Tíminn - 02.05.1931, Blaðsíða 3

Tíminn - 02.05.1931, Blaðsíða 3
TlMINN 109 koma á aukning á þingmannatölu Reykjavíkur. Fyrir fáum árum var ég á póli- tiskum fundi með ólafi Thórs, en hann er hreinskilnari en margir flokksmanna hans. Þá lét Ólafur þess getið að þeir tímar gætu komið, að flokkur hans mundi rétta svo „væna sneið“ að Jafn- aðarmönnum, að þeir hlytu, að veita henni viðtöku. Hann átti við nýja kjördæmaskipun. Það var einmitt Ólafur Thórs sem kom með „vænu sneiðina“, tillögumar frá Thór bróður sínum og rétti Jafnaðarmönnum. Ég hygg að samningamir hafi endanlega tekizt um það leyti, sem bændurnir og samvinnumenn- imir vora að streyma hingað á flokksþing okkar Frammsóknar- manna og sú mikla þátttaka hafi, ef til vill, vegna sameiginlegs ótta beggja flokkanna ýtt undir að samningamir tókust. Og mikið má vera ef dymbil- vikugreinin í Morgunblaðinu til bændanna á flokksþinginu stafar ekki beint frá samningunum. Þegar þeir vissu um að gengið var frá samningunum, þótti þeim óhætt, Morgunblaðshetjunum, að kasta hæðiyrðum til bændanna. Þeir töldu að öllu væri óhætt, því að lokið væri nú hinu pólitiska bændavaldi á íslandi. Af sama toga munu spunnin hrópyrðin á fyrstu æsingafund- unum eftir þingrofið gegn bændavaldinu og menningu bænd- anna. Bændavaldið og þingrofið. Til þess að tryggja framkvæmd þessara fyrirætlana sem nú og áður voru nefndar, varð að velta stjórninni þegar og koma upg einhverri bráðabirgðastjórn. En þá skjöplaðist þeim góðu herrum, hinum íhaldssömu og Jaf naðarm önnum. Grundvöllur kosninganna síð- ustu, 1927, var sá að Jafnaðar- menn ættu að vimia móti ihald- inu en ekki með því. Á grandvelli þeirra kosninga höfðu þeir veitt Frainsóknar- stjórninni hlutleysi móti íhald- inu. Til þess að það væri stjóm- skipulega heiðarlegt og leyfilegt að stofna til stjómarmyndunar á öðrum grandvelli urðu nýjar kosningar að fara fram, og heim- ild að fást frá kjósendum lands- ins til þess að stofna til slíks stjómarfars og samvinnu íhalds og Jafnaðarmanna. Það var gkylda mín að leggja það til að þingið yrði rofið þeg- ai' af þeim ástæðum sem nú hafa verið nefndar. En auk þess var það skyldugt að mótmæla á sem allra mest á- berandi hátt, þessum flausturs- og skyndiráðum um svo þýðing- armikið mál sem kjördæmaskip- unin er og þeirri aðferð sem beitt er nú til samvinnu milli þessara öfgaflokka. Sannarlega átti þjóðin að fá að kveða upp dómixm um þessa sam- vinnu. Þarf nú tvennar kosningar til þess að koma fram gjörbreyting- unum á kjördæmaskipuninni og á slíkt mál vissulega að koma sem gleggst fram í dagsbirtuna og fá að ræðast rækilega opinberlega, áður en gjört er að lögum og í kjölfarið sigla þær miklu breyt- ingar í löggjöf og stjórnarfari Islands /Sem óhjákvæmilega leiða af. Alyktarorð. Dómur þjóðarinnar á nú að ganga um okkur Framsóknar- menn, stjóm og þingmenn, um verk okkar og stjórnarfar í fjög- ur ár og málskot okkar til al- þjóðar nú með þingrofinu. Meir en nokkra sinni áður hefir verið unnið fyrir hinar dreifðu byggðir landsins, fyrir bænduma og fyrir hina smærrd framleiðendur í þorpum og kaup- stöðum utan Reykjavíkur. En þingrofstillagan er stærsta einstaka framkvæmdin til þess að tryggja rétt byggðanna, bændanna og framleiðendanna og verkamannanna utan Reykjavík- ur gegn hinu sívaxanda ofurvaldi Reykjavíkur. Við Fi-amsóknarmennimir er- um fyrst og fremst fulltrúar bænda og byggðavaldsins. Við höfum beitt því um hríð til alhliða framfara byggðanna. Þegar nú var framkvæmt hið voldugasta tilræði til þess að hnekkja byggðavaldinu, með sam- starfi íhalds og Jafnaðarmanna til framdráttar Reykjavíkurvaldinu — þá bar okkur að snúast hið harðasta við. Á grundvelli þeirra reglna sem gilda í öllum þingræðislöndum — Að gjörrannsökuðu máli um liina lögfræðilegu hlið málsins — Af því ég áleit það skylduverk vegna réttlætisins — Áskorun Með því að ég undirritaður, fyrir tihnæli frá mörgum kjós- endum í Borgarfjarðarsýslu og miðstjóm P'lramsóknarflokksins, hefi ákveðið að gefa kost á mér til þingmennskuframboðs í nefndu kjördæmi við næstu kosningar, mun ég boða til almennra koan- ingafunda á aðalsamkomustöðum í sýslunni. En þar sem ég er bú- settur í fjarlægu héraði, og hefi þar aðkallandi störfum að gegna, er mér ekki unnt að halda fund- ina fyr en í byrjun júnímánaðar. Fundina hefi ég ákveðið sem hér segir: í samkomuhúsi U. M. F. Rayk- dæla miðvikud. 3. júní. Á Hesti, fimmtud. 4. júní. Á Hvalfjarðarströnd (fundar- staður síðar auglýstur), föstud. S 1 i t s k ó x* Leðurstígvél með eirnegldum gúmmlbotnura. Svört eða brún. Allar stærðir trá 26-48 Gúmmískór ýmsar gerðir t. d. svartir með hvítum botnum eða rauðir með gráum botnum. Allar stærðir frá 24—45. Sandalar og reimaðlr leðurskór með hrágúmmíbotnum eða svörtum gúmmibotnum (Uskide). No. 21—41. Ef yður er ókunnugt um stærðina þá sendið mál af fætinum, helst á pappir Vörur sendar gegn eftirkröfu. Hin árlega hraðvaxandi sala í þessum skófatnaðl ern bestu meOmtelln Hvanubergsbræðnr Reykjavík Skóverslun Akureyrl verk til þess að hindra eða tefja a. m. k. fyrir kjördæmaskipun, sem ég álít munu verða stór- hættulega framtíð landsins — lagði ég það til að þingið yrði rofið og öllum málum sem eftir- minnilegast varpað undir dóm- stól þjóðarinnar. Ég taldi mér ekki rétt, meðan ég fór með hið æðsta umboð bænda og byggðavaldsins íslenzka að afhenda það í hendur Reykja- víkurvaldsins þannig að þvf yrði sem fyrirhafnarminnst að ná því valdi. Ef nú á á næstunni að afhenda Reykjavík höfuðvaldið í þjóðmál- um okkai' íslendinga, þá skuluð þið, íslenzkir kjósendur, gjöra það sjálfir og gjöra það með opnum augum. Tryggvi Þórhallsson. •o- var sagt upp fimmtudaginn 80. f. m. Þessir nemendur voru út- skrifaðir úr eldri deild: 1. Albert Guðmundsson Sveins- eyri við Tálknafjörð. 2. Baldvin Þ. Ki'istjánsson frá Hnífsdal. 3. Bjöm Björnsson Reykjavík. 4. Daníel Þórhallsson Höfn í Homafirði. 5. Fjóla Haraldsdóttir, Reykja- vík. 6. Filippus J^orvaldsson Hrísey. 7. Friðfinnur Árnason Húsavík. 8. Friðjón M. Stephensen frá Vestra-Raftholti. 9. Haraldur Jóhaimsson frá Slíálum á Langanesi. 10. Harry Fredrikssen Reykja- vík. 11. Jón Guðmundsson Siglu- firði. 12. Leifur Þórhallsson Djúpa- vogi. 13. Magnús Guðmundsson Seyðisfirði. 14. Magnús Sigurðsson Frosta- stöðum Skagafirði. 15. Ölafur Einarsson Grinda- vík. 16. Sigurður ó. Sigurðsson frá Giljá Húnavatnssýslu. 17. Sigurður S. Scheving Vest- mannaeyjum. 18. Þóra Bjarnadóttir Höfn i Hornafirði. 19. Þóra Einarsdóttir Akranesi. 20. Þorbergur Jónsson Þingeyii Dýrafirði. 1 yngri deild gengu 27 nem- endur undir próf, en alls stund- uðu 31 nám í deildinni í vetur, en 25 í eldri deild um lengra eða skemmra tíma. ----o----- Á Leirá, laugard. 6. júní. Á Akranesi, sunnud. 7. júní. Fundurinn á Akranesi hefst kl. síðdegis, hinii’ fundirnir Id. 1 e. h. Skora ég hérmeð á væntanlega meðframbjóðendur mína að mæta ásamt mér á fundum þessum, og mun ég ætla þeim ræðutíma til jafns við mig. P. t. Reykjavík, 28. apríl 1931. Þórir Steinþórsson. ---o---- A viðavangi. Sig. Eggerz og hvalurinn. Á landsmálafundi í Reykjavík fyrir nokkram árum sagði Sig. Eggerz, fyrir munn frjálslynda flokksins auðvitað, að sér fyndist vaða að sér tvö illhveli; væri ann- að með ásjónu Jóns Þorl. en hitt Jóns Baldvinssonar. Lýsti Sig. hryllingi sínum á báðum þessum ófreskjum, en þó einkum íhalds- illhvelinu. Þetta var þá ekki mælt út í bláinn hjá vesalings Sigurði, því að skömmu seinna ienti hann í „hvalíiskjarins kviði“. Kvað hann nú heita á heilaga forsjón til þess að ekki fari hörmulegar fyrir sér en hin- um forna spámanni. Hefir honum neynst helzt til framdráttar að rugla svo saman málum sínum og íhaldsins, að sumir menn spyrja: Gleypti íhaldshvalurinn Sigurð eða gleypti Sigurður hvalixm? Mótmælafundur í Vestm.eyjum. Mbl. er látið bera þá frétt að í Vestmannaeyjum hafi verið hald- inn „borgarafundur“ til að mót- mæla „stjómarskrárbroti kóngs og stjórnar“, eins og íhaldsmeim auglýstu það. Fund þennan sóttu fáeinar íhaldssáhr og Immmún- istar og einstaka forvitiim utan- héraðsmaður. Ræðumeim voru hinir nýju ástvinir og sam- herjar: Jón Rafnsson kommún- isti, Gunnar ólafsson kaupm., Páll Kolka og Isleifur Högnason, og allir svo sammála sem bezt gat orðið. Annars hafa ekki heyrst heiftúðlegri skammir en þær, sem þessir sömu menn hafa hellt hverjir á aðra oft undan- farið. Fer nú vel á því að þröng- sýnustu og grunnhýggnustu í- haldsmenn liggi í faðmlögum við hina ofstopafyllstu byltingasinna, þegar um er að i'æða að brjóta niður réttindi og framfaraað- stöðu bændastéttarinnar í land- inu. Sjómaður. Ráðabruggið. Pótur Magnússon og Héðinn Valdimarsson eru búnir að játa á fundum í Borgarnesi og Húnaþingi að flokkar sósíalista og íhalds- manna æth að standa saman eftir | kosningamar og knýja fram nýja • kjördæmaskipun. Ennfremur hef- í ir Pétur játað, hið sama og sann- • að er frá öðruxn heimildum að kjördæmin eiga að vera frá 5—7 að tölu, þ. e. aðallega fjórðungs- kjördæmi og Reykjavík. Það á að taka 5 þingsæti af öðrum landsfjórðungum og bæta þeim við Reykjavík. Það á að ræna einum þingxnanni frá Vest- fjörðum, einum frá Norðlending- um og þremur frá Austfirðingum. Þeir segjast ætla að ganga mílli bols og höfuðs á bændum lands- ins. Það eigi að samþykkja stjórnarskrána í sumar, rjúfa þingið og kjósa aftur í haust. Endursamþykkja stjómarskrána í vetur. Búa þá til nýju kjördæmin og kjósa svo aftur vorið 1932 t stóra kjördæmunum. Ihaldsbænd- umir, sem ennþá fylgjaM. Guðm., Jóni á Reynistað, Hákoni og Ein- ari á Geldingalæk eiga að kjósa sína eigin böðla á þing nú í vor, og aftur í haust, í því eina skyni, að „fulltrúar" Íhaldí og sósíalista geti rifið af sveitunum hinn gamla rétt. Ihaldið gengur ekki beint til verka og segir: Við ætlum að taka af ykkur, bændur landsins, þann rétt, sem þið hafið síðan Jón Sigm-ðsson hóf baráttu sína. Þeir reyna að breiða yfir svikin. En þeir reiddust þingrofinu, svo mjög sem raun ber vtni um af því, að þingrofið afhjúpaði at- hæfi þeirra. Nú verða þeir með undirferli, ósannindum og blekk- ingum að vinna tvennar kosning- ar, áður en gömlu kjördæmin hafa tapað rétti sínum. Ef kjósendur út í byggðum landsins láta véla sig tvisvar af mönnum, sem nú þegar er búið að afhjúpa, þá má segja, að ekki verður feigum íorðað. Sveitin og sveitamenning- in deyr þá af því að nokkur hluti bændanna gengur viljandi með böra eín ög bamaböm fyrir ætt- emisstapa. Kjósandi. Valtýr og stjómarbílamir. Enginn maður hefir meira tal- að um að óþarft væri að landið ætti bíla heldur en fjólupabbinn. Og enginn hefir talið slíka bíla- eign meiri óþarfa en hann. En þegar það vitnaðist, að stjómin hefði í hyggju að selja annan eða báða bíla landsins var alveg eins og Valtýr ætlaði að ganga af göflunum. Hann var allsstaðar út um bæ að spyrjast fyrir hvort þetta væri satt, og hvort að stjómin myndi gera alvöru úr því að selja stjómarbílana. Og hversvegna er Valtýr svona hræddur við það að stjómin hafi enga bíla? Af því að Valtýr vonar nú sem stendur að sósíalistar og íhald muni um stund standa saman að I stjómarmyndun. Og þá hugsar I Valtýr gott til glóðarinnar að fá að keyra í stjómarbíl! Aumingja Valtýr! Hvemig á hann að fara að, ef lítið yrði til af bílum, þegar sósíalistar og íhald halda brúðkaup flokkanna i stj ómarráðshúsinu ? Ferðamaður. Fermiiigarföt at öllum etærðum, og alt sem til fermingar þarf fyrir drengi og stúlkur, er best og ódýrast í Soffíubúð Vörur sendar gegn póstkröfu ef óskað er. Gunnars-torrek Hallai'bygging hafin var, hlaðnir miklir gmnnar, haft að efni hér og þar, homsteinninn var Gunnar. Ríki vort til fjandans fer, — fasrum valdið sunnar. Við skulum mynda hraustan hw. Hjálpaðu okkur, Gunnar. Nú skúlu réð í leyni lögð, lygasögur spunnar, — fundin allskyns fantabrögð og flaðrað upp við Gunnar. Hrekjinn Framsókn hratt 6 braut hrópuðu allir munnar. Til að leysa þessa þraut þú ert valinn, Gunsar. Verða ölluín þjóðum þá þínar dáðir kunnar, og hólminn nefnist héðan 1 frá í höfuðið á þér, Gunnar. Hér eru fólsku og flónsku af fullir nægta-brunnar. Lýðurinn mun sem löðurhaf lyfta okkur, Gunnar. öskrum, brömlum, brjótum glar, brátt eru þrautir unnar. Mikið er að þakka þér, þú ert tryggur, Gunnar. Hetjur okkar eru nú orðnar næsta þunnar. En öllu er borgið ef að þú ekki bugast, Gunnar. Bylting okkar búin er, burt eru kempur runnar. Hörmung er að hugsa lér hvað þú brást oss, Gunnar. Borgir okkar eru nú eins og rústir brannar. Upphaf varst og endir þú að okkar veldi, Gunnar. Gestut. •---o----- Oestlx 1 btenum. Jens Hermannsson kennari, Bildudal og Hjálmar Guö- jónsson fiskimatsmaður, SeyðisfirÖi, eru nú staddir hér i bœnum. Aðalsteinn Kristinsson framkvœmda- stjóri er til bráöabirgða settur for- stjóri Sambands ísl. samvinnufélaga í staö Sigurðar Kristinssonar atvinnu málará&berra. Af því að ég áleit það skyldu- 5. júní.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.