Tíminn - 14.09.1939, Blaðsíða 1

Tíminn - 14.09.1939, Blaðsíða 1
RITSTJÓRAR: GÍSLI GUÐMUNDSSON (ábm.) ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. FORMAÐUR BLAÐSTJÓRNAR: JÓNAS JÓNSSON. ÚTGEFANDI: FRAMSÓKN ARFLOKKURINN. RITSTJÓRNARSKRIFSTOFUR: EDDUHÚSI, Llndargötu 1 D. SÍMAR: 4373 og 2353. AFGREIÐSLA, INNHEIMTA OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: EDDUHÚSI, Lindargötu 1 D. Sími 2323. PRENTSMIÐJAN EDDA h.f. Símar 3948 og 3720. 23. árg. Rcykjavík, flmmtudagiim 14. sept. 1939 106. hlað Tilhögun skömmtunarinnar Nauðsynlegt að menn hjálpí til að fram- kvæmd hennar takíst greiðlega Tímiiiu liirtir reglugerðina um skömintuuina í heilu lagi, svo menn geti sem bezt kynnt sér tilliögun hennar. Næstkomandi mánudag hefst sala nokkurra mat- væla eftir skömmtunarseðl- um um allt land. Skömmt- unarseðlum verður úthlutað af sveitar- og bæjarstjórn- um á laugardag og sunnu- dag og jafnhliða eiga við- takendur þeirra að undir- rita drengskaparvottorð um, hve mikinn forða þeir hafa af umræddum matvælum. Verður forðinn dreginn frá við fyrstu úthlutanirnar. Sérstakar nefndir, sem kosn- ar eru af bæjar- og sveitar- stjórnum, hafa umsjón með skömmtuninni, hver í sínu um- dæmi, en ríkisstjórnin hefir sett á stofn skrifstofu til að hafa yfirumsjón með höndum. Hefir Sigtryggur Klemensson lögfræð- ingur verið skipaður forstöðu- maður hennar. Nokkrar raddir hafa heyrzt um það, að skömmtun hafi dregizt fullmikið á langinn, en þegar þess er gætt, hversu mik- ill og vandasamur undirbúning- urinn er og að skömmtun varð að byrja á öllu landinu sam- tímis og því þurfti að koma nauðsynlegum gögnum til fjar- lægra kauptúna og byggðalaga, verður ekki annað sagt en að ríkisstjórnin hafi leyst þetta starf fljótt og vel af hendi. Þess ber að vænta og um það ættu allar áminningar að vera óþarfar, að almenningur taki þessum ráðstöfunum með full- um skilningi, geri sitt til að þær torveldist ekki í framkvæmd og hjálpi til að láta þær ná tilætl- uðum árangri. Það er hreinn Eitírlit með út- flutning'num Flmm manna nefnd fallð eftirlltið. Ríkisstjórnin hefir gefið út bráðabirgðalög, sem heimila, að allur útflutningur landsins skuli háður eftirliti ríkisstjórnarinn- ar eða nefndar, sem verður falið að annast slíkt eftirlit. Samkvæmt reglugerð, sem gefin var út samtímis og bygg- ist á þessum lögum, er eftirlitið falið sérstakri nefnd og má „engar íslenzkar afurðir bjóða til sölu, selja til útlanda eða flytja úr landi, nema að fengnu leyfi nefndarinnar". Til þess að standast kostnað við störf nefndarinnar verður tekið sérstakt gjald, sem nem- ur y2%c — hálfum af þúsundi — af útflutningsverðmætinu. Brot gegn lögunum og reglugerðinni varðar allt að 100 þús. kr. og fangelsi, ef sakir eru miklar. í útflutningsnefndinni eru: Jón Árnason framkvæmdastj óri, Skúli Guðmundsson alþingis maður, Finnur Jónsson alþing- ismaður, Richard Thors fram kvæmdastjóri og Ólafur John son stórkaupmaður. Mikill hluti útflutningsins hefir að undanförnu verið háður eftirliti, ýmist ríkisins eða opin- berra stofnana. Var það m. a nauðsynlegt sökum viðskipta- samninga við önnur lönd. En til frekara öryggis og samræmingar þótti hyggilegast að hafa þetta eftirlit á einni hendi og hefir þessi leið því verið valin. skortur á góðum þegnskap, ef menn beita einhverjum brögð- um í þessum efnum, og þeir, sem verða uppvísir að því, mega vera þess fullvissir, að fyrir slíkt verð- ur stranglega refsað. Tímanum þykir rétt, sökum þess, hversu nauðsynlegt er að menn kynni sér tilhögun og framkvæmd skömmtunar til hlítar, að birta reglugerðina um hana í heilu lagi: Samkvæmt heimild í lögum nr. 37 12. júní 1939 er hér með sett eftirfarandi reglugerð. 1. gr. Frá 19. sept. 1939 að telja er bannað að selja rúgbrauð og hveitibrauð, rúg, rúgmjöl, hveiti, hveitimjöl, hafragrjón, hafra- mjöl, hrísgrjón, matbaunir, bankabygg og aðrar kornvörur, nema fóðurbygg, hafra og fóð- urmaís, ennfremur kaffi og syk- ur, nema gegn seðlum, sem út eru gefnir að tilhlutun ríkis- stjórnarinnar. 2. gr. Ríkisstjórnin sendir öll- um hreppsnefndum og bæjar- stjórnum skömmtunarseðla, miðaða við mannfjölda á hverj- um stað, og skulu þær úthluta seðlum til allra heimila, þannig að hverjum heimilismanni sé ætlaður einn seðill. Úthlutunin fer fram í fyrsta sinn 16. og 17. sept. n.k., á þann hátt, að mót- takendur skulu kvaddir saman eða heimilisfeður í þeirra stað. Kostnað við prentun og útsend- ingu seðlanna til hreppsnefnda og bæjarstjórna ber ríkissjóður, en hreppsnefnd eða bæjarstjórn á hverjum stað annan kostnað við úthlutunina. 3. gr. Þá er úthlutun seðlanna fer fram í fyrsta sinn skulu við- takendur þeirra undirrita dreng- skaparvottorð um hve mikinn forða þeir eigi af vörutegundum, er seðlarnir hljóða um, á þar til gerð eyðublöð. Skal forðinn dreginn frá við fyrstu eða aðra úthlutun og hinar síðari, þar til honum er lokið, með því að klippa af seðlunum sem svarar því vörumagni, er forðanum nemur. Eru allir heimilisíeður skyldir, að viðlögðum sektum, að mæta eða láta mæta til slíkrar skýrslugjafar, jafnt þótt þeir eigi nægar birgðir og þurfi eigi seðla fyrst um sinn. 4. gr. Ríkisstjórnin setur á stofn skömmtunarskrifstofu.sem hefir yfirumsjón með matvæla- úthlutun samkvæmt þessari reglugerð og öðrum hliðstæðum ráðstöfunum eftir nánari fyrir- mælum ríkisstjórnarinnar. 5. gr. Þá er úthlutun hefir far- ið fram skulu hreppsnefndir og bæjarstjórnir senda skömmtun- arskrifstofunni símleiðis skýrslu um hve miklar birgðir hafi ver- ið samtals á heimilum, hve mik- ið af seðlum hafi orðið afgangs og hve miklu magni afklipping- ar hafa numið. Ónotaðir seðlar og afklippingar skulu sendir skömmtunarskrifstofu með fyrstu póstferð, en geyma skal drengskaparyfirlýsingar um birgðir til athugunar við næstu úthlutanir. Skömmtunarskrif- stofan getur leyft, að ónotaðir seðlar verði að einhverju leyti eftir í vörzlum hreppsnefnda eða bæjarstjórna, til aukaúthlutun- ar, ef þörf krefur. 6. gr. Hinn 16.—17. sept n. k. skulu allir þeir, er verzla með framangreindar vörutegundir, framkvæma birgðatalningu og gefa hreppsnefndum eða bæjar- stjórnum drengskaparvottorð á þar til gerð eyðublöð um birgðir af þessum vörutegundum. Heild- arskýrslur um birgðir verzlana í hverjum hreppi eða kaupstað skal senda skömmtunarskrif- símleiðis. 7. gr. Seðlaúthlutun fer þann- ig fram, eftir að fyrstu úthlutun er lokið, að í lok hvers mánaðar eru afhentir seðlar fyrir næsta mánuð til þeirra, sem skila stofnum af eldri seðlum, með áritun nafns og heimilisfangs, og ennfremur til þeirra, sem fært geta sönnur á, að þeir hafi ekki fengið seðla við fyrri úthlutanir. Hreppsnefndum er heimilt að gefa sveitaheimilum, sem vegna staðhátta geta ekki dregið að sér matvæli mánaðarlega að vetrin- um, ávísanir um afhendingu á (Framh. á 4. síðu) Styrjöldin í Póllandí Pólverjar hefðu getað varizt Þjóðverjum, ef þeir hefðu fengið þá lijálp Rássa, .“553^ - < -ic. yv».. i ***— —— sem þeir báðu um. í kvöld er liðinn hálfur mán- uður síðan innrás Þjóðverja í Pólland hófst. Eins og sakir standa er mjög erfitt að fullyrða um, hversu stórum hluta Póllands Þjóðverjar hafa náð á.vald sitt. Sókn þeirra virðist fyrst og fremst miðast við það, að ná stærstu borgunum á vald sitt og sækja þeir því inn í landið á mörgum stöðum, án þess að nokkur samfelld herlína sé milli þessara herfylkja. Pólskar her- sveitir eru því enn víða að baki Þjóðverjum og hafa þar stór svæði á valdi sínu. Þótt Þjóð- verjum takist að ná stórborgun- um fljótlega á vald sitt getur það tekið þá alllangan tíma að sigra þessar hersveitir Pólverja. Hinir stórfelldu ósigrar, sem Pólverjar biðu fyrstu vikuna, virðast síður en svo hafa veikt viðnámsþrótt þeirra og hugrekki. Mótspyrna þeirra hefir verið miklu öflugri síðari vikuna. Þannig hefir þeim tekizt að halda Þjóðverjum í skefjum á vígstöðvunum við Varsjá og Gdynia, og náðu aftur Lods úr höndum Þjóðverja, en hafa nú misst hana aftur. Víða annars- staðar hefir þeim tekizt að hefta framrás þýzku hersveitanna. Þjóðverjar hafa svarað þess- ari mótspyrnu Pólverja með enn miskunnarlausari loftárásum en áður. Hafa þeir tilkynnt, að hér eftir muni þeir ekki hlífa óvíg- girtum borgum við loftárásum og megi Pólverjar sjálfum sér um kenna, þar sem þeir vilji ekki gefast upp. Lýsingarnar af loft- árásum Þjóðverja á varnarlausa bæi, sjúkrahús og flutninga- tæki með særða hermenn og flóttafólk, eru hinar ægilegustu og berast jafnt frá hlutlausu fólki eins og ameriska sendi- herranum og Pólverjum sjálf- um. Næstum allar fregnir frá Pól- landi benda til þess, að þjóðin sé einhuga um að verja frelsi sitt eins lengi og fært er. Þann- ig hafa t. d. konur og börn hjálp- að til að reisa varnarvirki um Varsj áborg og hafa svo margir boðið liðveizlu sína, að ekki hef- Þangmjölsvinnslan í Hveragerði. — Útbreiðsla kvilla í íslenzkum garðjurt- um. — Tilraunir um ræktun sykurrófna. I þangmjölsverksmiðjunni í Hvera- gerði er í sumar búið að vinna um 80 smálestir af mjöli og verða enn unnar 20—30 smálestir áður en vinnslu verður hætt í haust. í fyrra voru framleiddar um 130 smálestir í verksmiðjunni og voru þær birgðir allar uppseldar áður en vinnsla hófst að nýju í vor. Keyptu Mjólkurfélag Reykjavíkur og Samband íslenzkra samvinnufélaga meðal ann- arra talsvert af þangmjölinu í fóður- blöndur. Ýmsir einstakiingar keyptu og mjöl frá verksmiðjunni. Bændaskólinn á Hvanneyri keypti sjö smálestir þangmjöls og var ekkert eitt heimili jafn stórtækt í mjölkaupunum. Sam- kvæmt upplýsingum, sem blaðið hefir fengið hjá Steingrími Steinþórssyni búnaðarmálastjóra, mun þangmjölið vera mjög hentugt til íblöndunar eggjahvíturíkum fóðurbæti eins og síldarmjöli. — Þangið, sem notað er til vinnslunnar, hefir verið skorið á skerjunum við Stokkseyri. Hófst þang- skurðurinn í sumar um miðjan júní- mánuð. En samkvæmt rannsóknum sem Norðmenn hafa framkvæmt á sjávargróðri við Noregsstrendur, er þangið ríkast að næringarmiklum efn- um að sumrinu og haustinu. Áður en þangið er flutt til verksmiðjunnar, er það látið síga dálítið og þorna, en er síðan fullþurkað uppi í Hveragerði við hverahita. Allmikið hefir þegar borizt af pöntunum í framleiðslu þessa árs, enda aldrei meiri ástæða en nú til að nota sem bezt þau fóðurefni, er fást í landinu sjálfu. t r r Ingólfur Davíðsson grasafræðingur hefir í sumar ferðazt allvíða um land í erindum atvinnudeildar háskólans. Hefir hann meðal annars kynnt sér útbreiðslu sjúkdóma í íslenzkum garð- jurtum og leiðbeint um varnir gegn þeim. Hefir Ingólfur lagt leið sína til Vestmannaeyja, austur í Mýrdal og fót- gangandi um Suðurland, auk þess sem hann hefir ferðazt um Norðurland. Fjórir kvillar sækja einkum á kartöfl- urnar. Stöngulveiki og tiglaveiki gera talsvert vart við sig í ár og eru ein- göngu sunnanlands. Er stöngulveikin skæðasti kartöflusjúkdómurinn í sum- ar. Báðir þessir kvillar hafa borizt hingað með útlendu útsæði. Kartöflu- mygla gerir vart við sig á svæðinu frá Snæfellsnesi suður og austur um til Reyðarfjarðar. Eru frekar lítil brögð að henni nú, en þó meiri en í fyrra sumar. Hún hefir legið hér í landi síðan um aldamót og er skæðust í votviðratíð og hlýindum. í sumar tók hennar fyrst að gæta í ágústmánuði, er um skeið brá til votviðra. Loks er kartöflukláði algengur um land allt og hefir verið um langa hríð. Hann er venjulega magnaðastur í þurrkasumrum. — Kálmaðkur, sem talsvert hefir kveðið að sumstaðar á landinu undanfarin ár, sækir á allar jurtir af krossblómaætt. Hefir hans gætt mikið i Reykjavík og nágrenni bæjarins, i Hafnarfirði og á Akureyri í sumar. Sex eða átta ár munu vera síð- an kálmaðks varð hér fyrst vart. Æxla- veiki, illkynjaður kvilli i rófum, hefir um áratugs bil legið í landi í Vest- mannaeyjum og hafa sumir jafnvel orðið að leggja niður garða af þessum sökum eða hafa sáðskipti. Nýlega hefir þessi kvilli komið upp í Vík í Mýrdal og í sumar hefir hans einnig gætt nokkuð í Ölfusi og á tveimur eða þrem- ur stöðum í Reykjavík. Ingólfur Da- víðsson skrifar grein um þessa jurta- sjúkdóma neðanmáls í Tímanum í dag, þar sem gerð er grein fyrir helztu ráð- um gegn þeim og hvað annað beri að hafa í huga í baráttunni gegn þeim. r r r Hin ötula garðyrkjukona, frú Rakel Þorleifsson í Blátúni við Reykjavík, hefir í sumar gert tilraunir með rækt- un sykurrófna. Virðist vöxtur þeirra vera þolanlega mikill, auk þess sem þær munu enn vaxa, því að sykurrófur eiga að standa í jörð fram eftir haustinu, allt fram í nóvembermánuð. Rakel sáði til sykurrófnanna í maímánuði. Einnig hefir hún haft með höndum í sumar tilraunir um ræktun annarrar erlendr- ar jurtar, sem gefur afurðir, er inni- halda mikil sykurefni. Ekki verður skorið úr um hvern árangur þær til- raunir bera fyrr en næsta ár. Moscicki, jorseti Póllands. ir verið hægt að láta alla kom- ast að vinnu. Svipuð dæmi eru tilgreind í tugatali. í þeim lands- hlutum, sem Þjóðverjar hafa náð á vald sitt, gera Pólverjar allt, sem þeir megna til að gera inn- rásarhernum erfiðara fyrir. Aðstaða Þj óðver j a versnar stöðugt eftir því, sem lengra kemur inn í landið. Bæði eru samgöngur þar örðugri fyrir þung farartæki, því að mikið er af mýrum og skóglendi, og allir aðflutningar til hersins verða örðugri. Þjóðverjar leggja því allt kapp á, að hafa sigrað meg- inhluta pólska hersins áður en haustveðráttan byrjar, en Pól- verjar kappkosta hinsvegar að verjast þangað til. Her beggja hefir orðið fyrir mannfalli, sem skiptir tugum þúsunda. Samkvæmt sumum fregnum þyrma Þjóðverjar ekki föngum, sem þeir ná á vald sitt enda er erfitt fyrir þá, að annast geymslu þeirra. Mikill fjöldi fólks hefir beðið bana í loftárás- um, sem Þjóðverjar hafa gert. Öllum erlendum fregnriturum sem fylgzt hafa með stríðinu, virðist bera saman um, að Þjóð verjar eigi fyrst og fremst flug- hernum sigra sína að þakka. Hann hefir veitt hersveitunum sem sóttu fram, ómetanlegan styrk, eyðilagt vegi og brýr að baki pólsku hersveitunum og hindrað aðflutninga til þeirra Auk þess eru svo hinar stór- felldu loftárásir á pólskar borg ir og bæi. Einnig hefir Pólverja vantað tilfinnanlega stórar fall- byssur. Hefðu þeir átt tilsvar- andi mikið af flugvélum og stór- um fallbyssum og Þjóðverjar, er talið fullvíst, að þeir hefðu get að haldið innrásarhernum í skefjum, því pólsku hermenn- irnir virðast ekki síðri þýzku hermönnunum í hreysti, úthaldi og herkænsku. Það var þrennt, — flugvélar, stórar fallbyssur og skriðdrekar — sem Pólverjar töldu nægjan- legt að Rússar hjálpuðu þeim um, ef samningar tækjust milli Rússlands, Frakklands og Bret- lands um bandalag gegn yfir- gangi fasismans og þeir þyrftu að verjast árás Þjóðverja. Hins vegar þóttust þeir ekki þurfa að þiggja annan liðsstyrk Rússa enda óttuðust þeir herflutninga Rússa til pólskra héraða. Virð- ist það nú komið fram, að Pól- verjar hafi haft á réttu að standa. Verður þess áreiðanlega lengi minnst, að Pólverjar hafa orðið að lúta í lægra haldi fyrir inn- rásarhernum, sökum þess, að ríkið, sem taldi sig „verndara friðarins og smáríkjanna“ vildi ekki veita þeim þá aðstoð, sem þeir báðu um og hefði nægt þeim til að verja land sitt gegn erlendu ofbeldi og undirokun. Aðrar fréttir. Frökkum miðar enn áfram sókninni á vesturvígstöðvunum og telja þeir sig hafa umkringt Á víðavangi Kartöfluuppskeran verður, að jví er allt bendir til, allt að því helmingi meiri en nokkru sinni áður. Verður þetta að teljast mikil blessun eins og á stendur. Að vísu sannar það átakanlega, að sannleikurinn fer ekki um- hverfis jörðina — svona í fram- kvæmd — á áttatíu dögum, að aað skuli hafa þurft að drag- ast svona lengi, að við yrðum sjálfbjarga með ræktun þess- arar mikilsverðu nytjajurtar. En kálið er heldur ekki sopið Jótt í ausuna sé komið! Það er ekki nóg að setja niður kartöflur í stórum stíl, og held- ur ekki nóg,að þær spretti prýði- lega. Til eru hættulegir kartöflu- sjúkdómar. Þá þarf að þekkja. Þá þarf að varast. Sá, sem þetta skrifar, er að vísu leikmaður. En meðan ekki eru fyrir hendi önn- ur betri úrræði, þá gangið um garðinn ykkar, leitið uppi öll grös, sem gruna mætti um óhreysti, takið þau upp sér, hald- ið uppskerunni undan þeim sér, eyðiö henni fyrst, ef hún þá er æt, og fjarlægið grösin úr garð- inum af öllum grunuðum sjúk- um grösum. * * * Svo kemur að aðalupptektinni. Hafið nákvæma gát á hreysti kartaflanna undan hverju grasi. Veljið útsæðið jafnóðum og upp er tekið, og umfram allt undan fallegustu grösunum. Þið setjið á undan beztu kúnni! Alveg eins parf að fara að með kartöflurn- ar. Þið eruð að koma upp fram- búðar bústofni, og í þetta sinn ekki aðeins handa sjálfum ykk- ur, heldur handa þjóðinni allri. Hvorttveggja er, að erlent út- sæði verður ókaupandi næstu ár, og nægilegt kartöflumagnið til þess að sjá fyrir þessari undir- stöðunauðsyn nú á haustnótt- um. * * * En svo er geymslan! Hún er stórkostlegt atriði eins og á stendur. Og þar er almenningur vísast varbúinn. Menn þurfa ekki að kvíða skorti á eftirspurn. Markaður hlýtur að verða næg- ur í landinu fyrir allar þær kartöflur, sem til falla, þegar ekkert verður flutt inn. Þess vegna væri ekkert vit í því fyrir bændur að fara að selja kartöfl- ur í óðagoti af ótta við skort á eftirspurn og þá sízt af öllu fyr- ir lágt verð. Búnaðarfélagið hef- ir gefið og mun gefa leiðbein- ingar um hvernig komið verði fyrir haganlegri geymslu á kartöflum. Verða menn að gefa þeim leiðbeiningum góðan gaum. Við stöndum hér frammi fyrir nýju, mikilsverðu úrlausnarefni. Svo óvænt kemur hin mikla uppskera. * * * En umfram allt, bændur og þurrabúðarmenn Gætið þess, að við stöndum hér á merkilegum tímamótum. Það er stríð, og til falla í landinu sjálfu svo mikl- ar kartöflur, að okkur er fært að velja nú það útsæði, sem við eingöngu hljótum að byggja á, velja og setja á vetur þann framtíðarstofn af þessari mikils- verðu nytjajurt, sem við eigum að komast af með framvegis. Hyggið þið að lítils sé um vert hvernig til tekst? Minnist þess, aö kartöflurnar eru lifandi verur, mismunandi hraustar, mismunandi nytjamiklar. Gæt- ið þeirra vel. Veljið þær vel. Synjið ekki þessum mikilsverða bústofni, sem fyrst um sinn að minnsta kosti verður ekki sóttur til annarra landa, um þá um- önnun, um þá hirðingu, sem honum er nauðsynleg, og gleym- ið ekki, að það er hægt að hor- fella kartöflur. borgina Saarbríicken, sem er aðalborg Saarhéraðsins. Þjóð- verjar hafa yfirgefið borgina og fleiri bæi á þessum slóðum. Frönsk blöð telja að það, sem (Framh. á 4. siðu)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.