Tíminn - 14.02.1931, Blaðsíða 2

Tíminn - 14.02.1931, Blaðsíða 2
TlMXNN mönnum og vélamönnum eru greidd allgóð laun, tryggingar- kostnaður véla er mjög hár. Þá er siður að líftryggja alia farþega, er ferðast í lofti. Bensineyðsla flugvéla er afarmikil og sérstök benzintegund notuð, sambland af benzin og benzol, sem er miklu dýrara en venjulegt benzin. Þá er viðhaldskostnaður hreyfla og flugvéla mjög mikill, enda er til þessa vandað eftir föngum til þess að fyrirbyggja neyðarlend- ingar, sem þó geta ætíð komið fyrir. Þá verður að sjá fyrir fymingu og má af þessu ljóst verða, að flugferðir allar eru mjög dýrar. Það er venja hvar- vetna að reikna kostnað flug- ferða við hvem km., er flogið er. Fyrsta sumarið var kostnaðurinn náí. 4,50 kf. pr. km., sumarið 1929 nál. 3,50 kr., sumarið 1930 nái. 2,00 kr., og býst ég við á þessu ári að kostnaðurinn færist niður í 1,50 kr. pr. km. Sést á þessu, að stórkostlega hefir unn- ist á á þessum 3 árum, er tekizt hefir að lækka kostnaðinn niður í i/s af upprunalegum útgjöldum. Sumarið 1928 er allur kostnaður- inn talinn yfir 100000 Mk. (ein vél) og sumarið 1929 yfir 200000 kr. (2 flugvélar), en sumai’ið 1930, nál. 120000 kr. Á þessu ári verður sú bylting, að hætt er við leigu á flugvélum, hlutaféð er aukið og ráðizt er í að festa kaup á tveim flugvélum. Á þessu nýja ári mun enn verða komið í frani- kvæmd allverulegum sparnaði, einkum á launakjörum starfs- manna félagsins og vátrygging- um. Gert er ráð fyrir í framtíð- inni að hafa reglubundnar ferðir 5 mánuði ársins frá 1. maí til 1. okt., en hinn tíma ársins verður önnur flugvélin höfð í förum, við og við, einkum til póstflutninga. 1 vetur hefir ekki verið flogið síðan um miðjan nóv. og veld- ur því aðallega skemmdir þær, er urðu á báðum vélunum í sum- ar. Sjávarseltan hefir étið svo aluminiumefni flotholtanna og vængjanna að neðan, að taka hef- ir orðið úr stór stykki og setja ný í staðinn, en slík viðgerð er afar seinunnin og er henni nú fyrst lokið á annari flugvélinni, er mun hefja sig til flugs þessa daga, en hin vei’ður tilbúin 1. mai. Til þess að fyrirbyggja slíkar skemmdir, er nauðsynlegt að skola sæflugvélar úr fersku vatni helzt daglega, og varð því nauðsynlegt að koma upjj flug- höfn í Reykjavík með öllum nauðsynlegum útbúnaði til við- halds og geymslu flugvéla og tryggingar öryggis flugferðanna. Flughöfn þessi, sem mun í fram- tíðinni verða miðstöð flugferða milli Islands og annara landa, kostar nál. 70000 kr. og hefir Reykjavíkurbær þegar lagt 30000 kr. til hennar. Er þá loks því takmarki bráðum náð, að engin töf þarf að verða á afgreiðslu flugvéla, ef veður hamlar ekki. Hingað til hafa flugvélamar haft bækistöð sína á Reykjavíkur- höfn og verið háðar umferðinni á höfninni, dutlungum bátaeig- anda og hverskyns öðrum óþæg- indum. Nú verður unnt að draga flugvélarnar á land að afloknu flugi, á þar til gerðri dráttar- braut, skola þær og gera jafn- harðan við, ef á þarf að halda. (Meira). Alexander Jóhannesson. PininilafDndHr í l/sslmaíinðeyjuin Kommúnistar og íhaldsmenn taka höndum saman. Þann 6. febr. boðaði Jóh. Jós- efsson þm. . til þingmálafundar í Vestmannaeyjum. Hófst fundur kl. 8 síðdegis og stóð yfir óslitið til kl. 3 að nóttu. Til fundarstj. kvaddi þingm. Hjálm Konráðs- son. Jóh. Jósefsson hóf umræður og talaði nokkuð á annan klukku- tíma. Gat hann í ræðu sinni um efni 8 eða 9 tillagna, sem hann ætlaði að bera undir atkvæði íundarins. Annars var ræða hans mestmegnis ádeilur á stjórnina fyrir allt mögulegt. Var það einungis útdráttur úr aðalum- íæðuefni íhaldsblaðanna nú und- anfarið. Næst talaði Héðinn Valdimarsson alþingismaður. Leiðrétti hann ýmislegt í ræðu Jóh. Jós. — Þá talaði Hannes Jónsson dýralæknir, sem staddur var á fundinum fyrir hönd Fram- sóknarflokksins. Var ræða hans að miklu leyti leiðrétting við ræðu Jóh. Jósefssonar.Benti hann þingm. meðal annars á að það sæti illa á flokksmönnum hans að fjölyrða um kostnaðinn við nefndir þær, sem stjórnin og þingið hefði skipað og sem iiann taldi vera nál. 90 þús. kr. í tíð núverandi stjórnar, þar sem aðeins ein nefnd — fossanefndin — sem skipuð hefði verið þegar samherjar J. Jós. réðu lögum og lofum í þinginu,hefði kostað ui>p undir 100 þús. kr. og auðvitað hefðu þeir skipað fjölda annara dýrra nefnda. Hið sama væri að segja um hina svonefndu bitlinga — þeir orkuðu æfinlega tvímælis — en íhaldsstjórnin hefði ekki verið ánægð með að hafa einung- is ríkissjóðinn til að moða úr til bitlingaveitinga. Flokksmenn hennar hefðu alstaðar fengið fríðindi og bitlinga við ríkis- stofnanirnar, eins og spítalana, strandvarnarskipin, áfengisverzl- unina og væri þó ótalin stærstu hlunnindin sem flokksmenn í- haldsstjórnarinnar hefðu notið, — þau að fá mestan hluta af fé bankanna að láni og það með þeim árangri, að bankamir hefðu tapað á þeim fullum 30 milj. kr. Urn ríkisskuldimar væri það að segja, að íhaldsstjómin hefði skilað ríkisbúinu 1927 með 28 IF’-u.ira.cL-u.r í Félagi ungra Framsóknar- manna verður haldinn í Sam- bandshúsinu mánud. 16. þ. m., og hefst kl. 8V2 síðdegis. Jónas Þorbergsson útvarps- stjóri flytur erindi um samvinnu og stjórmnál. Félagsstjómin. anilj. kr. skuldum, en nú væm skuldir ríkissjóðs, 1929, þrétt fyrir hinar miklu framkvæmdir á öllum sviðum, kr. 29 milj. og sjóðeign ríkissjóðs hefði aukizt um 2.5 milj. síðan 1927. Benti ræðumaður Jóh. Jós. á, að hann skyldi athuga þessar staðreyndir og ennfremur bera saman ástæð- ur Vestmannaeyinga og Seyðis- fjarðarkaupstaðar, þar sem hanu og hans flokksmenn hefðu verið einvaldir, við ástæður og afkomu j| bæja eins og' Akureyrar og Isa- Ifjarðar. Mundi sá samanburður geta hjálpað honum til þess að meta rétt stjórnarhæfileika í- haldsflokksins. Þegar hér var komið málum lét þingm. bera undir atkvæði fund- arins allar þær tillögur, seni hann hafði getið um í frumræðu sinni. Neitaði fundarstjóri og þingm. öllum umræðum um tillögurnar og breytingartillögu, sem kom fram við þær. Tillögur þessar voru því allar lesnar upp og samþ. án þess að fundarmönnum gæfist nokkur kostur á því að ræða þær. Af kommúnista hálfu töluðu þeir ísleifur Högnason og Jón Rafnsson. Deildu þeir harðlega á stjómina. Bar J. R. fram mjög langa og sundurliðaða tillögu um ýmislegt sem honum fannst víta- vert hjá stjórninni og endaði til- löguna á mjög harðorðu van- trausti á stjómina. J. Jós. þótti tillaga þessi of löng en tók upp að mestu niðurlag hennar um vantraust á stjómina 0g gerði að sinni tillögu og kallaði breyting- aitillögu. Var vantrauststillaga þessi samþykkt af k o m m ú n - istum og íhaldamönn- u m, en um hana greiddi atkvæði einungis mikill minni hluti fundarmanna. Auk þeirra, sem þegar er getið, töluðu á fundinum: Af hálfu Framsóknar: Hallgr. Jónasson kennari og Helgi Benónýsson, af hálfu jafnaðarmanna: Guð- laugur Hansson bæjarfulltrúi o. fl., af hálfu íhaldsmanna P. Kolka læknir, Guðm. Eggerz og Jóhann P. Jónsson. Fundarmenn voru nær undan- tekningarlaust hinir háttprúð- ustu, hljóðir og athugulir. En öll fundarstjómin var mjög ein- kennileg og ólík því sem venja er á þingmálafundum. Tillög- urnar voru fæstar lesnar upp fyr en þær voru bomar undir at- kvæði fundarmanna og enginn kostur var þess vegna ráðríkis þingmannsins og fundarstjóra, að ræða þær, enda neytti einung- is lítill hluti fundarmanna at- kvæðisréttar síns. Virtist J. Jós. líta þannig á, að þeir Hannes Jónsson og Héð- inn Valdimarsson væm gestir hans á fundinum, hefðu þess vegna engan rétt til íhlutunar um meðferð mála á fundinum né rétt til þess að víta fullyrðingar hans og rangfærslur. Hið allra eftirtektarverðasta við fund þenna var þó samvinna kommúnista og íhaldsmanna um vantraustsyfirlýsinguna á stjórn- ina Gefur þetta atvik enn eina sönnun um sameiginleg áhugamál þessara tveggja flokka. Að öðru leyti skal vísað til yf- irlýsingar á öðmm stað í blað- inu. ----o---- Árshátíð samvinnumanna verð- ur haldin í Hótel Borg laugar- daginn 21. þ. m. Þátttökulistar liggja frammi á skrifstofu Sam- bandsins í Sambandshúsinu og á afgreiðslu Tímans í Lækjargötu 6. Þess er vænst, að þeir menn sem unna samvinnustefnunni, sæki hátíð þessa. Fæddur í útlegð —.— Nl. Þá hefir Valtýr fullyrt að ég hafi misnotað stöðu mína sem kennari, til að kenna nemendum mínum, fyrrum í kennaraskólan- um, og síðar í Samvinnuskólan- um, ákveðnar stjórnmálaskoð- anir. Ég tók þetta dæmi út úr, tii að lofa Valtý að sýna eymd sína í verki. Ég hefi átt nem- endur sem skifta hundruðum, og sem eru dreifðir um allt Island. Ef Valtýr ritstjóri hefði sagt satt, hefði honum átt að safn- ast vitnisburðir um þetta efni. Heilir bekkir hefðu átt að geta borið Valtý vitni um aðdróttanir hans, ef þær hefðu verið sannar. Ég vildi í þessu sem öðru sýna eiganda Mbl. fyllstu sanngirni. Ég gaf honum hálfan mánuð til að geta leitt vitni um framburð hans. Og ég bauð honum þau verðlaun, vínanda, sem ég vissi að fremur en nokkuð annað gat knúð hann til starfa. En Valtýr hefir þagað eins og steinn. Eng- inn af nemendum mínum hefir viljað styðja hina undarlegu ó- sannindafýsn þessa manns, með því að gefa eitt einasta falsvott- orð. En um leið og ég minnist á Samvinnuskólann, vil ég minnast á eina hlið á þýlund Valtýs Stefánssonar. Þess munu engin dæmi í nokkru landi nema hér að dagblað leggi það í vana sinn að ofsækja nemendur í skóla, án þess að þekkja nokk- urn þar, og án þess að þeir hafi í nokkru af sér brotið. En þetta hefir Valtýr Stefánsson gert í þlaði sínu frá því hann hætti að byltast dauðadrukkinn um stiga og ganga Sambandshússins, sem hann hefir sett blett á með veru sinni þar á þakhæðinni. Nemendur skólans hafa ekki fjölyrt um þetta afglapafram- ferði ritstjórans við mig eða aðra kennara. En í skólann hafa að jafnaði safnast óvenjulega þrekmiklir, stilltii' og reglusamir menn. Án efa hafa þeir fundið hve framferði Valtýs ritstjóra gagnvart þeim var lágt og lítil- mótlegt, og það er nálega víst, að þeir hafa fyrirlitið mann, sem kom þannig fram. Fráleitt gat slíkur ódrengskapui' af hálfu Valtýs orðið til annars, en að minka löngun hinna ungu manna til að vinna í sama flokki og hinn óvirðulegi óvinur þeirra. Vei'a má, að Mbl. hafi alloft, út um landið, fundið, að gamlir nemendur úr Samvinnuskólanum hafa verið öflugir andstæðingar þess. En ritstjórinn má jafnt um kenna óvild sveitabænda og remenda, sem hann hefir ofsótt og afflutt í blindu öfundaræði gagnvart einum andstæðingi sín- um. Vesöld Valtýs hefir í þessum efnum sem öðrum, leitt ógæfu yfir sjálfan hann. Það er varla hægt að hugsa sér heimskulegri aðferð til að lækka andstæðing en þá sem Val- týr hefir beitt gagnvart mér. Hann lætur sem ég hafi stofnað hér til hinnar voldugustu alþjóð- arhreyfingar í landinu, eins og samvinnunnar og verkamanna- samtakanna, þó að enginn einn maður hafi gert það þrekvirki og sízt af öllu ég, heldur atvinnu- þróun landsins. Og í öðru lagi beitir hann svo ódrengilegum að- ferðum við nemendur í heilum skóla, og bændur í heilli sveit, að þdr g^eta ekki annað en sýnt hon- um óbeit og fyrirlitningu hvar sem þeir ná til hans. — Allt af löngun til að skaða mig. En í stað þess að valda mér tjóni hef- ir Valtýr afiað mér fjölda góðra vina og samherja. En af öllum þeim niðranda á- burði, sem andstæðingar mínir hafa breitt út um mig, er einn sem mér hefir orðið nokkuð um, og ekki getað hreinsað mig af nema að nokkru leyti. — Jakob Möller lét svo inn mælt að ritstjórn Valtýs Stefánssonar væri svo skaðleg íhaldsflokknum, áð engu væri líkara en að ég borgaði manninum til að tala og lifa þannig, eins og íhaldsmönn- um kæmi verst, en andstæðingum þess væxi mest gagn að. Mér mun að vísu lánast að færa sterkar sannanir fyrir því, að ég hafi ekki keypt Valtý til einna eða neinna þjóðskemmda- verka. En hinu get ég ekki neit- að, að mjög verulegur hluti af eymd Valtýs ritstjóra, er í dular- fullu og nokkuð nánu sambandi við mig. Og þar sem ég hefi fundið glöggt til þess, hversu blað Valtýs Stefánssonar hefir spillt málinu, ruglað rétta hugs- un, og aukið menningarleysi og dónaskap í skiptum manna á milli í landinu, þá hefir vitundin um þetta dularfulla og mér óvið- láðanlega samband við ritstjóra Mbl., orðið mér hvöt til að hrinda áfram uppeldisumbótum í land- inu, svo sem til friðþægingar fyrir þann þátt, sem ég kyxmi ó- afvitandi að eiga í afglöpum hins mesta afglapa í landinu. Um leið og ég skýri þetta dul- aifulla samband mitt við Mbl., verð ég að taka nokkur dæmi. Á síðustu árum hefi ég tekið þátt í almennu stjómmálalífi í landinu, og af þeira orsök- um eigi komizt hjá að bera nokkra ábyrgð á flutningi og niðurstöðum allmargra þjóðmála. En í hverju einasta umbótamáli sem ég hefi sótt eða varið, hefir Valtýr Stefánsson lagt sína litlu krafta fram til að gera skaða al- mennum hagsmunum. Ég man ekki eftir einu einasta atviki, þar sem hann hafi unnið sigur. Heldur ekki nokkru atviki, þar sem hann hafi beitt sér fyrir góðum og drengilegum málstað. Hann hefir verið móti öllúm mál- um, sem hafa verið til gagns og sóma fyrir landið, en með hverju máli, sem hefir verið til þjóðar- hneisu og skaða almenningi í landinu. Ég tek fyrst verzlunarmál. Val- týr ritstjóri hefir afflutt kaup- félögin og Sambandið, landsverzl- un sem lækkaði verðið á olíu um helming, tilbúinn áburð um þriðj- ung og tryggði útvarpsnotendum góða vöru og landinu heildsölu- gróðann upp í hinn mikla kostn- að við góða útvarpsstöð. 1 búnaðarmálunum hefir hann verið öfundarmaður Búnaðar- bankans, verðlækkunar á áburði, Byggingar- og landnámssjóðs og Búnaðarfélagsins, eftir að íhaldið rak hann úr stjóm þess. I íþróttamálum gerði hann sitt til að afflytja sundlaug við skóla á íslandi, þá sem gerð var á Laugum og spann upp þann óhróður að hún væri óholl nem- endum. 1 framhaldi af því, hefir ! hann meðan til vannst spillt fyrir | Reykholtsskóla og sundhöllinni í Reykjavík. Síðasta glópskustrik | hans þar er að spilla fyrir, að : sjór verði notaður í sundhöllina, af því að vel menntir og vitrir menn hvarvetna um heim vilja heldur hafa sjó en ósalt vatn til að aynda og baða úg í. í skólamálum hefir rógtunga Valtýs ætíð verið nærstödd, þar sem um einhverja verulega fram- för var að ræða. Hann fjandskap- aðist við umbótamenn Þingeyinga út af Laugaskóla, þar til stofnun- in hafði fengið almenna viður- kenningu. Hann spillti samheldni Sunnlendinga um héraðsskóla ár- um saman og breiddi út hvers- konar missagnir og óvildarorð um Laugarvatnskóla, þar til glæsi- leiki þeirrar stofnunar varð ihonum fullkomið ofurefli. Hann dreifði út fjandskap fávísra manna gegn skólabyggingunni í Reykholti unz hann var orðinn að athlægi um allan Borgarfjörð. Meðan verið var að vinna að umbótum á menntaskólahúsinu, svo að þar sýktust ekki að meðal- tali 20 nemendur á ári af sóða- skap og lélegum umbúnaði, var Valtýr Stefánsson mánuðum sam- an fullur úlfúðar og skætings út af þessum nauðsynlegu ráðstöf- unum. Þegar við Framsóknarmenn hrundum í framkvæmd draumi föður hans um að breyta Akur- eyrarskólanum í menntaskóla, þá lék tvírætt brös refsins um varir ritstjórans. Af einkennilegum heigulskap þorði hann þar ekki að svíkja stefnu föður síns með vörunum. En í verki var hann með flokki sínum, sem seint og snemma spillti fyrir málinu, unz umbótaflokkamir höfðu borgið því. Ef spurt er um samgöngurnar, þá hefir Valtýr ritstjóri jafnan fundið hinn ranga málstað strax. Hann gat ekki hugsað sér að smá- hafnirnar fengju strandferða- skip. — Hann fann á sér, að snjóbíllinn myndi gera stórkost- lega umbót á lífi Islendinga, og spillti því máli, þar til sigurför

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.