Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Tķminn

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Tķminn

						TÍMINN
að minsta kosii 80
blöð á ári, kostar 5
krónur  árgangurinn.
AFGREWSLA
i Reykjavík Laugaveg
18, simi 286, át um
land i Laufási simi 91.
III. ár.
Reykjavík, 22. janúar 1919.
5. folað.
Vestan um haf.
í sambandi við friðarsamning-
ana er ekki um annað meir talað
og hugsað nú en það, hvort kom-
ið muni verða á allsherjar-banda-
lagi með þjóðunum, það er sagt
að það eigi að verða fyrsta málið
á dagskrá friðarfundarins. Hvort
sem úr því verður eða eigi, þá er
það víst að aldrei hefir sú hugsun
átt jafn almennu og eindregnu fylgi
að fagna.
Það er eftirtektarvert að lík
hreyfing gerir nú vart við sig í
kirkjunni og það allra sterkast i
því landi, sem mest hefir haft af
ólíkum kirkjudeildum, sem eru
Bandaríkin í Norður-Ameríku.
Það var búið að stofna tll sam-
vinnu með nálega öllum kirkju-
deildum mótmælenda fyrir stríðið,
einkanlega um málin út á við. —
Hefir það stóra allsherjar-kirkjufé-
lag Bandaríkjanna unnið mikið
gagn um það að sameina kraftana
einkanlega í trúboðsstarfseminni,
uppeidismálum, einkanlega kristin-
dómsfræðslu, sem þar er engin
veitt í ríkisskólunum og í friðar-
rnálinu.
Stríðið gaf nú þessari stefnu byr
undir báða vængi. í engu landi
hafa kirkjulegu félögin tekið á sig
jafnmikið og margvíslegt starf og
i Bandaríkjunum. Og þar unnu
saman félög allra kirkjudeilda.
Kristilegt félag ungra manna, Kól-
umbusar-riddarár (samskonar kat-
ólskt félag) og samskonar félög
meðal Gyðinga, hafa starfað sam-
an í fullu bróðerni og skifst á
mönnum og starfi. Á vígstöðvun-
um og hermannastöðvunúm heima
fyrir komu katólskir og mótmæl-
enda prestar hvorir í annars stað,
þjónustuðu hermennina hvor í
annars forföllum, prédikuðu til
skiftis í sama húsinu o. s. frv. —
Jafnvel Gyðingar gerðu hið sama.
Og nálega undantekningarlaust fór
ágætlega á þessu.
Það er óvíst að beint áframhald
verði á þessu, en hitt er talið vafa-
laust að innan hinna ólíku kirkju-
deilda mótmælenda verði nú miklu
meiri og nánari samvinna en áð-
ur. Því er nú alment vel tekið að
leggja niður hinar mörgu óþörfu
kirkjur — það er víða í smábæjum
að til eru margir ólíkir söfnuðir,
hver með sína kirkjuoghvermeð sinn
prest — og hlaupa í skörðin hvor-
ir hjá öðrum, verja fé og kröftum
til annars þarfara en byggja múra
sín í milli, láta niður falla fánýtar
deilur um óendanlega lítilsverð
guðfræðileg  atriði,  leggja  heldur
allan kraft á það að leysa af hendi
hið mikla verkefni að gera heim-
inn betur kristinn og fylgja boði
frelsarans: »allir eiga þeir að vera
eitt«.
Þessi samneiningarstefna styðst og
við  aðra  mjög volduga hreyfingu
— sem líklega er hún öflugasta
og vænlegasta til árangurs sem
fram  hefir  komið í margar aldir
— og er það hinn kristilegi fé-
lagsskapur meðal stúdenta. Munu
slík félög nú vera við nálega alla
háskóla í Vestur- og Norðurálfu,
þótt ekki sé við okkar.
Þessi félagsskapur leggur enga
áherzlu á trúarsetningar, eða því
um líkt. Starfið er honum aðalat-
riðið. Kjörorðið , að gera Krist að
konungi.
Höfuðmaður þess félagsskapar
er John R. Mott, einhver áhrifa-
mesti maður sem nú er á lífi í
heiminum, sá sem að líkindum
hefir lagt flest lönd undir fót. —
Honum fól Wilson forsætið í þeirri
nefnd sem samdi við Mexíkó fyrir
fáum árum, og var þá í fyrsta
sinn brotin sú meginregla í ríkja-
viðskiftum að hinn meiri máttar
kúgaði hinn veikari. Hann hefir
og unnið meira starf en nokkur
annar í heiminum nú í styrjöld-
inni, á því sviði að forða því að
siðspilling yrði meðal hermann-
anna og að koma skipulagi á
hjúkrun meðal þeirra.
Þótt John R. Mott sé nú ábrifa-
mestur allra kristinna manna í
heiminum, þá veit enginn maður
í hvaða kirkjudeild hann er —
hann er einungis kristinn maður,
og spyr aldrei neinn mann um
það í hvaða  kirkjudeild  hann sé.
Verði styrjöldin mikla til þess
að á verði komið bandalagi með
öllum þjóðum — og verði hún í
annan stað til þess að menuirnir,
þeir sem játa kristna trú, reyni
meir en áður að fylgja boði frels-
arans: »allir eiga þeiraðvera eitt«
— þá munu margir segja að ekki
hafi verið til einkis barist.
Það er vafalaust að styrjöldin
heflr mjög stuðlað að því að þetta
verði, þótt enn kunni að vera langt
í land. Og slik hreyfíng þyrfti að
ná tíl okkar lands og væri vel að
þeir tímar væru liðnir að' öll and-
leg áhrif séu sótt til Norðurlanda
og að litlu leyti til Þýzkalands, en
alls ekki í enska heiminn.  <
Andlegi     sjóndeildarhrigurinn
okkar íslendinga hefir ekki verið
svo rúmur, að við megum við því
að hafa ekki glugga opna nema á
einum vegg.
Rúmgóða þjöíkirkjan.
i.
Það hefir verið furðulega lítið
sem ritað hefir verið opinberlega
um trúar- og kirkjumál á íslandi
á allra síðustu árum. Og þó mun
því vera svo varið, að um þau mál
er nú meir hugsað af þjóðinni, en
verið hefir um langa hríð. Og að
líkindum hefir kirkja landsins al-
drei átt betri aðstöðu um að ná
tökum á hugum manna en nú —
beiti hún að eins hinni réttu að-
ferð.
Fyrir 20—30 árum gekk mikil
vantrúaralda yfir landið og ^>að
var mjög mikið rætt og virtist hafa
mjög mikið fylgi, að afnema þjóð-
kirkjuna,
Síðan hefir kirkjan mikið »slakað
á klónni«, siðan hafa komið marg-
ar nýjar andlegar stefnur hingað
til lands ög — síðan hafa þessar
raddir um að leggja niður þjóð-
kirkjuna þagnað mjög mikið, ná-
lega að öllu leyti.
Er áreiðanlega samband þessa
á milli. Og hitt er jafn áreiðan-
legt að nú gerír trúarþörfin miklu
meira vart við sig á íslandi en
fyrir 20—30 árum.
Fjórar má telja þær nýju stefn-
ur eða andlegu hreyfingar sem
hingað hafa borist síðan um alda-
mót.
Fyrst kristilegt félag ungra manna,
sem hefir náð mikilli festu og unn-
ið mikið gagn i Reykjavík og grend,
á sér þar áreiðanlega mikla fram-
tíð, en virðist, a. m. k. ekki fyrst
um sinn, munu ná verulegri fót-
festu annarsstaðar á landinu.
Þá er »nýja guðfræðin«, sem
hefir náð mikilli útbreiðslu meðal
prestastéttarinnar, einkum meðal
yngri presta óg við háskólann, sem
I mun og eiga meiri ítök meðal
leikmanna en flesta grunar.
Loks eru »spíritisminn« og guð-
spekin. Hafa forgöngumenn þeirra
stefna mjög mikið um þær ritað,
einkum .spirítistar, og haldið víðs-
vegar fyrirlestra og er það tví-
mælalaust að orð þeirra hafa náð
eyrum margra, og vakið umhugs-
un þeirra og trúarþörf.
II    .
Hvernig er nú afstaða þessara
stefna i til hinnar íslenzku þjóð-
kirkju og kirkjunnar til þeirra?
Um K. F. U. M. er það fljótsagt.
Sá félagsskapur starfar í öllum
löndum í fúllri samvinnu við kirkj-
una.
Ný guðfræðin heíir mætt allmik-
illi mólstöðu, logn molla hvílir yflr
þeim málum nú, en fáum mun
lengur í hug koma að útiloka hana
úr kirkjunni, enda væri það með
öllu óhugsanlegt.
Um spiritismann og guðspekina
er öðru máli að gegna. Það mun
mega telja víst um nálega alla for-
ystumenn þeirra stefna, að þeir
myndu fúsir rétta bróðurhönd til
samvinnu við sérhvern annan krist-
inn mann i landinu, sem vildi
breiða yfir mismunandi skoðanir,
en vinna að sameiginlegu marki,
leggjandi áherzlu á það miklu
fleira og veigameira, sem er sam-
eiginlegt — en frá kirkjunnar hálfu
hefir borið miklu meira á kala og
tortrygni í garð þessara stefna, en
velvildar.
Og það má telja víst, að með
áframhaldandi stefnu í þessa átt
verður afleiðingin su að þessaV
tvær andlegu stefnur lendi í fullri
baráttu við kirkjuna. Þær eiga þeg-
ar marga og áhrifarika fulltrúa og
alt bendir til að þeim fjölgi. Verð-
ur ekki séð fyrir endann á þeirri
baráttu — hverjar afleiðingar hún
muni hafa fyrir þjóðkirkjuna og
fyrir trúarlífíð í Iandinu.
III
í greininni, sem prentuð er fyrst
í þessu blaði, er vikið að þéirri
stefnu sem er að ryðja sér til rúms
í Vesturheimi, sem er sú að sam-
eina kristna menn ólíkra skoðana
í guðfræðilegum efnum, til sam-
starfs um þau miklu verkefni og
áhugamál, sem eru þeim sam-
eiginleg.
íslenzka þjóðkirkjan og allar þær
stefnur sem nefndar eru hér að
framan, eiga sameiginleg verkefni
og áhugamál, langsamlega í öllum
aðalatriðum. Allir þeir menn sem
að þeim standa'játa sameiginlega
Jesúm frá Nasaret sem hinn mikla
meistara, læriföður, frelsara og
boðbera guðs til mannanna.
Það sem skilur eru aukaatriðin.
Framtíð þjóðarinnar er mjög
undir því komin að þeir sem að
þessum málum vilja vinna dreifi
ekki kröftunum um of með innbyrð
is deilum, láti ekki sameiginlegu
verkefnin óunnin og rifi heldur
niður hvorir Tyrir öðrum.
Framtið þjóðarinhar er mjög
undir þvi komin, að þjóðkirkjan
íslenzka sé gerð svo rúmgóð að í
henni geti starfað allir þeir sem
vilja reka Krists erindi hér á
landi — og frarítíð þjóðkirkjunnar
er líka undir því komin^
% Það er með öllu óvíst að það
verði talið svara kostnaði að halda
þjóðkirkjunni við, vilji hún ekki
líða innan sinna vébanda þá menn
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20