Tíminn - 31.03.1928, Blaðsíða 1

Tíminn - 31.03.1928, Blaðsíða 1
(öfaíbfetí 9Ö afgreiðsiumaður C i m an s er Xannpeig J>orsteins6ótíir, 5ami>anös4ú5inu, Seyfjamf. ^fgreiÖsía C i m a n s er i Sambanösijúsinu ®pín baglega 9—f2 f. i). 5tmi ^96. XH. ár. Reykjavík, 31. mars 1928. 18. blaS. Á þingi 1925 var skipuð milli- þing’anefnd, til þess að rannsaka og gera tillögur um nýja skipun á bankamálum landsins. 1 nefnd- ina voru valdir: Jónas Jónsson, núverandi ráðherra, Ásgeir Ás- geirsson núverandi fræðslumála- stjóri, Benedikt Sveinsson alþm., Magnús Jónson alþm. og Sveinn Bjömsson sendiherra. Nefndin framkvæmdi mjög mikla 'rannsókn um þessi efni og skilaði áliti sínu og tillögum ítar- lega rökstuddum ásamt ýmsum álitsskjölum bankafróðustu manna á Norðurlöndum. Hið merkasta við starf nefndarinnar var það, að fulltrúar stærstu stjómmála- flokkanna í landinu, Framsóknar- flokksins og íhaldsflokksins, sem era að jafnaði ósamþykkir um úrlausn höfuðmála, urðu hér sam- taka í nær öllum meginatriðum. Benedikt Sveinsson, sem var full- trúi þálifandi Sjálfstæðisflokks, tók algerða sérstöðu í nefndinni. Náðu tillögur hans eigi fram að ganga, og skal ekki fjölyrt um þær í þessari grein. — Rétt er að geta þess, að Magnús Jónsson var jafnan tregur til fylgis við þá skipun, að ríkið bæri ábyrgð á bankanum. Að öðru leyti varð í nefndinni samkomulag um megin- atriði. Mátti því ætla að rann- sóknin hefði leitt til þeirrar nið- urstöðu, sem best varð kosin eft- ir atvikum. Ihaldsstjómin lagði síðan fyrir þingið 1926 frumvarp til laga um Landsbankann, reist í öllum höf- uðefnum á tillögum milliþinga- nefndarinnar. Málið náði ekki fram að ganga á því þingi. Var það síðan að nýju lagt fyrir þingið 1927 og afgreitt sem lög, en með mjög stórvægilegum breytingum til skemda. Þessar umræddu skemdir á úr- lausn bankamálsins áttu sér sögu- leg og illkynjuð tildrög. Upphafs- maður flestra þeirra var Bjöm Kristjánsson fyrrum bankastjóri. Landskunnugt er, að B. Kr. hefir lengi verið mikill óvildarmaður bankans og þó einkum öfundar- maður núverandi bankastjóra. Or- sökin er sú, að í sambandi við bankann hefir B. Kr. biðið megin- ósigur 1 opinberu lífi sínu. Er mælt að hann hafi verið mestur hvatamaður að brottrekstri banka stjóranna í tíð Björns Jónssonar ráðherra. Enda var hann þá skip- aður bankastjóri. Byrjunarafskifti hans af bankanum voru þannig einskonar ófriðarráðstafanir. Við síðari atvik urðu þessar innri hvatir honum að fótakefli. Hann einangraðist í bankastjóminni og varð líkari niðursetu í bankanum heldur en ráðandi manni. Var hann þá, „öreiga“ að sjálfs hans sögn, „keyptur“ út úr bankanum fyrir árlega launafúlgu til dauða- dags. Þessi ósigur B. Kr., að vísu maklegur, hefir þó, samkvæmt mannlegum breyskleika, snúist upp í megna óvild hans gegn stofnuninni og núverandi stjórn bankans. — Er hér meginskýring á atferli B. Kr. gagnvart þessu máli. Annar þáttur í tildrögum þess- ara skemdaverka, var sú dulbúna og harðsvíraða mótstaða gegn sérréttindum bankans, sem Ihalds- menn hafa búið yfir og beitt eftir megni í öllum átökum um banka- mál landsins á síðustu árum. Skýringar þeirra staðreynda eru efni í sérstaka grein. Hér verður aðeins fjallað um niðurstöður þessar hneigðar eins og hún birt- ist í fari þeirra J. Þorl. og B. Kr. í úrslitum Landsbankamálsins síðastliðið ár. Jón Þorláksson lagði mikið kapp á, að fá Landsbankamálinu ! ráðið til lykta á þinginu 1927 og | bankaráðið skipað á þann veg, er íhaldsmönnum mætti vel hugnast, ; áður kosningar færu fram, ef ; ske kynni, að ósigur bæri að ; höndum. Vann hann það til góðr- ar samvinnu við B. Kr., að láta hann móta breytingartillöguv | íhaldsins er síðan voru knúðar ! fram af meirihlutavaldinu. Landsbankinn er eign þjóðar- | innar. Hefir verið litið svo á af ; öllum þorra landsfólksins, að rík- ið bæri ábyrgð á bankanum. Slíkt i hið sama munu hafa álitið er- lendir viðskiftavinir bankans. Mætti það teljast lítt fýsileg ráð- stöfun þjóðarinnar, að setja pen- j ingastofnun á laggimar, undir nafni alþjóðar, en synja allrar ábyrgðar á rekstri hennar og ráðabreytni. Veltur á slíkn ; ábyrgð hvorttveggja: styrkur | bankans og fjármálaheiður þjóð- ; arinnar. ! Á þessari meginhugsun var ! reist tillaga milliþinganefndarinn • | ar um ábyrgð ríkisins á bankan- um. Og er leitað var álits ölafs Lárussonar prófessors um þetta ; efni undir meðferð málsins á j þingi 1927, hnigu svör hans til 1 þeirrar niðurstöðu, að ríkið væri I bæði siðferðislega og pólitískt bundið ábyrgð á bankanum. — Gegn þessari niðurstöðu beittu þeir sér af alefli, J. Þorl. og B. Kr., með þeim afleiðingum, sem áður er líst. önnur meginbreyting þeirra fé- laga laut að stjórnarfyrikomu- lagi bankans. Samkvæmt tillög- um nefndarinnar átti að kjósa 15 manna ólaunaða nefnd. Skyldi nefndin kosin hlutfallskosningu á Alþingi. Nefndin átti að kjósa bankaráðið og vera einskonar skjólgarður um bankann út á við. Slík skipun var í augum þeirra J. Þorl. og B. Kr. of glæsileg til handa bankanum. Tókst B. Kr. að setja fingraför sín hvarvetna á stjórnarhætti bankans, og sem lutu að því að gera störf bank- ans að þunglamalegri skriffinsku og dagbókarfærslu. Voru tillög- umai' mótaðar af óvild hans til bankast j ómarinnar. Breytingartillögur þær, sem nú eru bornar fram af hálfu Fram- sóknarflokksins lúta einungis að því að tryggja bankann með sjálfsögðu ákvæði um ábyrgð rík- isins á honum og að hlaða um hann þann trausta vemdargarð, sem fólginn er í skipun banka- nefndarinnar. Verður máhð þar með fært á grundvöll þaxm er lagður var af milliþinganefndinni. Afskifti Ihaldsmanna af banka- málum landsins hafa öll verið mótuð þeirri stefnu, að hamla sér-aðstöðu og sérréttindum þjóð- bankans. Samkvæmt lögmáli ein- staklingshyggjunnar kjósa þeir fremur að hlynna að hlutafélags- banka, þó erlendur sé. Með ósigri Ihaldsfl. er þessi stefna fallin. Verða þeir J. Þorl. og B. Kr. að láta sér lynda að þjóðin færi skipun þessa máls í fyrra horf. Utan úr heimi. Jóannes Patursson og sjálfstæðisbarátta Færeyinga. Jóannes Patursson kongsbóndi í Færeyjum og sjálfstæðisforingi Færeyinga hafði nýlega nokkurra daga viðdvöl hjer í Reykjavík. Hann flutti tvö erindi um stjóm- málasögu og málefni Færeyinga. j Auk þess var honum samsæti I haldið. Loks var hann mesti au- j fúsugestur á heimilum fjöl- i margra Reykjavíkurbúa. — Jó- | annes Patursson er rösklega með- | almaður á vöxt, svartur á hár og j skegg, dökkeygur og fráneygur, vasklegur og drengilegur í fram- göngu, rómsterkur og er djúp röddin. Hann talar allvel íslensku. Jóannes Patursson. Saga færeyskra sjálfstæðis- mála er að mestu saga Jóannes- ar Paturssonar, með því að hann er heJsti upphafsmaður og odd- viti Færeyinga í sjálfstæðisbar- áttu þeirra. Skulu hjer á eftir raktir, í sem stystu máli, megin- þættir þeirrar sögu: Á ofanverðri 18. öld og fram um aldamótin var uppi í Færeyj- um maður sá, er Nolseyjar-Páll er nefndur. Hann var þjóðhetja Færeyinga og hélt þar uppi sams- konar baráttu gegn verslunarein- okun Dana og fyrir viðreisn eyjaskeggja, eins og Skúli fógeti hér á landi. Voru allsöguleg við- skifti hans og Dana.. I ófriðnum milli Englendinga og Dana fékk Nolseyjar-Páll leyfi Englendinga, til þess að sigla kaupfari milli Englands og Færeyja, til bjargar Færeyingum, með því að ÖD versl- unarviðskifti þeirra við Dani voru hindruð. I þeirri för fórst skip hans með allri áhöfn árið 1808. Var Páll þá aðeins 42 ára gamaU. Er enn uppi í Færeyjum orðrómur um að Danir hafi ráðið hann af dögum.*) Baráttaji fyrir verslunarfrels- inu var í Færeyjum, eigi síður en hér á íslandi, einskonar for- leikur að sjálfstæðisbaráttunni yfii-leitt. Eftir fall Nolseyjar-Páls féll baráttan að vísu niður um skeið. En önnur kynslóð frá Páli skilaði upp á yfirborðið nýjum foringja og ótrauðum, þar sem er Jóannes Patursson. Er hann og náinn afkomandi Nolseyjar-Páls. Sjálfstæðisbaráttan hefst með því að árið 1889 var í Færeyj- um stofnað „Færeyingafélag“. Nafnið bendir til ástandsins. Danskir embættismenn réðu einir öllu og kúguðu eyjarskeggja Ástkær eiginmaður og faðir okkai-, Sveinn Oddsson bama- kennari, andaðist sunnudaginn 25. þ. m. að heimili sínu, Akri á Akranesi. Þetta tilkynnist vinum og vandamönnum. Akri, Akranesi, 28. mars 1928. Ekkja og böm hins látna. Guðbjörg Sigurðardóttir. Sveinbjörg, Jón, Oddur. *) Ámi bókavörður Pálsson hefir | ritað um Nolseyjar-Pál góða grein ! og skilmerkilega i Skirni 1925. stjómarfarslega og andlega. Stefna félagsins var í tveimur greinum: Að gera Færeyinga sjálfbjarga í öllum greinum og hefja færeyska tungu tii viður- kenningar. Helstu forgöngumenn félagsins voru þeir bræður úr Kirkjubæ Jóannes Patursson og Sigurður. — Embættismönnum Dana og hinum dansklundaða hluta landsfólksins þótti félags- stofnunin ískyggileg. Þá var eitt blað í eyjunum, „Dimmalætting“, ritað á dönsku og af dönskum toga. Árið 1890 var stofnað blað „FæreyingatíðindiA Ritst j órinn var Oliver Effersöe, þá stuðn- ingsmaður Paturssonar. Stefnu „Færeyingafélags“ óx nú fylgi og þar kom, að Jóannes Patursson var, árið 1901, kosinn fulltrúi á Fólksþing Dana. Átti hann sæti þar til ársins 1906. Féll hann þá með þeim atburð- um er nú skal greina: Árið 1903 hafði Patursson gefið út bók sína „Stjórnmál Færeyinga“. Markaði hann þar þá höfuðdrætti sjálf- stæðisbaráttunnar, að engin lög skyldu gilda í Færeyjum nema þau öðluðust samþykki Lögþings Færeyinga, að Færeyingar ættu að fá umráð yfir fjármálum sín- um, vera lausir við að senda full- trúa á þing Dana og mega velja um, hvort þeir bæru mál sín upp fyrir stjórn Dana eða þingi þeirra. Embættismenn Dana í eyjunum snerust öndverðir gegn tillögum þessum. Árið 1906 fóru fram kosningar í Færeyjum. Hafði Jóannes Pat- ursson komið þar málum sínum við Danastjórn, að hann hafði fram að bera ákveðin boð til handa Færeyingum um aukin réttindi. Skyldu þeir fá nokkur umráð yfir skattamálum og fjár- málum sínum yfirleitt til sam- göngubóta o. fl. — En veturinn áður, meðan Jóannes Patursson sat í Khöfn, höfðu orðið þau kyn- legu veðrabrigði, að Effersöe, sem áður hafði fylgt Sjálfstæð- ismönnum að málum, gerðist and- vígur Patursson, en hélt sjálfum sér fram til kjörs á móti honum með stuðningi sambandsmanna. Var stefna Paturssonar allavega sem mest tortrygð og gerð ægi- leg í augum eyjaskeggja. Voru þeir og í þann tíð lítt fallnir til nýbreytni eður stórræða. Fóru svo leikar, að Patursson féll við mikinn atkvæðamun, en Effersöe var kosinn í hans stað. Árið 1907 kom Friðrik kon- ungur áttundi til Færeyja. Við móttökuna í Þórshöfn flutti Jó- annes Patursson skörulega ræðu og einarðlega. Lýsti hann málefn- um Færeyinga og baráttu þeirra fyrir auknu sjálfstæði. Ekki er annars getið en að konungi líkaði ræðan vel, en mörgum Dönum bæði í Færeyjum og í Danmörku líkaði stórilla. Magnaðist fjand- skapur Dana gegn sjálfstæðis- kröfum Færeyinga og má það til marks hafa, að Sjálfstæðismönn- um var algerlega varnað máls um þau efni í dönskum blöðum um tug ára eða lengur eftir þessa at- burði. Árið 1917 voru í Lögþingi Fær- eyinga 11 Sjálfstæðismenn og 9 Sambandsmenn. Þá var Paturs- son kosinn fulltrúi eyjanna á Landsþing Dana. Var þá full- trúi á Fólksþinginu sambands- maðurinn Samúelsen. Árið eftir lagði Patursson fram fyrir stjórn- ina ákveðnar kröfur af hálfu Færeyinga þess efnis, að færeysk tunga skyldi-Aera skólamál í eyjunum, að engin lög skyldu gilda í Færeyjum nema þau hefðu hlotið samþykki Lögþingsins, að Færeyingar skyldu fá umráð yfir fjármálum sínum, að þeir fengju umráðarétt yfir hvalveiðum við eyjamar, að í eyjunum yrði stofnaður stýrimannaskólL — Danska stjómin neitaði að leggja þessar tillögur fyrir þingið. Gerði þá Patursson það sjálfur, en þingnefnd stakk málinu undir stól. Þegar heimsstyrjöldin skall á og siglingar teptust, kom það í ljós, eins og á dögum Nolseyjar- Páls, að Danir hafa verið til þess eins færir að kúga minni máttar þjóðir á smámannlegan hátt, en ekki mátt veita þeim neinn stuðn- ing, þegar að hefir sorfið vegna ófriðar. Urðu Færeyingar nauð- beygðir til -þess að leita beint á náðir Englendinga um að mega sigla til Islands eftir matbjörg. En íslendingar höfðu þá þegar haldið skipum sínum til Ameríku til nauðsynjavöruflutninga. Er mælt að Islendingar hafi þá forð- að Færeyingum frá yfirvofandi hungri. — Skipuðu Danir síðan nefnd í Landsþinginu til þess að rannsaka þetta dirfskubragð Fær- eyinga! Gerði nefndin orðsending til nokkurra Færeyinga um að koma til K.hafnar og svara til saka! En Færeyingar svöruðu eins og Islendingar forðum: „Ut- anstefnur viljum vér engar hafa!“ Árið 1923 reis mikil blaðaþræta í Noregi og Danmörku út af Fær- eyjamálum. Atvikaðist það með þeim hætti, að Gjelsvik prófess- or ritaði um það í norsk blöð að Færeyingar myndu fúsastir þess að ganga í samband við Noreg. — Oliver Effersöe var staddur í Khöfn er þetta gerðist. Hann mótmælti þessu harðlega. Kvað hann Færeyinga danska að ætt og uppruna, enda færi vel á með ; þeim og Dönum í einu og öllu! j — Paturson var staddur í Noregi, þegar þetta gerðist. Hann ritaði þá í norsk blöð og mótmælti ein- dregið þessum staðhæfingum. Benti hann á að Færeyingar væru sérstök þjóð af norskum uppruna og að stjórn Dana í Færeyjum væri og hefði jafnan verið harð- stjórn. Við þetta komust margir Danir í uppnám. Effersöe krafðist | þess á Lögþinginu, að Sjálfstæðis- menn afneituðu Patursson, en

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.