Tíminn - 23.11.1929, Qupperneq 1

Tíminn - 23.11.1929, Qupperneq 1
©íaíbfetl o® afgrei6sluma&ur (Timans er S a n'n o e i g þorstíins&óttir, Samban&sþúsútu. SrffjaDÍf. ^fgreibsía Clmans er i Sambon&sljástnu. ©ptn bagle^a 9—\2 f. 4. S>tnti ^96. xm. ár. "m ui i.»Li^^. Reykjavík, 23. nóvember 1929. 70. blaö. títgerð landsjóðsskipa Nýtt skípulaé tekið upp. Atvinnu- og samgöngumála- ráðherra, Tryggvi Þórhallsson, hefir hinn 21. þ. mán. skrifað stjóm Eimskipafélags Islands á hessa leið: „Ráðuneytið hafði með bréfi dags. 27. sept. þ. á. sagt upp samningi við Eimskipafélag Is- lands um útgerðarstjóm Esju frá næstkomandi áramótum. Hef- ir hin háttvirta stjóm Eimskipa- félags Islands nú með bréfi dags. 5. þ. m. boðist til þess að taka að sér útgerðarstjómina áfram og að lækka mánaðargjaldið fyr- ir útgerðarstjórnina úr 2800 kr. í 1800 kr. á mánuði. Vill ráðu- neytið út af þessu taka fram eft- irfarandi: Emil Nielsen framkvæmdar- stjóri Eimskipafélags íslands hef- ir hingað til annast útgerðar- stjóm Esju af hálfu Eimskipa- félags Islands og hann hefir að öllu leyti komið fram við ráðu- neytið um það mál af félagsins hálfu. Hefir og ráðuneytið borið fylsta traust til framkvæmdar- stjórans bæði um þetta atriði og léitað aðstoðar hans um mörg önnur þýðingarmikil störf. En nú er það fullráðið, að herra Emil Nielsen hefir ekki á hendi framkvæmdarstjórastarf fyrir Eimskipafélag Islands lengur en til næstu áramóta. Hefir ráðu- neytið og sannar fregnir um það, að það er enn með öllu óráðið hver taki þá við því starfi. Svo fáum vikum fyrir áramótin get- ur ráðuneytið því enga hugmynd um það haft hverjum Eimskipa- félag íslands ætlaði yfirstjóm um útgerð Esju, væri hún enn falin því á hendur. Aftur á móti getur ráðuneytið átt kost á manni til forstöðu um útgerð Esju, sem það telur til þess sérstaklega færan, að Emil Nielsen frágengn- um. Undanfaríð hefir reksturshall- inn á útgerð Esju venjulega orð- ið yfir hálft annað hundrað þús- und krónur á ári. Þó að yfirleitt megi vart gera ráð fyrir að strandferðir verði reknar fyrst um sinn án reksturshalla, og þó að reksturshallinn væntanlega myndi lækka vegna þess að stjóm Eimskipafélags Islands hefir séð sér fært að bjóðast til að lækka nú mánaðargjaldið fyrir útgerð- ina, þá telur ráðuneytið að um svo háa upphæð sé að ræða fyrir ríkissjóð, að full ástæða sé að gera tilraun til, með nýju skipu- lagi, að lækka hinn geysiháa ár- lega reksturshalla á útgerð Esju. Auk hins mikla árlega rekst- urshalla, sem verið hefir á rekstri Esju em árlega vedttar úr ríkis- sjóði töluvert á annað hundrað þúsund krónur til flóabáta (á fjárlögum næsta árs t. d. 115.500 kr.). Af hálfu hins opinbera hef- ir sem ekkert eftirlit verið með því haft hvernig þessu fé hefir verið varið, enda hefir ríkið eng- an mann haft í sinni þjónustu, sem hefði sérstaklega þekkingu til þess. Án sérstakrar athugunai’ hefir í þessu efni haldist gamalt en mjög kostnaðarsamt skipulag. Telur ráðuneytið fulla nauðsyn á að í þessu efni sé komið á eftir- liti og athugun á hinu gamla skipulagi, framkvæmt af manni sem hafi um það sérþekkingu. Auk Esju gerir ríkið nú út þrjú strandvarnarskip og vita- J skipið Hermóð. Auk þess er það mjög í ráði að keypt verði nýtt strandferðaskip, ef um það fengj- ust góð kaup, og ennfremur hef- ir það komið til athugunar, að einn eða fleiri af flóabátunum, kæmi þar með í hóp til útgerðar. Liggur það því fyrir að kostnað- ur við slíka sameiginlega útgerð- arstjórn skiftist í marga staði, enda væri um nægilegt verkefni að ræða. Með skírskotun til þess sem nú hefir verið sagt, hefir ráðuneytið ákveðið að fela núverandi skip- stjóra á Esju, Pálma Loftssyni, sem um fjölmörg ár hefir verið í strandferðum, fyrst sem stýri- maður á skipum Eimskipafélags íslands og nú síðast sem skip- stjóri á Esju, útgerðarstjórn Esju frá næstu áramótum. Jafn- framt verður honum falin útgerð- arstjóm varðskipanna og Her- móðs og ef til vill fleiri skipa. Loks verður honum faiið eftirlit af hálfu hins opinbera með flóa- bátunum og að endurskoða hið gamla og dýra skipulag um þann rekstur. Ber að afhenda í hendur hon- um um áramótin öU gögn snert- andi útgerð Esju, og kemur hann að öllu leyti fram af ráðuneytis- ins hálfu er þessi breyting fer fram. Jafnframt því að tilkynna hátt- viriri stjórn Eimskipafélags Is- lands þetta, vill ráðuneytið hér- með nota þetta tækifæri til þess að tjá fraiftkvæmdarstjóra Eim- skipafélags Islands, herra Emil Nielsen, ágætar þakkir fyrir stjóm hans á útgerð Esju á und- anförnum ámm, og aðra starf- semi hans í þjónustu Islands, sem því miður verður nú, að miklu leyti a. m. k., lokið á næstu áramótum, er hann lætur af út- gerðarstjóm Esju og Eimskipa- félags Islands. Ráðuneytið vill ennfremur láta þá von í ljós, að góð samvinna megi verða milli hins væntanlega útgerðarstjóra Esju og Eimskipa- félags Islands um framhaldsflutn- inga með Esju frá skipum Eim- skipafélags Islands og yfirleitt um alt það, sem verða má til þess að gera strandferðirnar sem bestar“. ----o----- Bækur sendar Tímanum. Burknar heita ljóðmæli eftir Pétur Pálsson. Eru þai' kvæði á 182 bls. Kvæðin eru ekki þreyt- andi löng og margt af lausavís- um. En fátt mun þar tilþrifa- kvæða eða dj úphugsaðra. Eigi að síðui' eru mörg þeirra læsileg ljóðelskum mönnum, því höfund- urinn er rímhagur í góðu lagi. Gríma nefnist þjóðsagnasafn, er Þorst. M. Jónsson bóksali á Akur- eyri er tekinn að gefa út. Býr Jónas Rafnar það til prentunar, en safnað hefir Oddur Björnsson. I fyrsta hefti, sem er nýkomið, eru 23 sagnir á 82 bls. Frágangur ritsins er ágætur. ----o----- Sauðnautin Búnaðarfélag Islands hefir ný- lega meðtekið eftirfarandi bréf: „Vilhjálmur Stefánsson 36 Redford Street, New York. 9. okt. 1929. Búnaðarfélag íslands, Reykjavík, ísland. Kæru herrar! lig las i blaðinu „Tíminn“ frn 31. ágúsl, að Grænlandsleiðangurinn, seiii þorsteinn Jónsson koni af stað, liafi flutt ykkur sjö sauðnaut til að annast um, og síðan sá eg hlaðaúr- klippu um danskan visindamann, sem hafði verið á ferð um ísland og látið uppi þá skoðun sína, að sauð- nautakynið væri alt einhverri lævísii og leyndardómsfullri hrörnun undir- orpið. þettíi má nú fremur kallast dulræna en vísindi, og ef þessi skoð- un kynni að liafa einhver álirif nieð- al ykkar vildi eg láta þess skýrt get- ið, að ekkerl er fjær því að vera dul- rænt en það, að sauðnautunum er stööugt útrýmt aí öllum þeim lands- svæðum, er vísindamaðurinn danski nefnir. Lesið t. d. lýsingar Sverdrups á því, hvernig hann og félagar hans slátruðu sauðnautunum á Ellesmere- eyju. Lesið frásögn mína í „The Friendly Arctic", og lesið loks frá- sagnirnar um það, hvernig hópaniir voru skotnir niður til þess að ná í þessa sjö kálfa. þar haíið þið allan leyndardóminn. Fá landdýr eru betur búin til varnar gegn öðrum dýrum en sauð- nautin. Hvorugur okkar Sverdrups íundu nokkur merki þess, að þeim veittist á nokkurn liátt erfitt að verjast. árásum úlfa, en við tveir höfum liaft meira saman við þessi dýr að sælda á rannsóknarferðum okkar en allir aðrir teiðangui'smenn samanlagt, því að við veiddum sjálfir handa okkur, en liæði Peary og aðrir létu Eskimóa veiða fyrir sig það, sem þeir þurftu af dýrum til matar. það er hugsanlegt að is- birnir geti stundum ráðið niðuriög- um sauðnauta, en sönnur eru engar fvrir því. En þessi vörn sauðnautanna, sem reynist því nær óskeikui gagnvart öðrum dýrum, gengur sjálfsmorði næst þegar við menn er að eiga, jafnvel þó steinaidarmenn séu. Við vitum þetta af ýmsum frásögnum, sem liæði og og aðrir hafa fært í letur um það, hvernig steinaldar- Eskimóar liafa lagt að velli lieilar hjarðir. Sauðnautunum fækkar þvi meir, seni steinaldarmaðurinn fær- ist í aukana. Um stutt skeið getur villimaðurinn og sauðnautin lifað á líkum slóðum. En yfirleitt liverfa þau íljótiega með öllu af veiðislóö- unum. þau hafa engin tök á að verjast árásum mannanna, og það er eina ástæðan fyrir því að þeim fækkar. Stundum hefir það komið fyrir á Austur-Grœnlandi og á eyj- unum, sem fundust í ieiðangri mín- uin, að hreindýr-hafa liorfið því nær með öllu þar sem krökt var fyrir af þeim. þetta stafar af því, að úlfai’ geta undir vissuin kringum- stæðurn gert út af við þau, svo að þau hverfa að mestu eða öllu. E11 það eru engin dæmi þess, að sauð- naut hverfi al sínum slóðum af samskonar ástæðum. þau falla elcki fyrir öðrum en mönnum. Danski vísindamaðurinn veður saina reykinn þegar hann gefur það í skyn, að sauðnaut þoli ekki svo læitt loftslug eins og er á íslandi. Dýrin liafu lil'að sjö ár í dýragarð- inum í New York, þar sem hitinn getur orðið yfir 100 stig á Fahren- heit (rúm 38 st. Celsius) í skuggan- um og þar sem þau eru fóðruð á ýmsu, itm attla m»tti að »tti ekki við þau, eins og korngrasi og smára. Sauðnaut hljóta einnig oft að hafa lifað í Aiaska í 90 st. F. (35 st. C.) hila fyrir sjötíu og fimin árum, eða áður en þeim var útrýmt þaðan. Svo lieitt verður einnig á lægri hökluim Hanbury-fljótsins, þar sem sauðnaut eru enn í dag. Ef þeim væri hætta búin af niikium hita, vreri þeim óhœtt á íslandi, þvi þai- verður aldrei mjög heitt. En eins og áður er getið eiga þau stundum heima í héruðum, þar sem sumar- hitinn verður miklu hærri en nokk- urntima getur orðið á íslandi. Mér virðist það einkum þrent, sem ykkur ber að aðgæta. þið verð- ið að í'eyna að varðveita dýrin frá því að vera með öðrum húsdýrum. þaö er mögulegt, að sýklar lítt skaðlegii' nautpeningi og sauðfé geti oi'ðið sauönautunum banvænir. þið verðið að \ernda þau fvrir liunduin á meðan þau eru ung, en það ætti að vera auðveldara á ís- laiidi en víðast hvar annarsstaðar, þvi hundarnir vkkai eru hvorki stói'ir nó grimrnir. þið verðið að urngangast þau daglega, svo að þau verði tamin með aldriuum. Auðvit- að er hægt að fara með þau eins og kúrekarnir i Ameríku fara með viita, rnaniiýga nautpeningiini, en betra væri að ala þau upp rneð lempni og temja þau, ef það getur sami-ýmst skapferli þeirra. Vilhjálmur Stefáneson". I framanrítuðu bréfi hins heimsfræga landa vors eru eink- um leidd rök að þessu tvennu: Að fækkun sauðnautanna orsakist ekki af hrörnun í sjálfu sauð- nautakyninu, heldur einungis af því hvað auðvelt er að drepa þau, og að veðurátta og náttúra iandsins sé ekki því til fyrir- stöðu að sauðnaut geti þrifist hér á landi. Margir munu líta þannig á, að sú reynsla sem fengist hefir nú, afsanni þetta, þai- sem 6 sauðnautakálfar af 7 liafa drepist. En jafnvel þótt svona hafi farið álít eg þó með öllu rangt að draga slíka álykt- un af þessari reynslu. Þar sem sauðnaut lifa á Græn- landi er bithagi mjög hrjóstrug- ur — mest melar og leirflæmi með snarrótartoppum hér og þar. Kálfarnir ganga undir móðurinni IV2,—2 ár og hljóta því að lifa að miklu leyti á móðurmjólkinni fyrsta árið, sökum hins lélega haglendis. — Sauðnautakálfarnir sem hingað komu voru 3 mán- aða. Á leiðinni fengu þeir versta veður, höfðu lítið og lélegt hey og enga nýmjólk. Eftir að þeir komu að Reynisvatni lifðu þeir á beitinni þar og fengu nokkra mjólk. Þrátt fyrir hinn unga ald- ur, hrakninga og mjólkurskort á köflum, þrifust þeir vel og höfðu góða framför. I haust voru svo kálfarnir fluttir að Gunnarsholti. Skömmu síðar fóru þeir að sýkj- ast, voru veikir í stuttan tíma, 6—10 daga, og drápust ailir í einni lotu. Sjúkdómur, sem hag- ar sér eins og faraldur og drepur á svona stuttum tíma, getur ekki orsakast af slæmum al- mennum lífsskilyrðum, ef svo væri, mundi sjúkdómurinn standa leng-ur yfir og dýrin smádragast upp. — Við rannsókn kom það líka í ljós, að það var bráða- pestarsýkill sem olli pestinni. Voru þau 2 dýr, sem þá lifðu, bólusett. Annað drapst skömmu eftir bólusetninguna og var að- eins veikt í iliman sólarhring. Kemur það mjög vel heim við þá reynalu, að sauðfé sem tekið hefir pest áður en bólusett er, drepst mjög fljótt eftir bólusetn- ingu. Hitt dýrið lifir enn og virð- ist þrífast ágætlega. Bráðapest- arsýklana hafa kálfarnir fengið úr beitilandinu — lifa þeir í jörðunni árum saman, einkum heima við bæina, og eru mjög útbreiddir eins og bráðapestin. Áður er það ekki vitað, að sauð- naut geti sýkst af bráðapestar- sýklum, en eftir að þessi vissa er fengin, mun óhætt að fullyrða að hægt sé í framtíðinni að gera dýrin ómóttæk fyrir sýklunum. Reynsla okkar er því þessi: Kálfamir hafa þrifist vel þrátt fyrir ungan aldur, harðræði við flutninga og mjög breytt lífskjör og þeir hafa ekki virst sýkjast af öðrum sóttkveikjum enn sem komið er, en bráðapestarsýklin- um. Enn er því ekkert það kom- ið fram sem bendi til, hvað þá sanni, að sauðnaut geti ekki þrifist hér á landi. Þrátt fyrir þetta hafa þær raddir þó heyrst, sem nú þykir nóg komið og telja því fé öllu kastað á glæ sem var- ið hefir verið í þessu skyni. Fer svo jafnan að ýmsir vilja riðlast í fylkingu. Við svo búið getum við tæplega skilið við málið. Allmargir hafa fylgt málinu af því að þeir álitu sauðnautin narðfeng og arðsöm og því bú- hnykk að flytja þau inn í landið. Aðrir létu þetta eitt ekki ráða, heldur studdu málið mest vegna þess, að þeir hyltu þá alþjóða mannúðarhugsjón, að gera al- varlega tilraun til þess að forða þessari dýrategund frú bráðri og fullkominni tortímingu. Hefir því þessi tilraun vakið eftirtekt ann- ara þjóða á okkur og það því fremur, seni við höfðum mann- dóm til þess að sigla sjálfir til Grænlandsóbygða og sækja dýr- in. Þetta tvent hefir leitt til þess, að Danir hafa rætt um okk- ur i blöðum og í sjálfu Ríkis- þinginu, sem framandi og hlið- stæða þjóð Norðmönnum, sem væri að gera sig óþarflega heimakomna í þeirra landi — Grænlandi — og strádrepa þar sauðnaut. Höfum við ekki dag- lega átt slíkum sjálfstæðisviður- kenningum að fagna hjá Dönum. Vegna þeirrar athygli, sem mál þetta hefir vakið á okkur út á við, og- vegna þeirrar göfugu hugsjónar, sem að öðrum þræði hefir skapað það, getum við tæp- lega gefist strax upp. Hannes Jónsson, dýralæknir. -----o----- — Nýlega uröu stjórnarskifti í Frakklundi og tók hægrimaöurinn Tardieu við stjórnarforustu. Stjórnin stöðvaöi heimflutning setuliðsins úr Rínarhéruðum og kvað honuni ekki mundu verða haldið áfram fyr en þjóðverjar hefðu fullnægt skilyrðum Youngsamþyktarinnar. Sósialistar og Radikalar eru harðsnúnir andstæð- ingar stjóriiarinnar. Eigi að síður hlaut hún traustsyfirlýsingu í þinginu og ætla menn að hún muni fá nokkuni vinnufrið. — Pólfiug loftskipsins Zeppelin greifa er nú talið fullráðið. Hefst flugið i april næstkomandi og verð- ur flogið frá Tromsö I Noregi til Fairbanks i Alaska og er gert ráð fyrir að fara hringflug um stór svæði á þessari leið. Auk þeirra Nansens og Sverdrups verða 10 aðrir vísindamenn 1 ieiðangri þess- um.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.