Tíminn - 20.04.1945, Blaðsíða 2

Tíminn - 20.04.1945, Blaðsíða 2
TÍM1J\N, föstMdagiim 20. apríl 1945 29. filað Föstudagur 20. apríl Vonlaus „sóku<( Um sama leyti og Hitler gerir seinustu tilraunir til að bjarga leifunum af valdi sínu, hefir Kveldúlfsdeild Sjálfstæð- isflokksins hafið nýja sókn til að stöðva sívaxandi fylgisleysi sitt í sveitum landsins. Þessi seinasta „sókn“ Kveld- úlfs-deildarinnar er í því fólgin að telja stjórnarliðið eitt hafa áhuga fyrir framfaramálum landbúnaðarins, en stimpla Framsóknarmenn sem úrtölu- og afturhaldsmenn á því sviði! Þessari „sókn“ Kveldúlfsdeiid- arinnar verður bezt mætt með því að vísa til flutnings og af- greiðslu landbúnaðarmála á seinasta þinfei. Þær staðreyndir tala á þessa leið: Framsóknarmenn beittu sér fyrir frv. um mikla hækkun jarðræktarstyrksins, svo að unnt yrði að koma allri heyöfl- tin á véltækt land innan 10 ára. Stjórnarliðið stakk. frv. undir stól. Framsóknarmenn fluttu til- lögu um að fylgt yrði fj>-irmæl- um lagá um framlög til nýbýla- hverfa (landnám' ríkisins). Stjórnarliðið felldi tillöguna. Framsóknarmenn fluttu og börðust fyrir frv. um byggingu áburðarverksmiðju. Stjórnarlið- ið svæfði frv. Framsóknarmenn beittust fyrir flutningi frv. um ríkisrafveitur, sem miðar að því að koma raforku í sveitir lands- ins. Stjórnarliðið svæfði frv. Framsóknarmenn fluttu tillögu um byggingu nýs strandferða- skips. Stjórnarliðið felldi tiliög- una. Þau framfaramál landbúnað- arins, sem komust fram á sein- asta Alþingi, voru flutt að til- hlutun Framsóknarmanna. Þeir áttu upptökin að frv. um rœkt- unarsamþykétirnar, eins og rak- íð var í seinasta blaði. Þeir áttu frumkvæðið að endurbótunum á póstmálunum, sem nú eru í undirbúningi. Þeir fluttu tillög- una um athugun á því, hvernig ódýrast yrði að koma síma á öll sveitaheimili. Af hálfu stjórnarliðsins var ekki flutt eitt einasta framfara- mál fyrir landbúnaðinn og það- an örlar ekki á neinu slíku. Hins- vegar heyrast þær fréttir, að stjórnin hafi mjög hug á að lækka afurðaverðið næsta haust, án tilsvarandi kauplækkunar. Slíkt væri fyllsta rothögg á all- ar framfarir í landbúnaðinum. Slíkar eru staðreyndirnar. þæi- sýna bezt, að hin nýja sókn Reykjavíkurdeildarinnar er reist á fullkomnustu öfugmælum. Bændur hafa líka sýnt, að þeim er Ijóst, hvernig landið liggur, Fimm þingmenn Sjálfstæðis- flokksins úr sveitakjördæmum hafa neitað að styðja núverandi ríkisStjórn. Næstum allir búnað- arþingsmenn lýstu eindregnu fylgi við frv. í jarðræktarlaga- málinu, áburðarverksmiðjumál- inu og raforkumálinu, er stjórnarliðfð hafði fellt. Sú fylk- ing bændanna, sem er að sam- einast um þessi mikilvægustu „nýsköpunar“-mál landbúnað- arins, er alltaf að stækka. Hins vegar minnkar stöðugt hópur- inn, sem getur beygt sig til fylgis við stjórnarliðið, þótt það stöð^ hvert stórmál landbún- aðarins á fætur öðru. Og sá hóp- ur mun enn halda áfram að minnka, því að „öfugmælasókn“ Kveldúlfsdeildar Sjálfstæðis- flokksins mun engu breyta um vaxandi skilning bænda á því, að leiðin til að koma umbóta- málum sínum fram, er að sam- einast enn betur á hinum pólit- íska vettvangi, þar sem úrslit málanna eru ráðin. Fískverðið Oft hafa kommúnistum og Kveldúlfsmönnum verið mis- lagðar hendur í baráttu sinni gegn Framsóknarflokknum. Þó hafa þessi mistök sjaldan verið berari en í sambandi við hækk- unina á fiskveröinu. Þegar brezku samningarnir féllu niður, sem stjórnin reyndi þó að fá framlengda í lengstu lög, komu fram tvær stefnur r Á víðavan-gi Flokkur í upplausn. * Það er nú almennt viðurkennt af forkólfum Sjálfstæðismanna, að þeir séu vonlausir um að halda' meirihlutanum 1 ^Reykja- vík i bæjarstjórnarkosning- únum næsta vetur. Frá bæjar- stjórnarkosningunum í marz 1942 og fram að þingkosning- unum í október sama ár töpuðu þeir 1050 atkv., vegna hinnar óvinsælu 'stjórnarforustu Ólafs þá. Þetta fylgishrun hefir síðan haldið áfram og magnazt mjög við samvinnuna, sem nú er höfð við kommúnista. Annað aðal- bæjarblað flokksins hefir neit- að að hlíta fyrirmælum flokks- forustunnar og sama hefir fjöldi Sjálfstæðismanna gert, en aðrir hafa ruglazt alveg og gengið beint í raðir kommúnista. Má óhætt segja, áð seinni stjórnar- myndun Ólafs hafi bundið full- an endi á stjórn Sjálfstæðis- manna á Reykjavíkurbæ. Svipaða sögu má rekja í öðr- um kaupstöðum landsins. Lengi vel voru Sjálfstæðismenn ná- lægt því að hafa meirihlutann í Hafnarfirði og á ísafirði. Nú eru þeir orðnir með öllu von- lausir um þaðrá báðum þessum stöðum. Verst er þó útkoman hjá Sjálf- stæðisflokknum í sveitunum. Einu sinni voru áíiöld um fylgi Sjálfstæðismanna og Framsókn- armanna í Skagafirði, Árnes- sýslu og Norður-Múlasýslu, svo nokkur kjördæmi séu nefnd. Nú ,eru Sjálfstæðismenn þar í algerum minnihl^ita. „Koll- steypan" í haust hefir þó skap- að meiri stefnubreytingu í sveitunum en nokkuð annað, enda neituðu fimm Sjálfstæðis- menn úr sveitakjördæmum að fylgja „kollsteypunni" og nýju stjórninni. Aðeins örfáip undan- villingar í sveitum, líkt og Jón Pálmason, sem líka er orðinn fastur starfsmaður við Morgun- blaðið, fylgja nú stjórnar- liðinu í Sjálfstæðisflokknum. Það er því ekki ofsagt, að Sjálfstæðisflokkurinn sé í upp- lausn. Þetta veit líka Mbl. og því eyðir það nú heilli forusturein til að lýsá „upplausnjnni" í Framsóknarflokknum! Það á víst að vera herbragðið til að leyna upplausn Sjálfstæðis- flokksins. Slíkt gagnar þó lítt, því ' heildarfylgi Framsóknar- manna hefir vaxið í hverjum þingkosningum undanfarið, og svo mun enn verða. í kosning- unum 1942 bætti Framsóknar- flokkurinn t. d. við sig 1300 at- kvæðum, miðað við kosningarn- ar 1937. En Sjálfstæðisflokkur- inn tapaði 1100 atkv. og öllum Bændaflokknum í þingkosning- unum 1942, eða alls 4709 at- kvæðum, miðað við þingkosn- ingarnar 1937. Ólafur Thors hefir verið sigursæll í því að leysa upp og minnka Sjálfstæð- isflokkinn og samneyti hans við Brynjólf og Áka mun ekki draga úr þeirri sigursæld! „Sigur“ Ólafs. Mbl. birtir nýlega forustu- grein, þar serp því er lýst með mörgum fögrum orðum hvílíkan sigur Ól. Thors hafi unnið.þegar hann myndaði stjórnina síðastl. ha-ust, og hve algéran og endan- legan ósigur Hermann Jónasson hafi þá beðið í viðureigninni við hann! Mbl. virðist þó ekki alveg ör- uggt um, að þessari frásögn sinni verði trúað, heldur reynir fþað mjög að bera Jónas Jónsson fyrir henni. Vegna þess, að Mbl. hefir þp ekki alltaf viljað treysta vitnis- burði J. J., þykir rétt að leita vitna, sem það getur áreiðanlega treyst. Slík vitni er við hendi, þar sem eru tveir elztu og reynd- ustu þingm. Sjálfstæðisjlokks- ins,Péturpttesen ogGísliSveins- son. Þeir hafa báðir lýst hinum glæsilega „sigri“ Ólafs. Pétur hefir lýst „sigri“ Ólafs á þessa leið: „Samningar þeir um stjórn- arsamvinnu milli þessara flokka tókust fyrir mikla eft- irgangsmuni við kommúnista og Alþýðuflokkinn, sem neyttu þess og settu Sjálf- stæðisflokknum kostina, ER SKULDBINDA FLOKKINN TIL AÐ KOMA FRAM Á- HUGAMÁLUM ÞESSARA FLOKKA, HVAÐ SEM ÞAÐ KOSTAR.“ Gí*li Sveinsson lýsir „sigri“ Ólafs á þessa leið: „Það þarf vart að taka fram, að þetta stjórnmynd- unartiltæki meirihluta þing- flokks Sjálfstæðismanna ER HREIN KOLLSTEYPA í STEFNU OG STARFI FLOKKSINS, hvernig svo sem það kann að vera gyllt af hlutaðeigendum í áróðri og blöðum." Hærri ríkisútgjöld en nokkuru sinni fyrr, veltuskatturinn, nýju launalögin, skipun fíug- málastjórahs og námsbóka- nefndarinnar tala sínu máli um ,það, hvort Pétur og Gísli hafa ekki lýst „sigrinum“ réttilega. Skyldi mönnum þykja við nánari athugun, að þessi „sig- uur“ Ólafs sé honum eins mikið til lofs og dýrðar og Mbl. vill vera láta? Húsnæðismálin og kommúnistar. Þjóðviljinn gerði nýlega mikið veður út af því, að ekkert eftir- liti væri með húsasölu í Reykja- vík, en þar viðgengist þó í rík-' um mæli fullkomnasta okur. Hinu sagði blaðið ekki frá, hvort fulltrúi þess í verðlagsráði hafi gert nokkrar tillögur um slíkt eftirlit. Það myndi mörgum þykja fróðlegt, sem kunna betur við athafnir en gaspur. Þjóðviljinn var llka nýlega blár og bólginn út af því, að ný- lega hefði húsaleigunefnd látið bera út tvær konur, enda sk'al honum ekki láð það, ef lýsing hans hefir verið rétt. Hins vegar hefir Þjóðviljinn ekkert sagt frá því, hvort ráðherrar hans í ríkis- stjórninni hafi borið þar fram nokkrar tillögur um lausn hús-- um lausn fiskflutningsmálanna. Framsóknarmenn héldu því fram, að koma yrði öllum fisk- fluíningum í hendur sölusam- laga útvegsmanna og ríkið ætti að hjálpa þeim til að fá flutningsskip með hagkvæmum leigukjörum. Forkólfar Sjálf- stæðisflokksins héldu því hins vegar fram, að leyfa ætti milli- liðum að kaupa fisk til útflutn- ings fyrir svipað verð og áður, og byggja útflutninginn aðallega á þeim grundvelli. Kommúnist- ar virtust í fyrstu hallast að lausn Framsóknarmanna og birtu gífuryrtar blaðagreinar, sem hljóöuðu á þá leið. Niður- staðan varð sú, að kommúnistar féllu frá þessari stefnu, en rík- isstjórnin ákvað fyrir tilverkn- að Alþýðuflokksins, að milliliðir mættu kaupa fisk fyrir 15% hærra verð en áður. Var það vitanlega talsverð endurbót frá því, sem forkólfar Sjálfstæðis- flokksins höfðu barizt fyrir. Reynslan hefir nú fellt dóm sinn um þessar^tvær leiðir: þá leið, sem Framsóknarflokkurinn vildi fara og l^iðina, sem stjórn- in fór. Sá dómur er yfirleitt á þá leið, að fiskverðið verður hœrra á þeim stöðum, þar sem samlög annast útflutninginn, en þar sem milliliðir kaupa fiskinn samkvœmt stjórnarað- ferðinni. Þeir staðir, er ekki hafa samlög, fara því á mis við veru- lega veröhækkun. Þrátt fyrir þetta leyfa stjórn- arblöðin sér að hrópa: Þarna sjáið þið! Það hefði ekki orðið nein hækkun á fiskverðinu, ef Framsóknarmenn hefðu fengið að ráða! Hér munu kommúnistar og íhaldsmenn vissulega ganga lengra í blekkingastarfseminni en þeim sjálfum vel gegnir. Útvegsmenn og sjómenn munu sjá í gegnum þennan blekking- arvef. Þeir munu jafnframt læra af þessari reynslu, að þeim er fyrir beztu, að annast sjálfir útflutninginn á fiskinum, en þurfa ekki að eiga neitt undir náð miíliliðanna. Því betur, sem þeir hagnýta sér úrræði sam- vinnunnar á þessu sviði og öðru, því betri og öruggari veröur af- koma þeirra. næðisvandamálanna eða réttar lagfæringar á húsaleigulögun- um. Hafa þeir Kannske lagt það til, að framkvæmt yrði leigunám á stórum íbúðum, eins og þeir þóttust fylgjandi hér á árunum? Þetta myndi öllum þeim þykja fróðlegt að vita, sem leggja meira uþp úr framkvæmdum en stóryrðum. Svíþjóðárbátarnir og sænskir kommúnistar. Hvarvetna hlýzt sama gagnið af kommúnistum. Þeir náðu undir sig samtökum járniðnað- armanna í Svíþjóð á síðastl. vetri og létu það vera sitt fyrsta verk að fyrirskipa verkfall. Verkfall þetta hófst 5. febr. síðastl. og stóð yfir, þegar síð- ast fréttist. Þykir líklegt, að það muni hljótast af þessu verkfalli, að enginn Svíþjóðarbátanna, sem íslendingar kaupa, verði til- búinn fyrir síldveiðarnar í sum- ar, en annars hefðu nokkrir þeirra átt að geta verið komnir hingað fyrir þann tíma . Hvað líður „nýsköpuninni“ hjá Kveldúlfi? . Það er alllangt síðan, að sú frétt barst um bæinn, að sænska stjórnin hafi veitt íslendingym leyfi til að fá 15—25 togara byggða í Svíþjóð. Mönnum er því farið að þykja kynlegt, að ekkert skuli hafa heyrst um þ etta mál frá ríkisstjórninni og hún skuli ekki þegar hafa leitað eftir því hjá stórútgerðarmönn- um, hvort þeir séu ekki fúsir til kaupanna. Engir menn standa þó betur að vígi tii þátttöku í „ný- sköpunni”, þaj; sem þeir hafa notið mikilla skatthlunninda á undanförnum árum til að koma sér upp nýbyggingarsjóðum, og hvergi ætti „nýsköpunaráhug- inn“ að vera meiri, þar sem þeir hafa lagt til sjálfa „toppfígúr- una“ í ríkisstjórnina. Það skyldi þó aldrei vera, að" „nýsköpunar“-áhugi þessara manna sé ekki meiri en svo, að stjórnin verði að halda leynd yfir honum eins og stríðsáform- um kommúnista? Skyldu Kveld- úlfsforstjórarnir vera búnir að eyða helzt til miklu fé í sumar- bústaðina við Þingvallavatn og í Skorradal? Eða á kannske að ciraga það fram.til kosninga uð segja frá „nýsköpunar“áform- (Framliald á 7. síöu) ERLENT YFIRLIT: Ti*Biiiiaii forseti Harry S. Truman, er tók við forsetaembætti Bandaríkjahna í síðastl. viku, er alþýðumaður í fyllstu merkingu þess orðs. Hann var fæddur í fátækt, byrjaði að vinna fyrir sér 10 ára gamall og héfir aldrei notið neinnar æðri menntunar. Dugnaður hans og heiðarleiki hefir rutt honum braut í lífinu, en hvorki auðlegð eða ættgöfgi. í þeim efnum er hann. þó engin undantekning meðal forseta Bandaríkjanna, því að saga þeirra margra hefir verið á þessa leið. Má þar þó fyrst og fremst nefna Abraham Lincoln. Harry S. Truman er fæddur á bóndabýli í Missourifylki 8. maí 1884, og verður því senn 61 árs. Hann er rúmlega tveim- ur árum yngri en Roosevelt var. Faðir Trumans var bóndi og flestir ættmenn hans hafa verið sveitamenn. Truman fór að heiman 10 ára gamall til að vinna fyrir sér og stundaði ýmsa vinnu. Jafnframt reyndi hann að afla sér nokkurrar menntunar og stundaði nám við framhalds- skóla fyrir unglinga. Um tíma vann hann í banka, en borgar- lífið átti ekki vel við hann og hann sneri því heim í sveitina aftur. Árið 1906 gerðist hann bóndi á ættaróðali sínu og var þar nokkuf næstu árin. Truman hefir jafnan sagt, að það hafi verið skemmtilegustu árin í lífi sínu. Hann var þátttakandi í þjóðvarnarliði Missourifylkis á þessum árum og gekk í herinn, er heimsstyrjöldin brauzt út. Hann var í bandarísku hersveit- unum, sem fóru til Evrópu, tók þar þátt í nokkrum orrustum og gat sér svo gott orð, að hann var orðinn höfuðsmaður, þegar stríðinu lauk. Skömmu eftir styrjöldina tók hann aftur upp borgaraleg störf og var kosinn kviðdómari 1922, en eigi þarf lagakunnáttu til að gegna þvi starfi. Hann stundaði þó laga- nám jafnhliða dömarastarfinu tvö næstu árin, en náði þó ekki endurkosningu 1924. Árið 1926 náði hann hins vegar kosningu og aftur 1930. Það var á þessum árum, sem illræmdur stjórnmálamaðut, Pandergast að nafni, réð mestu í demokratafíokknum í Missouri, en flokkurinn var þar þá í meiri- hluta. Stjórn Pandergast sætti stöðugt vaxandi ámælum fyrir !ýms misfelli, og 1934 var svo komið, ’ að Pandergast þótti nauðsynlegt að grípa til sér- stakra ráða, ef flokkurinn ætti ekki að tapa í kosningunum til öldungadeildarinnar. Ráð hans var það að tefla fram manni, er væri viðurkenndur fyrir sam- vizkuserai og engum kæmi til hugar að gruna um græzku. Þessi maður var Truman. Hann vann kosninguna- fyrir demo- krataflokkinn, þótt illa horfði. Nokkru síðar varð uppvíst um svik og pretti Pandergast, en aldrei féll neinn minnsti grunur um óheiðarleik á Truman í þessu sambandi. Þegar Truman bauð sig fyrst fram til öldungadeildarinnar lýsti hann yfir því, að,- hann væri fyrst og fremst bóndi. Hann myndi því ekki hirða um neitt auglýsingaskrum, heldur vinna í kyrþey. Þetta efndi hann líka. Hann lét lítið á sér bera, en hann vann vel að þeim málum, er honum voru falin til athug- unar. Álit hans fór því vaxandi. Árið 1940 var hann endurkos- inn öldungadeildarmaður með auknu kjörfylgi. Það var fyrst 1941, sem Tru- man vakti á sér athygli allrar Bandaríkjaþjóðarinnar. Honum hafði borizt bréf frá einum kjósanda sínum, þar sem at- hygli hans var vakin á ýmislegri sóun í sambandi við hernaðar- reksturinn. Þetta varð til þess 1 að Truman tók sér ferð á hend- ur og heimsótti fjölda herstöðva og vinnustöðva í Bandaríkjun- um. Hann samdi síðan ýtarlega greinargerð um ferð sína og lagði hana fyrir öldungadeild- ina. Samkvæmt tillögu hans samþykkti deildin síðan að setja sérstaka nefnd á laggirnar, er skyldi vinna að því að gera til- lögur um sparnað við hernaðar- reksturinn. Truman var kosinn formaður nefndarinnar. Flestir aðrir nefndarmennirnir voru ^ýliðar í deildinni. Mun öld- ungadeildin ekki yfirleitt hafa gert sér miklar vonir um ár- angur af starfi nefndarinnar, heldur þótt hún líkleg til að verða aðeins nýtt skriffinnsku- bákn. Truman fékk líka stórum minni fjárveitingu til hennar, en hann hafði farið fram á. Truman og félagar hans tóku strax sleitulaust til starfa. Þeir (Framhald á 7. síðu) ftADDIR NÁ6RANNANNA Morgunblaðið þagði lengi vel um átökin í KRON, enda gat það ekki talizt óeðlilegt, þar sem hinir tveir stjórnarflokkarnir áttu þar í innbyrð- isdeilum. Hitt var vitanlegt, að stjórn- arsinnar í Sjálfstæöisflokknum studdu kommúnista þar eftir megni. Svo fór líka, að Mbl. gat ekki orða bundizt, heldur birti forustugrein um málið 17. þ. m., þar sem það fór ekki dult með samúð sína með kommúnistum. Al- þýðublaðið svaraði þessari grein næsta dag. Það sagði: „Óþarft er að taka fram,“ skrif- ar Morgunblaöið í hróðugri rit- stjórnargrein, sem það birtir um „átökin í KRON" 1 gær, „að Sjálf- stæðisflokkurinn hefir ekki komfð nálægt þessum deilum. Hann hefir algerlega látið þær afskiptalausar.‘‘ Eitthvað annað hafa þeir þó rekið sig á, sem staðið hafa í kosn- ingabaráttunni í KRON undan- farnar vikur. Þar hafa Sjálfstæðis menn ekkert tækifæri látið ónot- að til þess að styðja forsprakka kommúnista í valdastreitu þeirra og æsa þá upp til óhappaverka í félaginu. Er yfirleitt engum blöð- um um það að fletta, að Sjálf- stæðismenn og-kommúnistar hafa gert með sér leynisamning um kosningabaráttuna i KRON: kommúnistar í þeirri ímyndun, að þeir væru með því að leggja grundvöll að auknum áhrifum og völdum flokks síns, eii sjálfstæðis- menn með það fyrir augum, að eyðileggja félagið, sem þeir alltaf hafa viljað feigt. En fíflinu skal í forað etja, hugsar Morgunblaðið, enda eru forsprakkar kommúnista nógu vitlausir til þess, að vaða uppi og taka á sig alla ábyrgð á ofbeldinu og sundrunginni, sem aðstandendur Morgunblaðsins gera sér hins vegar vonir um að græða einir á úm það er lýkur. Því þyk- ist það blað nú geta þvegið hend- ur sínai” og flokks síns af átök- unum í KRON og fyrirsjáanleg- um ófarnaði félagsins af uppi- vöðslu kommúnista þar. En það veit betur.“ í niðurlagi greinarinríar segir blað- ið: „Launráð Sjálfstæðisflokksins og stuðningur liðsmanna hans við kommúnistaforsprakkana i KRON, er vel skiljanlegur. Þeir hafa alltaf viljað það félag feigt, og sáu sér "leik á borði, þegar kommúnistum hugkvæmdist að leggja félagið undir sig og gera alla aðra rétt- lausa í því. Forsprakkar Sjálf- stæðisflokksins eru ekki þeir græningjar, að þeir viti ekki,. að með opinberum pólitískum fjand- skap við helming „viðskipta- manna'Veða máske meira en það, verður ekkert verzlunarfyrirtæki rekið til lengdar. Þess vegna gripu þeir tækifærið fegins hendi, þegar kommúnistar stofnuðu til hinn- ar pólitísku styrjaldar í KRON til þess áð ná einræðisvaldi yfir fé- laginu, og skákuðu fram liði sínu skemmdarvörgunum til stuðnings. Hitt eiga menn erfitt með að skilja, hvernig kommúnistar geta verið svo blindaðír af hihu póli- tísku ofstæki sínu, að þeir sjái ekki, hvers erindi þeir eru að reka með aðförum sínum í neytenda- samtökunum nú. Ólíklegt er það ekki, að þeir eigi eftir að vákna upp við vondan draum. En fyrst af öllum verður það alþýða höfuðstaðarins, neyt- endurnir sjálfir, sem afleiðingarn- ar skella á af ofstæki þeirra, á- byrgðarleysi og asnaskap." Þetta seinasta samstarf kommúnista og sjálfstæðismanna mætti vissulega verða samvinnumönnum lærdómsríkt. Það er og athyglisvert, að einmitt um sömu mundir byrjar Mbl. svæsnustu árásarskrif, þar sem reynt er að ó- frægja kaupfélögin í augum bænda fyrir það, að þau eiga verzlunarhús og gistihús. Hitt er svo annað mál, að óvíst er, aö Kveldúlfsdeild Sjálf- stfeðisflokksins fái alla Sjálfstæðis- menn til að fylgja kommúnistum í klofningsstarfi þeirra í samvinnufélög- unum. Nokkrar undantekningar í KRON-kosningunum bentu í aðra átt. Mörgum óbreyttum Sjálfstæðismönn- um er orðið ljóst, að liðveizla flokks- ins við kommúnista hefir ekki gefizt vel í verkalýðsfélögunum, og svipuð geti raunin orðið annars staðar. * * * Vísir minnist á stjórnarsamvinnuna í forustugrein 17. þ. m. Hanín segir þar m. a.: „Kommúnistum liggur í léttu rúmi hvort málefninu eru góð eða vond, sem þeir berjast fyrir, megi þau þjóna annarlegum hagsmun- um beint eða óbeint og auka flokksfylgi þeirra. Kommúnistar hafa samið frið við svokallaða samstarfsflokka sína í rikisstjórn, en sá friöur er vopnaður friður, sem mun reynast þjóðlegu flokk- unum dýr um það lýkur. Væri ekki úr vegi að sumir þeir menn, sem áttu hlutdeild í lausn sjálfstæðis- málsins og kusu sómasamlega á Lögbergi í vor, gleymdu ekki með öllu þeim skyldum, sem þeir tóku á sig með stofnun lýðveldi'sins, og létu kommúnistana ekki hafa sig að'j fótaþurrku óþarflega lengi.“ Ólíkt lýsa tvö aðalblöð Sjálfstæðis- flokksins stjórnarsamvinnunni. Mbl. telur, að Ólafur Thors hafi unnið hinn glæsilegasta „sigur“, þegar stjórnin var mynduð, en Vísir líkir honum og öðr- um stjórnardindlum í Sjálfstæðis- flokknum við „fótaþurrku" kommún- istal <

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.