Tíminn - 04.10.1942, Blaðsíða 2
442
TfMIIVN, smmndaglim 4» okt. 1942
112. blað
tpminn
Sunnudag 4. oht.
KosníngahorSur
í Reykjavík
Úrslit kosninga í Reykjavík
hafa aldrei verið eins óviss og
að þessu sinni.
Sj álfstæðisflokkurinn og Al-
þýðuflokkurinn, sem hingað til
hafa ráðið mestu í bænum, eru
i fullkominni upplausn. Fjöldi
kjósenda, sem hefir fylgt þess-
um flokkum hingað til, kýs þá
ekki lengur. Þessir mörgu kjós-
endur eru enn lítt ráðnir í því,
hvað þeir eigi að gera.
Strax og það var kunnugt, að
* Alþýðuflokkurinn myndi halda
áfram að bjóða Reykvíkingum
upp á Stefán Jóhann, var það
augljóst, að flóttinn, sem brast
á lið flokksins í vor, myndi
halda áfram. Eina von flokks-
ins til að stöðva flóttann var
að tefla fram nýjum, álitlegum
mönnum, sem gátu endurvakið
traust manna á flokknum.
Þetta mistókst honum. Þess
vegna heldur flóttinn áfram.
Nákvæmlega það sama, er
segja má um framboð Alþýðu-
flokksins, má segja um fram-
boð Sjálfstæðisflokksins. Það
má vafalaust telja á fingrum
sér þá Reykvíkinga, sem álíta
að Jakob Möller eða Magnús
Jónsson muni gera gagn á Al-
þingi. Dugleysi bæjarstjórnar-
innar í húsnæðismálunum er
minnisvarðinn á hið pólitíska
leiði Bjarna Benediktssonar.
Sigurð Kristjánsson er óþarfi
að minnast á. Hann getur verið
duglegur að skammast, en þá
er líka allur dugnaður hans tal-
inn.
Við þetta hörmulega framboð
Sjálfstæðisflokksins, sem hrakti
frá honum 1000 atkv. í kosning-
unum í vor, bætist svo stjórnar-
ferill Ólafs ' Thors seinustu
fjóra mánuðina. Verðlagið hefir
hækkað um helming síðan Ól-
afur fékk stjórnartaumana.
Framleiðslan er orðin helmingi
dýrari en þá. Verðmæti inn-
eigna í bönkum og sparisjóðum
er helmingi minna en þá. Áliti
þjóðarinnar í sjálfstæðismálinu
hefir verið stórspillt með því að
heykjast á stóryrtum yfirlýs-
ingum um lýðveldisstofnun eft-
ir að búið var að tilkynna
Kristjáni konungi afsögnina.
Slíkur stjórnarferill er sannar-
lega ekki til þess fallinn að
efla fylgi flokks, sem byrjaður
var að tapa áður.
En hvert eiga kjósendurnir
að leita? Til Árna frá Múla,
sem jafnan hefir verið talinn
einn mesti liðléttingur í Sjálf-
stæðisflokknum. Til kommún-
ista, sem manna mest hafa ýtt
undir þá upplausn, sem nú er
orðin, og eru manna líklegastir
til að reyna að halda henni á-
fram, því að trú a. m. k. sumra
þeirra er sú, að hún sé bezti
jarðvegurinn fyrir kommún-
ismann.
Það, að flýja til Árna frá
Múla eða kommúnistanna er
því að fara úr öskunni í eldinn.
Slíks er heldur ekki þörf.
Reykvíkingar eiga þess kost, að
fylkja sér um flokk, sem hefir
barist gegn upplausninni og
bent á færar leiðir úr ógöngun-
um. Þessi flokkur er Framsókn-'
arflokkurinn.
Það eitt hefir verið sameig-
inlegt með íhaldsmönnum,
kommúnistum og jafnaðar-
mönnum hér í bænum, að þeir
hafa reynt að útbreiða sem
mestan róg um Framsókitar-
flokkinn og æst gegn honum
úlfúð og hatur. Þetta hefir bor-
ið hinn furðulegasta árangur.
Það hefir tekizt að telja ótrú-
lega mörgum Reykvíkingum trú
um, að Framsóknarmenn væru
á móti Reykjavík, vegna þess
að þeir ættu aðalfylgi sitt ann-
arsstaðar. Þessum Reykvíking-.
um hefir ekki skilizt það, að
bætt kjör ,fólksins i dreifbýl-
inu var líka hagur Reykjavíkur,
því að annars hefði sótt hingað
fleira fólk til að auka atvinnu-
leysið og húsnæðisvandræðin.
Á sama hátt er það líka hagur
annarra lándsmanna, að Reyk-
víkingum líði vel og kaupgeta
þeirra sé ekki eyðilögð.
í bæjarstjórnarkosningunum
Ólafur Jóhannesson;
Upplausn - viðnám
Flestir munu sammála um, að
fjárhags- og atvinnumál þjóð-
arinnar séu nú í hinu mesta
öngþveiti. Sú mynd, sem blasir
við í þeim efnum, er allt ann-
að en glæsileg. Kaupdeilur ger-
ast æ tíðari. Vinnustöðvanir vofa
yfir í nokkrum þýðingarmiklum
atvinnugreinum. Dýrtíðin vex
hröðum skrefum. Verðlag á
neyzluvörum og öðrum varningi
fer sívaxandi. Á tveimur síðustu
mánuðum hefir vísitala fram-
færslukostnaðar tekið stór stökk
upp á við. í næsta mánuði mun,
hún hækka mikið. Er jafnvel
búist við, að hún fari upp í
240 stig. Gildi hverrar krónu
er stöðugt að verða minna
og minna. Sparifjárinnstæður
landsmanna lækka að verðgildi
með hverjum degi sem líður, og
er eigi annað sýnt, en að þær
verði verðlausar með tímanum,
ef svo fer fram sem nú horfir.
Fólk verður þannig að horfa.á
ávöxtu iðjusemi og sparsemi
verða að engu. Fólksekla er við
framleiðslustörfin. Jafnframt
stendur hvers konar spákaup-
mennska og milliliðastarfsemi
með miklum blóma. Kapphlaup-
ið á milli kaúpgjalds og afurða-
verðs er í algleymingi. Óttast
má, að herstjórnin grípi
til meiri afskipta af ísl. málum,
ef við högum okkur eins
og brjálað fólk. A þess-
um tímum er svo stjórn lands-
ins bráðabrigðastjórn, sem
samkv. þingræðisreglum má
ekki gera annað en ann-
ast dagleg störf. í stuttu máli.
Verðbólgan maghazt, dýrtíðin
vex, verðhrun peninganna blas-
ir við, framleiðslan dregst sam-
an, vinnudeilum og verkföllum
fjölgar, vinsamlegar þjóðir missa
virðinguna fyrir okkur og rétta
síður fram hjálparhendi og bú-
ast má við íhlutun herstjórnar-
innar um innlend mál. Upplausn
sýnist óhjákvæmileg, ef hér
verður ekki numið staðar og við-
nám veitt.
Flestir munu fallast á, að
þessa óheillaþróun beri að
stöðva. Hins vegar greinir menn
á um leiðir til þess. Einn bendir
á þessa leið, annar á hina. Hver
og einn telur sína leið bezta og
greiðfærasta að settu marki.
Enda þótt segja megi, að í
þessum efnum skorti eigi ráð
né tillögur, heldur framkvæmd-
ir, ætla ég þó í þeim línum, sem
hér fara á eftir að benda á
nokkrar ráðstafanir, sem ég tel
nauðsynlegt að gera, ef auðið á
að verða að veita viðnám og af-
stýra upplausn. Að vísu hefir af
ýmsum verið bent á flestar þess-
ar ráðstafanir áður, eins og les-
endum þessa blaðs er kunnugt,
í vetur og þingkosningunum í
vor, var Framsóknarflokkurinn
sérstaklega rógborinn í Reykja-
vík, vegna tillagna sinna í dýr-
tíðarmálunum. Sá rógur bar
verulegan árangur þá. En nú
hafa augu manna opnazt og
það, sem þá varð til tjóns fyrir
flokkinn, verður honum nú til
stóraukins gengis.
Það mun líka verða flokknum
til mikils framdráttar, að hann
hefir efstan á lista þann mann,
sem er tvímælalaust álitlegasti
frambjóðandinn í Reykjavík að
þessu sinni. Verk hans í fjár-
málum landsins eru eins glæsi-
leg og störf Bjarna Ben. í hús-
næðismálunum eru vesalleg.
Til þess að fá hér mann kjör-
inn, þarf Framsóhnarflokkur-
inn að bæta við sig 800—900
atkv., þegar miðað er við kosn-
ingaúrslitin i vor. Slík fylgis-
aukning ætti ekki að vera neitt
kraftaverk, þegar tillit er tekið
til upplausnarinnar í Alþýðu-
flokknum og Sjálfstæðisflokkn-
um.
Hugsandi menn í Sjálfstæðis-
flokknum og Alþýðuflokknum,
sem vilja vinna gegn ríkjandi
upplausn og eflingu kommún-
ismans, eiga í þessum kosning-
um ekki um annað að velja en
að fylgja Framsóknarflokknum.
Með því tryggja þeir, að Reyk-
víkingar eignist á þingi fulltrúa,
sem verður þeim til sóma og
leggja mun lóð sitt á vogarskál-
ina á móti upplausninni.
En til þess að þetta megi tak-
ast, má heldur enginn Fram-
sóknarmaður í Reykjavík liggja
á liði sínu. Vinni þeir vel, fer
Hilmar á þing. Þ. Þ.
Handíða- og myndlistaskóli
E;|v:;V;
og verður því ekki um neinar
nýstárlegar eða frumlegar til-
lögur að ræða. En ekki ætti það
að saka, að sem flestir hugsuðu
um þessi mál og létu til sín
heyra um þau. Einkanlega virð-
ast kjósendur eiga kröfu til, að
frambjóðendur láti skýrt í ljós
afstöðu sína í þessum málum.
Ég vil taka það skýrt fram til að
fyrirbyggja allan misskilning,
að hér er aðeins um mínar skoð-
anir að ræða, en ekki stefnu-
skrá, sem neinn flokkur standi
að baki.
1. Að afstöðnum þeim Al-
þingiskosningum, sem framund-
an eru, verður þegar í stað að
mynda ríkisstjórn, er hefir að
baki sér öruggum þingmeiri-
hluta. Sú ríkisstjórn verður að
taka á vandamálunum án vettl-
inga. Þingið á að veita þeirri
ríkisstjórn heimildir til nauðsyn-
legra ráðstafana vegna styrj-
aldarinnar, verðbólgunnar og
dýrtíðarinnar. Síðan á að gefa
þingmönnum heimfararleyfi.
Ríkisstjórn þessi á svo að stjórna
án þess að þurfa að hafa þing
sitjandi mestan hluta ársins.
2. Verð á innlendum fram-
leiðsluvörum, sem eru ætlaðar
til sölu innanlands og kaupgjald,
verður að festa þegar í stað. Sé
eigi talið rétt að festa verðlag-
ið og kaupgjaldið eins og það
er, verður ^ð gera á því nauð-
synlegar lagfæringar til sam-
ræmis. Ef slíkra lagfæringa
(Framh. á 3. slðu)
Haustið 1939 stofnaSi Lúðvig
Guðmundsson skóla hér í bæn-
um, sem hann nefndi Handíða-
skóla. Lúðvíg hefir rekið þann-
an skóla á eigin spýtur að
mestu í þrú ár og unnið honum
álit og viðurkenningu.
Skóli þessi er alger nýjung í
skólastarfsemi hér á landi. Frá
upphafi hefir kennaradeildin
verið meginstofn skólans og
veitti ríkissjóður nokkurn
styrk til reksturs þeirrar deild-
1 ar, enda hefir öll kennsla verið
1 nemendum að kostnaðarlausu.
Þá hafa starfað í skólanum,
| auk kennaradeildarinnar,
myndlistadeild, öryrkjadeild og
i síðdegis- og kvöldnámskeið í
jýmsum greinum verklegs náms
’og teikningu.
I Öll önnur starfsemi skólans
en kennaradeildin hefir verið
borin uppi af skólagjöldum
nemenda.
| Tilgangur skólans heflr frá
byrjun verið að veita kennurum
við barna- og unglingaskóla
landsins aðstöðu til að fá stað-
góða sérmenntun í handíðum
og teikningu og að gefa almenn-
ingi kost á að nema þar teikn-
ingar og ýmsar þjóðlegar og
þarfar greinar handíða.
í vor sem leið var fyrir-
komulagi skólans breytt úr því
að vera einkastofnun í sjálfs-
eignarstofnun og jafnframt var
nafni skólans breytt og heitir
hann framvegis Handíða- og
myndlistaskólinn. Lúðvig Guð-
mundsson verður áfram skóla-
stjóri skólans en Kurt Zier list-
málari verður yfirkennari. Auk
þeirra verða 15 aðrir fastir
kennarar við skólann.
Skólinn verður framvegis til
húsa að Grundarstíg 2 A, þar
sem hann var síðastliðið ár. En
tvö fyrstu árin, sem skóllnn
starfaði, var hann til húsa í
kjallaranum á Hverfisgötu 57.
Þessi skóli, sem Lúðvig Guð-
mundsson stofnaði og hefir
síðan unnið fyrir af miklum á-
huga og dugnaði, er nú að byrja
4. starfsárið, að vísu ekki leng-
ur sem einkaeign, heldur sem
sjálfseignarstofnun. Kennara-
lið skólans verður talsvert aukið
og starfssvið hans víkkað. Sú
nýbreytni verður meðal annars
tekin upp, að gefa piltum úr
sveit kost á að nema undir-
stöðuatriði í trésmíði, stein-
steypu og málmsmíði. Við þessa
kennslu verður aðallega leitazt
við að kenna smíði nauðsyn-
legra búshluta, húsgagna, sem
hentug eru fyrir sveitabæi, og
ýmissa muna til prýðis innan-
húss. Vérður að mestu leyti
farið eftir gömlum íslenzkum
fyrirmyndum um alla gerð hús-
gagnanna, og einnig um lögun
ýmissa muna úr málmi, svo sem
skála, bakka, málmbryddingar
á kistur, lami á hurðir og hlið.
Ennfremur verður veitt fræðsla
um nauðsynlegustu undirstöðu-
atriði í steinsteypu.
Þessi fræðslustarfsemi skól-
ans er rekin í samráði við
Teiknistofu landbúnaðarins og
hafin í þeim tilgangi m. a., að
gera tilraun til að skapa í
sveitunum þjóðlega hýbýlaprýði,
sem eigi rætur í hinum gamla
húsbúnaði íslendinga,sem nú er
að mestu leyti að hverfa úr sög-
unni.
Inntaka í þessa deild skólans
er háð því skilyrði, að umsækj-
andi hafi vottorð frá hús-
bónda þeim, er hann vann síð-
ast hjá, um dugnað og reglu-
semi og jafnfrámt frá formanni
búnaðarfélags þess hrepps, sem
umsækjandi á lögheimili í, og
síðast en ekki sízt, að nemand-
inn sé staðráðinn í að fara
heim í sveitina sína að náminu
loknu til að útbreiða og hag-
nýta það, sem hann hefir lært
í skólanum. Til að létta þátt-
takendum dvölina í skólanum,
verður ekki kenrit nema fjóra
daga vikunnar, en hina dagana
eiga nemendur kost á að stunda
vinnu, sem skólinn aðstoðar þá
til að fá. Allt, sem nemendur
smíða yfir skólatimann, er
þeirra eign, þegar þeir fara úr
skólanum.
Teknir úr umferð
Tveir af frambjóðendum
Sjálfstæðisflokksins, er hugðu
sér mikinn frama í vorkosning-
unum, hafa nú verið teknir úr
umferð við lítinn orðstír.
Annar er Bárður Jakobsson
frá Húsavík. Hann lækkaði
fylgi flokksins í Vestur-ísa-
fjarðarsýslu um 214 atkv. eða
úr 411 atkv. í 197 atkv. miðað
við kosningarnar 1937. Af þess-
um 197 atkv. var y4 hluti greitt
'utan kjörfunda af kjósendum,
sem hvorki höfðu heyrt fram-
bjóðandann né séð.
Hinn er Jóhann Havsteen frá
Húsavík, sem á undanförnum
árum hefir lýst yfir því með
miklu yfirlæti, hversu ágætlega
sér gengi að snúa Skagfirðing-
um til fylgis við sjálfstæðis-
stefnuna. En kempan lækkar
atkv. flokksins um 326 atkv. eða
úr 983 atkv.í í 657 atkv.
Þessi sami maður var einnig
í kjöri 1937, þá í Norður-Þing-
eyjarsýslu. Við þær kosningar
drap hann af sér 115 flokks-
menn eða lækkaði atkv. úr 298
í 183. Aðrir hafa ekki gert betur.
(Framh. á 4. slðu)
IÓNAS JÓMSSON:
Kosningapistlar
hanstið 1942
Samningur vlð
Suður-Þingeymga.
Það varð að gagnkvæmu
samkomulagi milli mín og
nokkurra áhugasamra flokks-
manna í Suður-Þingeyjarsýslu,
að þó að ég sé þar í framboði
af hálfu Framsóknarmanna, þá
eigi þeir en ekki ég að tala við
Odd hinn sterka af Norðfirði,
Kristinn vinnumann hjá Stal-
in í Stalingrad og Júlíus hið
gullinfáða yfirvald Þingeyinga,
ef þeir byrja pólitískan hernað
í héraði. Aftur á móti er ætlazt
til af mér, að ég segi í dálkum
Tímans fram að kosningum
sömu einföldu söguna og vafa-
lausa heilræðið. Ég á að undir-
strika fyrir lesendum Tímans,
eftir því sem efni standa til,
þann undarlega sannleika, að í
eitt misseri hafa þrir stjórn-
málaflokkar i landinu gert
samband með sér til að búa til
stjórnarskrá, sem er miðuð við
það að meirihluti borgaranna I
tilteknum kjördæmum skuli
tapa þingsætum fyrir minni-
hlutanum. Og þessi undarlegi
löggjöf er gerð til að hefnast á
einum flokki, Framsóknar-
mönnum, fyrir það eitt, að hafa
sagt þjóðinni beisk og óvé-
fengjanleg sannindi um þau
mál, sem skipta landsmenn
meiru en nokkuð annað, sem á
dagsskrá var í landinu.
Hvers vegna hræðast
þrír flokkar einn
flokk?
Framsóknarflokkurinn benti
á, þegar ófriðurinn skall á, að
mestu skipti fyrir landsmenn að
halda við atvinnuvegum lands-
manna og halda niðri óeðlilegri
dýrtíð. Bændastétt landsins var
yfirleitt fylgjandi þessari stefnu
og margir menn í pðrum stétt-
um. Þá fundu leiðtogar komm-
únista upp það snjallræði, að
það þyrfti að skipta stríðsgróð-
anum milli alls almennings.
Þetta leit vel út á pappír en var
óframkvæmanlegt nema með
því að sleppa dýrtíðinni lausri.
Allt verðlag og kaupgjald í
landinu hlaut að verða geysi-
hátt. Hvorttveggja hlaut að falla
gífurlega í lok stríðsins, ef ekki
fyrr. Búast mátti við, að krón-
an félli hastarlega, peningar í
bönkum og sparisjóðum yrðu að
engu, tryggingarfé barna og
gamalmenna færi söiriu leið.
Meginhluti þjóðarinnar yrði
eignalaus og atvinnulaus. Eft-
ir styrjöldina verða hér í bæn-
um þúsundir karla og kvenna,
sem eiga ekkert, en verða að
lifa af sparifé og eignum ann-
arra. \
Skrítinn flokkur.
Einhver háskalegasta flokks-
myndun, sem þekkzt hefir á ís-
landi er liðsdráttur sá, sem nú
gerist kringum Árna Jónsson,
sem til lítils heiðurs fyrir Þing-
eyjarsýslu kennir sig við bæ í
Aðaldál. Tildrög að sérstöðu
Árna eru þau, að um nokkur
undanfarin ár hafði hann
skrifað í Vísi leiðinlegan vaðal,
sem átti að vera gómsætur
kaupmannastétt landsins.Hugð-
ist Árni að fá að launum
nokkrar mannvirðingar hjá
kaupmannastéttinni og einkum
framboð í öruggu sæti í Reykja-
vík. Þegar til kom fékk hann
ekki að vera á lista Sjálfstæð-
isfl. við vorkosningarnar. Hann
var þá sendur í Suður-Múla-
sýslu og féll þar. Sjálfstæðis-
flokkurinn hafði komið honum
í stöðu, þar sem ekkert var að
gera en 1000 kr. laun á mánuði.
Árni stundaði þessa atvinnu
sumarlangt. En þegar kom til
framboðs í Reykjavík í haust
vildi hann enn vera í kjöri til
þings. Á fulltrúasamkomu
flokksins fékk hann tvö at-
kvæði. Sá hann þá sína sæng
útreidda, gekk út, og í stað
þess að fylgja fordæmi hlns
svikula postula, sem greip til
skjótra úrræða til að enda
vesaldarferil sinn, gekk Árni
beint til útgefanda Þjóðólfs,
Ragnars smjörlíkisheildsala og
Péturs málningarsala og hafði
ráðið sig í vist hjá þeim tveim
klukkustundum eftir úthafn-
irigu sína úr Sjálfstæðisflokkn-
um. í þessari samkundu hitti
hann fyrir nokkra sína líka:
Valdimar Jóhannsson, Héðin
Valdimarsson, Jónas Þorbergs-
son, Vilmund Jónsson, Gísla
Johnsen, konsúl í Vestmanna-
eyjum auk tveggja áður nefndra
„gróssera". Menn hafa leitað að
nöfnum fyrlr flokkinn, sem
mætti skammstafa. Sumir vilja
kalla hreyfinguna „Samfélag
pólitískra strandmanna" (S. P.
S.), „Samfélag afdankaðra
manna“ (S. A. M.) eða „Samfé-
lag útskúfaðra lausingja" (S.
Ú. L.). Vel má vera, að bezta
nafnið sé enn ófundið. Hins
vegar mun engum blandast
hugur um, að lítill muni verða
þroski þess flokks, sem er sam-
ansettur úr þeim frumefnum,
sem reynzt hafa lítt hæf til
starfs í betri félagsskap.
Ólafsvíknrballitl.
\ '
Fyrir skömmu héldu nokkrir
leiðtogar Mbl.flokksins pólit-
ískt ball í Ólafsvík, til efling-
ar framboði Gunnars Thorodd-
sen, móti Bjarna frá Laugar-
vatni. Ballið byrjaði með því að
Gunnar hélt hóflega áróðurs-
ræðu. Þá steig Magnús fyrrum
dósent í stólinn. Mælti hann
fyrst nokkuð í prestlegum
anda, en sneri sér brátt að
Framsóknarflokknum og eink-
um að Bjarna á Laugarvatni,
með hóflausum dylgjum og
brigslum. Fólk úr öllum flokk-
um kom á ballið. Tók nú að
rísa úfur móti Magnúsi og
kunni meirihluti gestanna hon-
um enga þökk fyrir auðsýnda
vantrú á háttum góðra drengja.
Naut Magnús meðfæddrar
greindar, fór út og sást ekki
meira það kvöld, sem betur fór.
Varð nú hlé á samkomunni, og
fóru ýmsir út að njóta hrein-