Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Tķminn

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Tķminn

						TÍMINN
að minsta kosíi 80
blöð á ári, koslar 5
krónur   árgangurinn.
AFGREIDSLA
i Regkfavik Latigaveg
18, simi 286, út um
land i Laufási simi 91.
III. ár.
Reykjavík, 5. mars 1919.
15. blað.
Russneska hættast.
Maður heitir Edward Ross. Hann
er kennari í félagsfræði við há-
skóla einn í Bandaríkjunum og
nafnkendur fyrir rit um þau efni.
Hann hefir nú nýverið dvalið all-
lengi i Rússlandi til að sjá með
eigin augum aðfarir byltingar-
mannanna. Á leiðinni heim hittu
hann að máli franskir blaðamenn
og leituðu álits hans um það,
hvort líklegt væri, að maximaljsta-
hreyfingin bærist frá Rússlandi 4il
iðnaðarlandanna í Mið-Evrópu og
til Bandaríkjanna, svo að til borg-
arastyrjaldar drægi í þeim löndum.
Ross áleit þá hættu ekki ýkja-
mikla. Ástæðurnar væru svo frá-
munalega sérkennilegar í Rússlandi.
Sameignarandinn væri þar gamall
Og íótgróinn. Þjóðin að eðlisfari
gæf og draumlynd. Kenningar Tol-
stoys um að hver maður ætti að
ráða fyrir sínum hag og ekki
annara hefðu sproltið úr þessum
jarðvegi, enda orðið þar vinsælast-
ar og áhrifamestar. Þjóðin væri
vön harðstjórn, lítt ment og ger-
samlega óæfð að fara með lýðfrelsi
og hófieg sjálfbjargarsamtök. Þegar
hungursneyðin herti að slíkri þjóð,
væri sist að furða þó aðfarir múgs-
ins yrðu lítt skipulegar.
f þýskalandi væri jarðvegurinn
allur annar. Þýska alþýðan vön
að ráða fram úr sínum málum
innan verkalýðssamtakanna, hlýta
stjórn og skipulagi, vinna lengi og
eftir föstum reglum, að þvi að ná
settu marki. Að vísu gætti öfga-
manna allmikið í þýsku bylting-
unni, en þó vantaði bersýnilega
þann frjósama jarðveg, sem félag-
ar þeirra í Rússlandi fyndu í átt-
högum sínum.
í Frakklandi og Englandi væru
örðugleikarnir fyrir byltingamenn
þvi nær óyfirstíganlegir. Landslýð-
urinn fagnaði sigrinum af alhuga.
Engin fyrirsjáanleg neyð þrýsti að
almenningi. Frá hálfu landsljórn-
anna væri feiknamikið gert til að
koma bermönnunum að lífvænlegri
atvinnu. Hagsmunir fátækari stétt-
anna væru svo trygðir, að þeim
væri sýnilega alt annað en hagn-
aður að friðslitum og blóðsutbell-
ingum innanlands.
En þótt ótrúlegt mætti virðast,
þá myndi uppreistarandinn fremur
geta blossað upp í Bandaríkjun-
Utn heldur en á hinum barmi
At'antshafsins. Þar væri alt undir
Pví komið, hversu auðvaidið ame-
riska tæki i strenginn. Verkkaup
hafði hækkað feiknamikið á með-
an stóð á styrjöldinni. Verkamönn-
um  liði  nú belur en fyrir stríðið.
En ef farið yrði að þrengja kosti
þeirra, lækka kaupið, og reyna að
setja þá aftur í sömu spor, sem
þeir stóðu í vorið 1914, þá færi"
hættan að nálgast. Verkföll og iðn-
aðardeilur myndu skjótt fylgja, og
erfitt að segja hvar látið yrði
staðar numið.
í Bandaríkjunum er auðurinn
nú orðin mestur og misskiftastur.
Það er líklega af því að dr. Ross
treystir ekki fyllilega sanngirni og
drengskap peningaburgeisanna, í
landi sínu, úr því hann hann álít-
ur þessu fjar'æga lýðveldi einna
mesta hættu búna, af neistunum,
sem fljúga a.f bálinu mikla á rúss-
nesku sléttunum.
JKeíri framkvæmiir,
*    meiri tekjur.
Það er næsta eftirtektavert að
það e.r vegna fjármálastjórnarinn-
ar, sem danska stjórnin hefir orðið
að fara frá völdum. Mesti afburða-
maðurinn í þeirri stjórn var þó
fjármálaráðherrann. Og í flestum
erlendum löndum hefir einna mest
verið krafisl af fjármálaráðherran-
um. Og það verður eigi síður á
þeim timum sem nú fara i hönd,
samhliða friðnum.
Kröfurnar til fjármálastjórnar-
innar hafa aldrei verið meiri en
nú, að hún sé hvorltveggja í senn:
hagsýn og um leið ötul að afla
fjár handa ríkissjóði.
Öll riki heimsins eru nú lang-
samlega miklu skuldugri en þau
hafa nokkru sinni verið og það af
eðlilegum ástæðum. Þær skuldir
verður að borga.
í annan stað má gera ráð fyrir
því að bandamenn leggi enn ein-
hverskonar stiíðsskatt á hlutlausu
þjóðirnar fyrir það, að »hafa unn-
ið striðið fyrir þær«. Og verður að
sjá við þvi, og rikin að einhverju
leyti líka að gera það.
Loks verður það bráðnauðsynlegt
til þess að standast þá samkepni
sem nú hefst i heiminum, að ríkin
takist á hendur miklu meiri fram-
kvæmdir en áður og það á mörg-
um sviðum, styðja atvinnnvegi
landsins og greiði fyrir þeim, og
hjálpi til þess að allar auðs og
orkulindir landanna verði notaðar
á hinn fylsta og arðvænlegasta
hátt.
Alt á þetta við um okkar land
og allra helst um síðasta atriðið.
Eigi íslenska þjóðin að standast
í þeirri samkepni sem nú stend-
ur fyrir dyrum, verður ríkið að
stofna til miklu meiri framkvæmda
en nokkru sinni áður, til þess að
gera mönnum auðveldara að nota
auðsuppsprettur landsins, til þess
að hleypa nýju fjöri i atvinnu-
vegina.
Á þetta einkum við um land-
búnaðinn sem er að verða á eftir,
sem á við miklu erfiðari aðstöðu
að búa.
Þetta á við um samgöngurnar
sem rakið er og hefir verið ræki-
lega hér í blaðinu.
Þetta á við um menlamálin, og
ríður allra mest á því að sú hlið
framkvæmdanna sé ekki vanrækt,
um að gera þjóðina hæfa í sam-
kepninni við aðrar þjóðir.
Ríkið þarf að framkvæma miklu
meira en áður. En til þess að
geta framkvæmt svo mikið sem
þarf, þarf rikið miklu meira fé en
'áður. Við verðum að leggja það á
okkur að bera meiri byrðar en
áður, og það verður að finna nýj-
ar og réttlátar leiðar um að láta
þær byrðar koma niður á lands-
menn, samhliða hinu, sem lang-
flestir munu nú orðnir sammála
um, að hætta verður að taka fé i
landssjóð með þeim óréttlátu að-
ferðum sem nú tiðkast.
Án þess að þetta verði gert, er
alt skraf um framkvæmdir sem
koma verði í verk, fánýtt hjal,
loflkastalar sem aldrei koma við
jörð.
Þess vegna er það nú mesta lifs-
nauðsyn fyrir íslensku.þjóðina að
eignast hagsýna fjármálastjórn, sem
um leið er framsýn og ötul að
afla landinu tekna og vill fara rétt-
látar leiðar i þeirri fjáröflun.
Þess vegna er það eitthvert allra
mesta nauðsynjamál, að fjármála-
stjórnin leggi fyrir næsta alþingi
rækilegar tillögur um þá stefnu
sem ber að hefja um, að auka
tekjur landsins að miklum mun.
Pjóðin hlýtur að gera þá kröfu
til fjármálastjórnar og þings, að
það verði gert sem unt er og á
sem réttlátastan hátt, sem gera
þarf til þess, að gera ríkið hæft
til þess að leysa af hendi þær skyld-
ur sem á það leggjast, að það hafi
það fyrsta sem til þess þaif —
nóg fé.
Landssjóðinn íslenska vanlar fé
til miklu fleiri mála en nú hafa
verið talin. Ekki síst þeirrar hættu
að minnast, að þjóðin er óðum að
missa úr þjónustu sinni marga
nýta menn, vegna þess að lands-
sjóður er orðinn langar leiðar á
eftir einstaklingum, um að launa
starfsmönnum sínum sæmilega.
Sá hugsunarháttur er að deyja,
að vilja skorast undan öllum gjöld-
um.  Menn vita það nú orðið að
það sem borgar sig verst er það,
að láta hjá líða að hefjast handa
um þær framkvæmdir sem gefa
margfaldan arð.
Þess vegna mun þjóðin una því
illa ef ekki er hugsað fyrir því, áð
afla þess fjár handa landssjóði sem
þarf til þess að hrinda þeim verk-
um í framkvæmd sem margfalda
möguleikana til að lifa í landinu.
Og hún mun fús leggja á sig að
bera þá skatta, sem hún fær marg-
faldlega endurgoldna.
3Xýir tímair.
Nær hvervetna sem litast er um
í sveitum hérlendis, gefur að lita
talsverðar umbætur, sem orðið hafa
að mestu leyti nú á siðustu árum;
umbætur sem eru að verða varan-
legar. Með því að telja þær var-
anlegar, er ekki eingöngu átt við
það, að mörg umbótaverkin þurfa
nú minna viðhald og eru varan-
Iegri en áður hefir verið, heldur
og lika átt við það, að þessi verk
eða framkvæmdir eru að ná fót-
festu, eru að verða bundnar við
venjur og dagleg störf manna.
Landið sýnir það sjálft og bu-
fénaðurinn, að landbúnaðurinn
stendur hér ekki á gömlum merg,
að neinu verulegu, hvorki i auð-
söfnun eða framkvæmdum. Og
sögubrot landbúnaðarins herma
okkur, að viðleitnin til umbóta er,
í framkvæmdum og máli — alt
fram að síðustu tímum — að eins
hjá fáum mönnum.
Það mun láta nærri, að byrjun
20. aldarinnar, sé aðal-upphaf
búnaðarmenningaríslenskra bænda.
Hart nær að aldamótum þessum
lá það i landi hér, til sveita, að
vistir fólks voru mjög litlar tíma
úr árinu. í manna minnum er það,
að menn urðu að fella gripi að
vorinu, til að seðja hungur sitt,
horfellir búfjár viða árlegir við-
burðir, og ræktað land nær ekkert,
þótt borið væri tað á hóla og
karga-þýfi og garðholur væru við
suma bæi, húsin voru köld og svo
illa bygð, að þau þurftu oft árlega
viðgerð. Sveitafólk það, sem nú
lifir hér, á efri árum, er fiest alið
upp við sult og seyru og í bernsku
þess hrundu börnin niður fyrir
kuldasakir og vanhirðu. Á þessu
öllu var hjarðmanna-bragur.
Nú er öldin önnur: Sultur hjá
fólki mun vart finnast til sveita,
kuldinn viðast rekinn á dyr út úr-
bæjunum, ræktað land vex hröð-
um fetuni og horfellirinn fer bráð-
um fyrir kattarnef.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60