Tíminn - 22.07.1933, Blaðsíða 1

Tíminn - 22.07.1933, Blaðsíða 1
► Næstu kosningar Kosningarnar á sunnudaginn var hafa, eftir því sem nú er komið í ljós, gert nokkrar breyt- ingar á skipun þingsins í bili. Breytingar þessar eru þó minni en sumum kunna að virðast í fljótu bragði. Framsóknarflokkur- inn hafði að vísu hreinan meira- liluta áður í þinginu, en eigi nú eftir kosningarnar. En sá meiri- hluti, sem flokkurinn hafði, not- aðist ekki vegna skipunar efri deildar, og upp úr þeim vand- kvæðum varð samsteypustjórnin. Nú eftir kosningarnar hefir eng- inn flokkur út af fyrir sig meira- hluta. Þau þingsæti, sem bæzt liafa við íhaldsflokkinn, koma honum því ekki að neinu veru- legu liði í þinginu nema því að- eins, að hann gæti komizt að samkomulagi við Alþýðuflokkinn um stjómarmyndun. En til þess munu ekki vera neinar líkur. Ihaldsflokkurinn hefir að þessu sinni fengið sex þingsæti, sem Framsóknarflokkurinn hafði eftir kosningarnar 1931. En Alþýðu- flokkurinn hefir unnið eitt þing- sæti af íhaldsmönnum. Ihalds- flokkurinn ræður þannig nú sem stendur yfir 20 þingsætum, Fram- sóknarflokkurinn 17 og Alþýðu- flokkurinn 5. Úrslit kosninganna gefa hins- vegar engan veginn rétta hug- mynd um raunverulegt fylgi flokkanna í kjördæmunum. Því að fylgi Framsóknarflokksins hefir yfirleitt hvergi komið fram eins mikið og það raunverulega er. Greidd atkvæði í þeim kjör- dæmum, þar sem Framsóknar- flokkurinn hafði menn í kjöri, eru um 2500 færri nú en 1931. Og það er vitanlegt, að þessi minnk- aða þátttaka hefir aðallega komið niður á Framsóknarflokkn- um. I Austur-Húnavatnssýslu t. d. er frambjóðandi íhaldflokks- ins kosinn með færri atkvæðum en frambjóðandi íhaldsins fékk 1931, en þá féll hann með nál. 100 atkv. mun. Hin minnkaða kosningaþátt- taka stafar sumpart af því, að kjördagurinn var á mjög óheppi- legum tíma, um hásláttinn og sumpart af því, að frambjóðend- ur Framsóknarflokksins munu víðasthvar hafa verið taldir viss- ir. Það mun a. m. k. fáum hafa dottið í hug, að minnkuð kosn- ingaþátttaka gæti orðið til þess, að íhaldið kæmist í hreinan meirahluta. Hefir það heldur ekki orðið. En mikil bjartsýni í slík- um efnum er varasöm, þó ekki hafi hlotizt meiri slys af í þetta sinn. Þá mun og mörgum hafa fundizt litlu máli skipta, hversu um þessar kosningar færi, þar sem aðrar kosningar standa fyrir dyrum innan skamms og þá til fjögra ára, en nú aðeins til nokk- urra mánaða. Loks má ganga út frá því, að samstarf Framsóknarmanna við íhaldsflokkinn um stjórn landsins, ásamt þeim úrslitum, sem það samstarf hafði í kjör- dæmamálinu, muni nokkuð hafa deyft áhuga fylgismanna Fram- sóknarflokksins, og gert línurnar milli hinna andstæðu flokka ó- skýrari en þær eru vanar að vera. Samánburður á heidaratkvæða- tölum flokkanna í landinu öllu nú og 1931 er ekki fyrir hendi. 1931 hafði flokkurinn frambjóð- endur í Reykjavík, Akureyri, Vestmannaeyjum og Norður-Isa- fjarðarsýslu, en í engu þessara kjördæma nú. Hafa Framsóknar- menn í þessum kjördæmum setið heima nú eða jafnvel einhverjir greitt öðrum flokkum atkvæði. Auk þess var frambjóðandi Framsóknarmanna í Stranda- sýslu sjálfkjörinn nú, og koma þar því engin atkvæði fram. Staðhæfingar andstæðingablað- anna um, að atkvæðamagn Fram- sóknarflokksins í heild hafi minnkað síðan 1931, eru því al- gerlega út í bláinn og stórlega villandi. Hitt mun sönnu nær og •mun koma í ljós síðar, að fylgi Framsóknarflokksins fari stór- um vaxandi alstaðar á landinu, samhliða því sem fylgi íhalds- flokksins minnkar. Eins og áður var fram tekið, skipta kosningar þær, sem nú eru nýafstaðnar, fremur litlu máli. Því að eftir að búið er að samþykkja stjórnarskrárbreyt- inguna á þingi í vetur og semja kosningalög, fara fram nýjar kosningar á næsta vori. Þær kosningar gilda til fjögurra ára. Mbl. hefir lýst yfir því í gær, að íhaldsflokkurinn muni gera þá kröfu, að Alþingi verði kallað saman nú þegar, stjórnarskrá og kosningalög samþykkt í skyndi og síðan gengið til kosninga í ann- að sinn, þegar á þessu hausti. Ekki er Tímanum enn kunn- ugt, hvort Mbl. hefir umboð til að gera þessa kröfu fyrir hönd íhaldsflokksins. En af ótrúlegri frekju er hún fram borin, og mun slíkur ofstopi mælast illa fyrir. Væri þinghald í sumar al- gerlega óþarfur aukakostnaður fyrir ríkissjóð og hefði í för með sér mikla erfiðleika fyrir þá menn úr bændastétt, sem sæti eiga á þinginu og bundnir eru við annir á heimilum sínum um há-bjarg- ræðistímann. Mun og öllum al- menningi þykja óþarft og hvim- leitt að ganga til kosninga með 3—4 mánaða millibili, þegar enga brýna nauðsyn ber til. En þó er ótalið það, sem alvarlegast er og hættulegast fyrir sveitirn- ar í þessu efni. Kjördagur í októ- ber eða nóvember gæti vegna ó- veðurs eða ófærðar eða hvoi-s- tveggja, hindrað að mjög miklu leyti, að sveitafólk yfirleitt geti tekið þátt í kosningunum. Mega menn í því sambandi minnast landkjörsins fyrsta vetrardag 1926, þegar kné-ófærð var af snjó um Norðausturland og víða hið verzta veður. En þau atvik urðu til þess, að pólitískt fá- fróður og tiltölulega ómerkur embættismaður úr kaupstað var kosinn inn á þing, en einn hinn gáfaðasti og áhugasamasti bóndi landsins var felldur frá kosningu. Og vel mega menn í dreifbýlinu sjá, hvað að þeim snýr, ef íhald- ið ætlar nú ofan á allt annað að gera sveitunum ómögulegt á þennan hátt að nota þann rétt, sem þeim af skornum skamti er eftir skilinn í hinni nýju lög- gjöf um kjördæmaskipunina. Þess verður líka að gæta, að talsverðan tíma þarf til að búa út hin nýju kosningalög, ef ékki á að flaustra þeim af í ábyrgð- arleysi. Og eitthvert ráðrúm þarf til að semja kjörskrár með hinum nýju kjósendum og ganga úr skugga um, að þær séu í lagi, nema íhaldið ætli nú eftir allt saman að láta sér á sama standa, þó að unga fólkið verði ekki tekið upp á kjörskrárnar. Má telja alveg víst, að í sveit- unum verði mjög eindregið stað- ið á móti því, að íhaldið fái fram komið þvílíku gerræði gagnvart þeim hluta þjóðarinnar, sem örð- ugast á með að neyta réttar síns, jafnvel þótt á sæmilegum árs- tíma sé. Um leið og rík ástæða þykir til að mótmæla sem kröftugleg- ast þessari síðustu og undirferl- islegu tilraun íhaldsins til að rýja öll réttindi af íbúum sveit- anna, vill Tíminn minna Fram- sóknarmenn um land allt á það, að kosningabaráttan er ekki nema hálfnuð ennþá. Á næsta kjördegi, sem væntanlega verður ekki fyr en í vor, kemur til úr- slitanna, — úrslitanna um það, hvernig eigi að stjórna málefn- um þjóðarinnar næsta kjörtíma- bil. Framsóknarflokkurinn væntir sér, þegar að því kemur, mynd- arlegs stuðnings frá þeirri ungu sveit, sem nú bætist í kjósenda- fylkinguna- Og eigi munu frjáls- lyndir menn með þjóðinni láta þá smán um sig spyrjast, að íhalds- flokkurinn verði „einráður“ þá í þessu landi, eins og Ólafur Thors talaði um í Mbl. ----o---- Eiríkur Grímsson bóndi í Ljótshólum í Svínadal í Iíúnavatnssýslu varð bráðkvadd- ur á heimili sínu 7. sept. s. 1. Hann var fæddur 12. júlí 1873 á Vatnsenda í Flóa. Foreldrar hans voru hjónin Grímur Einarsson og Kristín Gissurardóttir. Vorið 1878 fluttist hann með foreldrum sín- um að Syðri-Reykjum í Biskups- tungum. Ólst hann þar upp og dvaldi á heimili foreldra sinna þar til árið 1903, að hann flutt- ist norður í Svínavatnshrepp í Ilúnavatnssýslu og dvaldi þar alla æfi síðan. Árið 1908 giftist hann eftirlifandi konu sinni, Ingi- ríði Jónsdóttur, bónda í Ljótshól- um í Svínadal. Árið 1908 byrj- uðu þau búskap á Hrafnabjörg- um og bjuggu þar 1 ár, en árið 1909 tóku þau við jörðinni Ljóts- hólum, og bjuggu þar síðan. Þrjá syni eignuðust þau. Dó einn ungur, en tveir lifa: Jónmundur 19 ára og Grímur 16 ára, báðir efnilegir menn. Þannig er í helztu dráttum æfisaga þessa látna sómamanns. En það vita hinir mörgu vinir hans og kunningjar, að fornu og nýju, að þar með er lítið um það sagt, hver hann var, hverjir voru kostir hans og hverjar eru minn- ingarnar, sem hann skilur eftir í hugum ástvina og annara sam- fylgdarmanna. I einkalífi sínu var Eiríkur heitinn gæfumaður, enda þannig skapi farinn, að honum reyndist sambúðin við aðra menn einkar Jjægileg. Hann var félagsmaður góður, glaðlyndur, prúður og skemmtilegur í framkomu. Hann var drengur góður í öllum við- skiftum, óhlutdeilinn og óeigin- gjam. Heimili hans var hið á- nægjulegasta, enda konan hin mesta sómakona 1 hvívetna, og samvinna hjónanna í ágætasta lagi. Gestum er að garði bar, var þar tekið opnum örmum lað- andi alúðar og ágætra veitinga. Við opinber störf fékkst Eirík- ur heitinn nokkuð í sveit sinni, en ekkert utan hennar. Hann var formaður sóknarnefndar Auðkúlu- sóknar langa hríð og í skólanefnd Svínavatnshrepps síðustu 10 ár. Rækti hann þau störf hið bezta. Allt þetta er nú er talið or- sakaði það, að hann var ágæt- lega vinsæll. — Og nú, þegar bann er horfinn inn í huldu- löndin ókunnu fyrir aldur fram, þá er hans sárt saknað, fyrst og fremst af konu hans og sonum og einnig af tengdafólki, frænd- um og fjölmörgum vinum og kunningjum víðsvegar hér um sveitir og annarsstaðar um land. En sú er bótin, að minning hans er hrein og sveipuð þeim björtu geislum, sem góður drengur skil- ur jafnan eftir í hugarheimi þeirra manna allra, sem stutt eða lengi hafa verið samfylgdar- menn á liðinni æfi. Vonir ástvin- anna um ánægjulega samfundi síðarmeir, eru því bjartar og hiklausar. Vinur hins látna. þessi minningarorð hafa því miður beðið alllengi vegna rúmleysis. Ritstj. -----O----- Kosningaúrsliíin. Urslit kosninganna eru nú frétt úr öllum kjördæmum. Eru þau á þessa leið: Borgarfjarðarsýsla: Pétur Ottesen (í) 552 atkv., Jón Ilannesson (F) 304 atkv., Sigurjón Jónsson (J) 84 atkv. Mýrasýsla: Bjarni Ásgeirsson (F) 390 atkv., Torfi Hjartarson (í) 320 atlcv., Matthías Guðbjai’tsson (K) 28 atkv., Hallbjörn Halldórsson (J) 17 atkv. Snæfellsnes- og Hnappadalssýsla: Thor Thors (!) 612 atkv., Hannes Jónsson (F) 489 atkv., Jón Baldvins- son (J) 137 atkv. Dalasýsla: þorsteinn þorsteinsson (!) 382 atkv., þorsteinn Briem (F) 306 atkv. Barðastrandarsýsla: Bergur Jónsson (F) 465 atkv., Sigurður Kristjánsson (!) 293 atkv., Páll þorbjarnarson (J) 82 atkv., Andrés Straumland (It) 75 atkv. Vestur-ísatjarðarsýsla: Ásgeir As- geirsson (F) 441 atkv., Guðmundur Benediktsson (!) 155 atkv., Gunnar M. Magnússon (J) 62 atkv. ísafjörður: Finnur Jónsson (J) 493 atkv., Jóhann þorsteinsson (!) 382 atkv., Jón Rafnsson (K) 54 atkv. Norður-ísafjarðarsýsla: Vilmundur Jónsson (J) 553 atkv., Jón A. Jóns- son (!) 542 atkv., Halldór Ólafsson (K) 3 atlcv. Strandasýsla: Tryggvi þórhallsson (F) sjálfkjörinn. Vestur-Húnavatnssýsla: Hannes Jóns- son (F) 286 atkv., þórarinn Jónsson (!) 237 atkv., Ingólfur Gunnlaugsson (K) 32 atkv. Austur-Húnavatnssýsla: Jón Pálma- son (!) 399 atkv., Guðmundur Ólafs- son (F) 345 atkv., Erling Ellingsen (I<) 39 atkv. Skagaf jarðarsýsla: Magnús Guð- mundssön (!) 875 atkv., Jón Sigurðs- son (!) 819 atkv., Steingrímur Stein- þórsson (F) 750 atkv., Brynleifur Tobíasson (F) 745 atkv., Pétur Lax- dal (K) 44 atkv., Elísabet Eiríksdótt- ir (K) 41 atkv. Eyjafjarðarsýsla: Bernharð Stef ánsson (F) 829 atkv., Einar Árnason (F) 819 atkv., Einar Jónasson (!) 503 atkv., Garðar þorsteinsson (!) 483 at- kv., Steingrimur Aðalsteinsson (K) 256 atkv., Gunnar Jóhannsson (K) 253 utkv., Jóliann Guðmundsson (J) 114 atkv., Felix Guðmundsson (J) 105 atkv. Akureyri: Guðbrandur ísberg (!) 650 atkv., Einar Olgeirsson (K) 522 atkv., Stefán Jóh. Stefánsson (J) 335 atkv. Suður-pingeyjarsýsla: Ingólfur Bjarnarson (F) 765 atkv., Kári Sigur- jónsson (!) 228 atkv., Aðalbjörn Pét- ux-sson (K) 194 atkv., Jón, H. þoi'- bergsson („hreyfingin") 35 atkv. Norður-þingeyjarsýsla: Björn Kiist- jánsson (F) 357 atkv., Júlíus Hav-' steen (!) 129 atkv., Benjamín Sig- valdason (utan flokka) 21 atkv. Norður-Múlasýsla: Páll Hermanns- son (F) 430 atkv., Halldór Stefánsson (F) 363 atkv., Gísli Ilelgason (!) 226 atkv., Jón Sveinsson (!) 232 atkv., Benedikt Gíslason (óháður) 134 at- kv., Gunnar Benediktsson (K) 72 atkv., Sigui'ður Árnasón (K) 35 atkv. Seyðisfjörður: Ilaraldur Guðmunds- son (J) 221 atkv., Lárus Jóhannesson (!) 184 atkv. Suður-Múlasýa: Eysteinn Jónsson (F) 690 Ingvar Pálmason (F) 671 at- kv., Magnús Gíslason (!) 59$ atkv., Jón Pálsson (!) 447 atkv., Jónas Guð- bundsson (J) 334 atkv., Árni Ágústs- son (J) 181 atkv., Ax-nfixxnur Jóixsson (K) 134 atkv., Jens Figved (K) 116 atkv. ___ Austur-Skaftafellssýsla: þorfinnur Jónsson (F) 219 atkv., Stefáix Jóns- soix (!) 141 atkv., Eiríkur Helgasoix (J) 84 atkv. Vestur-Skaftafellssýsla: Gisli Sveins- soix (!) 387 atkv., Lárus Helgason (F) 365 atkv. Rangárvallasýsla: Jón Ólafsson (!) 747 atkv., Pétur Magnússon (!) 643 atkv., Sveinbjörn Högnason (F) 606 atkv., Páll Zóphóníasson (F) 530 atkv., Jón Guðlaugsson (J) 46 atkv. Ámessýsla: Jörundur Brynjólfsson (F) 756 atkv., Eii’íkur Einarsson (!) 752 atkv., Lúðvík Nordal (!) 650 al- kv., Magnús Torfason (F) 616 atkv., lixginxar Jónsson (J) 180 atkv., Magn- ús Magixússon (K) 157 atkv., Einar MagnúSson (J) 141 atkv., Haukur Bjönxsson (K) 46 atkv. Vestmannaeyjar: Jóhaixn Jósefssoix (I) 676 atkv., ísleifur Högixasoix (K) 338 atkv., Guðmuixdur Pétursson (J) 130 atkv. Gullbringu- og Kjósarsýsla: Ólafur Tliors (!) 902 atkv., Klemeixs Jóns- soix (F) 253 atkv., Guðbi’andur Jóns- soix (J) 103 atkv., Iljörtur Helgason (K) 42 atkv. Hafnarfjörður: Bjarni Sixæbjörns- son (!) 791 atkv., Kjai’tan Óiafsson (J) 769 atkv., Björn Bjarnason (R) 33 atkv. Reykjavík: C-listi (!) fékk 5693 at- kv., A-listi (J) 3244 atkv., B-listi (K) 737 atkv. Kosniixgu hlutu: Af C-lista: Jakob Möller, Magnús Jónsson og Pétur Halldórsson og af A-lista: Héð- iixn Valdiixxai’sson. B-listi kom eixgum að. -----o----- Fleiri kjördaga! Ilryggilegur atbui’ður á kosninga- daginn síðasta í einu af sveitakjör- dæmuixunx, gefur átakaixlega hug- myixd uixx ei’fiðleika sveitalölksiixs á að neyta réttar síns til áhrifa á Al- þingi. í Miðfirði í Húnavatnssýslu brann bær til kaldra lcola, af því að ullt fullorðið fólk var á kjörstað og bærinn tónxur að mömxum. Réttmæt krafa fyrir liönd sveitafólksins er að íxú þegar samiix verða hin nýju kosningalög, verði kjördögum fjölgað utaix kaupstaða, þaixixig, að greiða ixxegi atkvæði 2—3 daga í röð í stað þess, að nú vei’ða allir að greiða at- kvæði á einuxxx degi. Gætu þá kjós- endur á sama bæ slcipzt á um að fara á kjörstaðinn. Muixdi þá og ó- veður siður koma að sök, þegar ekki er allt bundið við einn einasta dag. Muix þessai’i kröfu íast fram lialdið hér í blaðinu, og skal þá bert v.erða, hvort íhaldið þorir að standa í gegn, unx leið og rýrð eru liin fornu í’éttindi sveitaixna.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.