Tíminn - 29.04.1941, Blaðsíða 1

Tíminn - 29.04.1941, Blaðsíða 1
RITSTJÓRNARSKRIFSTOFUR: EDDUHÚSI, Llndargötu 9A. SÍMAR: 4373 og 2353. AFGREIÐSLA, INNHEIMTA OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: EDDUHÚSI, Lindargötu 9A. Síml 2323. PRENTSMIÐJAN EDDA h.f. Símar 3948 og 3720. 25. ár. Reykjavík, þriðjudagiim 29. apríl 1941 47. blað Setuliðsstjórnin bannar ut- komu ,Þjóðvíljans‘ Þrír slarlsmenn Þjéðvlljans fluttir til Bretlands Churchill í könnunarjerö hjá brezkum hermönnum. „Urslit styrjaldarínnar verða í vestrí, en ekki í austrí“ „Það er hægt að bæta íyrir ósig’ra, en ekki ódrengllega franikomu.“ Sá atburður gerðist hér í bænum síðastl. sunnudags- kvöld, að brezka herlög- reglan tók fasta ritstjóra Þjóðviljans, Einar Olgeirs- son og Sigfús Sigurhjartar- son, og fréttaritara blaðs- ins, Sigurð Guðmundsson. Var þeim gefinn dálítill frestur til að taka með sér nauðsynlegasta farangur, en síðan voru þeir fluttir í skip, er lá ferðbúið í höfn- inni, og svo lagt af stað með þá til Englands. Var til- kynnt, að þeir yrðu hafðir þar í haldi. Samtímis handtökunni fór brezk hernaðarlögregla til skrifstofu Þjóðviljans í Aust- urstræti 12 og tók þar allt í sínar vörzlur. Jafnframt var ritstjórn Þjóð- viljans send svohljóðandi til- kynning: „Hérmeð tilkynnist yður-, að útgáfa blaðsins „Þjóðviljans“ er bönnuð héðan í frá. Ef tilraun verður gerð í því Skyni að hefja útgáfuna að nýju, hvort sem er með sama hætti og áður eða undir nýju nafni, mun hæfilegar ráð- stafanir verða gerðar í þvi efni. Aðvörun þessi nær einnig til hverskonar tilrauna til að bera fram opinber mótmæli eða halda uppi andbrezkum áróðri með dreifimiðum, bæklingum eða á nokkurn annan hátt.“ í tilkynningu, sem yfirforingi brezka hersins á íslandi hefir sent blöðum og útvarpi um þetta mál, segir á þessa leið: „Þótt blað þetta hafi þegar í nokkra mánuði sýnt fullan fjandskap gagnvart Bretum, þá hefir vilji þeirra til að leyfa mönnum eins mikið prentfrelsi og mögulegt er, afstýrt því að slíkt skref hefir verið tekið fram til þessa. En frá áramótum hef- ir blaðið, auk áróðurs síns Esmeralda Nýja neðanmálssagan í Tímanum í þessu tölublaði Tímans hefst ný neðanmálssaga, Notre Dame eða Esmeralda, eftir franska stórskáldið Victor Marie Hugo. Victor Hugo fæddist áríð 1802. Faðir hans var aðalsmaður. Á dögum lýðveldisins gekk hann í franska herinn sem sjálfboða- Iiði, en var gerður að herfor- ingja og aðlaður á dögum keis- aradæmisins. í bernsku var Hugo á sífelldum ferðalögum með foreldrum sínum um Frakkland, Ítalíu og Þýzka- land. Hann byrjaði mjög snemma að yrkja og vann sér mikla ljóðfrægð fimmtán ára gamall. Innan við tvítugt vann hann þrívegis heiðursverðlaun fyrir ljóð sín. Fyrsta ljóðabók hans kom út, er hann var tví- tugur og var hann þá þegar tekinn í tölu skálda. Litlu síðar tók hann að rita skáldsögur. Snerist hann mjög öndverður gegn hverskonar hefð í list- tjáningu og listaformi. Ritaði hann nú hverja bókina á eftir annarri, leikrit, ljóð og sögur. Ollu sumar þeira stórkostlegum (Framh. á 4. síöu). gagnvart Bretum, gert alvar- lega tilraun til að eyðileggja hernaðaraðgerðir, sem eru nauðsynlegar til að verja landið, með því að æsa upp verkamennina, sem vinna að þessum aðgerðum, og með því að stuðla að tilraunum til upp- reisnar meðal hermannanna. Slík verk sem þessi, sem ekki er annað en raunveruleg aðstoð við nazista, eru óþolandi. Verkamennirnir i Bretavinnu fá gott kaup og þvert ofan í ó- sannar staðhæfingar Þjóðvilj- ans er hagsmuna og velferð þeirra vel og samvizkusamlega gætt af herstjórninni. Yfirforinginn vonar, að ekki þurfi að gera frekari ráðstafan- ir, en vill um leið taka skýrt fram, að þótt Stóra-Bretlandi sé jafn umhugað um frelsi íslands og sitt eigið frelsi og allra ann- arra þjóða, þá verður og skal allt, sem talizt getur til hjálp- ar við möndulveldin bælt nið- ur.“ Métmæli Alþingis ríkisstjornar Á lokuðum fundi, sem haldinn var í sameinuðu þingi í gærdag í tilefni af þessum atburði, var samþykkt svohljóðandi þings- ályktun um mótmæli gegn handtöku íslenzks alþingis- manns: „Um leið og það er vitað, að ríkisstjórnin mótmæli við brezk stjórnarvöld hinni nýju hand- töku og brottflutnings íslenzkra þegna og banni á útkomu ís- lenzks dagblaðs, ályktar Alþingi að leggja fyrir ríkisstjórnina að bera fram sérstaklega eindreg- in mótmæli Alþingis gegn hand- töku og brottflutnings íslenzks alþingismanns og -vitna í því efni til verndar þeirrar, er al- þingismenn njóta samkvæmt st j ór nar skránni.“ Eins og ályktunin ber með sér mun ríkisstjórnin mótmæla þessum verknaði brezku setu- liðsstj órnarinnar. Um þennan verknað her- stjórnarinnar mun óhætt að segja, að hann sé íslendingum mjög á móti skapi og að þeir standi einhuga að baki mót- mælúm ríkisstjórnarinnar og Aljringis. Það skiptir engu í þessu sam- bandi, þótt hér eigi hlut að máli menn, sem hafa gerzt svo hand- gengnir erlendu valdi, að þeir myndu hafa fagnað yfir því, ef Rússar hefðu tekið skoðana- andstæðinga þeirra hér og numið brott með slíkum hætti. Sá hugsunarháttur þeirra á engan hljómgrunn hjá íslenzku þjóðinni og hún mótmælir því öllu ofbeldi, sem erlent vald beitir íslenzka þegna, — án tillits til hverjir þeir eru og hvaða fortíð þeir eiga. Hins vegar verður að viður- kenna það, að kommúnistar voru búnir að vinna sér til verulegar óhelgi í þessum mál- um. Þegar brezka herliðið kom hingið, var strax tilkynnt af hálfu þess, að það ætlaði að láta innanlandsmálin afskiptalaus, nema hindranir væru lagðar fyrir hernaðaraðgerðir þess hér. Slíkt myndi það ekki þola og grípa til sinna ráða undir þeim kringumstæðum. Þess vegna hefir ríkisstjórnin þráfaldlega varað menn við að (Framh. á 4. siðu.) Magnús Steiánsson iímmtugur Magnýs Stefánsson, dyra- vörður í stjórnarráðinu, verð- ur fimmtugur á morgun. Magnús Stefánsson er fædd- ur og uppalinn á Austurlandi, en hefir dvalið hér í bænum um alllangt skeið. Hann hóf ungur afskipti af félagsmálum og hefir gegnt fjölmörgum trúnaðarstörfum á þeim vett- vangi. Hann var formaður ung- mennafélagsins í sveit sinni, síðar sambandsstjóri U. M. F. í, formaður glímufélagsins Ár- mann, meðstjórnandi í í. S. í., formaður Framsóknarfélags Reykjavíkur o. s. frv. Má af þessu marka það traust, sem Magnús hefir unnið sér, enda hefir hann hvarvetna reynst hinn ötulasti og ósérhlífnasti starfsmaður. Einkum hefir áhugi hans fyrir íþróttamálum verið mikill og má m. a. minna á heilladrjúg afskipti hans af sundhallarmálinu. Magnús vann um skeið við blöð Framsóknarmanna hér í bænum. Kann Tíminn honum beztu þakkir fyrir samstarfið og óskar honum allra heilla 1 framtíðinni. Magnús Andrésson, útgerðarmaður, sýndi blaðamönnum hið nýja skip sitt, Capitana, í gær. Skipið er þrísigld skonnorta, um 280 smálestir brúttó, með 200 hestafla Camming diesel- hjálparvél. Upphaflega er skipið byggt sem lystisnekkja, en var um eitt skeið notuð til hafrannsókna og nú allra síð- ast til flutninga. Skipið er í alla staði hið vandaðasta. Þilfar og yfirbygging úr eik, en bolur þess úr stáli. í því eru 10 stórir klefar og einn stór salur, auk íbúðar skipshafnar. Ennfremur er þar rúmgott eldhús með kæliskápum. Nú- verandi eigandi skipsins mun hafa í hyggja að breyta því í flutningaskip, en augljóst er að til þess þarf gjör- breytingu á því, sem mun kosta mjög mikið með núgildandi verðlagi. Skip- stjórinn, sem sigldi skipinu hingað, heitir Jón Sigurðsson og voru með honum 8 menn. Þeir tóku við skipinu í New Bedford, en komu við í Halifax og lestuðu þar 180 smálestir af maís- mjöli, sem á að fara til S. í. S. Ferðin gekk greiðlega, enda þótt þeir hrepptu margra daga óveður og stór- sjó. Er það vissulega vel gert af svo fámennum hóp að koma stóru seglskipi heilu í höfn yfir eitt stærsta úthafið, án teljandi óhappa. Veri Capitana og skipshöfn hennar velkomin heim. t i r Saltþurrð hefir verið að undanförnu, fiskimönnmn til talsverðs baga. Nú eru þessi vandræði leyst og saltskip komið. Saltinu er að mestu skipað upp í Hafn- arfirði, en verður skipt milli verstöðv- anna, eftir þvi hversu mikil og brýn þörf er á salti á hverjum stað. Hefir Churchill forsætisráðherra flutti ræðu síðastl. sunnudags- kvöld, sem var útvarpað frá öllum útvarpsstöðvum Breta- veldis og Bandaríkjanna. Ræðu þessarar var beðið með mikilli eftirvæntingu og hún hefir líka vakið mikið umtal. Nokkurra helztu atriða hennar verður getið hér á eftir: Á þingi var nýlega sagt, að ó- kyrrð og kvíði ríkti meðal þjóð- arinnar. Ég fór því í ferðalag til þeirra borga, sem þýzki flug- herinn hefir leikið grálegast. Þar má sjá margt hörmulegt, en það er þó enn meira hress- andi, að kynnast kjarki fólks- ins, sem virðist vaxa við hverja raun. Hann kvaðst aldrei hafa verið öruggari í trú sinni á brezku þjóðina eins og eftir þessa för. Það er auðsýnt, að brezka þjóðin er ákveðin í því að sigra eða deyja. Nú velta úr- slit styrjaldarinnar ekki á þreki og þori hermannanna, heldur öllu heldur á þrautseigju og kjarki hinna óbreyttu borgara. Menn fylgjast nú af miklum áhuga með atburðunum við rlkisstjórnln hönd í bagga um út- hlutun þessa. r t r Vestmannaeyjabátar eru nú flestir að hætta vetrarvertíð og gera upp ver- tíðarhluti. Eru hlutir hæstu bátanna mjög háir. Afli er nú orðinn tregur og berst lítið á land af fiski. 10—15 fær- eysk skip bíða eftir fiski til útflutnings, en gengur seint að fylla þau. Sumir bátanna eru að byrja dragnótaveiðar. r t f í Bandaríkjunum eru nýlega komn- ar út þrjár bækur eftir íslendniga: Ultima Thule eftir Vilhjálm Stefáns- son, The Good Shepherd (Advent) eft- ir Gunnar Gunnarsson og Winged Citadel eftir Kristmann Guðmundsson. Að dómi valdra rithöfunda í Banda- ríkjunum hefir saga Gunnars verið kjörin „Book of the Month“ (bók mánaðarins) og er það mikil viður- kenning. Bók Vilhjálms fjallar um, hvaða land það hafi verið, sem kallað var Thule og hvort Kolumbus hafi komið hingað til lands. Er hún hin fróðlegasta og ber vott um mikla natni við rannsókn heimilda. r r r Hinn 25. aprílmánaðar var útrunn- inn umsóknarfrestur um fjögur presta- köll, Hrunaprestakall, Höskuldsstaða- prestakall, Landprestakall og Viðvíkur- prestakall. Um Hrunaprestakall eru fjórir umsækjendur, Stefán Snævarr, cand. theol., séra Gunnar Benedikts- son, séra Ragnar Benediktsson og séra Jón Skagan. Um Höskuldsstaðabrauð sækir Pétur Ingjaldsson, cand. theol., (Framh. á 4. síðu).' Miðjarðarhaf. Það.væri rétt að segja það nú, en fíestum myndi finnast það ótrúlegt, að Wavell hefði aldrei getað notað meira en 30 þús. manna her i einu í sókninni í Cyrenaica, en samt hefði tekizt að eyðileggja þar um 200 þús. manna ítalskan her og taka meginhluta hans til fanga. En um það leyti, sem þeirri sókn var að verða lokið, hefði borizt hjálparbeiðni frá Grikkjum, sökum viðbúnaðar Þjóðverja. Henni hefði ekki verið hægt að neita. Það er hægt að rétta við eftir ósigra, en það er ekki hægt að bæta fyrir ódrengilega og smánar- lega framkomu. Þess vegna urðum við að hjálpa Grikkjum. Stór hluti Nílarhersins var því fluttur til Grikklands, en eitt brezkt herfylki (um 15 þús. manns hafði verið skilið eftir í Cyrenaica til varnar. Af liðinu, sem var flutt til Grikklands, var helmingur Bretar, en hinn helmingurinn Ástralíumenn og Ný-Sjálend- ingar. Þess hefði aldrei verið vænzt, að Bretar og Grikkir einir hefðu getað stöðvað Þjóð- verja, en góðar horfur hefðu verið fyrir því, að hægt hefði verið að sameina Balkanþjóð- irnar. En það hefði ekki tekizt, þótt litlu hefði munað, og til- gangur byltingarinnar í Júgó- slavíu náðist ekki, því að nýju stjórninni þar gafst ekki tími til að koma nægilegu skipulagi á herinn áður en innrásin hófst. Churchill kvaðst engu vilja spá um framtíðina. Ég hefi reynt það, sagði hann, að slíkir spádómar eru ekki hyggilegir. En ég vildi ekki hafa her Wa- wells í sporum þýzk-ítalska liðsins í Cyrenaica, sem hefir (Framh. á 4. síðu.) Aðrar fréttir. Herskip Bandaríkjanna safn- ast nú saman í Atlantshafs- höínunum og flugvélar koma þangað í stórum stíl til flug- bækistöðvanna. Roosevelt for- seti hefir tilkynnt, að hlut- leysissvæðið, sem Bandaríkin ætla að annast gæzlu á, verði stórum aukið og er liðssam- dráttur þessi gerður í því skyni. Tilgangurinn er að auka vernd þeirra skipa, sem sigla til Bret- lands á austanverðu Atlants- hafi. Enn er ekki fullvíst,hvern- ig vernd þessi verður fram- kvæmd. Aþenuborg féll í hendur Þjóð- verjum á sunnudagsmorgun og þýzkar hersveitir eru komnar til Pelaponneskaga. Brezkar og grískar hersveitir verjast þó enn á ýmsum stöðum og er þar unnið að brottflutningi á brezka alríkishernum frá Grikklandi. — Óvíst er hvernig hann gengur, en Þjóðverjar (Framh. á 4. siöu.) Á víðavangi VERKSTJÓRN. Sérstök ástæða þykir til þess að vekja athygli á grein Jó- hanns Hjörleifssonar verk- stjóra, sem birtist neðanmáls í seinasta blaði. Hér er vissulega um mál að ræða, sem skiptir ríkið ogæinstök fyrirtæki miklu, eins og á er bent í grein Jó- hanns. í þessu sambandi má einnig geta þess, að ýmsir hafa talið það veigamestu mótbár- una gegn þegnskylduvinnu, að ekki væru til nógu margir hæf- ir menn til að hafa þar leiðsögu á hendi. Þing og ríkisstjórn ætti að taka þetta mál til athugun- ar og úrlausnar, því að það get- ur orðið til stórra bóta fyrir ýmsan atvinnurekstur og verk- legar framkvæmdir í landinu. FÁFRÆÐI GÍSLA VÉLSTJÓRA. Maður að nafni Gísli, sem áð- ur fyrr var vélstjóri á einum strandbátnum, skrifar ádeilu á Jón Árnason i Vísi, þar sem kennir mikillar fáfræði. Vél- stjórinn segir, að J. Á. hafi staðið á móti skipaaukningu hér á landi. Hið sanna er, að J. Á. hefir í mörg ár beitt sér fyr- ir í stjórn Eimskipafél., að það keypti fleiri vöruskip. Að síð- ustu lét hann 3. apríl 1939 bóka á fundi félagsstjórnar tillögu um að kaupa þá 1—2 vöruskip, og er ekki hans sök, að því ráði var ekki fylgt. Þá mætti vél- stjórinn muna tillögu J. Á. og Tr. Þ. um kæliskipsbygginguna, þegar þeir flokksbræður þessa Gísla sögðu, að sjávarútvegur- inn hefði ekkert að gera með kælihús og kæliskip. Ekki tekst betur fyrir vélstjóranum, er hann áfellir J. Á. fyrir mót- þróa gegn kælihúsabygging- um. Allir nema þessi Gísli, vita að það er J. Á., sem hóf tilraun- ir með að frysta kjöt á íslandi og senda það á erlendan mark- að. Undir hans stjórn hafa ver- ið reist fullkomin kælihús við nálega allar aðalhafnir lands- ins, þar sem um er að ræða útflutning á kjöti. Síðan hafa þessi hús orðið hin mesta lyfti- stöng fyrir útveginn, sem fær að nota þau með landbændum. J. Á. hefir þannig byrjað kæli- starfsemina, staðið fyrir sölu á nálega öllu kældu kjöti frá landinu í fjölmörg ár, hrint á- fram byggingu kæliskips og meir en tylftar af kælihúsum. Það virðist einsætt, að Gísli vélstjóri ætti fremur að sinna iðn sinni á sjónum, heldur en að taka að sér að fræða fólk um hluti, sem liggja utan við skilning hans og þekkingu. ERLENDU FRÉTTIRNAR í ÚTVARPINU. Tímanum er skrifað: Smá- greinin, sem Tíminn birti um útvarpsfréttirnar nýlega, var sannarlega tímabær. Þeir eru áreiðanlega margir, sem eru orðnir sárþreyttir á því, hvern- ig fréttaflutningi útvarpsins er háttað. Ég vil aðeins benda á útlendu fréttirnar. Það virðist lögð mikil áherzla á, að lepja ó- merkilegar fréttir úr enska og þýzka útvarpinu og hverfa stærri fréttir oft í þessum tín- ingi. Þá eru iðulega raktar inni- haldslausar áróðursræður, sem þessi eða hinn prédikaririn hef- ir haldið. Nýlega var það t. d. haft eftir einum Þjóðverja, að Roosevelt væri blekfiskur. Ef vel væri, ætti aðeins að velja það helzta úr ensku og þýzku fréttunum og steypa það þann- ig saman, að það gæfi nokkura heildarmynd, en ekki yrði úr þessu sundurlaus upptíningur. Þetta hefði ef til vill í för með sér nokkuð aukna vinnu, en þó ekki verulega. Með þessum móti mætti einnig stytta frétta- tímann og losa menn við að hlusta á eitt og annað, sem engu skiptir. Málið á erlendu (Framh. á 4. siðu.) Á. KROSSG0TUM Nýtt skip. — Saltið komið. — Frá Eyjum. — ís- lenzkar bækur í Vesturheimi. "— Frá skrifstofu biskups. — Handíðaskólinn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.