Landsbankans, leyfi eg
mér, sem gamall og nyr félags-
maður í samvinnufélögum, að
spyrja yður opinberlega, hvort
þér hallist að þessari skoðun sem
haldið er fram í hinum tilfœrðu
orðum blaðsins.
Pað hlýtur að liggja yður i
augum uppi hve það er mikilsvert
fyrir hina mörgu samvinnumenn
í landinu, að fá að vita hvernig
þér litið á þetta mál, hvort þér
eruð þeirrar skoðunar að við
höfum allir „afsalað" okkur „511-
um rétti til frekara lánstrausts"
fnedf því að iaka þátt i sam-
ábyrgð félaganna.
Virðingarfylst.
Tryggvi   Þórhallsson.
Alvöruspurning,
Það liggur mikil alvara á bak
við fyrirspurn þá, sem hér að
framan er beint til elsta banka-
stjórans við Landsbankann.
Eitt af stjórnmálablöðum höf-
uðstaðarins flytur í fremstu grein
— undir dulnefni að vísu — þau
ummæli um féiagsmenn einhvers
útbreiddasta og farsælasta félags-
skapar í Iandinu, að »þeir ættu
ekki að geta vænst neins láns-
trausts, annarsstaðar en í félagi
því sem þeir eru í«, og að þeir
hafi »afsalað sér öllum rétti til
frekara lánstrausts«. — Og blaðið
sem flytur þessi ummæli er að al-
menningsáliti blað elsta banka-
stjóra Landsbankans.
Þessi almenni og alviðurkendi
félagsskapur — samvinnufélögin —
er gerður tortryggilegur með hin-
um allra ákveðnustu orðum, þar
eð það er sagt blákalt, að það að
ganga í hann hafi það í för með
sér að menn »viðskiftalega og sið-
mennilega« »afsali sér öllum rétti
til frekara lánstrausts«. Það er
minst á mununum og sagt væri,
að það væri sama sem að vera
gjaldþrota maður að vera í sam-
vinnufélagi.
Það mun tvímælalaust teljast
atvinnurógur, og varðar við lög,
er slík ummæli eru sögð opinber-
lega um einhverja stofnun, að það
drægi á eftir sér slíkan dilk að
vera við hana bendlaður.
Helztu og beztu bændur um
þvert og endilangt ísland fá fram-
an í sig þau ummæli að þeir séu
litlu betur farnir en ófullveðja
unglingar sem enginn þorir að trúa
fyrir eyri. — Af hverju? — Af
því að þeir hafa dirfst að fara að
dæmi hinna vitrustu manna ann-
ara þjóða og myndað félagsskap
um að vanda afurðir sinar og
koma þeim í sem hæzt verð, og í
annan stað til þess að fá góðar
og vandaðar vörur með hæfilegu
verði og spara óþarfa milliliði.
Mun elsti bankastjórinn við
Landsbankann líta á þetta sömu
augum og blað þetta, sem hann
skrifar í opinberlega? Þeir skifta
þúsundum hinir íslenzku bændur
og borgarar sem eiga heimting á
því að hann svari því opinberlega.
Bæði hans vegna, bankastjórans,
stofnunarinnar sem Jiann stjórnar
og hinna mörgu sem fá þessi um-
mæli um sig frá þessu blaði, er
það bráðnauðsynlegt að sannleik-
urinn komi i Ijós skýr og ákveðinn.
— Hér í blaðinu verður ekki
tekið fram fyrir hendur á sam-
bandsstjórn Samvinnufélaga íslands
um að hrekja með órengjanlegum
rökum, þessar gífurlegu staðhæfingar
í blaðinu. Það starf rækir formað-
ur sambandsstjórnarinnar að sjálf-
sögðu á sinum tima.
jfýtízku kattpttteunska.
Ein af hinum mörgu og illu af-
leiðingum ófriðarins sem mjög hefir
gert vart við sig í útlöndum er sú,
að eínstaka menn eða félög sæta
lagi, þegar lítið er orðið eftir af'
einhverri vörutegund, eða búist er
við að varan hætti að flytjast, og
kaupa upp alt sem til er af vör-
unni, eða það sem komist verður
yfir af henni. Eftirleikurinn er svo
auðskilinn. Verðið er sett upp, ann-
aðhvort þegar f stað eða von bráð-
ar. Það fer svo eftir gróðafíkn og
hinu jafnframt hvað menn halda
að líðist, hvað verðið er sett hátt
upp. Er að þessu hin mesta plága
um mörg lönd og eiga landsstjórn-
irnar í sífeldu höggi við þessa
gróðamenn. Hafa þeir að vísu
margir orðið að sæta þungri ábyrgð
og sektum fyrir framferði sitt, en
kænskan er mikil um að afla auðs-
ins, með hvaða meðölum sem er,
og almenningur alt of umburðar-
lyndur um að þola og koma ekki
upp um þessa menn.
Þessi nýtízku verzlunaraðferð
hefir nokkuð tíðkast hér á landi
síðan stríðið byrjaði, en fremur
mun það hafa verið í smáum stýl,
til þess að gera, víðast hvar á
landinu. En nú eru skilyrðin fyrir
þessum aðferðum að batna, um
leið og óðum þrengir að um að
fá úlflutningsleyfi fyrir vörur, en
það smáþrýtur sem til er í land-
inu, enda er það nú á allmargra
vitorði hér í Reykjavík, að ýmsir
menn eru nú að reyna að leika
hér þennan sama leik og lundar-
farsbræður þeirra leika erlendis.
Verði ekki tekið rækilega í taum-
ana má hiklaust gera ráð fyrir
því að þessi plága fái að geysa
hér og leiða viðlíka mikla bölvun
yfir okkar land og nágrannalöndin.
Það þarf ekki að eyða orðum
að því að fordæma þessa aðferð.
Hvað sem öðru líður munu allir
réltsýnir menn vera sammála um
að þessir milliliðir eru óþarfir og
næsta skaðlegir. Það liggur einna
beinast við að líkja þeim við pest-
irnar sem oft komu í kjölfar styrj-
aldanna í gamla daga.
En hvernig á að verjast þessari
plágu?
Landsstjórn og verðlagsnefnd
verða þar að taka höndum saman.
Verðlagsnefnd verður að hafa vak-
andi auga á því sem fram fer og
setja þegar hámarksverð á þær
vörutegundir sem þannig er farið
með, vitanlega að vel rannsökuðu
máli. Og landsstjórnin verður að
aðstoða verðlagsnefnd f baráttunni
við þessa nýtízku kaupmenn, ef til
vill með bráðabirgðalögum sem
leggja þunga refsing við slíkri
verzlun og heimila að taka lögtaki
hjá slíkum mönnum byrgðar þeirra.
Og almenningur verður að vera
samtaka um að fordæma þessa að-
ferð. Sterkt almenningsálit er eitt-
hvert bezta vopnið á slíka menn.
Því að oft og tíðum eru þeir ein-
mitt úr þeim hópnum sem teljast
vill hinn fremri og æðri í mann-
félagsstiganum.
Og hér dugar engin vægð. Hlifð-
arleysið fælir margan frá þessari
atvinnu. Það má ekki eiga sér
stað að þjóðin sé látin varnarlaus
gagnvart slíkum gróðamönnum
sem svifast einkis um að auðga
sjálfa sig á annara kostnað.
Veltufé ,Landsins4.
»ÖUu snúlð öfugt þó«.
»Lándið« hefir í tveim undan-
förnum tölubl. (8. og 15. þ. m.)
flutt grein sem nefnist »Veltufé«.
Er efni hennar hugleiðingar um
verzlunarmál íslands, einkum hvað
snertir mismun kaupmannaverzl-
unar annarsvegar og kaupfélaga
hinsvegar. Sumpart er greinin á-
rás á stefnu kaupfélaganna og
helztu grundvallaratriða sem þau
hafa sett starfsemi sinni, en þess
á milli vinsamlegar bendingar og
heilræði þeim til handa. En gegnum
hana alla skín einber óvild til
kaupfélagsskaparins í heild sinni,
óvild sem eigi getur dulist þótt
hræsni og yfirdrepskapur sé 1 ríf-
legasta lagi. Má afdráttarlaust segja,
að þótt öfuguggar Landsins hafi
lengi verið seinheppilegir í tillög-
um sfnum um verzlunarmál, þá
taki þessi ritsmið út yfir allan
þjófabálk og er þá mikið sagt. En
með greininni er kaupfélögunum
og formælendum þeirra ger hinn
bezti greiði, því þar er safnað
saman í eitt flestum höfuðósann-
indum sem andstæðingar þeirra
hafa borið á þau, og er þar með
gefið hið bezta tilefni til andsvara.
Sumt af því s'em í greininni stend-
ur, er líka þannig vaxið, að það
hefir meir verið notað í kyrþey,
en eigi hingað til verið haft frammi
í opinberum umræðum, unz nú,
að höfund greinar þeirrar sem hér
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40