Tíminn - 11.01.1919, Blaðsíða 1

Tíminn - 11.01.1919, Blaðsíða 1
TÍMINN að minsta kosti 80 blöð á ári, kostar 5 krónur árgangurinn. AFGREIÐSLA i Reyk/avík Laugaveg 18, simi 286, út um land i Laufási simi 91. III. ár. Reykjavífe, 11. janúar 1919. 3. blað. Gestur Einarsson — bóndi á Hæli — En hugsjónir álti hann æðri en þær sem æfina i pyngjuna draga: Að hver einn, sem komenda auka vill arf, skal ótrauður samtimann laga. I. Sú harmsaga er ekki’ íslandi ný, — sem enn hefir bætt við sig þætti — að sonurinn horskasti hníga í val um hádegi æfinnar mætti. II. Er sveinbarn í vöggunni sofandi lá og sifjalið yfirgaf bæinn; þær völvur, sem eiga á örlögum, vald, þeim ítursvein sköpuðu haginn. Sú dökka varð fyrri til — inti það eitt: bÞú ellinni skalt ekki kvíða, þvi dauðinn mun áður en efst lýsir sól þíns æfidags, fjöregg þitt sníðaoc. Hún sagði ei fleira, því sóldisin hlý tók svörin og hreyfði svo orðum: wÞeim feigðardóm bitra, sem feldur var'hér, ég fæ ekki hrundið úr skorðum. En þær á ég gáfur — og gef þér þær sveinn, sem grimmustu örlögin mýkja: Hið göfgasta eðli hins íslenzka stofns skal óspilt í sál þinni ríkja. — Sá þróttur og eldfjör, sem æfir sitt stál í aflraun við menningarlálma, — Og gáfur og frumsjón, er gera mun þér í gripleysur þarflaust að fálma. Og enn er hið þriðja — og það verður mest til þroska, unz skeiðinu lýkur; þitt bjarta, sem aflar sér ástvinatrausts og aldrei frá drenglyndi víkur. — Og það skal enn ummælt: þótt æfin sé stutt, að áttræðra skáki þinn starfi; og fyrirmynd verði á íjölmargan veg þinn ferill — og drýgstur í arfi«. Og völvurnar hurfu. — En öll hafa efnst þau orð, sem þær höfðu í mæli um sveininn, í reifum er sofandi lá — en sveininn var: Gestur á Hæli. III. Hann Gestur varð bráðþroska — eignaðist og þær eigindir hetjanna prúðu, sem efldu sitt megin í ítrustu raun og aldrei úr brjóstvirkjum flúðu. Og stórhöggur var liann, er herferð bann hóf mót hugsmæð og þróllleysi aldar. Og framtökin voltuðu fordóm hans á því fúski’ er til augnabliks tjaldar, Og hefði hann verið i víkingu, þar sem vinnast kann miljóna gróði, er sjálfgefin vissa, að hlulurinn hans ei hemdist í meðallagn-sjóði. Hann skildi: að þjóðernisviðhaldið vort er vöxtur þess kjarna, er sefur í moldinni íslenzku, — efling hans það sem ávöxtinn pundinu gefur. — Að sjávarins hlutverk er: auður og afl, en uppsveita: listrunnin menning. Og Grettismagn á, ef í einingu snýr til athafna góðra, sú »tvenning«. Að stórvirkum framkvæmdum hugurinn hné — Hann hræddist ei útlenda gjaldið: »í minni ef geymum vér óðal og ætt mun íslenzku þjóðerni haldið«. Að vekja til samstarfa svefnhöfga drótt í sveitunum — það var hans merki: »því dreifðir vér kotbæi kjósum i laun, en kongshöll ef fylgjumst að verki«. Til sóknar hvort átti hann orð eða starf af eldingum þekkiteikn bar það. Og sama: ef valdi hann ómensku orð, að eggjárni beittara skar það. En allir, sem með honum urðu á leið þau augnablik mókinu gleymdu; því straumar, sem efldu og eggjuðu hug sem »aflvaki« frá honum streymdu. IV. »Af verkunum þekkjast þeir« það var hans orð er þróttmikla Iífsstarfið hóf ’hann — Við »Hælið«, þars skjólið sitt fyrsta hann fann er forlagaþáttinn sinn óf hann. Þótt landi og héraði helgaði ’ann störf, á heimilið minningu stærsta; þvi þar átti hjarta hans helgilund sinn og hugurinn verksviðið kærsta. Og þess vegna: söknuður heimili hans er húmþyngri svartnætti vakinn; en minningin á þar og yldýpri tón en yrði á fiðlunni rakinn. V. Já víst er það hjartaraun, sviðandi sár, að sjá hann frá byrjuðu verki að gröfinni borinn. — Og ófundinn enn sá einn, er fær valdið hans merki. En gráti er betra — og helzt myndi hefnt þess harms, sem að landi er kveðinn: ef starfsinerki þjóðlegu höldum vér hátt uns hnígum á síðasta beðinn! Andrés Eyjólfsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.