Tíminn - 12.09.1939, Blaðsíða 1

Tíminn - 12.09.1939, Blaðsíða 1
RITSTJÓRAR: GÍSLI GUÐMUNDSSON (ábm.) ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. FORMAÐUR BLAÐSTJÓRNAR: JÓNAS JÓNSSON. ÚTGEFANDI: FRAMSÓKN ARFLOKKURINN. RITSTJ ÓRNARSKRIFSTOFUR: EDDUHÚSI, Lindargötu 1 D. SÍMAR: 4373 og 2353. AFGREIÐSLA, INNHEIMTA OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: EDDUHÚSI, Lindargötu 1 D. Slmi 2323. PRENTSMIÐJAN EDDA h.f. Símar 3948 og 3720. 23. árg. Rcykjavík, þriðjudagiiin 12. sept. 1939 105. blað Híldveiðarnar i sn 111 sir 226 íslenzk skíp og bátar hafa aflað 235 þús. tunnur saltsíldar og 1.159 þús. hektólítra bræðslusíldar Áhrií þýzk-rússneska sátt málans í Áusturálíu Kjósa Japanir ltcldur samviunu við Breta en Iilutleysissainning við Rússa? Síldveiðunum norðanlands er að þessu sinni senn lokið. Mjög mörg síldarskipanna hafa hætt veiðum og eru komin heim eða heim á leið. Lætur nærri að nokkuð inn- an við helmingur veiðiflot- ans sé hættur. Langsamlega flest skipanna, sem enn leita síldar, munu að óbreyttu yfirgefa veiðislóðirnarnæstu daga. Hvergi er nú unnið að bræðslu í síldarverksmiðjunum, nema á Raufarhöfn. Þangað hefir bor- izt dálítið af bræðslusíld. Ekki þykir von til að meiri bræðslu- síld berist til Siglufjarðar en orðið er. Dálítill afli í reknet er enn- þá og fengu skip 100—200 tunn- ur síldar á Húnaflóa í gær. Eitt skip frá Hólmavík fékk jafnvel 600 tunnur síldar í gær. Eins og kunnugt er, er árang- ur síldarútgerðarinnar stórum minni í ár heldur en í fyrra og var þó síldveiðiflotinn til muna stærri en nokkru sinni áður. Bræðslusíldin er um 360 þúsund hektólítrum minni en i fyrra um svipað leyti. Hafa flestar síld- arverksmiðjurnar fengið minna af bræðslusíld nú en þá. Meira en í fyrra hafa þó verksmiðj- urnar í Húsavík, Raufarhöfn, Seyðisfirði og Norðfirði fengið, auk Akranesverksmiðjunnar. Sundurliðað er bræðslusíldar- aflinn, sem verksmiðjurnar hafa fengið til vinnslu nú og í sem hér greinir: fyrra, Verksmiðjur: 1939 1938 Akranesverksm. 7.202 1.831 Sólbakkaverksm. 3.935 8.359 Hesteyrarverksni. „ 49.490 Dj úpuvíkurverksm. 133.627 204.319 Ríkisverksm. Sigluf. 385.157 544.310 „Rauðka“ — 38.753 67.604 „Grána" — 11.723 16.247 DagverSareyrarverksm. 56.094 78.783 Hjalteyrarverksm. 247.606 311.916 Krossanesverksm. 98.398 143.353 Húsavíkurverksm. 21.200 12.201 Aukníng síldar- verksmíðja ríkísíns Samið um kaup á vél- um handa 5000 mála verksmiðju á Raufar- höfn og 2500 mála verksmiðju á Siglu- firði. Jón Gunnarsson framkvæmd- arstjóri síldarverksmiðja rikis- ins og Ásgeir Ásgeirsson banka- stjóri hafa undanfarið verið er- lendis til að vinna að undirbún- ingi á stækkun síldarverksmiðja rikisins. Er þessi undirbúningur nú kominn svo langt, að samið hefir verið um kaup á vélum handa 5000 mála verksmiðju á Raufarhöfn og 2500 mála aukn- ingu SR 1930 á Siglufirði. Með þessari stórfelldu aukn- ingu á bræðsluafköstum síldar- verksmiðjanna í landinu er bezt afsannaður sá áburður stjórnarandstæðinga, að ríkis- stjórnin — og þá sérstaklega Pramsóknarflokkurinn — hafi verið mótfallinn allri aukningu síldarverksmiðjanna. Hins veg- ar er það tryggt með þessu, að aukningin verður framkvæmd á hinn ódýrasta og hagkvæmasta hátt og mega því Framsóknar- menn una vel þessum úrslitum. Raufarhafnarverksm. 88.619 57.424 Seyðisfjörður 36.764 13.143 Norðfjarðarverksm. 29.772 10.390 1.158.850 1.519.370 Síldarsöltun hefir einnig orð- ið mun minni en í fyrra; nemur sá munur nær 75 þúsund tunn- um. Hins vegar hefir nú verið saltað um 33 þúsund tunnum meira en árið 1937, en bræðslu- síldin var meira en ein miljón hektólítra umfram það, sem nú er. Heildaraflinn nam: Salt- Bræðslu- síld tn. síld hl. 9. sept. 1939 .... 234.597 1.158.850 10. sept. 1938 .... 309.239 1.519.370 11. sept. 1937 .... 201.710 2.163.770 Saltsíldin hefir veTið verkuð svo sem hér segir: Tunnur Saltsíld venjuleg.............. 62.701 Saltsíld sérverkuð ............ 71.832 Matjessíld .................... 37.524 Kryddsíld ................... 43.675 Sykursíld ..................... 15.269 Sérverkuð síld ................. 3.596 Af einstökum veiðiskipum hef- ir togarinn Skutull frá ísafirði orðið fengsælastur. Hann hefir aflað 12,727 mál síldar, sem lát- in hafa verið í bræðslu, og 1253 tunnur saltsíldar. Næstur um aflabrögð togaranna er Garðar úr Hafnarfirði. Hans aflafengur var 12,123 mál bræðslusíldar og 984 tunnur saltsíldar. Þriðji í röðinni er Skallagrímur úr Reykjavík með 12,091 mál bræðslusíldar og 1253 tunnur saltsíldar. Alls voru 25 tog- arar að síldveiðum í sumar, 16 úr Reykjavík, 7 úr Hafnarfirði, 1 frá Akranesi og 1 úr ísafirði. 31 línugufuskip stunduðu síld- veiðar í sumar, 8 úr Reykjavík, 6 frá Akureyri, 3 úr Hafnarfirði, 3 úr Siglufirði, 3 frá Þingeyri, 2 frá Akranesi, 2 frá Hrísey og 1 frá hverjum stað, Borgarnesi, Sauðárkróki, Suðureyri við Súg- andafjörð og Stykkishólmi. Af skipum þessum hefir Jökull úr Næsta vika er 22. vika sumars og fara þá fram smalamennskur og rétta- höld í öllum héruðum landsins. Munu skilaréttir alls vera nær 200 í landinu og nær allar haldnar 16.—22. septem- ber. Langsamlega víðast er réttað í fyrri hluta næstu viku, en sumstaðar þó þegar í lok þessarar viku, til dæmis sumstaðar í Þingeyjarsýslu. Hér suð- vestan lands, í Gullbringu- og Kjósar- sýslu, Borgarfjarðarsýslu og Árnessýslu, eru fyrstu skilaréttir í næstu viku frá mánudegi til fimmtudags. Fjallleitir eru þegar hafnar, þar sem leita skal fjarlæg og víðlend afréttarlönd, svo sem er hjá þeim, er eiga leitir inn til öræfanna. Munu fyrstu fjallleitar- mennirnir hafa lagt af stað í göngurn. ar nú um helgina, á laugardag eða sunnudag. Koma þeir aftur til byggða að viku liðinni. Á Arnarvatnsheiði reka Borgfirðingar, Miðfirðingar, Vatnsdæl- ir og Víðidælir saman til sundurdráttar við Réttarvatnstanga á laugardaginn, áður en þeir halda til byggða með safnið. Hófust leitir þar um helgina. t r r Varðmenn þeir, sem verið hafa í sumar við fjárgæzlu í óbyggðum, á Holtamannaafrétti, Kili og á afréttun- um norðan aðalhálendisins, munu hætta vörzlu innan skamms, að af- stöðnum fjallleitum. Byggðavarzlan Eftirlit Breta með síglingum hlut- lausra pjóda Gagnráöstafanír Þjóðverja Samkvæmt tilkynningu, sem íslenzka ríkisstjórnin hefir feng- ið, hefir enska stjórnin ákveðið að koma á eftirliti með sigling- um hlutlausra þjóða í því augna- miði, að hindra flutninga á ófriðarbannvörum til Þýzka- lands. Nær þetta eftirlit jafnt til skipa, sem sigla til Þýzkalands, og þeirra, sem sigla til hlutlausra hafna, er hafa greiðar sam- göngur til Þýzkalands. Til þess að gera eftirlitið auð- veldara hafa Bretar komið upp nokkrum eftirlitsstöðvum og er skipum hlutlausra þjóða ráðlagt að koma þangað til eftirlits, ella verði þau tekin og farið með þau þangað. Ein slík eftirlits- stöð er Kirkwall á Shetlandseyj - um, en þar urðu íslenzk skip að koma við til eftirlits í sein- ustu heimsstyrjöld. í tilkynningum til ríkisstjórn- arinnar eru gefnar nokkrar upp- lýsingar um farmskírteini *og hleðslu, sem geri eftirlitið auð- veldara og þá töf, sem það veld- ur skipinu, minni. í tilefni af þessari fyrirætlun Breta hafa Þjóðverjar látið í ljós, að þeir muni svara á þann hátt, að reyna að hindra að vör- u'r komist til Bretlands, hvort heldur er með skipum hlutlausra þjóða eða Breta sjálfra. Þýzkir kafbátar hafa enn grandað nokkrum enskum skip- um og virðast gagnráðstafanir Þjóðverja tæplega geta fólgizt í öðru en kafbátahernaði. Hafnarfirði fengið beztan afla í sumar, 9775 mál bræðslusíldar og 1676 tunnur saltsíldar. Næst- hæstur er Ólafur Bjarnason frá Akranesi með-7554 mál bræðslu- síldar og 1314 tunnur saltsíldar. Þriðja skipið er Hvassafell frá Akureyri með 6686 mál bræðslu- síldar og 1052 tunnur saltsíldar. Sex skip önnur fengu afla, er (Framh. á 4. síðu) heldur hins vegar áfram og fer þaö eftir tíðarfari, útbreiðslu mæðiveik- innar og öðrum kringumstæðum, hve lengi fram eftir haustinu er þörf á varðmönnum þar. r r r Hvalveiðarnar eru enn stundaðar af fullum krafti og er fyrirhugað að halda þeim áfram fram eftir þessum mánuði, ef afli bregst ekki og veðurfar ekki hamlar sjósókn. Um þetta leyti í fyrra var hvalveiðunum hins vegar lokið og virðist sæmileg aflabrögð ætla vara lengur fram eftir haustinu í ár. í gær voru hvalveiðaskipin búin að veiða 130 hvali í sumar, en í fyrra sumar fengust 147 hvalir. Við þennan samanburð er þó þess að gæta, að veiðifarir hófust um mánuði síðar í sumar heldur en 1 fyrra, svo að sé miðað við lengd veiði- tímans er aflafengur síður en svo lak- ari nú. r r r Sölusamband íslenzkra fiskframleið- enda birtir í þessu tölublaði Tímans auglýsingu um saltfisk til neyzlu inn- an lands. Munu þessar ráðstafanir gerðar að tilhlutun ríkisstjórnarinnar. Samkvæmt þessari auglýsingu verður góður saltfiskur seldur kaupfélögum og kaupmönnum í pökkum, er vega 100 pund, á 20—25 krónur, en 50 punda pakkar á 10,25—12,75. Sökum styrjaldarinnar í Ev- rópu hefir verið minna en ella fylgzt með þeim atburðum, sem eru að gerast í Austurálfu, og þeim áhrifum, sem þýzk-rúss- neski samningurinn virðist ætla að hafa á utanríkismálastefnu helzta stórveldisins þar. Áður en Japanir hófu Kína- styrjöldina olli það miklum deil- um meðal japanskra herfor- ingja og stjórnmálamanna, hvaða stefna skyldi farin í ut- anrikismálum. Sumir vildu fylgja óbilgjarnri landvinninga- stefnu, skeyta ekkert um, þótt hún kostaði óvináttu Breta og Bandaríkjamanna og hefja í þess stað nánari samvinnu við „hungruðu" stórveldin í Evrópu, Þýzkaland og Ítalíu. Aðrir vildu fara það hógværlega í sakirnar, að ekki kæmi til verulegra átaka við Breta og Bandaríkjamenn og ætti að hafa friðsamlega samvinnu við þá. Bentu þeir á þá sterku aðstöðu þessara landa, að þau gætu með viðskiptabanni svipt Japani hinu nauösynleg- asta hráefni, sem þeir þyrftu til vígbúnaðarins. Leikar fóru svo, að fyrri stefnan sigraði og va'rð það m. a. þess valdandi, að einn helzti áhrifamaðurinn í jap- anska herforingjaráðinu, No- buyaki Abe, dróg sig algerlega í hlé í einskonar mótmælaskyni. Niðurstaðan af þessu varð sú, að Bretar snérust eindregið til fylgis við Chiang Kai Shek, enda þótt hann hefði áður sýnt þeim litla vináttu og mjög skert hagsmuni þeirra í Kína. Útveg- uðu þeir lionum hergögn i stór- um stíl og veittu honum marg- víslega fjárhagslega aðstoð. Má að verulegu leyti þakka það. þessari aðstoð Breta við Chiang Kai Shek, hversu vel og lengi Kínverjar hafa getað varizt. Japanski herinn svaraði Bret- um með því að vinna hatram- iega gegn hagsmunum þeirra á yfirráðasvæðum sínum í Kína. Jafnframt vildu margir jap- anskir herforingjar, að Japan gengi i hernaðarbandalag við Þýzkaland og Ítalíu til að árétta enn greinilegar hina andbrezku afstöðu. Kvenfélagasambandið vestfirzka hélt aðalfund sinn á Suðureyri við Súg- andafjörð síðastliðinn föstudag og laugardag. Var þetta tíundi aðalfundur sambandsins. Ellefu konur sátu fund- inn í umboði sex félaga. En alls eru í sambandinu tíu félög með 485 félags- konum. Rætt var um húsmæðra- fræðslu, heilbrigðismál, garðræktarmál, áfengismál og tóbaksneyzlu, framleiðslu fegrunarefna og margt fleira. r r r Tíminn hefir fengið upplýsingar um laxgöngu í Elliðaárnar í sumar hjá' Á- gúst Guðmundssyni eftirlitsmanni raf- magnsstöðvarinnar við Elliðaárnar. Er laxinn, sem í ána gengur, allur veiddur i kistu neðan við stöðvarhúsið og meg- inhluti hans fluttur upp fyrir stífluna, svo að hann geti óhindrað haldið þar áfram göngu sinni. Þetta sumar reynd- ist annað mesta laxárið síðan árnar voru virkjaðar og varð þó laxmergðin eigi jafn mikil og líkur bentu til um skeið. Alls gengu 2200 laxar í kistuna. Laxagangan varð mjög endaslepp í sumar og hætti laxinn að mestu að ganga í árnar í lok júlimánaðar. Komu eigi nema 30—40 laxar í kistuna eftir það, Orsakir þessa eru taldar þær, hve árnar voru vatnslitlar og vatnið í þeim hlýtt og tært. Hins vegar voru margir jap- anskir stjórnmálamenn mót- fallnir þessari afstöðu, þar sem ?eir óttuðust að Bretar reyndu að fá Bandaríkjamenn í lið með sér til að segja Japönum við- skiptastríð á hendur, en telja mátti víst, að það kollvarpaði öllum sigurvonum Japana í Kína. Uppsögn ameríska-jap- anska viðskiptasamningsins var áminning til Japana, sem benti í þessa átt. Þannig stóðu málin, þegar býzk-rússneski sáttmálinn kom öllum á óvart, ekki sízt fylgis- mönnum Þjóðverja í Japan. Er heldur ekki annað sýnilegt- en að sáttmálinn hafi gerbreytt af- stöðu Japana til Evrópumál- anna. Ríkisstjórnin, sem hafði undi'rbúið ítarlegar tillögur um utanríkisstefnu Japans, baðst nær tafarlaust lausnar, þar sem hún taldi tillögur sínar ósam- rýmanlegar hinum nýju kring- umstæðum. Ný stjórn hefir ver- ið mynduð og er forsætisráð- herra hennar Abe, sem forðum gekk úr herforingjaráðinu, þeg- ar hin andbrezka afstaða var ákveðin, og utanríkisráðherra hennar er Mamoru Shigemitsu, sem var sendiherra Japana í London og talinn er mjög hlið- hollur Bretum. Hann er einnig kunnur fyrir að hafa stutt til- lögui’ um japanskt-kínverskt bandalag, í staðinn fyrir innrás- arstyrj öid Japana í Kína. Hin nýja stjórn hefir enn starfað svo skammt, að ekki verður algerlega fullyrt um stefnu hennar, en flest bendir til að hún ætli að taka upp vinsam- lega sambúð við Breta og jafn- vel reyna að ná samkomulagi við Kínverja. Má telja víst að Chi- ang Kai Shek verði fúsari til samninga eftir að Evrópustyrj - öld er hafin og hann getur ekki vænzt jafn mikils stuðnings frá Bretum og hingað til. Hins vegar hefir hann jafnan tortryggt hjálp Rússa, þar sem hann veit að tilgangur þeirra er ekki sá, að hjálpa honum til sigurs, heldur að útbreiða kommún- ismann í Kína. En Chiang Kai Shek er ekki síður mikill and- stæðingur kommúnismans en Japana eins og margra ára bar- átta hans gegn kommúnistum sýniT gleggst. Bæöi Þjóðverjar og Rússar virðast hafa óttast, að þýzk- rússneski samningurinn myndi hafa þessi áhrif á útanríkis- málastefnu Japana. Þegar Ribb- entrop fór frá Moskva eftir undirritun þýzk-rússneska sátt- málans lét hann svo ummælt, að samningurinn kæmi ekki að neinu leyti í bága við samvinnu Þjóðverja og Japana og gæti jafnvel orðið upphaf að betri sambúð Rússa og Japana fyrir tilstuðlan Þjóðverja. Þýzk blöð (Framh. á 4. síðu) Frá styrjöliliinii. Pólverjum hefir tekizt að stöðva sókn Þjóðverja til Var- sjá og hrekja á brott þýzku her- sveitirnar, sem voru komnar inn í úthverfi borgarinnar. Þjóðverj- ar sækja að borginni að norðan, vestan og sunnan og mun það ætlun þeirra að reyna að um- kringja hana. Hernum, sem kemur að sunnan frá Krakau, miða'r hægt áfram. Þjóðverjar halda uppi stöðugum loftárás- um á Varsjá og hafa valdið stói'kostlegum skemmdum. Er lokið miklu lofsorði á vörn Pól- verja. Á vesturvígstöðvunum miðar sókn Frakka hægt áfram, en hefir tekizt að hrinda öllum gagnárásum Þjóðverja. Þjóð- (Framh. á 4. síðu) A víðavangi Maður, sem er þaulvanui’ hænsnarækt og hefir mikla þekkingu í þeim efnum, hefir vakið athygli blaðsins á því, að hænsnaeigendur ættu að drepa öll gömul og léleg hænsni í haust, þar sem búast má við fóöurskorti og jafnvel að ekk- ert hænsnafóður flytjist til landsins í náinni framtíð. En hingað til hefir alltof mikið ver- ið að því gert að ala léleg hænsni og virðist mjög lítils eftirlits hafa verið gætt í þeim efnum á hinum stærri hænsnabúum. Er það sannað mál að hænsnin gefa langmestan arð á fyrsta ári, sæmilegan á öðru ári, en eftir iað fer afrakstur þeirra stór- um minnkandi. Þessa slátrun í haust ættu hænsnaeigendur því ekki að framkvæma eins og einhverja bráðabirgða- ráðstöfun, heldur til þess að koma föstu skipulagi á hænsna- ræktina og tryggja það að þeir séu ekki að kosta dýrt eldi á lélegum hænsnum. Mun reynsl- an sanna þeim það fullkomlega, að það borgar sig betur að hafa hænsnin þeim mun færri en betri, heldur en fleiri og lélegri. * * * Sannleikurinn er sá, að hænsnaræktinni hefir verið sýndur allt of lítill sómi á und- anförnum árum. Menn hafa stofnað stór hænsnabú í gróða- skyni, oft án nokkurrar veru- legrar þekkingar, og megin- áherzla virðist hafa verið lögð á fjölda hænsnanna, en ekki arð- semi þeirra. Hænsnin hafa ver- ið flutt inn eftirlitslítið eða eft- irlitslaust, stundum mjög léleg, og þess ekki gætt, þótt með þeim kynnu að flytjast ýmsir alifugla- sjúkdómar. Framtíðartilhögunin í þessu virðist eiga að vera sú, að starfrækt yrði eitt tilrauna- og fyrirmyndarbú fyrir allt land- ið. Það eitt hefði rétt til inn- flutnings á hænsnum og ætti að ala upp góð hænsni til sölu handa hinum búunum. Þar væru gei'ðar ýmiskonar tilraunir varð- andi hænsnaræktina, t. d. með innlent fóður. Slíkt tilraunabú ætti að geta skapað miklu traustari grundvöll undir hænsnaræktina en hún hefir nú og hjálpað til að gera hana að þeim þætti í framleiðslu og neyzlu þjóðarinnar, sem hún verðskuldar. Vantar enn mikið á það, að eggjaneyzlan sé eins mikil hér og hún gæti verið og er víða annarsstaðar. En til þess að æskilegur árangur gæti náðst í þeim efnum þarf að koma hænsnaræktinni á tryggari grundvöll og gera hana að ódýr- ari framleiðslugrein. * * * Það fyrsta, sem nú virðist þurfa að gera varðandi hænsna- ræktina, er að Búnaðarfélagið, náttúrurannsóknarnefndin eða einhver slíkur aðili kynnti sér eins vel og kostur er á, hvernig hagkvæmast verði að fóðra nænsni sem mest á innlendu fóðri. Síðan þarf vitanlega að halda þeirri viðleitni áíram og styður það þá hugmynd um til- raunabú, sem hér hefir verið varpað fram. * * * Það ástand, sem siglingateppa kann að skapa viðkomandi hænsnaræktinni, snertir ekki eins mikið þá, sem lítið hafa af hænsnum og ala þau aðallega á því, sem hvort eð er tilfellst, eins og víða er gert á sveitabæj- um. En vitanlega er þeim það eigi að síður hagsmunamál, að ala ekki léleg hænsni, og þess- vegna eiga þeir að kappkosta að endurnýja alltaf hænsnaeign sína í tæka tíð. * * * Aðra alifuglarækt þarf vitan- lega að taka svipuðum tökum og hænsnaræktina og ætti til- raunastarfsemi slíks fyrirmynd- arbús og nefnt er hér að fram- an, einnig að ná til hennar. A. KROSSGÖTUM Haustleitir og réttir. — Mæðiveikivörðurinn. — Hvalveiðarnar. — Saltfiskur til neyzlu innan lands. — Aðalfundur vestfirzka kvenfélagasambandsins. — Laxgangan í Elliðaárnar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.