Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Tķminn

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Tķminn

						TÍMINN
«d minsta kosti 80
élðð á ári, kostar 5
krónur  árgangurinn.
AFGREIDSLA
i Reykjavik Laugaveg
18, simi 286, át um
land iLaufási simi 91.
III. ár.
Reykjavík, 25. jannar 1919.
6. blað.
PólUancl.
Allir hafa heyrt sungna hina
innilegu bæn Pólverja og hlotið að
komast við þegar sungið var:
»>Lít pú í náð til lýösins sem er hrjáöur,
lagður í fjötra jafnt í borg sem hreysi«.
Því að öllum er kunnugt, að
einhverju leyti, um þær hörmung-
ar sem yfir það land hafa liðið,
og eins hitt, að þar bjó áður frjáls
og voldug þjóð.
Tæp þúsund ár eru síðan sögur
hefjast fyrst á Póilandi, landsmenn
«ru þá að taka kristni, ríkið er þá
þriðjungi stærra en Þýzkaland er
nú.
í sjö hundruð árin næstu er
Pólland voldugasta ríkið í norður-
bluta álfunnar og seint á 17. öld
vinnur konungur Pólverja það
þrekvirki að bjarga Norðurálfunni
menning hennar og kristni, frá
einhverri mestu hætt sem yfir henni
hefir vofað, er hann vann sigur á
Tyrkjum fyrir hliðum Vínarborgar
<1683).
Saga 18. aldarinnar er sagan um
hnignun og tortíming Póllands. —
Einveldið er þá óðum að magnast
í nágrannalöndunum, Rússlandi,
Prússlandi og Austurríki, en í Pól-
landi er hver höndin upp á móti
annari. Þegar nágrannarnir eru
orðnir þreyttir á að bítast inn-
byrðis kemur þeim saman um að
hætta því, en skifta með sér Pól-
iandi. Hnefarétturinn er alvaldur.
Þrátt fyrir drengilega vörn gegn
kúgurunum er Póllandi skift milli
einvaldanna þriggja, í þrem at-
rennum.
Síðan er saga Póllands óslitin
hörmungasaga alt fram á þennan
dag, sagan um margendurteknar
tilraunir kúgaðrar og frelsiselsk-
andi þjóðar, um að ná frelsi sínu,
tilraunir sem undantekningarlaust
mistakast — sagan um svikin lof-
orð af hálfu kúgaranna — sagan
um óteljandi vonbrigði.
í hvert einasta skifti sem frels-
öldur rísa vestur í álfunni hefjast
Pólverjar handa — og þótt þeir
verði ávalt barðir niður áf ein-
valdanum rússneska, þá verður þó
oftar en einu sinni mjög mikið
gagn að uppreist þeirra, því að
Rússakeisari verður að sinna þeim
og getur ekki á meðan hjálpað til
að kúga frelsishetjurnar í vestur-
átt.
Fá lönd álfunnar hafa orðið
harðara úti í styrjöldinni, sem nú
er um garð gengin, en Pólland.
Landið varð alt einn óslitinn or-
ustúvöllur. Og Pólverjar voru kúg-
aðir til að berjast hvorir gegn öðr-
«m.  Talið  er  að 1 milj.  og 300
þús. Pólverjar hafi barist í her
Rússa og í her bandamanna á
vesturvígstöðvunum hafi verið hátt
á þriðja hundrað þúsund Pólverj-
ar. Hve margir hafi verið i her
Þjóðverja og Austurríkismanna er
miður kunnugt.
Um landspjöll og eigna á Pól-
landi er ekki kunnugt lil fulls, en
giskað er á að um 2500 smærri
borgir og meir en 300 stærri borg-
ir séu brunnar og í rústum og 16
hundr. kirkjur. Auk þess ereigna-
tjón og landspjöll metin um 40
miljarða króna.
En nú er kúgunarsögu Póllands
lokið og vonandi hefst sú saga
aldrei aftur. Það er öldungis víst
að á friðarfundinum í Versölum
verður Pólland endurreist og þar
verður stofnað víðlent lýðveldi. —
Bænir Pólverja hafa fengið áheyrn,
þeim verður gefið land þeirra
»leyst úr viðjum«. Og þær vonir
ala menn í brjósti að landið eigi
bjarta framtíð fyrir höndum, eftir
þá blóðskírn sem það hefir hlotið.
Ög það spáir góðu um framtíð
Póllands, að þótt Bolschevickism-
inn hafi komið öllu í glundroða í
öllum nágrannalöndunum, löndum
einvaldanna, sem forðum skiftu Pól-
landi, þá hefir hann engan jarðveg
fengið á Póllandi. Allar stéttir og
allir flokkar í landinu hafa sam-
einast um að glata nú ekki hinu
dýrkeypta frelsi.
Austur- og Vestur-íslendingar.
Styrjöldin mikla hefir reist beinni
brá en áður var milli þjóðarbrot-
anna íslenzku beggja megin hafs-
ins. Beinar skipaferðir eru nú
tíðar milli Vesturheims og íslands,
og það má telja fullvíst, að þær
leggist ekki niður áftur. Hitt lík-
legra að þær verði enn beinni,
skipin muni fara þá leið sem er
enn styttri og koma á þær hafnir
sem liggja enn nær aðalbygðum
íslendinga vestra.
Styrjöldin mikla hefir og leitt
annað í ljós. Margar þjóðir Norð-
urálfunnar höfðu orðið að sjá á
bak mörgum sona sinna vestur
um haf. Nú hafa þeir sýnt það, í
fjölmörgum tilfellum, að þeir höfðu
ekki gleymt ættlandi sinu. Þau
eru mörg löndin í Norðurálfunni
nú, sem eiga sonum sínum, sem
dvöldust vestan hafs, hina mestu
þakkarskuld að gjalda. Það eru
ekki sízt  þau  löndin,  sem mest
voru hrjáð og kúguð. Synirnir
hafa horfið heim, í þúsundatali,
til þess að berjast fyrir frelsi ætt-
landsins, til þess að reisa landið
úr rústum, til þess að gæta nú
fengins frelsis, og fjárstyrkurinn
sem komið hefir og koma mun
frá útlögunum vestra, mun ekki
vega minst í viðreisnarbaráttunni.
í mörgum tilfellum hafa útlagarnir
vestan um haf reynst öruggustu
forystumennirnir um að bjarga
þeim er heima biðu. — Höfum
við íslendingar sannað hið sama,
þótt ekki sé í sama mæli og sum-
ar aðrar þjóðir, enda voru ekki
efni til þess — höfum við notið
ágæts starfs Árna Eggertssonar,
og hitt veit enginn, hver óbein not
við höfum af því haft, hve íslend-
ingar vestra voru ótrauðir að ger-
ast sjálíboðaliðarí'              '
Ærin eru efni, önnur en þau
sem nú hafa verið nefnd, til þess
að stofnað verði til öfiugri sam-
vinnu ven verið hefir með Austur-
og Vestur-íslendingum. En skyldan
að hefja máls á slíku hvílir meir
á okkur Austur-íslendingum, því
að hvorttvegg]a ber til, að við
höfum meira þegið og í annan
stað hafa þau óhappaverk verið
unnin hérna megin hafsins, sem
vel mætti kalla flaumslit, eða til-
efni til þeirra, sem skamt er að
minnast.
í flestum löndum Norðurálfunn-
ar, sem orðið hafa að sjá mörgum
sonum og dætrum á bak vestur
um haf, eru til öflug félög, sem
hafa það verkefni að halda við
sambandinu milli þjóðbrotanna,
greiða einstaklingum veg beggja
megin hafsins og stuðla að því að
víxláhrifin verði sem mest og
farsælust, bæði i andlegum og
verklegum efnum, Og það leikur
ekki á tveim tungum, að þau fé-
lög hafa unnið hið ágætasta starf
fyrir báða aðila.
Nú hafa allmargir menn það í
hyggju hér, að stofna til slíks fé-
lagsskapar. Og því er hér með
opinberléga skotið til Vestur-ís-
lendinga, hvort þeir mundu ekki
hugsa til slíks, og íslerizku blöðin
vestan hafs eru beðin að taka það
til yfirvegunar og umræðu.
Fyrirmyndir slíkra félaga eru
til, enda kæmi það í hendi, hvernig
unnið yrði, og því skal ekki nú
farið út í einstök atriði. Og ekki
heldur rætt um hitt, hvers vænta
má um árangur slíks félagsskapar.
Hefir nú verið nóg að unnið í
heiminum um hríð að sundra
kröftunum og eyða af þeim forða,
sem mannkynið hefir aflað sér. Og
i sambandi við þau timamót að
við,  sem  heima  búum,  stöndum
nú algerlega á eigin fótum, kemur
mörgum i hug að:
Hrörnar höll,
sús stendr þorpi á,
hlýr at börkr né barr —
látum þá huga hvarfla fyrst og
fremst vestur um haf, þar sem
þeir búa sem þekkja eins og við að:
til góðs vinar
figgja gagnvegir,
þótt sé firr of farinn.
Zil ritstjóra „Sögrétta".
Okkur sem hér ritum nöfn
okkar undir, hefir komið saman
um, að láta yður afdráttarlaust
vita, að okkur líkar í mesta máta
illa ritgerð sú^ sem birtist í 53.
tbl. »Lögréttu«, sem út kom 27. nóv.
s. 1. með fyrirsögninni »Kvefpest-
in« (Inflúenzan), þar sem við lít-
um svo á, að það sé siðferðileg
skylda allra blaðamanna, að vita
barðlega þau tilfinnanlegu mistök,
sem okkur virðist að átt hafi sér
stað hjá viðkomandi embættis-
mönnum þjóðarinnar áhrærandi
drepsóttina. Og ef við framvegis
verðum þess varir að »Lögrétta«
leitist við að breiða yfir gerðir
embættismannanna okkar, í svip-
uðu tilfelli og þessu, þá munum
við ekki lengi hér eftir eyða tíma
eða peningum til þess að kaupa
hana og lesa.
Við óskum eftir að þessar línur
verði birtar í fyrsta eða öðru tbl.
»Lögréttu« sem út kemur eftir að
ritstjórinn hefir veitt þeim móttöku,
en geti það ekki tekist, munum
við leitast við að fá þeim annars-
staðar rúm.
Fljótshiíð, 15. des. 1918.
Páll Sigurðsson, Árkvörn. Sigur-
geir Jakobsson, Deild. Éinar Magn-
ússon, Arngeirsstöðum. Guðjón
Jónsson, Vatnsdal. Oddur tvarsson,
Ormskoti. Sigurþór Ólafsson, Kolla-
bæ. Guðjón Jónsson, Tungu. Jón
Bergsteinsson, Torfastöðum. Jón
Egilsson, Torfastöðum, Jón Guð-
mundsson, Torfastö|^um. Guðni Kr.
Guðnason, Torfastöðum. Árni Árna-
son, Sámstöðum, Guðjón Sigurðs-
son, Sámsstöðum. Guðm. Erlends-
son, Núpi. Guðm. Guðmundsson,
Núpi.x'
Aths.: Grein þessa var »Lög-
rétta« beðin að birta, en hún neit-
aði.                          i
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24