Tíminn - 11.05.1940, Blaðsíða 1

Tíminn - 11.05.1940, Blaðsíða 1
RITSTJÓRAR: GÍSLI GUÐMUNDSSON (ábm.) ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. FORMAÐUR BLADSTJÓRNAR: JÓNAS JÓNSSON. ÚTGEFANDI: PRAMSÓKNARPLOKKURINN. RITSTJÓRNARSKRIFSTOFUR: EDDUHÚSI, Lindargötu 1 D. SÍMAR: 4373 og 2353. AFGREIÐSLA, INNHEIMTA OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: EDDUHÚSI, Lindargötu 1 D. Sími 2323. PRENTSMIÐJAN EDDA ll.f. Símar 3948 og 3720. 24. árg. Eeykjavik, laugaradaglnn 11. maí 1940 51. blað 7 Bretar hertaka Island Enska stjórnin loíar því að láta herliðíð hveria héðan strax og styrjöldinni lýkur og að haía engin afskípti af innanlandsmálum Stjórn íslands mótmælti hertökunni Hinir þýðingarmiklu og sögulegu atburðir, sem gerð- ust hér í gær, fóru í aðal- atriðum fram á þessa leið: Klukkan 3.45 í fyrrinótt urðu lögreglumenn, er á verði voru í Reykjavík, og bæjarbúar, sem enn voru á ferli, varir við flug- vél á sveimi yfir bænum. Litlu síðar sigldu fjögur brezk herskip hér inn sundin og lögðust á ytri höfnina klukkan 4. Voru það tvö beitiskip og tveir tundur- spillar. Eftir nokkurt hringsól yfir bænum settist flugvéiin í grennd við herskipin. Reyndust tvær sjóflugvélar vera með í för- inni. Rétt um kl. 5 í gærmorgun sigldi annar tundurspillirinn inn á innri höfnina og lagðist við hafnarbakkann framan við skipaafgreiðslurnar. Stigu þá af skipsfjöl allmargir smáflokkar hermanna, er þegar dreifðust um bæinn. Tóku þeir sér varðstöðu við ýmsar byggingar og á gatna- mótum. Brezku ræðismennirnir hér tóku á móti herliðinu við landgöngubrúna. Páliðuð sveit hermanna, um 25 manns, tók bústað þýzka ræðismannsins við Túngötu þeg- ar á sitt vald, en fólk það, er þar var, til fanga. Var ræðis- maðurinn og fjölskylda hans og starfslið flutt á skipsfjöl sið- ar um morguninn. Áður en brezku hermennirnir réðust til inngöngu i ræðis- mannsbústaðinn höfðu þeir nokkurn viðbúnað úti fyrir. Þyk- ir líklegt, að ræðismanninum hafi, meðan á þessu stóð, unnizt tími til að eyðileggja plögg og skjöl, er hið þýzka starfslið ó- gjarna vildi láta falla í hendur óvinanna, því að vart varð reykj- ar í einni stofu bústaðarins. Fyrverandi aðalræðismaður Breta hér var í för með löndum sínum við töku bústaðarins. Að lokinni hertöku hússins komu Englendingar fyrir sendi- tækjum i garðinum úti fyrir og héldu um hríð stöðugu skeyta- sambandi við herskipin. Einkabifreið þýzka ræðis- mannsins stóð í fyrri nótt á Túngötunni móts við Landakots- spítalann. Stóð hún þar óhreyfð í allan gærdag. En í gærkvöldi seint komu enskir hermenn, tóku hana og óku henni brott. Þá réðust herflokkar til inn- göngu í þau gistihús bæjarins, er Þjóðverjar bjuggu í,svo sem Her- kastalann, Hótel Heklu og Hótel ísland. Voru hinir þýzku menn, er þar fundust, teknir til fanga og fluttir niður á hafnarbakka, og síðan í annað beitiskipið. Margir Þjóðverjar voru hand- teknir annars staðar í bænum, flestir á heimilum sínum eða dvalarstöðum, en nolckrir ann- ars staðar, þar sem þeir höfðu leitað sér hælis eða jafnvel freistað undankomu. Var öðru hvoru um morguninn verið að koma með slika fanga á vöru- bílum niður á hafnarbakka. Einn Þjóðverja tóku Bretar til dæmis höndum austur í Svína- hrauni, og mjög fljótt eftir land- göngu fyrstu liðsveitanna voru bifreiðar sendar austur að Litla- Hrauni að sækja þýzka menn, er þar voru í haldi. Við töku gistihúsanna við- höfðu brezku hermennirnir ýms- ar varúðarráðstafanir, komu vélbyssum fyrir í grennd við þau, eins og þeir byggjust við mót- spyrnu, og biðu þess albúnir að hefja skothríð, ef til þyrfti að taka. Borið mun það hafa við, að íslendingar, er bjuggu á þeim gistihúsum, þar sem Þjóðverj- arnir voru flestir, væri einnig teknir höndum og fluttir niður á hafnarbakka. En er við nán- ari eftirgrennslan kom í ljós að um íslendinga var að ræða, voru þeir látnir lausir og beðnir af- sökunar á óþægindunum, er þeim voru bökuð. Þjóðverjar þeir, sem hand- teknir voru, munu hafa skipt hundruðum, enda mun í þeim hópi hafa verið nær allir þýzkir menn, er hér voru. Örfáir Þjóð- verjar munu þó hafa sloppið hjá handtöku. Landsímahúsið var brotið upp af brezkum hermönnum nálægt kl. 5.15 og tóku þeir ,þar aðsetur í afgreiðslusölunum og var fáum eða engum íslendingum leyft að koma í húsið, útvarp, símtöl og skeytasendingar út úr bænum bannaðar. Símtöl innanbæjar leyfð. Kl. 3 í gærdag var starfs- fólki leyfður aðgangur að síma- stöðinni og símasamband komst á um allt land. Um sama leyti voru salarkynni útvarpsins einn- ig fengin í hendur starfsliði þess. Við allar benzíngeymslur og olíustöðvar voru varðmenn skip- aðir og einnig var pósthúsið þeg- ar tekið á vald hersveitanna. Hafnarhúsið var gert að bráða- birgðabækistöð landgönguliðs- ins. Hótel ísland var tekið í þágu hjúkrunarsveita, er á land voru settar, og flutt þangað hjúkrun- artæki ýmiskonar, sjúkrabörur, lyf og annað þess háttar. Síðar um daginn flutti hjúkrunarliðið bækistöðvar sínar í íþróttahús f. R. við Túngötu. Við loftskeytastöðina var einn- ig sett herlið. Hingað og þangað um bæinn voru hermenn á verði við ýms götuhorn og höfnina. Öll um- ferð út úr bænum var skjótlega bönnuð í nokkrar klukkustund- ir og fámennar sveitir tóku sér varðstöðu á Hafnarfjarðarvegin- um utan í hálsinum, skammt sunnan við Fossvogsbrúna, og á Suðurlandsbrautinni á Elliðaárbrú. Var þar grannur kaðall með rauðu merki strengd- ur yfir brúna, en hermenn gættu. Einnig var varðlið sett við flug- skýlið í Vatnagörðum og um- ferð bönnuð um brautina niður að skýlinu. Eftir fáar stundir var bifreiða- umferð leyfð um vegina út frá Reykjavík, en brezkir varðmenn höfðu gát á ferðum manna, að- gættu fólk og farangur í bifreið- um og viðhöfðu svipaða varúð, sem von gæti verið óvina. Er á daginn leið, varð þó eftirlit varð- manna ekki jafn strangt. Undir eins og hinar fyrstu her- sveitir voru stignar á land, var ávarp frá yfirforingja herleið- angurs fest upp á ýmsum stöð- um i bænum og úthlutað meðal vegfarenda. Ávarp þetta eða til- kynning hljóðaði svo, orðrétt og stafrétt: TILKYNNIN G. Brezkur herliðsafli er kominn snemma í dag á herskipum og er núna í borginni. Pessar rádstaf- anir hafa veriff gerffar bara til pess aff taka sem fyrst nokkrar stödur og aff verða á undan Pjóffverjum. Viff Englendingar aetlum að gera ekkert á móti Isienzku landsstjórninni og Is- íenska fólkinu, en viff viljum verja Islandi örlög, sem Dan- mörk og Norvegur urffu fyrir. Pessvegna biffjum viff yffur aff fá okkur vinsamlegar vifftökur og aff hjálpa okkur. A meðan viff erum aff fást viff Pjóffverja, sem eru búsettir í Reykjavík effa annarstaðar á Islandi, verffur um stundar sakir bannað (1) aff útvarpa, aff senda sím- skeyti, aff fá símtöl. (2) aff koma inn í borgina effa aff fara út úr henni fyr nokkra klukkantíma. Okkur pykir leiffinlegt aff gera petta ónæffi; viff biffjumst af- sökunar á pví og vonum að paff endist sem fyrst. R. G. STURGIS, yfirforingi. Ríkisstjórnin íslenzka gekk á fund klukkan 10 og stundu síðar gengu fjórir fyrirmenn Breta hér á hennar fund. Var það hinn ný- skipaði sendiherra Breta hér, Mr. Howard Smith, Mr. Shephard aðalræðismaður, Mr. Harris for- maður brezka hluta brezk-ís- lenzka viðskiptanefndarinnar og Mr. Fortesque, er hér hefir dval- ið um skeið. Komu þessir menn hingað í gær með einu herskip- ÍFramh. á 4. siSu.) Leiftnrsókn Þjéðverja hafin l'vxkur her réðist í fyrrinótt imi í Holland, Belgín og Lnxemburg Bandamenn hafa orðið við hjálpar- heíðni HoÍIendínga og Belgíumanna og er her peirra kominn isin í Belgíu Churchill myndar stjórn í Englandi Þjóðverjar hófu hina lengi boðuðu leiftursókn sína í fyrra- nótt. Kiukkan þrjú um nóttina hóf þýzkur her innrás í Holland, Belgíu og Luxemburg. Nokkru síðar hófu þýzkar flug- vélar stórfelldar loftárásir á ýmsar borgir í Hollandi, Belgíu og Norður-Frakklandi og héldu þeim áfram mestalian daginn. Einkum reyndu þeir að eyði- leggja flugvelli með loftárásum. Árásirnar munu víða hafa vald- ið miklu tjóni. í morgun var til- kynnt, að fyrsta sólarhring leift- urstríðsins hefðu verið skotnar niður 200 þýzkar flugvélar, flest- ar í Hollandi. Jafnframt loftárásum reyndu Þjóðverjar aö flytja herlið með flugvélum og láta það varpa sér niður á ýmsum þýðingarmiklum stöðum á bak við víglínu and- stæðinganna. Tókst þeim með þeirn hætti að ná nokkrum flug- völlum á vald 'sitt. M. a. náðu þeir flugvellinum í Rotterdam á vald sitt og var barist grimmi- lega um hann í gær. Hollending- ar tilkynntu í morgun, að þess- ar smáhersveitir Þjóðverja hefðu allsstaðar verið yfirunnar, nema í Rotterdam, en þar væri búið að afkróa Þjóðverja. Samkvæmt tilkynningu yfir- herstjórna Hollendinga og Bel- gíumanna hefir þýzka hernum hvergi tekizt í gær að komast yfir aðalvarnarlínu hollenska og belgíska hersins. Hinsvegar hafa Þjóðverjar náð nokkrum holl- Forsætisrádhea’ra skýrír þjóðísmi Srá atburðunum; Forsætisráðherra flutti eftir- farandi ræðu í útvarpið kl. 8.30 í gærkvöldi, þar sem hann skýrði þjóðinni frá hinum sögulegu atburðum: íslendingar! Þau tíffindi hafa g'erzt, aff brezkur herskipafloti kom til Reykjavíkur snemma nú í morgun og setti á Iand hóp hermanna, sem nú hafa hertek- ið Reykjavík og nokkra affra staffi. Meff brezka hernum kom sendiherra Mr. Howard Smith, sem nýlega hefir veriff útnefnd- ur sendiherra Breía í Reykjavík, — en hafffi til skamms tíma veriff sendihera Breta í Kaup- mannahöfn. í all-ítarlegu samtali, sem ég, ásamt meffráffherrum mínum átti við sendiherrann í morgun, skýrir bann svo frá, aff ráffstaf- anir þær, er ég áðan nefndi og gerffar hafa veriff, SÉU EIN- GÖNGU GERÐAR í VARÚÐAR- SKYNI. Sendiherrann lýsti því yfir, að brezka ríkisstjórnin hafi talið óhjákvæmilegt aff her- nema hér á landi vissa staði, sem eru hernaffarlega þýffingar- mikiir, til þess aff koma í veg fyrir aff Þjóffverjar gripu til svipaffra ráffstafana. íslenzku ríkisstjórninni var ekki allskostar ókunnugt um, aff þessi hertaka gæti borið aff höndum. Brezka ríkisstjórnin hafffi áffur látiff þá skoffun í Ijós viff íslenzku ríkisstjórnina, að slík hertaka á þýffingarmikl- um stöffum í landinu væri nauff- synleg fyrir öryggi landsins, af þeim rökum, sem aff framan eru talin. En íslenzka ríkisstjórnin hafði mjög harfflega mótmælt þessari skoffun, sem og því, aff slík hertaka gæti komiff til greina. — íslenzk stjórnarvöld hafa ekki veitt neina mótstöðu gegn þessu broti á hlutleysi ís- lands og þessari skerffingu á sjálfstæffi þess — en ríkisstjórn- in hefir boriff fram eindregin mótmæli. Hinn brezki sendi- herra hefir tekiff viff þessum mótmælum og UM LEIÐ HEFIR HANN FULLVISSAÐ MIG UM AÐ RÍKISSTJÓRN HANS HAFI ENGIN ÁFORM UM ÞAÐ AÐ BLANDA SÉR INN f STJÓRN LANDSINS. Þessi verknaffur sé eingöngu framinn vegna hinna tilefnislausu árása Þjóðverja á Danmörku og Noreg. Sendi- herrann kvaðst óska eftir aff benda á, að taka Þjóðverja á hernaðarlega þýðingarmiklum stöffum á norsku ströndinni hafi orffiff þeim framkvæmanleg ein- göngu vegna þess að Bretar hafi viljaff virða hlutleysisrétt Nor- egs. Markmiff brezku stjómarinn- ar meff hernámi íslands af brezku herliffi sé eingöngu aff hindra Þýzkaland í aff breiffa út styrjöldina til íslenzks forráffa- svæffis. Af því leiffi jafnframt, aff þessi her VERÐI EKKI f LANDINU DEGI LENGUR EN NAUÐSYN KREFJI VEGNA STYRJALDARINNAR. Þessar ákveffnu yfirlýsingar frá hinni vinveittu brezku þjóff eru óneitanlega nokkur sól- skinsblettur í þeim dökka skugga, sem nú hefir boriff yfir. Meff sendiherranum komu einnig hingaff til lands Mr. Harris, formaður brezka hluta (Framh. á 4. sidu.) enzkum og belgiskum héruð- um, sem hafa verið látin orustu- laust af hendi samkvæmt fyr- irfram gerðri áætlun herstjórna Hollands og Belgíu. Leopold Belgíukonungur hefir tekið við yfirstjórn belgíska hersins. BANDAMENN KOMA TIL HJÁLPAR. Jafnskjótt og árás Þjóðverja hófst snéru stjórnir Hollands og Belgíu sér til ríkisstjórna Frakklands og Bretlands og óskuðu eftir hjálp. Var hún strax veitt og byrjuðu franskar og enskar hersveitir að fara yf- ir landamæri Belgíu kl. 8 i gær- morgun. Héldu þær síðan tafar- laust áfram til vígstöðvanna. Var þeim hvarvetna fagnað, þar sem þær fóru um í Belgiu. Stjórnir Frakklands og Bret- lands hafa lýst yfir því, að þær hafi lengi gert ráð fyrir, að Þjóðverjar myndu grípa til slíkra örþrifaráðstafana. Hafi því verið hafður víðtækur undir- búningur til þess að geta komið Churchill Hollendingum og Belgíumönn- um til hjálpar og m. a. vegna þess hafi herliðið verið flutt frá Noregi. Þá hafa stjórnir Frakklands og Bretlands lýst yfir því, að þær vilji ekki gera loftárásir á almenna borgara, en grípi Þjóð- verjar til slíkra ráða, telji þær sig hafa óbundnar hendur. AFSAKANIR ÞJÓÐVERJA. Þjóðverjar bera fram þær af- sakanir fyrir árás sinni á Hol- land og Belgíú, að þeim hafi veriö kunnugt um, að Bretar og Frakkar ætluðu að ráðast inn í þessi lönd og nota þau fyrir bækistöðvar gegn Þýzkalandi. Belgíumenn og Hollendingar hafi heldur ekki sýnt fullkomið hlutleysi. Blöð þeirra hafi gagn- rýnt Þjóðverja meira en Banda- menn og að þeir hafi haft öfl- ugan her við þýzku landamær- in, en ekki við vesturströndina, þar sem þeir gátu vænzt árás- ar frá Bretum. Stjórnir Hollands og Belgíu hafa mótmælt harðlega ásök- unum Þjóðverja um hlutleysis- brot og hvatt þjóðir sínar til að verjast einhuga hinni ómak- legu og níðingslegu innrás Þjóð- verja. ST J ÓRNARSKIPTI í BRETLANDI. í Bretlandi hafa þessir at- burðir orðið til þess að flýta fyr- ir stjórnarskiptunum. Leópold Belgíukonungur, sem hefir tek- ið að sér yfirstjórn belgíska hersins. Chamberlain hefir undanfar- ið reynt- að mynda þjóðstjórn með þátttöku allra flokka, þar sem kraftar þjóðarinnar yrðu bezt sameinaðir með þeim móti. Fékk hann þau svör jafnaðar- manna, að þeir væru fúsir til þátttöku í ríkisstjórninni, ef nýr maður yrði forsætisráö- herra. Taldi Chamberlain ekki rétt að gegna forsætisráðherra- störfum lengur, eftir að hann fékk þetta svar, enda þótt stjórn hans hefði enn meirihluta þing- manna á bak viö sig. Baðst hann því lausnar í gær og er þessi framkoma hans mjög róm- uð í blöðum hlutlausra landa, einkum amerískum blöðum. Chamberlain hefir með þessu sýnt mikla óeigingirni, segja blöðin, og gefið þjóð sinni fag- urt fordæmi. í samráði við Chamberlain hefir konungur falið Churchill að mynda nýja stjóxn og er talið fullvíst, að honum muni takast það. Churchill hefir boð- ið Chamberlain sæti í hinni nýju stríðsstjórn og hefir hann þeg- ið það. Með því hefir Chamber- lain sýnt, að hann vill ekki láta stjórnarskiptin valda neinum á- greiningi-. Amerísk blöð segja, að Hitler hafi enn einu sinni reiknað skakkt. Hann hafi, samkvæmt vantrú sinni á lýðræðinu, talið Chamberlain að umræðurnar í enska þing- inu hafi orðið til að veikja Breta. En þær hafi þvert á móti oröð til þess að leiða ýmsa á- galla í ljós og leiðrétta ýmsan misskilning, og þó fyrst og fremst til að gera þjóðinni ljós- ari nauðsyn aukins samstarfs og samheldni. Þær hafi einmitt orðið til að sýna yfirburði lýð- ræðisins.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.