Tíminn - 03.10.1942, Blaðsíða 1

Tíminn - 03.10.1942, Blaðsíða 1
RIT8TJÓRI: ÞÓRARXNN ÞÓRARINSSON. FORMAÐUR BLAÐSTJÓRNAR: JÓNAS JÓNSSON. ÚTQEFANDI: FRAMSÓKNARFLOKKURINN. RITSTJÓRASKRIFSTOFUR: EDDUHÚSI, Llndargötu 8A. Símar 2353 og 4373. AFGREIÐSLA, INNHEIMTA OQ AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: EDDUHÚSI, Llndargötu 9 A. Síml 2323. PRENTSMIÐJAN EDDA hJ. Símar 3948 og 3720. '26. ár. Reykjavík, laugardagmu 3. okt. 1943 111. blað Seinustu samníngar togara- eigenda og sjómanna Heyskapurinn í sumar Viðtal við Steingrím Steinpórsson Heyskap er nú lokið alls- staðar á landinu. Þó eiga bænd- ur í sumum sveitum eftir 'að hirða nokkuð af útheyi sínu, en veðrátta tekur óðum að spillast og vafasamt er, hvort unnt er að hirða það hey hér eftir, sem ekki hefir náðst undir þak fyrir þennan tíma. Steingrímur Steinþórsson, búnaðarmálastjóri, hefir skýrt Tímanum svo frá um heyskap- inn í sumar og kartöfluupp- skeruna í haust: — Yfirleitt mun töðufengur vera í meðallagi að vöxtum og gæðum víðast hvar á landinu. Sláttur byrjaði með seinna móti allsstaðar á landinu. Útheys- skapur er með rýrasta móti, að minnsta kosti á Norður- og Austurlandi, bæði vegna vinnufólksskorts og slæmrar veðráttu. Sunnanlands hafa öll hey náðst undir þak, en í Skagafirði og ef til vill víðar á Norðurlandi, eiga bændur eftir að ná inn nokkru af út- heyi. Veðrátta virðist nú vera að spillast og má gera ráð fyr- ir að vetur leggist snemma að. Um kartöflurnar sagði bún- aðarmálastjóri: — Kartöfluuppskera er yfir- leitt með rýrara móti. Mikill vafi er á, að bændum Norðan- lands takist að ná upp úr görð- unum áður en frost og snjór koma, vegna fólksfæðar. Sunn- p,nlands og víða á Vesturlandi er kartöfluuppskeran sæmileg. Mun minna var sett niður af kartöflum nú í vor en í fyrra vor. Þá var sett meira niður af kartöflum en nokkr,u sinni áður hér á landi. Má telja víst, að nokkru minna verði til af innlendum kartöflum í haust en var í fyrra haust. Sendiherra Banda- ríkjanna komínn Hinn nýi sendiherra Banda- ríkjanna á íslandi, Mr. Leland B. Morris, kom til Reykjavíkur í fyrradag. Kom hann með flug- vél. í för með honum var Thor Thors sendiherra, sem mun ræða við íslenzku ríkisstjórn- ina. Það hafði verið tilkynnt fyrir nokkru, að Mr. Leland B. Mor- ris yrði sendiherra hér. Mr. Leland Burnette Morris er fæddur í Texas 7. febrúar 1886. Árið 1910 gekk hann í þjónustu utanríkismálaráðuneytisins að loknu háskólanámi. Hefir hann starfað á vegum þess í Tyrk- (Framh. á 4. slðuj Frásögn Kristjóns Kristjónssonar, sem var í sáttaneindínni Sjómannaverkfallið, sem vofað hefir yfir að undan- förnu, er nú úr sögunni. Kl. 14 í fyrradag voru undir- ritaðir samningar milli hásetafélaganna og togaraeig- enda. Sáttanefnd sú, er að undanförnu hefir starfað að lausn málsins með sáttasemjara ríkisins, kom á samn- ingum í síðasta augnabliki. Annars hefði verkfall byrj- að í fyrrakvöld. Tíminn hefir beðið einn af sáttanefndarmönnum, Kristjón Kristjónsson, að segja í stuttu máli frá helztu atriðum, sem um var deilt. Fer frásögn hans hér á eftir: Nýi samningurinn felur í sér snúast, nýjar kröfur, nýjar allmiklar breytingar frá því, hækkanir upp aftur og aftur. sem áður gilti. Eru margar | Vitanlega telur það enginn eft- þeirra smávægilegar og „aðeins ir, þótt sjómenn, sem stunda á- hættusöm störf og nauðsynleg, beri mikið úr býtum, og ég fyrir mitt leyti get ekki svo mjög á- til samkomulags og leiðrétt- ingar vegna núverandi á- stands", eins og nú er siður að komast áð orði til að réttlæta ýmsar vafasamar breytingar. Höfuðbreytingin er sú, að kaup háseta, kyndara og mat- sveina hefir verið hækkað um 55% og sama hækkun kemur á lifrarþóknunina. Til þess að gera sér grein fyr- ir þeim breytingum, sem af þessu leiða á heildarkaupi sjó- manna má líta á eftirfarandi dæmi: Háseti, sem vinnur allt árið, var samkvæmt gömlu samning- unura talinn hafa þessar tekj- ur, miðað við togara í meðal- lagi: Þegar Bandaríkjamenn gerðu innrás á Salomonseyjar, reyndu þeir í fyrsta sinn skriðdreka, sem nota má jafnt á láði og legi. Þóttu þeir reynast vel. Á myndínni sézt einn slíkur skriðdreki vera að taka land á einni eynnl. Erlent yfirlit 3. okt s Orusturnar um Nýju-Guinea og Salomonseyjarnar — Skipaskortnr háir Japönum. — Fast kaup Lifrarhlut Áhættuþóknun kr. 5000.00 — 7200.00 — 33700.00 Alls kr. 45.900,00 Samkvæmt nýju samningun- um hækkar þessi maður um 6— 7 þúsund krónur, eða fer upp í 52—53 þúsund króna tekjur á ári auk fæðis. Sigli háseti hins vegar aðeins t. d. 4 ferðir til útlanda, lækkar áhættuþóknunin niður í um 10 þúsund og hefir þá sá hinn sami „aðeins" rúmlega 28 þús. í árslaun og þriggja mánaða frí í landi. Sigli háseti aldrei til útlanda, en fari aðeins á veiðar, hefir hann fengið rúmlega 12 þúsund krónur á ári samkvæmt eldri samningum. Nú fær hann 19 þúsund og hefir frí í landi eins og áður rúmlega 4 mánuði á ári. Við samningana lögðu sjó- menn mjög ríka áherzlu á eina kröfu, sem þeir fengu ekki framgengt að þessu sinni, en hún var sú, að þeir fengju viss- an hundraðshluta af áflasölu skipsins i sinn hlut. Hefði þeirri kröfu verið fullnægt, auk þess sem að framan greinir, hefðu meðaltekjur togarasjó- manns, sem er allt árið á skip- inu, orðið um 66 þúsund, en yf- ir 80 þúsund á stærstu og afla- hæstu skipunum. — Eru þetta ekki meiri hækk- anir en aðrar stéttir hafa feng- ið með samningum, sem nýlega hafa verið gerðir? — Jú, þetta mun vera með því mesta, sem nokkur stétt hefir fengið, og þegar þess er gætt, að tekjur togarasjómanna voru áður stórum hærri en nokkurra annarra af vinnu- stéttum þjóðarinnar er auð sætt, að hér er verið að hefja nýtt „kapphlaup um stríðs- gróðann“. Má búast við, að aðrir, sem lægri laun hafa, fari að bera sig saman við sjó mennina, hjólið haldi áfram að Næst styrjöldinni í Rússlandi er viðureign Japana og Banda- fellst þá, þótt þeir setji fram ríkjamanna á suðvesturhluta tiltölulega fjarstæðar kaup kröfur. Kröfur þeirra eru aðeins he'imsblaðanna emn þátturmn i því tryllta kapphlaupi um stríðsgróðann, sem nú er að gerspilla þjóð- inni og steypa landinu i glötun. Þær eru eitt af „sjúkdómsein-j 0g Salomonseyjum. kennum niðurlægingarinnar",' þær eru vitnisburður um þau Kyrrahafsins helzta umtalsefni um þessar mundir. Þar er nú einkum barizt á tveimur stöðum: Á Nýju Guinea g Salomonseyjum. Innrás Japana á Nýju-Guinea vandræði, sem jafnan vofa yf- hófst um miðjan síðastl. vetur. ir, þar sem sérhagsmunir og Bandamenn höfðu þar litið um samkeppnisskipulag er alls ráð- j varnir, enda er landið lítt andi. Þær eru eðlileg afleiðing jjyggt^ en stórt og ógreitt yfir- þess auma stjórnarfars, sem nu ríkir hér og óséð er um, hvert leiðir fyrir land og þjóð. Og að lokum: Spyrji menn, hvað hafi vald- ið því, að togaraeigendur teygðu sig svo langt í hækkunarátt, sem raun varð á, fremur en að stöðva skipin, þá er þessu til að svara: Þeim var ljóst, að samtök sjó- manna eru sterk. Útgerðar- ferðar. Næðu Japanir helztu hafnar- og flugstöðvunum þar á vald sitt, myndi það stórum bæta aðstöðu þeirra til innrás- ar í Ástralíu. Bandamenn hafa lagt áherzlu á að halda hernaðarlega þýð- ingarmesta staðnum á Nýju- Guinea, Port Moresby. Þar er góð höfn og góður flugvöllur. menn hafa enn sem komið er Me5an þeir halda port Moresb efni á að greiða hærra kaup gjald en nokkur annar at- (Framh. á 4. siðuj er örðugt fyrir Japani að gera innrás í Ástralíu. Ráðberrabilarnlr og Gisli Svelnsson Sjálfstæðismenn hafa- orðið mjög hvumsa við „asnastykki“ það, sem þeir hafa fengið af bílabraski þeirra Jakobs Möllers og Gísla Sveinssonar. 1 fáti hafa þeir reynt að skjóta Gísla að baki ráðherrunum og fela hann þar. Til þess að almenningur geti áttað sig á því, hve haldlaust þetta bjargráð er, þykir rétt að skýra frá því í eitt skipti fyrir öll, hvaða venjum hefir verið fylgt um bílanotkun ráðherranna. Sú regla hefir verið upp tekin, fyrir löngu síðan, að ríkið ætti bíla, sem ráðherrarnir hefðu til afnota. Svipaðar reglur gilda í nálægum löndum. M. a. hafa ráðherrar ókeypis far með járn- brautum ríkisins og skipum í Noregi og víðar. Virðist engin ástæða til að amast við þessu eða telja eftir. f tíð fyrrverandi ríkisstjórnar mun Ólafur Thors hafa stungið upp á því, að ráðherrarnir ættu kost á að eignast bíla þá, er þeir höfðu til afnota fyrir sannvirði, en álagningarlaust frá ríkisins hálfu, og féllst fjármálaráðherra, J. M., á þetta. Varð það svo úr að allir ráðherrarnir fengu sinn bilinn hver með þessum kjörum. Þetta getur varla skaðað ríkið fjárhagslega, og jafnvel ver|ið því ávinningur. En hitt er allt annað mál, ef sá háttur er upp tekinn, að láta einn embættismann njóta sömu kjara og ráðherrana. Hvar á þá að nema staðar? Hafa þá ekki allir embættis- og starfsmenn ríkisins rétt til hins sama? Eiga ekki allir forsetar Alþingis rétt á ódýrum bifreiðum? Eiga ekki allir alþingismenn sama rétt? Fordæmið er gefið. Hvernig ætlar Jakob Möller að svíkjast undan því að framfylgja því við aðra embættismenn ríkisins? Og hvernig stóð á því, að ferðakostnaður Gísla Sveinssonar til Alþingis í gjafabílnum, varð þrefalt hærri en þingmanns A.-Skaftfellinga, sem engan á bílinn, en miklu lengri og erfiðari Ieið til Reykjavíkur en Gísli Sveinsson? Hvaða óhöpp hentu Gísla á leiðinni, og hvað olli því, að för hans varð svo kostnaðarsöm? Vill ekki hið grandvara yfirvald Skaftfellinga fræða fáfróðan almúgann eitthvað um það? Allar tilraunir Japana til að ná Port Moresby hafa mis- heppazt til þessa. Flotaleið- angur, sem þeir ætluðu að gera þangað, varð fyrir hinu mesta tjóni. Frá bækistöðvum þeirra á landi er yfir ógreið fjöll að sækja, en samt voru þeir komn- ir langt áleiðis til Port Mores- by fyrir skömmu. En þá hófu Ástralíumenn gagnsókn og hafa nú hrakið hersveitir 'Japana alllangt til baka. Átökin um Port Moresby eru mjög þýðingarmikil. Nái Japan- ir ekki Port Moresby, er áætlun þeirra um innrás í Ástralíu stór- lega trufluð, og þeir hafa beð- ið hernaðarlegan álitshnekki. Port Moresby verður þá fyrsti staðurinn, sem þeim hefir mis- heppnazt að ná í þessari styrj- öld. Átökin um Salomonseyjar eru ekki síður athyglisverð. Jap- anir hernámu eyjamar I vetur, enda voru þær varnarlausar. Frá eyjunum er auðvelt að drottna yfír beztu siglingaleið- inni milli Ástralíu og Ameríku. Þaðan er líka auðvelt að sækja suður eftir eyjaklösunum, til Nýju-Hebrides og Nýju-Kali- doniu, nálgast þannig Nýja-Sjá- land og loka öllum leiðum milli Ameríku og Ástralíu. Það var því mikilsvægt fyrir Japani að ná Salomonseyjum. Um miðjan ágústmánuð síð- astliðinn gerðu Bandaríkja- menn árás á helztu stöðvar Japana á Suður-Salomonseyj - um. Tókst þeim að hrekja Jap- ana af sex suðlægustu eyjun- um, en þær eru líka taldar mik- ilvægastar. Meðal þelrra er Tulagi, þar sem er bezta höfn eyjanna, og Guadalcanal, þar sem er bezti flugvöllur eyjanna. Sú eyja er allstór. Japanar hafa reynt að ná þessum stöðvum aftur úr hönd um Bandaríkjamanna, en það hefir jafnan misheppnast. Þó hefir þeim tekizt að setja á land smáflokka á Guadalcanal, sem ekki hefir tekizt að uppræta. En allar mikilvægustu stöðv arnar eru í höndum Banda- ríkjamanna. Bandaríkjamenn telja að þeir hafi alger yfirráð í lofti í or- ustimum um Salomonseyjar. (Framh. á 4. siðuj Framsóknarmenn um land allt! Þér, sem verðið fjarverandl fram yfir kjördag. Kjósið strax hjá næsta hreppstjóra, sýslu- manni eða lögmanninum í Reykjavík. Yegna póstferða í ýms héröð, er áríðandi, að at- kvæðin verði send nú þegar. I Reykjavík er kosið í Mennta- skólanum. Framsóknarmenn, sem far- ið að heiman fyrir kjördag 18. október, munið að kjósa áður en þið farið, hjá næsta hrepp- stjóra eða sýslumanni. í öllum tvímenningskjördæm- um og Reykjavík, er listi Fram- sóknarflokksins B-listi. Leitið allra upplýsinga og að- stoðar hjá kosningafulltrúum flokksins, kosningamiðstöðvum kjördæmanna og Kos ningaskrif stof iiirni í Reykjavík, Eddukúsinu, Lindar- götu 9 A. Símar: 5083 og 3333. Á víðavangi HVER VILL GEFA HANNESI KJÖTBITA? Hannes á Horninu skrifaði nýlega í Alþýðublaðið, að sér þætti kjöt matar bezt, og helzt vildi hann vera bóndi í sveit og þurfa ekkert að gera nema éta kjöt! í framhaldi af þessari frómu ósk Hannesar, hefir Alþýðu- blaðið svo tekið til að bölsótast yfir því að kjötverðið skuli ekki hafa staðið í stað í dýrtíðarflóði því, sem Alþýðuflokkurinn hefir átt sinn þátt í að hella yfir þjóðina. Blaðið virðist lifa í þeirri trú, að bændur þurfi skki að drepa hendi í kalt vatn, en sitji bara guðs langan daginn og éti kjöt. Og Hannes- um Alþýðublaðsins finnst það hreinasta óbilgirni, að bændur bykist þurfa hátt verð fyrir þessa kjötbita, sem þeir torga ekki sjálfir. En sorglegast af öllu finnst Hannesunum, að bændur skuli vera svo miklir beinasnar að hafa sjálfir fé- lagsskap um kjötsöluna, því að bessi félög þeirra hafi af þeim stórfé árlega. Þau séu eins kon- ar „guðskistur“, sem gleypi ítórar fúlgur fyrir þeim árlega. 4LÞÝÐUBLAÐIÐ OG KJÖTVERÐIÐ. Jón Árnason, framkvæmdastj., hefir sent Tímanum grein um kjötsöluna og skrif Alþýðublaðs- ins síðustu dagana. Mun greinin birtast í Tíman- um á þriðjudaginn kemur. RAGNARÖK. Öll í villu veður öld, vond er spilling gróða. Undir hillir ævikvöld ýmsra snilli þjóða. Baldvin Jónatansson. HLUTVERK GRÉTARS. Fyrst þið hleyptuð Árna inn, alveg svona á spaninu, gættu að því Grétar minn, að hann gangi ekki út af planinu. BJARGAR BÍLLINN? t Mýrdalnum er margt að sýsla, menn eru samt að efa þar, að nýi bíllinn bjargi Gísla betur en gömlu merarnar. ÍHALDIÐ AÐ GLIÐNA SUNDUR. Nú er aumleg aðstaðan hjá íhaldinu. Svik og fals í samlífinu, og svívirðing af öllu hinu. ÞK.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.