Tíminn - 24.11.1942, Blaðsíða 2

Tíminn - 24.11.1942, Blaðsíða 2
554 TIMINTC, þriðjudagmn 24, nóv. 1942 140. blað ‘gíminn Þriðjudag 24, nóv. Samkomulag um kaupgjald og verdlag í dýrtíðarmálinu eru kaup- gjaldið og verðlag innlendra afurða einna stærstu þættirnir. Þar koma líka hagsmunasjón- armið fjölmennustu stéttanna, bænda og verkamanna, helzt til greina. Framsóknarmenn bentu á það fyrir ári siðan, að kapp- hlaup það, sem hafið væri milli kaupgjalds og verðlags þessara afurða, mundi fyrr en síðar enda í öngþveiti og hruni. Þess vegna bæri að festa hvort tveggja um nokkurra mánaða skeið (til 1. sept. 1942). Sá timi myndi leiða í ljós, hvort hlut- föllin milli kaupgjaldsins og verðlagsins væru rétt og mætti þá breyta þeim til samræmis við það, sem réttast þætti. Hefði þessum tillögum Fram- sóknarmanna verið fylgt, myndi dýrtíðin og framleiðslukostn- aðurinn vera nú eins og í fyrra- haust. Fengin reynsla af fest- ingunni hefði verið notuð til að samræma hlutföllin milli verðlagsins og kauplagsins, ef þurfa hefði þótt. Tillögum þessum var hafnað, eins og kunnugt er. Þess vegna hefir dýrtíðin aukizt um helm- ing. Þess vegna hefir fram- leiðslukostnaður aukizt um helming. Þess vegna er nú engin rannsókn fyrirliggjandi um það, hver muni rétt hlutföll milli verðlags og kaupgjalds. Þjóðin harmar það áreiðan- lega nú, að tillögum Framsókn- armanna var ekki fylgt í fyrra. En um orðinn hlut dugir ekki að sakast. Nú verður að snúast við málunum eins og þau eru komin. Þar virðist ekki nema um eitt að gera. Það verður í aðalat- riðum að fara sömu leiðina og Framsóknarmenn bentu á sið- astliðið haust. Það verður að byrja á því að festa verðlagið og kaupið, eins og það er nú, og reyna síðan, eins fljótt og auðið er, að finna eðlileg hlut- föll milli verðlagsins og kaup- gjaldsins á þeim grundvelli, að heilbrigður atvinnurekstur geti þrifizt. Hlutföllin þurfa að verða þannig, að hinum vinn- andi stéttum, bændum og verkamönnum, séu tryggð sam- bærileg kjör. Vegna þess, að mönnum er dýrtíðarhættan nú miklu aug- ljósari en í fyrra, ætti að geta tekizt samkomulag milli full- trúa hlutaðeigandi stétta um framangreinda lausn málsins. Fyrsti þáttur slíks samkomu- lags yrði sá, að verðlagið og kaupgjaldið skuli ekki hækka meðan samningar fara fram. í Svíþjóð standa nú yfir slíkir samningar. Löggjafar- valdið þar hefir ákveðið, vafa- laust í samráði við samnings- aðila, aö hækkanir mættu ekki eiga sér stað meðan samningar stæðu yfir. En vegna framtíðarinnar er það vitanlega ekki nóg, að hækkanir séu útilokaðar. Fram- tíðarlausn málsins er vitanlega sú, að verðlag og kaupgjald miðist við heilbrigðan rekstur atvinnuveganna. En jafnhliða slíkum samn- ingum eru aðrar ráðstafanir óhjákvæmilegar. Þar ber fyrst og fremst að nefna þjóðnýtingu stríðsgróðans. Það er ekki með neinni sanngirni hægt að krefj- ast fórna af vinnandi stéttum landsins, ef einstökum mönnum tekst að hagnast á hinu óheil- brigða stríðsástandi. Meðan slík tilhögun helzt, verður ekki hægt að stöðva það kapphlaup stétt- anna, að reyna að fá sem mest af stríðsgróðanum í sinn hlut með hækkun kaupgjaldsins eða verðlagsins. Þjóðnýting stríðsgróðans er verkefni, sem bíður Alþingis. Þegar Alþingi hefir sýnt rétt- an hug í því máli, mun vart standa á bændum og verka- mönnum að leggja fram skerf sinn. Þ. Þ. F Alþýðusamband Islands undir nýrrí forustu Þau tíðindi gerðust á Alþýðusambandsþinginu, sem veröi endurskoðaður og íeiðrétt- haldið var hér síðastl. viku, að fullt samkomulag náðist U1‘7 Stríðsgróðinn verði tekinn milli fulltrúa Sósialistaflokksins og Alþýðuflokksins um j ríkissjóð og notaður tii efiing- skipun hinnar nýju sambandsstjórnar. En í henni eru átta Sósíalistar, átta Alþýðuflokksmenn og einn utan- flokkamaður. Á þinginu voru þessir flokkar nokkurn veginn jafn sterkir, Sósíalistar þó sennilega aðeins fleiri. Með þessu samkomulagi er áreiðanlega stígið stórt spor til að útrýma hinum pólitíska klofningi, sem mjög hefir torveldað og spillt starfsemi verkalýðsfélaganna á undanförnum árum. Ef þessi tilraun heppnast vel, er ekki ólíklega spáð, að hún geti orðið upphaf að samein- ingu þeirra tveggja flokka, sem að henni standa. ar atvinnuvegum landsmanna, þegar á því þarf að halda, eftir fyrirfram gerðri athugun. 8. Strangar skorður verði settar gegn hvers konar braski og okri á fasteignum og öðrum verðmætum. 9. Samstarf verði hafið milli ríkisvaldsins og samtaka stétt- arfélaganna um hagnýtingu vinnuaflsins, til þess að tryggja nauðsynleg framleiðslustörf, húsabætur, vinnu vegna ófrið- Stjórnarkosningin fór á þessa njóti á hverjum tíma viðunandi arins o. þ. h. Sérstakur lagður á eignaskattur verði • stóreignaaukningu ^iláfmu sauðfjár var meiri en í fyrra Kjötsaian ínnanlands meírí en pá 963 smálestir. nóv.- 1941 voru leið: lífskjara, samanborið við verka- Úr Reykjavík og Hafnarfirði: menn, og breytist verðlagið Guðgeir Jónsson, forseti, Stef- samkvæmt dýrtíðarvísitölu. Ef án Ögmundsson, varaforseti, hagkvæmt þykir, verði inn- Björn Bjarnason, ritari, Sigurð- lendar afurðir verðbættar úr ur Guðnason, Þorvaldur Brynj- ’ ríkissjóði. ólfsson, Jón Rafnsson, Sæmund- j 5. Kaupgjald verði samræmt ur Ólafsson, Hermann Guð- . um allt land með samningum; veSna stríðsgróða, til jaess að mundsson, Þórarinn Kr. Guð- við verkalýðsfélögin, enda sé j Sreiða kostnað við gengishækk mundsson. greidd dýrtíðaruppbót á það |unina- Úr Vestfirðingafjórðungi: samkvæmt vísitölu. Auk þessa samþykkti þingið Finnur Jónsson, ísafirði, Árni 6. Grundvöllur vísitölunnar | tillögur um mörg önnur mál. Magnússon, ísafirði. Úr Norðlendingafjórðungi: Gunnar Jóhannsson, Siglufirði, Hafsteinn Halldórsson, Akur- eyri. Úr Austfirðingafjórðungi: Bjarni Þórðarson, Norðfirði, Inga Jóhannesdóttir, Seyðis- firði. Úr Sunnlendingafjróðungi: Sigurður Stefánsson, Vest'- mannaeyjum, Ragnar Guðleifs- son, Keflavík. Guðgeir Jónsson, hinn nýi forseti Alþýðusambandsins, er bókbindari að iðn. Hann er for- maður Bókbindarafélags íslands og hefir áður átt sæti í stjórn Alþýðusambandsins. í dýrtíðarmálinu gerði þing- ið þessa samþykkt: „1. Ríkið taki í sínar hendur allan innflutning á erlendum vörum, meðan ófriðurinn stend- ur, og séu nauðsynjavörur seld- ar eigi hærra en með innkaups- verði að viðbættum kostnaði. Jafnframt séu farmgjöld á þeim vörum lækkuð svo sem unnt er. 2. Tollar af nauðsynjavörum séu afnumdir. 3. Strangt eftirlit sé haft með útsöluverði á vörum og þeim vægðarlaust refsað, er gera sig seka um brot á hámarksákvæð- um verðlagseftirlitsins. 4. Komið verði á föstu grunn- verði landbúnaðarafurða með samkomulagi við bændur, er miðað sé við það, að bændur 10. Gengi íslenzkrar krónu verði hækkað, að undangeng- inni athugun, og á þann hátt tekið tillit til þeirra afurðasölu- samninga, sem nú eru í gildi.1 Slátrun sauðfjár hefir verið með meira móti að þessu sinni, samkvæmt skýrslum kjötverð- lagsnefndar. Samtals var slátr- að 365.333 dilkum sem vógu alls 5.073.470 kg., 13.008 geldfé, sem vóg samtals 301.082 kg., og 25,- 352 ám, sem vógu samtals 458,- 022 kg. Meðalfallþyngd dilka á öllu landinu hefir því verið tæp- lega 13.89 kgr. Alls var því slátrað 403.693 kindum, sem höfðu að kjöt- magni 5.832.574 kgr. Til samanburðar má geta þess, að haustið 1.941 var slátr- að alls 391.200 fjár, eða 12.493 kindum færra en nú. Kjötmagn- ið 1941 var samtals 5.582.885 kgr. eða 249.689 kgr. minna en núna. Heildarsala í sláturtíð 1941 eða til 1. nóv., nam 1177 smálestum. Þá seldist mikið kjöt á sumarmarkaði, í ágúst og byrjun septembermánaðar. Þá keypti setuliðið mikið kjöt, eða samtals 214 smálestir. Sala til landsmanna var því í slátur- tíðinni 1941 Kjötbirgðir 1 4073 smálestir. Heildarsala í sláturtið nú nam 1105 smálestum, þar af til setuliðsins 2 smálestir. Sala til landsmanna hefir því numið 1103 smálestum á móti 936 smá- lestum 1941. Ef tekið er tillit til þess, að sumarsala var mjög lít- il að þessu sinni, en óvenjulega mikil 1941, verður ekki hægt að segja annað en kjötsalan ha/i gengið greiðlega í sláturtiðinni í haust, og jafnvel betur eri bjartsýnir menn bjuggust við. Birgðir voru 1. nóv. s. 1. 655 smálestum meiri en á sama tíma 1941. Stafar það af meiri slátrun og einnig því, að dilkar, sérstaklega sunnan lands, voru vænni í haust en árið áður. Eins og áður er greint, hefir setuliðið nær ekkert kjöt keypt um sláturtíð, en hefir nú byrjað kaup, sem ætla má, að verði 500—600 smálestir samtals. Má því fullyrða, ef dæma skal Á KROSSG0TUM Laugarvatnsskóli. Skólastjóri Laugarvatnsskóla hefir skýrt blaðinu frá skóla- j starfseminni á þessa leið: Nemendur eru 132, 54 stúlk- ' ur og 78 piltar, auk 6 íþrótta- j kennaraefna. Skólinn er fullskipaður og hefir í mörg ár ekki verið önn- ur eins aðsókn. Alls sóttu um 180 manns um skólavist. : Stúlkur eru óvenju margar.; Aukningin á að líkindum rætur að rekja til vaxandi kennslu í verklegum efnum. Auk sauma hefir verið kennd matargerð þrjú s. 1. skólaár. Að vísu hefir sá tími, sem til þeirrar kennslu var varið, verið nokkuð tak- markaður, en hugmyndin er að auka þá kennslu. Um nýár hefst húsmæðraskóli Suður- lands. Kenna þar tvær stúlkur, önnur kennir matargerð, hin sauma og vefnað. Skólinn tek- ur aðeins 12 stúlkur og er hann fyrir löngu fullskipaður. Kennarar verða 11 alls. Þar af vinna fimm nær eingöngu, og sá sjötti að nokkru leyti, að kennslu í íþróttum og verklegu. Að vísu er þarna innifalin við- haldsvinna og nokkur nýsmíði. í heimavistinni eta 161 manns, nemendur, kennarar og annað starfsfólk. Alls eru því á staðn- um 182 menn auk skólabarna, sem eru hér tíma og tíma. ■ íslenzkir námsmenn vestan hafs. í nýkomnum vestanblöðum er skýrt frá efnilegum ungum íslendingi, Guðmundi Lam- bertsen frá Glenboro í Mani- tóba. Hlaut hann í sumar námsverðlaun menntamálaráðs í Manitóbafylki. Þessi efnilegi námsmaður er sonur Guðmundar gullsmiðs Lambertsen og Brynjólfnýjar Ásmundsdóttur, Sigurðssonar frá Katastöðum í Núpasveit í Norður-Þingeyjarsýslu. Faðir Guðmundar gullsmiðs — og afi Guðmundar þess, er hér ræðir um — var kaupmaður í Reykja- vík og kunnur maður. Hann hét einnig Guðmundur Lambertsen. Námsverðlaun þau, er Guð- mundur Lambertsen hlaut, nema 650 dollurum í tvö ár. Guðmundur reyndist snemma framúrskarandi námsmaður, og hefir skólastjóri hans komizt svo að orði, að hann hafi verið efstur í hverjum bekknum eftir annan og svo hafi virzt sem all- ar námsgreinar lægju honum opnar til skilnings. Guðmundur hefir nú hafið læknisnám í Manitobaháskóla. í sömu blöðum er einnig skýrt frá námsferli Dodo Ólafs- son, dóttur C. Ólafssonar lífsá- byrgðarumboðsmanns og Gerðu Ólafsson i Winnipeg. Dodo Ólafson er rösklega tví- tug. Hún innritaðist í Mani- tóbaháskóla 1938 og lauk þar meistaraprófi síðastl. vor með ágætasta vitnisburði — hlaut meðal annars fyrstu ágætis- einkunn fyrir frábæra þekk- ingu á enskri tungu. í haust hóf hún nám í Tor- onto-háskóla. Stundar hún þar hagfræðinám. Fréttabréf af Austfjörðum. Sumarið 1942 var efalítið eitt hið allra versta sumar, sem komið hefir á Austfjörðum, þeg- ar hafís hefir ekki legið þar fyrir landi. Fyrsti mánuðurinn var þó sæmilegur til landsins og fisk- afli góður. Helzt svo um afla- brögð þar til dragnótabátaj komu til sögu með þá tortím- ingarveiðiaðferð, sem þeir við- hafa á fjörðum inni. Um hvítasunnu gekk til hríð- ar, er hélzt óslitið í fjóra daga. Þar sem þetta var í byrjun sum- ars má nærri geta, hvaða bú- sifjum það olli bændum og búa- liði. Loks létti hríðinni af með frosti, og kól þá nýlifnaðan gróður. Seinkaði þetta grasvexti svo, að sláttur byrjaði allt að mánuði seinna en verið hefir fyrri ár. Og yfirleitt var gras- vöxtur í lakara lagi. Eftir að sláttur hófst var tíðin mjög ó- hagstæð, svo að heita mátti, að ekki næðist nokkur baggi ó- hrakinn, heldur varð venjulega að setja heyið hálfþurrt upp í stór sæti og látá það jafna sig þar. En hin bezta hjálp bænda á Austfjörðum í svona tíð er hin góða súrheysgerð þeirra. Hefir óhagstæð veðrátta á sumrin kennt þeim að hagnýta það úr- ræði, sem bezt má verða. En þó mun heyfengur yfirleitt vera með minna móti í ár. Dilkar, og sauðfé yfirleitt, var fullt eiris vænt í haust sem í fyrra, og er það talið því að þakka, hve jörð var lengi að gróa í vor. Eftir að leið á sumar urðu óstillingar til sjós, svo að varla var ýtandi bát á flot, enda ekki fiskur fyrr en nokkuð und- an landi. En alltaf var hægt að selja hann upp úr sjónum. Þótt nú veðrátta og hálfgildis sjó- ræningjar hafi spillt mjög að- stöðu til öflunar lífsviðurværis úr sjónum, mun afkoma manna vera vel í meðallagi, og ef bænd- um hefði tekizt að fá allan þann fóðurbæti, er þeir óskuðu eftir, mundu þeir hafa getað viðhald- ið fjárstofni sínum vegna heyja. eftir kjötneyzlu landsmanna í haust ,að langmestur hluti kjötsins seljist innan lands. Gjöf til Staðarfellsskóla. Á áttræðisafmæli Magnúsar Friðrikssonar frá Staðarfelli fyrir nokkru síðan, ákvað hann (Framh. á 4. slOu) Julfen Ðuxley: Vér eíg’um í byltíngu (NIÐURLAG) „Tímarnir breytast og mennirnir með“, segir fornt spakmæli. Lýðræði og lýðræðishugsjónir 19. aldarinnar hljóta lika að laga sig eftir þeim aðstæðum, sem skapazt hafa á þessari öld, sem nú er senn hálfnuð. Nítjánda öldin var tímabil hins frjálsa fram- taks, Iandkönnunar, landnáms, iðnþróunar og auðsöfnunar. Það hefir þrengst í heiminum. Hann er að verða þéttbýll og fullnum- inn. Jafnvel kjörorð lýðræðisins: frelsi, jafnrétti og bræðralag geta ekki lengur þýtt alveg hið sama nú og þau þýddu á 19. öldinni. Þau munu eftir sem áður verða höfð að kjörorði, en í breyttri merkingu. Bylting þýðir ekki heldur hið sama og áður. Hún þýðir ekki götubardaga, stjórnleysi og upplausn, heldur meira og fastara skipulag. Hún þýðir óhjákvæmilega sögulega þróun og umbæt- ur. En það má alveg eins kalla þetta byltingu, aðeins í nýrri merk- ingu orðsins, og það gerir Julien Huxley í þessari grein. Takmark lýðræðisþjóðanna í þessari styrjöld á að vera meira og framsýnna skipulag i félagsmálum og fjármálum, aukin sam- vinna innan hvers þjóðfélags og þjóða á milli. Þetta er öll sú bylting, er koma skal. RITSTJÓRI. VI. KAFLI. Þetta verður að nægja um hin algildu auðkenni lýðræðis- ins. Eftir er að gera grein fyrir hinum sérstöku atgerðum, sem lýðræðið verður að beita á því tímabili, sem nú er að hefjast. Frelsi, jafnrétti og bræðralag munu jafnan verða leiðarmerki þess. En því ber ekki að neita, að þessi leiðarmerki hafa látið nokkuð á sjá með aldrinum.. Það þarf að hressa þau við og gefa þeim nýja merkingu, sem samsvarar fjárhagslegum kröf- um tímans. Hin hraðvaxandi iðnþróun var höfuðeinkenni fyrra hluta aldarinnar, sem leið. Á slíku tímabili hlaut frelsishugsjón lýðræðisins fyrst og fremst að beinast að því að varpa af sér hemlum fortíðarinnar, aðals- valdi of forréttindum, og réttur og skylda hins nýfrjálsa ein- staklingsframtaks beindist að því að nota auðlindir náttúr- unnar eftir föngum. Lýðræðis- legt jafnrétti var að mestu leyti bundið við stjórnmálalegt jafnrétti fyrir miðstéttirnar. Og bræðralagið kom að miklu leyti fram í góðgerðastarfsemi og „ábyrgð fylgir upphefð". Sú : veröld, sem nú blasir við, er jhlekkjuð saman úr sjálfstæð- ! um þjóöríkjum í lokaða heild, iog milli þessara ríkja er sífelld snerting og ýfingar. Á hvern hátt munu hinar lýðræðislegu grundvallarreglur mótast og endurskírast við þessi skilyrði Þjóðernislegt fullveldi leiðir til samkeppni og styrjalda í þessari þröngu veröld, en menn- ingarlegt fullveldi er ef til vill bezta skilgreiningin á frelsi á alþjóðlegan mælikvarða ókom- ins tíma (líkt og reynt er í ráðstjórnarríkjunum að láta hvern landshluta þroska og hlú að sinni erfðamenningu). Bræðralagshugtakið mætti í meginatriðum láta jafngilda samvinnu, samvinnu um land- varnir, verzlun og almennt auk- in lífsþægindi. Á þann hátt falla einangrunartollar úr sög- unni, kapphlaup um vígbúnað og yfirdrottnun stórvelda, en í þess stað rofar fyrir nýrri heimsstefnu í fjármálum og stjórnmálum, sem nær út og yfir -þjóðir, þjóðfélög og þjóða- bandalög. Af öllum meginhugtökum lýðræðisins verður erfiðast að skilgreina jafnréttið, svo að vel sé, á hinu nýja alþjóðlega tilverusviði, því að nú sem stendur eru þjóðir heimsins á geysilega mismunandi þroska- stigi, bæði efnalega og andlega. Fram úr þessu mætti samt hæglega ráða með því að ganga út frá skilorðsbundnu jafnrétti. Gagnvart lítt þroskuðum þjóð- um yrði þá stefnan sú, að koma þeim til slíks þroska, að þær geti tekið sæti með jöfnum rétti við hlið annarra þjóða. Þetta ber þó ekki að skilja svo, að allar þjóðir hafi jöfn skil- yrði til þroska, eða þar geti ekki verið verulegur munur á lundarfari og gáfnafari. Menn- ingarleg fjölbreyttni er engu síður æskileg en sérhæfni ein- staklinga. Þjóðflokkar og þjóðir búa yfir geysimiklum ónotuð- um þroskamöguleikum, alveg eins og einstaklingarnir, og frá lýðræðislegu sjónarmiði ber að sjá þeim öllum fyrir jöfnum skilyrðum til að njóta sín. Það mætti skýra þessar hug- leiðingar betur með því að taka Kína sem dæmi. Ef sigur á að fást í ófriðnum, verður að koma fram við Kínverja sem jafn- réttisþjóð. Annars kemst ekki friður á í Austurlöndum Asíu. Sama skoðun er að ryðja sér til rúms um Indverja. í þessu efni hafa Bandaríkin riðið á vaðið með því að styðja Filippseyja- menn til stjórnarfarslegs þroska og sjálfstæðis. Er það mjög ó- líkt aðferðum Breta á Malaya- skaga, enda hafa afleiðingarnar orðið þar eftir í stríðinu. Þessi sjónarmið bera í sér tvö meginatriði: í fyrsta lagi end- urskoðun á afstöðu til nýlendna og undirgefinna þjóða i þeim yfirlýsta tilgangi að láta ný- lendustjórn stefna að því marki að þroska nýlenduþjóðirnar til sjálfstjórnar. í öðru lagi víð- tækar aðgerðir til þroska og framfara allra þjóða, sem hafa dregizt aftur úr á einhverju sviði lífsins. Þetta mundi ekki „borga“ sig að dómi skamm- sýnnar spákaupmennsku, en það mun vissulega gera það, þegar til lengdar lætur, ef lögð eru til grundvallar áður greind sjónarmið um samvinnu og frelsi til menningarþroska. f VII. KAFLI. Síðasta atriðið fjallaði um nauðsyn þess að gera þær breyt- ingar, sem gera þarf, af ráðnum hug, og beina þeim braut, í stað þess að verða leiksoppar blindra byltingarafla. Stríðið er ekki aðeins sjúkdómseinkenni bylt- ingarinnar, það er jafnframt höfuðbarátta fyrir framkvæmd hennar. Þar leiðir eitt af öðru. Af okkar hálfu er hyggileg- ast að lýsa yfir stríðsstefnu, sem felur í sér æskilega lausn bylt- ingarinnar. Fjandmenn okkar hafa gert þetta fyrir löngu. Hitler hefir lýst yfir sem sínu takmarki, að koma á „nýskip-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.