Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Tķminn

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Tķminn

						TÍMINN
kemur iíí einu sinni i
oiku og kestar * krt
árgangurinn.
AFGREW8U
i Regkjavík Laagaveg
íi, shai 286, út um
land i Laufási, simi 91.
II. ár.
Reykjavík, 7. septeiuber 1918.
37. blað.
A.O *>íða.
Þegar hinn alkunni íslandsvinur
Dr. Kálund ferðaðist um landið til
að safna í bók sína fanst hon-
um einna mest bera á þeim anda
hjá þjóðinni er lýsti sér í orðtæk-
inu illkunna:
»Sjaldan er breyting til batnaðar«.
Var er hægt að hugsa sér meira
vonleysi, meiri hugsjóna örbirgð,
meira úrkul allra framfara en
hugsun máltækisins ber með sér.
Þótt stutt sé komið síðan, mun sá
Jiugsunarháttur ráðinn af dögum. —
Breytingar þær er menn nú hugsa
sér gagngerðastar, er menn vænta
sér mest af í náinni framtið, eru
samgöngutækin innanlands.
Til þess að þær geti komist á
verður allur almenningur að skilja
Jhve stórfeld bót það er fyrir alt
þjóðlíf vort að samgöngurnar batni.
Best er hægt að sjá og skilja
gagn samgöngubótanna með því
að taka líf annara þjóða til sam-
anburðar. En þar eð allur almenn-
ingur fær eigi séð það með eigin
augum, verða þeir er lengra hafa
komist að segja frá. —
Þá borið er saman líf íslenzku
þjóðarinnar og annara þjóða er
njóta venjulegra samgangna, rekur
maður fyrst augun í hve ótrúlega
mikill hluti af islenskri mannsæfi
.gengur í að bíða.
Menn bíða eftir skipum^ pósti,
góðu veðri, góðu færi, logni, byr,
— bíða mánuðum saman, svo æfi
þeirra sem láta sér ekki nægja með
að híma á næstu þúfum og taka
það sem tilviljunin færir þeim í
hendur, æfi þeirra framtakssamari
fer að miklu leyti í að bíða.
»Þolinmæðin þrautir vinnur all-
ar« — segir annað andstyggilegt
íslenzkt máltæki. Það er værukoddi
þeirra sem fæddir eru og aldir upp
iil að bíða.
Eigi verður farið hér útí að rekja
nein dæmi því til sönnunar, hversu
níðdrepandi það er öllu framtaki
að mannsæfin er bútuð í óteljandi
biðir í landi sem eigi er stærra en
það, að maður ætti vel flesta daga
/ársins að geta háttað á gagnstæðu
landshorni en mogunrekkjan stóð. —
En gagnleg heilabrot væri það
lesendum Tímans að gera sér í hug-
arlund hver og einn hve mikil tíma-
'töf það er árlega, verkatöf og pen-
ingaþjófur að samgöngur vorar eru
enn svo lélegar.
Hvers vegna stækkar Beykjavík?
Þar fer minstur tími af manns-
æfinni í að bíða. —
Þinorlielari.
Eitthvert órækasta merki um
siðferðisþroska sérhverrar þjóðar
er það, hversu háar kröfur hún
setur sjálfri sér og einkanlega þeim
mönnum, sem falin eru hin á-
byrgðarmestu trúnaðarstörf. Og í
annan stað hversu hún metur helgi
hinna æðstu og þýðingarmestu
stofnana sem hún hefir reist sér.
Þessum mælikvarða getum við
mælt forfeður okkar. Þinghelgin
var rik hjá þeim. »Skal réttur
manns hálfu aukast meðan á þingi
er«. Grið og friður var sett um
þingið.
Það má rekja hvert dæmið á
fætur öðru um það, að að sama
skapi og menn tóku að óvirða
þinghelgi og kirkjufrið, að sama
skapi óx? óöldin í landinu og siðir
spiltust. Þá var sá hugsunarháttur
ríkjandi orðinn sem lýsir sér í
orðum Böðvars Ásbjarnarsonar við
Þorgils Oddason: »hirta ek aldregi
þótt þú dræpir hann (Hafliða Más„-
son) í kirkjufriði eða þinghelg-
inni«, — og er þá glötun, vís.
Spiltri þjóð er enginn hlutur eða
staður heilagur.
Það er einkenni á óspiltri þjóð
að hún á einhvern reit eða stofn-
un sem hun metur helga og þolir
ekki að svívirt sé. Hún metur þá
menn »varga í véum« sem þann
reit svívirða.
Hugmyndir manna breytast, eink-
um að forminu til.
Þinghelgin forna var einkum
fólgin í griðum lífs og lima.
Þinghelgin í augum þroskaðs
nútíðarmanns, er meðal aunars
mótuð af þeirri hugsun sem lá á
bakvið þegar Jesús frá Nasaret
rak víxlarana og dúfnasalana út úr
helgum stað þjóðar sinnar.
Meðan menn sitja á þingi, í
skjóli réttar sem er aukinn að
helmingi, verður og að gera kröf-
ur til þeirra, sem auknar eru að
helmingi.
Prang og fjárglæfrar eru blettur
á hverjum manni. En sá þingmað-
ur sem slíkt stundar í skjóli þing-
helginnar er »vargur í véum«. Hann
hefir svívirt helgan reit þjóðar
sinnar. Það er prófsteinn á þroska
þjóðarinnar hvort hún þolir það.
Þingmennirnir íslenzku sem síld-
ina seldu, undir því yfirskyni að
vera einungis að bjarga þjóð sinni,
en notuðu um leið tækifærið til
þess að auðga sjálfa sig stórkost-
lega, — þeir hafa drýgt nákvæm-
lega hið sama og víxlararnir í
musterinu, þeir hafa gert bænhús
að   ræningjabæli,    þeir   hafa   gert
helgað þing íslendinga að prang-
arabúð.
Því miður er enginn einn mað-
ur til á íslandi með því siðferði-
lega áhrifavaldi, þeirri djörfung og
einbeitni sem nægi til þess að
steypa niður gróða þeirra, hrinda
um borðum þeirra og reka þá
með kaðlasvipu út úr þinghelginni
— þegar í stað.
Ekki fyrst og fremst til þess að
veita mönnunum makleg málagjöld.
Heldur til þess að vekja meðvitund
þjóðarinnar, um það hver hætta
er á ferðum sé þetta liðið. Að það
væri hið órækasta spillingarmerki
að líða það.
I stað þess verður að koma sam-
huga dómur þjóðarinnar: Þig haíið
rofið þinghelgi okkar. Þið hafið
brugðist þingmannsskyldum ykkar.
Við getum ekki tekið af ykkur
gróða ykkar sem þið komust yfir
sitjandi á þingbekk í skjóli þing-
helginnar. En við tökum af ykkur
það traust sem góðum þingmanni
ber.
Ót af Wmmœm.
Hr. ritstj. Tryggvi Þórhallsson!
í tilefni af umræðum þeim, sem
orðið hafa í heiðruðu blaði yðar
út af síldarkaupum okkar Borgfirð-
inga í sumar, leyfi eg mér hér
með að rita yður þessar línur til
þess að skýra afstöðu mina í því
máli, þar sem eg, vegna Kaupfé-
lags Borgfirðinga, varð til þess að
kaupa 1500 tunnur af »Þingmanna-
síldinni«.
Saga málsins, að því er mig
snertir, er í stuttu máli svo: Um
mánaðamótin júní og júlí síðastl.
hringdi hr. alþingismaður Hjörtur
Snorrason til min og spurði mig
hvort Kaupfélagið hefði gert nokkr-
ar ráðstafanir til þess að tryggja
héraðinu fóðurbætir fyrir komandi
vetur. Kvað eg nei við þvi. Sagði
hann þá eitthvað á þá leið, að sér
og fleiri þingmönnum væri mikið
áhyggjuefni hve útlitið væri ískyggi-
legt með grasvöxt. Það væri fyrir-
sjáanlegt að til stórra vandræða
horfði. ef ekki væri aðgert í tíma.
Hann kvaðst hafa átt tal um þetta
við Guðmund bónda á Lundum
og Jón í Deildartungu og væru
þeir þess mjög hvetjandi að kej'pt
væri síld handa héraðinu, og sagð-
ist hann hafa komið því til leiðar
að Borgfirðingar ættu kost á að
kaupa 2000 tunnur af sild frá fyrra
ári.   Af þeim  hefði  suður-Borgar-
fjarðarhérað þegar trygt sér 500 og
væru þá eftir 1500 tunnur er hann
taldi sjálfsagt að Kaupféiagið festi
kaup á handa öðrum héröðum
sýslunnar. Lagði hann áherslu á
að þetta mál þyldi enga bið, þar
eð búast mætti við að síldin yrði
öðrum seld ef eg ekki tæki strax
ákvörðun um kaupin og þá mundi
engin síld verða fáanleg síðar. Eg
spurði hann þá um verð á síld-
inni og tjáði hann mér að það
væri kr. 20 — pr. tunnu á Beykj-
arfirði, en að hann hefði beztu
vonir um að landsstjórnin mundi
sjá svo um að við fengjum hana
flutta alla leið upp í Borgarnes
fyrir lægra flutningsgjald en al-
ment gerðist. Eg gekk út frá þvi,
að hér væri að ræða um ráðstaf-
anir sem þingið væri að gera og
að hr. Hjörtur Snorrason væri sem
talsmaður héraðsins að tryggja
okkur þessa síld og vildi eg því
ekki láta mit^ ógert til þess að
héraðið gæti orðið k'aupanna að-
njótandi, þó lét eg þess getið, að mér
þætti verðið of hátt. Endaði samtal
okkar á því að Hjörtur kvaðst
skyldi reyna að þoka einhverju til
um verðið, ef unt væri.
Seinna um daginn var eg svo
aftur kallaður í símann af alþing-
ismanninum og lét hann mig þá
vita að sér hefði tekist að fá verð-
ið fært niður í kr. 18,50 pr. tunnu,
og talaðist þá svo til milli okkar
að eg reyndi að festa kaup á þess-
um 1500 tunnum og skyldi eg
koma til Beykjavíkur með fyrstu
ferð til þessa að útvega bankalán
til kaupanna. Fór eg svo til Beykja-
víkur fám dögum síðar og tókst
þá enn að færa verðið niður. í kr.
18,25 pr. tunnu, gegn því að eg
greiddi  andvirðið, þegar fyrirfram.
Áður en eg fór »suður« átti eg
tal við ýmsa málsmetandi bændur
í Borgarfirði um þessi kaup (þar
á meðal við Sigurð bónda Féldsted
í Ferjukoti) og voru þeir þess
hvetjandi að eg léti þetta tækifærí
ekki ónotað, þar sem sjáanlegt væri
að þing og stjórn vildi láta málið
til sin taka og hefði gert ráðstaf-
anir til að tryggja hinum ýmsu
héruðum lándsins brezku sildina
sem hér lægi, vegna hinna fyrir-
sjáanlegu fóðurvaiidræða, og þá
mætti jafnframt ganga út frá að
verðlagið væri svo lágt sem kostur
væri á.
Enn fremur hafði eg átt tal við
Bjarna bónda á Geitabergi, sem eg
vissi að átti að veita þeim 500
tunnum móttöku er suðurhéraðið
átti að fá, tjáði hann mér að hr.
Pétur Ottesen hefði kvatt þá mjög
til þessara kaupa og væru þau
gerð fyrir milligöngu hans.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 189
Blašsķša 189
Blašsķša 190
Blašsķša 190
Blašsķša 191
Blašsķša 191
Blašsķša 192
Blašsķša 192