Tíminn - 19.03.1940, Blaðsíða 1

Tíminn - 19.03.1940, Blaðsíða 1
RITSTJÓRAR: GÍSLI GUÐMUNDSSON (ábm.) ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. FORMAÐVR BLAÐSTJÓRNAR: JÓNAS JÓNSSON, ÚTGEFANDI: FRAMSÓKNARFLOKKURINN. RITSTJÓRNARSKRIFSTOFUR: EDDUHÚSI, Llnria.rgftt.il 1 D. SÍMAR: 4373 og 2353. AFGREIÐSLA, INNHEIMTA OG AUGLÝ SINGASKRIFSTOFA : EDDUHÚSI, Llndargötu 1 D. Slml 2323. PRENTSMIÐJAN EDDA h.f. Stmar 3948 og 3720. 24. árg. Reykjavík, þriðjudagmn 19. marz 1940 31. blað Reikníngsskíl mjólkursam- sölunnar íyrír árið 1939 Aukníng mjólkurneyzlu í Reykjavík nam rösklega 1000 lífrum á dag tíl jaínaðar Mjólkursamsalan skilaði hinn 13. marz reikningum sínum fyrir síðastliðið ár, og var það fimmta reikningsár hennar. Tíminn hefir aflað sér eftirfarandi upplýsinga um rekstur hennar þetta umrædda ár: Samanlagt innvegið mjólkur- magn mjólkurbúa verðjöfnunar- svæðisins á árinu var 15,713,- 4951/a kg., en það er 2.531.623y2 kg. meira en árið áður, og er þetta langmesta mjólkuraukning hjá þeim á einu ári, allt frá þvi að þau tóku til starfa. Samsalan seldi á árinu 5.638.- 010y2 lítra af mjólk, og er það 280.6161/2 lítra meira en árið áð- ur, eða að meðaltali 768 litra aukning á dag. Hér ber þó einnig á það að líta, að svonefndar und- anþágukýr hafa verið talsvert fleiri hér á bæjarlandinu árið 1939 en 1938, og er talið að þar sé um 94.088 lítra mjólkuraukn- ingu að ræða. Aukning neyzlu- mjólkurinnar, sem um er vitað í bænum, nemur því samtals 374.7041/2 lítra, en það samsvarar rúmum 1026 lítrum að meðaltali á dag. Þess má geta í þessu sambandi, að á árinu hefir það sama komið í ljós og oftast áður, að þrátt fyrir fjölgun fólks í bænum, samkvæmt manntalsskýrslunum, er svo að segja ekki um neina aukna sölu á mjólk að ræða um fjögra mánaða tíma að sumrinu, frá því í maí og fram í septem- ber. Þannig nemur mjólkursölu- aukningin, mánuðina júní, júlí og ágúst síðastliðna, aðeins 59 lítrum að meðaltali á dag. Þetta virðist benda til þess, að því meir sem bæjarbúum fjölgar, þess fleiri þurfi að leita sér atvinnu utan bæjar, að minnsta kosti að sumrinu til. Af rjóma voru seldir 231.030 lítrar, og af skyrí 248.09314 kg. Alls seldi samsalan vörur á árinu fyrir kr. 4,324,767.39, þar af mjólk og mjólkurafurðir fyrir kr. 3,817,085.10. Þetta er rúmri hálfri miljón króna meiri vöru- sala en árið áður, og er sú aukn- ing svo að segja öll á sölu mjólk- ur og mjólkurafurða. Tekjuafgangur ársins, að frá- dregnum afskriftum, nam kr. 356,412.46, en það er kr. 77,929.49 meira en árið áður, og var hann, svo sem lög mæla fyrir, yfir- færður til verðjöfnunarsjóðs. Úr verðjöfnunarsjóði voru sam- tals greiddar kr. 527,844.75 í verðuppbætur á árinu, þar af kr. 226,274.31 sem ársuppbót á alla innvegna mjólk hjá mjólkurbú- um verðjöfnunarsvæðisins (iy2 eyrir á hvern innvegin mjólkur- lítra). Eftirstöðvar í verðjöfn- unarsjóði eru kr. 115,113.38, sem yfirfærast til næsta árs. Af eft- irstöðvunum frá árinu 1938, hafa nú rúmar 100 þús krónur ver- ið lagðar í byggingarsjóð, til fyrirhugaðrar mjólkurstöðvar hér í bænum, sem ákveðið var á síðastliðnu sumri, að reist skyldi eins fljótt og ástæður leyfa. Sé afkoma samsölunnar mið- uð við mjólk þá, sem hún seldi á árinu, svo sem áður hefir ver- ið gert, til yfirlits, verður allur kostnaðurinn, sölu-, dreifingar- og skrifstofukostnaður, ásamt vörurannsóknum og afskriftum, tæpur 1 eyrir (0.00.96) á hvern seldan mjólkurlítra. Árið 1938 nam þetta iy2 eyri og hefir það því lækkað um fullan þriðjung á árinu, og er nú orðið lægra, en kunnugir menn töldu, á sínum tíma, að hæfilegt væri að greiða fyrir aksturinn einsamlan, frá mjólkurstöðinni til sölustaðanna í bænum. Reikningur mjólkurstöðvar- innar, sem nú er rekin undir stjórn samsölunnar, var lagður fram samtímis. Innvegið mjólk- urmagn á árinu nam 5,891,3851/2 lítra. Reksturskostnaður stöðv- arinnar (svonefnt stöðvargjald) nam sem næst 2,3 aurum fyrir hvern innveginn mjólkurlítra, en var árið áður 2y2 eyrir. Saman- lagður reksturskostnaður, stöðv- arinnar og samsölunnar, reynd- ist því að vera sem næst 3 Vi eyri (0,03,27) fyrir hvern lítra, sé miðað við mjólkina eins og að framan er greint, og er það % eyri lægra á lítra en árið 1938. Meðalverð til bænda hér á fé- lagssvæðinu, fyrir 1. og 2. flokks mjólk með tilskildu fitumagni, en að frádregnum öllum vinnslu- afföllum, varð kr. 0.26,114 á lítra, og er það heldur hærra en árið áður. Við þetta verð bætast svo 4 aurar á lítra sem verðjöfnun- argjaldið nam á árinu, til bænd- anna í bæjarlandinu, þeirra, sem hafa tilskilið land á móti kúm sínum. Um mjólkurverðið á árinu, til mjólkurframleiðenda hér vestan fjalls, fórust framkvæmdastjóra samsölunnar þannig orð á fund- inum: „Eftir því, sem ég nú írekast veit, og þó litlu muni frá því, sem var árið áður, 1938, þá er þetta verð það hæsta meðalverð, sem mjólkur- og mjólkurafurða- verzlunin hér út af fyrir sig, hefir getað skilað bændum í síð- astliðin 8 ár, eða síðan 1931, þó að undanskildum tveimur síð- ustu reikningsárum samsölunn- ar, 1938 og 1939, en bæði þau ár hefði verið hægt að greiða nokk- uð hærra verð en gert hefir ver- ið, svo sem sjá má af reikning- um hennar. Ennfremur er þetta, á sama hátt, það hæsta meðalverð síð- astliðin 10 ár — eða allt frá því að mjólkurstöðin hér tók fyrst tíl starfa — ef dregið er frá út- (Framh. á 4. síSu.) Höfðíngleg gjöf til skógræktar í Mýra- og Borgarfjarðar- sýslum Sýslumaðurinn í Mýra- og Borgarfjarðarsýslum hefir í sím- tali tjáð tíðindamanni Tímans, að sér hafi borizt tilkynning um mjög höfðinglega gjöf til Borg- arfjarðarhéraðs. Eru gefendurn- ir hjónin Sigrún Stefánsdóttir og Vigfús Guðmundsson gestgjafi í Borgarnesi, en upphæð gjafar- innar fimm þúsund krónur. í gjafabréfi þeirra hjóna er svo fyrir mælt, að fé þetta skuli lagt í sjóð, er heiti Minningarsjóður Ásdísar og Guðrúnar Vigfús- dætra, en þær dóu báðar böm að aldri. Árlega skal verja % hlut- um af vöxtum sjóðsins til verð- launa til þess einstaklingseðafé- lagsskapar, sem mest og farsæl- legast hefir unnið að skógrækt í Borgarfjarðarhéraði (Mýra- og Borgarfjarðarsýslum) næstu fimm árin áður en úthlutunin fer fram, með þeim takmörkun- um, að aldxæi fái sami aðili verð- laun úr sjóðnum, nema einu sinni á hverjum fimm árum. Verðlaunin úr sjóðnum eru því aðeins veitt fyrir unnin verk. — Stjórn sjóðsins skal skipuð fimm mönnum, sýslumanni Mýra- og Borgarfjarðarsýslu, formanni Ungmennasambands Borgar- fjarðar, formanni Skógræktar- félags Borgfirðinga og skóla- stjórum bændaskólans á Hvann- eyri og héraðsskólans í Reyk- holti, en varamenn í sjóðsstjórn- inni séu oddvitar Andakílshrepps og Borgarnesshrepps. Loks er kveðið á um að gefendum sjálf- um og öðrum unnendum sjóðsins sé heimilt að auka hann að fé með gjöfum, áheitum eða ann- arri fjársöfnun. Gefendurnir, Sigrún og Vigfús, eru hverjum Borgfirðingi kunn. Þar hafa þau innt af höndum mikið af æfistarfi sínu. Meðal annars hafa þau, eins og kunn- ugt er, haft með höndum veit- ingastörf um langt skeið 1 Borg- arfirði, nú hin síðari ár, og skipt svo með sér verkum, að Sigrún hefir einkum verið í Brákarey í Borgarnesi, en Vigfús að Hreða- vatni. Vegna þessarar starfsemi sinnar, hafa þau notið mikilla (Framh. á 4. síðu.) Hversvegna sveik Stalin Kuusinen? Hann vantreysti rauða hernum og óttaðist Bandamenn Það hefir vitanlega vakið mik- ið umtal, hversvegna Rússar hættu því áformi sínu, að koma leppstjórn Kuusinens til valda í Finnlandi og sömdu skyndilega við Finna, þegar vörn þeirra var að þrotum komin. Það er talið, að einkum hafi þrjár ástæður valdið þessari stefnubreytingu Rússa. Eru þær þessar: 1. Óttinn við aukin afskipti Bandamanna og þau endalok, að Rússland lenti í Evrópustyrj- öldinni með Þjóðverjum. 2. Finnlandsstyrjöldin hafði sýnt rauða herinn miklu van- máttugri, en stjórnendur Rúss- lands hafa álitið hann vera. 3. Vaxandi óánægja í Rúss- landi gegn valdhöfunum. Var byrjað að brydda á henni á ýms- an hátt og mátti vel álykta, að hún gæti leitt til byltingar, ef landið hefði lent í stórvelda- styrjöld. Margir hernaðarsérfræðingar líta þannig á, að Rússar yrðu óðara háðir Þjóðverjum, ef þeir lentu í styrjöld við Bandamenn. Rauði herinn myndi ekki hafa bolmagn til að veita her Banda- manna mótstöðu og Rússar yrði því að kveðja þýzka herinn til hjálpar. Þá myndu Rússar ekki hafa síður þörf fyrir þýzka sér- fræðinga til að koma skipulagi á hergagnaframleiðsluna. Styrj- öldin í Finnlandi hefir leitt í ljós svo mikla ágalla á þessum málum í Rússlandi, að álitið á rauða hernum hefir gerbreytzt. Þessir hernaðarsérfræðingar tejla, að Stalin hafi þótt það ó- skemmtileg tilhugsun, að verða algerlega háður miskun Hitlers. Þessvegna hafi hann svikið Kuu- sinen, hætt við undirokun Finn- lands og samið frið áður en í- hlutun Bandamanna byrj aði fyr- ir alvöru. Meðal ýmsra forvígismanna Bandamanna var ríkjandi nokkur tregða í því, að hefja styrjöld við Rússland vegna Finnlandsmálanna. Þeir óttuð- ust að það myndi gera Rússland að þýzku áhrifasvæði og álitu að það væri að fara úr öskunni í eldinn. Jafnframt telja þeir, að A. KROSSGÖTUM Mónám austan fjalls. — Deila vegna póstflutninga yfir Atlantshaf. — magnsbilanir í Reykjavík. — Fiskileysi í Vestmannaeyjum. — Raf- í síðastliðinni viku var stofnað á Eyrarbakka samvinnufélag, sem hefir það markmið, að sinna innlendri eld- neytisöflun. Heitir það Mónám Eyr- bekkinga. Er fyrirhugað, að félagið hefji hið nœsta sumar mónám í stór- um stil til eldneytis, bæði handa félags- mönnum sjálfum og öðrum,er kunna að vilja kaupa mó af fyrirtækinu. Jafn- framt er einnig gert ráð fyrir, að fé- lagið annist innkaup á öðru eldsneyti handa félagsmönnum, ef heita þykir. Félagið mun taka land á leigu að Árbæ í Ölfusi, en þar er móland mikið og gott, eftir því, sem gerist hér sunnan- lands. Fyrirhugað er, að félagið fái tæki til eltimósiðju, og mun unnið að smíði þeirra í Reykjavík. Eyrbekkingar hyggja gott til, að tryggt er að kaup- túnið verði sjálfbjarga, hvað eldsneyti snertir, þótt aðflutningsteppa, verð- hækkun eða gjaldeyrisvöntun, allt til samans eða eitt af þrennu, kunni að torvelda eða gera ómögulega útvegun kola. Jafnhliða skapar þessi nýjung nokkra atvinnu, Ekki er ólíklegt, að takast mætti talsverð sala á eltimó til nálægra byggðarlaga. Er mónám í Árbæjarlandi vel sett með það fyrir augum. f t t Að undanförnu hefir Goðafoss legið í höfn í New York, albúinn ferðar aust- ur um Atlantshaf, en eigi getað látið úr höfn vegna deilu þeirrar, er Banda- ríkjamenn eiga í við Englendinga um skoðun á pósti þeim, er fer frá Banda- ríkjunum til hlutlausra landa í Ev- rópu. Hafa málin til skamms tima staðið svo, að Bandaríkjamenn hafa bannað útlendum skipum að láta úr höfn, án þess að taka póst, en Eng- lendingar krafizt þess, að öll skip, er sigldu með póst austur um Atlantshaf, kæmu við til skoðunar í brezkri eftir- litshöfn. Vegna þeirrar miklu tafar, sem af slíku hefði leitt, hefir eigi þótt fært, að Goðafoss léti úr höfn á meðan við þetta sat. Nú hafa máhn nýlega færzt í það horf, að Norðurlandaskip hafa fengið þá undanþágu, að þau mega fara leiðar sinnar með póst, án þess að Englendingar krefjist póst- skoðunar. Þessi undanþága er þó að sögn aðeins gildandi fyrst um sinn. Goðafoss getur því samkvæmt þessari bráðabirgðalausn á póstdeilunni, farið óhindraður ferða sinna heim. t r t Rafmagnsbilanir hafa, eins og al- menningi er bezt kunnugt um, verið mjög tíðar hér í höfuðstaðnum síðasta misseri. Allt frá þvl í fyrra sumar hefir hver bilunin rekið aðra, þannig að raf- magnslaust hefir iðulega verið í bæn- um stundum saman. Hefir þetta verið mjög bagalegt oft og tíðum. Vélar, sem ganga fyrir rafmagni hafa stöðvazt, svo að vinna hefir orðið að falla niður, þar til bráðabirgðaviðgerð hefir farið fram, og húsmæður hafa lent í vandræðum með matseld, einkum þar sem þessar bilanir undantekningarlítið orðið að morgni til eða laust fyrir liádegisbilið. Nú í morgun varð slík bilun á raf- magnsleiðslum og orsakaði það meðal annars töf á útkomu blaðsins, þar eð vélar í prentsmiðju þess stöðvuðust all- ar af rafmagnsleysi. Steingr. Jónsson rafmagnsstjóri hefir tjáð Tímanum, að bilanir þessar séu á jarðstrengjum, er liggja til bæjarins frá Elliðaám. Strengir þessir voru lagðir árið 1937. Ástæðan til þess, að þeir bila nú svo títt er sú, að sögn rafmagnsstjórans, að þeir t hafa dregið í sig raka um samskeytin. Viðgerðir á strengjunum hafa átt sér stað að undanfömu og var þeim talið langt komið, en reynslan sýnir enn, að ekki hefir verið svo um búið, að enn sé einhlítt. t t t Mikil aflatregða er nú á fiskislóðum við Vestmannaeyjar. Nokkrir bátar hafa lagt net, en ekkert fiskað. í dag fóru margir bátar eklci á sjó, vegna aflaleysis, þótt bezta veður sé 1 Eyjum. Undanfarin ár hefir ávallt komið nokk- ur aflahrota um eða eftir páska og vona menn, að fiskiganga komi einnig um svipað leyti nú. Páskar em hins vegar miklu fyrr í ár en venjulega. Jósep Stalín. Stalin muni hér eftir fara gæti- legar í stuðninginn við Þýzka- land, þegar hann sé búinn að tryggja sér bætta aðstöðu við Eystrasalt. í fyrsta lagi muni hann gera stuðninginn dýr- keyptari, ef til vill heimta að Þýzkaland hjálpi Rússum til að undiroka Noreg og Svíþjóð. í öðru lagi muni hann ekki sjá sér hag í sigri Hitlers, því að þá muni Ukrainudraumarnir vakna til lífsins á ný. Framtíðin sker úr gildi slíkra spádóma. En hitt er víst að það var vantrú á rauða hernum og óttinn við Bandamenn, sem varð þess valdandi, að Stalin sveik Kuusinen og samdi frið við finnsku stjórnina, sem hann var margsinnis búinn að segja „ó- löglega" og telja glæpalýð, er yrði að má af jcrðunni. Aðrar fréttlr. Mussolini og Hitler hittust í gær í Brennerskarði Ítalíumeg- in við landamærin. Ræddust þeir við í nær þrjár klukkustundir. Ribbentrop og Ciano greifi voru viðstaddir. Margar getgátur eru um þessar viðræður, enginn þeirra hefir hlotið staðfestingu. Óvíst er einnig hvor hafi átt upptök þess, að fundur þessi átti sér stað. Sumar fregnir herma, að Hitler vilji fá Musso- lini til að styðja friðartilboð sem hann leggi fram, en Þjóð- verjar muni hefjastórfelldasókn, ef því sé hafnað. Aðrir telja, að Hitler vilji reyna að koma á bandalagi milli ítala, Þjóðverja og Rússa. Nokkrir setja þennan fund í samband við ferðalag Sumner Wells, erindreka Roose velts, en það þykir þó yfirleitt ósennilegt, að Bandaríkjastjórn eigi hér hlut að máli. — í blöðum Bandamanna var í gær tekið skýrt fram, að Bandamenn myndu aldrei semja við þýzku nazistastjórnina. Roosevelt forseti flutti ræðu fyrir nokkru, þar sem hann sagði að ekki yrði hægt að tala um raunverulegan frið fyrr en sjálfstæði smáþjóðanna væri tryggt gegn uppvöðslusemi stór- þjóðanna. Sumner Wells, erindreki Roosevelts, er kominn aftur til Rómar eftir að hafa rætt við helztu stjórnmálamenn ófriðar þjóðanna. Hann hefir aftur rætt við páfa, Mussolini og Ciano greifa. Frumv. um raiveítu- lánasjóð vísað ti ríkísstjórnarinnar Þau tíðindi gerðust á þingi í gær, að frumvarpi Framsóknar manna um rafveitulánasjóð var vísað til ríkisstjórnarinnar. Er þar með hindraður framgangur málsins á þessu þingi. Flutnings menn tillögunnar um frávísun frumvarpsins voru Jón Pálma son og Ásgeir Ásgeirsson A víðavangi Klemens Kr. Kristjánsson á Sámsstöðum er hinn fyrsti korn- ræktarmaður í nýjum sið á ís- larxdi. Enn hafa næsta fáir jarð- yrkjumenn haft framtak og stórhug til þess að gagnfæra sér brautryðjanda- og tilraunastarf Klemensar, og sumir þeirra, er reynt hafa, -;kki haft elju og natni til þess að gæfa yrði með í verki hjá þeim við þessa rækt- unarnýjung. Vissulega þarf þó enginn að örvænta um það, að kornyrkja verði viða,er fram líða stundir, _j afn sjálfsagður liður búnaði íslendinga og aðrar bú- greinar. Og þegar til þess er lit- ið, hvernig gekk á sínum tíma að fá íslenzka bændur til að xreifa fyrir sér um kartöflurækt og hvernig gengið hefir að efla hana og koma henni í þolanlegt horf, þá þarf engan að undra, xótt nokkurt árabil liði, þar til dálítill akurblettur þykir sjálf- sagður við hvern bóndabæ í hinum góðviðrasamari héruðum landsins. * * * Nýlega hefir Klemens látið svo um mælt, að kornyrkjan hafi verið sá þáttur jarðræktarinnar á Sámsstöðum, sem mestan arð hafi veitt sumarið 1939. Og hann bætir því við, að svo hafi oftar verið. Að sönnu var tíðarfarið venju fremur hagstætt síðast- liðið sumar. Hlýindi mikil, sól- far i bezta lagi og litlar siðsum- arsúrkomur. Og ekki hefir held- ur brostið á um vinnslu og að- búnað að kornJandinu á Sáms- stöðum. En hin hagstæða tíð og umhyggja fráfcærs jarðræktar- manns hefir einnig komið til góða öðrum jarðargróða á Sáms- stöðum, svo að árangurinn af annarri ræktun hefir líka orðið umfram meðallag. Því er þessi frásögn Klemensar um hina fjái-hagslegu niðurstöðu af kornyrkjunni svo íhyglisverð, að hún ætti að vekja af svefni þá menn í landinu, er láta sig ræktunarmál nokkru skipta, en lítinn gaum hafa til þessa gefið kornræktarmöguleikum hér á landi. * * * Sennilega eru þó næsta marg- ir, sem enn um skeið verða lítil- trúaðir á kornyrkju í íslenzkri mold. Þeir menn munu mæla á xessa leið: — Hvað stoðar það, xótt kornyrkjan geti heppnast í góðum árum.ef húnbregst.þegar út af ber um tíðarfar? En áður en þessir menn sannfæra sjálfa sig og áður en þeir leitast við að sannfæra aðra, ættu þeir þó að gefa því gætur, að jafnvel á svo köldu og síðkomnu sumri sem var árið 1938 heppnaðist korn- yrkjan vel. Á móti hinu skal vit- anlega ekki borið, að svo ill sum- ur geta komið, og koma öðru hvoru, að kornspretta bregðist, og það jafnvel í hinum veður- sælustu og hlýviðrasömustu sveitum landsins. En engin rækt- un er óbrigðul á íslandi. Garð- rækt bregst þegar tíðarfar er óhagstætt, gi'asspretta bregst oft hrapallega og svo framvegis. Fiskimiðin bregðast og síldveið- in bregst. En þó fer fjarri því að menn gefist upp við að rækta jörðina, eða gera út skip til veiða. Og þegar menn hafa van- izt á, að líta á kornræktina eins og aðrar greinar framleiðslu- starfsemi í landinu, þurrkast þessi vanans villa burt úr hug- um manna. Þá ræktun, sem veit- ir dágóðan arð í meðalárum og mikinn í góðærum, á vitanlega að stunda af fullri alúð, þótt svo kunni að bera að, að hún svari ekki tilkostnaði í harðærum, sem til fádæma teljast. Greiddu atkvæði með henni Sjálfstæðismenn allir nema Pétur Ottesen, kommúnistar og Alþýðuflokksmenn. Á móti henni greiddu atkvæði Framsóknar- menn allir, Bændaflokksmenn, Pétur Ottesen og Jón ívarsson. Var hún þannig samþykkt með 16 atkvæðum gegn 13.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.