Tíminn - 25.05.1945, Blaðsíða 8

Tíminn - 25.05.1945, Blaðsíða 8
DAGSKRÁ er bezta íslenzka tímaritiS um % þjóðfélagsmál. Þeir, sem vilja kynna sér þjóðfélagsmál, ittn- Iend og útlend, þurfa að lesa Dagskrá. A stjórnarliðið að stöðva framíarir landbúnaðarins? Dómur útvegs-og fiskimanna í Kórabmálinu / Stjórn Isfískssamlagsíns hyg-gst að leita rétt- ar síns fyrir dómstólunum (FramhalcL af 1. síðu) nota aukna tækni tll að létta störf þeirra, sem að landbúnað- inum vinna. Það þarf að gera landbúnaðarframleiðsluna ódýr- ari, bæði til hags fyrir fram- leiðendur og neytendur. Það skortir vissulega ekki nú frekar en fyrir styrjöldina, að bændur skilji ekki nauðsyn þeirra stórfelldu framfara, sem hér þurfa að gerast. Það sýna hinar miklu vélapantanir þeirra gleggst. En bændum eínum er ofvaxið að gera allt það, sem gera þarf næstu árin. Ríkis- valdið verður að veita öfluga að- stoð. Án aðstoðar þess verða framfarirnar ekki nógu stór- felldar, þótt bændur væru allir af vilja gerðir. Framfarir land- búnaðarins er ekki heldur sér- mál bænda einna, því að þær verða einnig allri þjóðinni til hagsbóta. Hm „svarta hönd“ st jórnarliðsins. i Framkoma núv. ríkisstjórnar og stuðningsflokka hennar á seinasta þingi, er sú „svarta hönd“, sem nú grúfir yfir land- búnaðinum, og vekur þann illa ugg, að framsókn landbúnaðar- ins verði ekki eins stórfelld á næstu árum og nauðsyn krefur, að hún verði. Fyrsta markmið þessarar sóknar þarf að vera það, að koma öllum heyskap á véltækt land á allra næstu árum, svo að vélavinnan geti leyst handverk- færin af hólmi. Þetta mikla verkefni er bændum einum of- viða og því er það óhjákvæmi- legt að stórhækka jarðræktar- styrlýnn um ákveðið árabil. Framsóknarmenn hafa beitt sér fyrir frv. um slíka breytingu á jarðræktarlögunum á tveimur undanförnum þingum, en það hefir verið fellt í bæði skiptin, af stjórnarliðinu. Þeir hafa tal- ið, að núgildandi jarðræktarlög væru „nægileg 10 ára áætlun“, Með því' að fella þessa nauðsyn- legu hækkun jarðræktarstyrks- ins, er stjórnarliðið ekki að gera annað en að stöðva óhjákvæmi- lega ræktunarsókn landbúnað- arins, ef hann á ekki að drggast algerlega aftur úr og verða horn- reka þjóðfélagsins. Annað engu þýðingarminna mál fyrir framsókn landbúnað- arins er raforkumálið. Raforkan myndi stuðla að margvíslegum framförum í landbúnaðinum, m. a. skapa möguleika fyrir vélþurrkun á heyi i stórum stíl, auk þess sem hún myndi ger- breyta sveitaheimilunum. Fyrir atbeina Framsóknarmanna hef- ir milliþinganefnd nýlega sam- ið frv. um heildarskipulag raf- orkumálanna og stórfelldar raf- virkjunarframkvæmdir. Var þetta frv. lagt fyrir seinasta þing. Stjórnarliðið stakk þvi undir stól. Þriðja málið, sem miklu skipt- ir fyrir framtíð landbúnaðarins er áburðarverksmiðjumálið. — Aukin ræktun krefst stórauk- innar áburðarnotkunar, en hún er ekki tryggð, nema áburður- inn sé framleiddur í landinu sjálfu. Stjórnarliðið veitti þessu máli hina hraklegustu meðferð á seinasta þingi, felldi niður framlag til áburðarverksmiðju, sem var komið inn í fjárlög, og drap frv. um verksmiðjubygg- ingu með hinum fáránlegustu röksemdum, eins og sprenging- arhættu! Fjórða málið, sem varðar líka landbúnaðinn miklu, er fram- kvæmd laganna um landnám ríkisins. Byggðin í sveitunum þarf m. a. að aukast á þann hátt, að þar rísi upp byggða- hverfi eða smáþorp. Að þessu er stefnt með lögum um landnám ríkisins, en þar er gert ráð fyrir að ríkið komi upp samliggjandi býlum á góðum ræktunarsvæð- um. Lögin gera ráð fyrir fastri fjárveitingu 1 þessu skyni og lögðu Framsóknarmenn til að því fyrirmæli þeirra yrði fram- fylgt. Stjórnarliðið felldi það og stöðvaði þannig þessa nýju sókn í ræktunarmálunum. Fleiri dæmi lík þessu mætti nefna, en þessi verða látin nægja að sinni. Þau eru líka nægileg til að sýna það.að stefna núv. ríkisstjórnar í landbúnað- armálum er sú „svarta hönd“ afturhaldsseminnar, sem virðist reiðubúin til að stöðvá fram- farir landbúnaðarins, ef hún fær að ráða til frambúðar. Sóknin fyrir framför- nm landbúnaðarins. Stjórnarsinnar hafa gripið til sérstakra vinnubragða til þess að reyna að leyna því, að þeir eru hin „svarta hönd“, sem vinn ur að því að stöðva nauðsyn- lega framsókn og framfarir landbúnaðarins. Þeir reyna að telja almenningi trú um, að þeir, sem veittu forustu hinni miklu framsókn landbúnaðarins fyrir stríðið, séu afturhaldsmennirn- ir, en nú sé stjórnarliðið komið til að hefja landbúnaðinn úr niðurlægingu og kyrrstöðu og tryggja honum þá réttu „ný- sköpun“. Þeir bændur og aðrir, sem landbúnaðinum unna, mættu vera meira en lítið sljóskyggnir, ef þeir leggðu meiri trúnað á þetta orðaglamur stjórnarsinna en meðferðina á jarðræktar- lagafrv., raforkulagafrv., áburð- arverksmiðj umálinu og lögun- um um landnám ríkisins. Meðferð stjórnarliðsins á þess- um stóru framfaramálum land- búnaðarins mætti vissulega sanna bændum og öðrum þeim, sem skilja þýðingu landbúnað- arins, að nú er um tvennt að gera, annað hvort að láta hina svörtu afturhaldsloppu stjórn- arliðsins stöðva framsókn og framfarir landbúnaðarins að mestu, eins og raunin varð á seinasta þingi, ellegar að hefja nú samstillta sókn til að létta dauðataki þessarar svörtu hand- ar af landbúnaðinum og gera honum kleift að sækja fram,' eflast og aukast, eins og verða mun með landbúnaðinn annars staðar á næstu árum. Enginn bóndi, enginn um- bótamaður, hvort heldur er í sveit eða kaupstað, ætti að þurfa að hugsa sig um það, hvert heldur skuli gera. Ekki aðeins vegna bændanna og landbúnað- arins, heldur fyrst og fremst vegnl þjóðarinnar allrar og efnalegrar afkomu hennar í framtíðinni, verður nú að hefja sókn til að hnekkja kverkatök- um hinnar svörtu afturhalds- handar stjórnarliðsins og tryggja landbúnaðinum fram- farir, fullkomlega hliðstæðar þeim, sem verða munu annars staðar. Leiðin til að ná þessu marki er að efla Framsóknar- flokkinn, sem nú eins og fyrr er hinn eini öruggi forsvari landbúnaðarins á hinum póli- tíska vettvangi, en þar verða þessi og önnur mál endanlega útkljáð. Listamannavikan (Framhald af 1. síðu) Á sunnudaginn klukkan tvö flytur dr. Einar Ól. Sveinsson prófessor erindi 1 hátíðasal há- skólans um Jónas Hallgrímsson. Kristján Kristjánsson syngur lög við kvæði eftir Jónas, og Lárus Pálsson les upp kvæði eftir hann. Klukkan hálffjögur hefst at- höfn við líkneski Jónasar, er nú hefir verið flutt suður í Hljóm- skálagarð. Lúðrasveit Reykja- víkur leikur undir stjórn Al- berts Klahns, Davíð Stefánsson, forseti listamannaþingsins legg- ur sveig á fótstall líkneskisins. Matthías Þórðarson þjóðminja- vörður flytur ræðu. Klukkan 9,15 verður tónlistar- kvöld í Tjarnarbió. Félag ís- lenzkra tónlistarmanna stendur fyrir því. Verða leiknar nýjar, íslenzkar tónsmíðar — verk eftir Hin lélega vörn, sem Þjóðvilj- inn hélt uppi fyrir Áka Jakobs- son atvinnumálaráðherra í Kor- ab-málinu, er nú algerlega hrunin til grunna. Stjórn ís- fisksamlagsins í Vestmannaeyj- um hefir birt yfirlýsingu í til- efni af þessum skrifum, sem er sá dómur útvegs- og sjómanna í málinu, er eigi verður hrundið. Yfirlýsing þessi er svohljóð- andi: „f ritstjórnargrein í Þjóðvilj- anum, 93. tölublaði, frá 26. ap- ríl s. 1., varðandi svokallað Kor- ab-mál, eru óvenju stráksleg og með öllu ósönn og ómakleg um- mæli um framkvæmdastjóra ís- fiskssamlagsins í Vestmanna- eyjum,herra Ragnar Stefánsson. Vegna ummæla þessara, svo og yfirleitt vegna túlkunar Þjóðviljans á nefndu Korab- máli, lýsir undirrituð stjórn fs- fiskssamlagsins í Vestmanna- eyjum yfir því, að allar ráðstaf- anir framkvæmdasíjórans í þessu máli eru gerðar sam- kvæmt skýlausum samþykktum samlagsstjórnarinnar, en fram- kvæmdir samlagsstjórnarinnar og ráðstafanir framkvæmda- stjórans byggjast hins vegar á umboði, sem fengið er, í önd- verðu, hjá almennum samlags- fundi. Enn er ekki fullkunnugt, hversu mikið fjárhagslegt tjón samlagið kann að bíða, vegna hinna hæpnu ráðstafana hins íslenzka framkvæmdavalds í Korab-málinu, en það verður að sjálfsögðu nokkuð tilfinnan- legt útgerðarmönnum ofan á aflarýra vertíð. Þegar séð verður hverju tjón samlagsins nemur, mun stjórnin leggja skýrslu, fyrir almennan samlagsfund og fá úr því skor- ið, hvort ekki sé rétt að freista þess að fá skaðabætur dæmdar Hallgrím Helgason, Helga Páls- son, Karl 'Runólfsson og Jón Nordal, ungan pilt, son Sigurð- ar Nordals prófessors. Tónsmið- arnar verða leiknar af strengja- hjómsveit Tónlistarfélagsins undir stjórn dr. Viktors Ur- bantschitsch, Birni Ólafssyni og Árna Kristjánssyni. v Á mánudaginn verður rittiöf- undakvöld í háskólanum og hefst klukkan hálfníu. Þar lesa upp úr verkum sínum Eyjólfur Guðmundsson á Hvoli, Svanhild- ur Þorsteinsdóttir, Guðmundur Böðvársson, Steinn Steinarr og Guðmundur Daníelsson. Á þriðjudaginn verður sýning leikþáttarins endurtekin í Iðnó, en Félag íslenzkra myndlistar- mann fær kvölddagskrá útvarps- ins til umráða. Á miðvikudagskvöldið verður kirkjukonsert. Páll ísólfsson leikur á orgel. Pétur Á. Jónsson .syngur. Á fimmtud^gskvöldið verður annað rithöfundakvöld í háskól- anu^n. Lesa þá upp úr verkum sínum Gunnar Gunnarsson, Snorri Hjartarson, Ragnheiður Jónsdóttir,. Jóhannes úr Kötl- um, Sigurður Róbertsson og Ól- afur Jóh. Sigurðsson. Á föstudagskvöldið lýkur svo listamannavikunni með hófi að Hótel Borg. Gagnfræðaskólanum í Reykjavík var slitið 16. maí. í skólanum voru alls skráðir í vetur 453 nemendur. Þar af voru í fyrsta bekk og undirbúnings- deildum 257 nemendur. í öðrum bekk voru 129 og í þriðja bekk 67 nemendur. Undir gagnfræðapróf gengu 62 skóla- nemendur og 7 að auki utan skóla. Allpaargir nemendur úr öðrum og þriðja bekk ganga og undir gagn- fræðapróf við Menntaskólann. Hæstu einkunn við gagnfræðapróf hlaut Ei- ríka K. Þórðardóttir, Vesturvallagötu 3, úr 3. bekk B. úr höndum þeirra opinberu að- ila, em tjóninu hafa valdið. Vestmannaeyjum, 3. maí 1945. Stjórn ísfiskssamlagsins. Eiríkur Ásbjörnsson. Kjartan Guðmundsson. Sighvatur Bjarnason. Jónas Jónsson. Þorgeir Jóelsson. Hannes Hansson. (— sign. —). Þótt yfirlýsing þessi sé ekki stórorð, lýsir hún Ijóslega áliti útvegsmanna, er skipa stjórn ísfiskssamlagsins, á umræddu framferði ráðherrans. Það má líka óhætt segja, að það er bú- ið að hljóta fyllstu fordæmingu um allt land. Og meiri á hún þó eftir að verða, því að það á eftir að sjást enn betur, hve fráleitt það hefir verið að hafna hag- stæðri leigu á góðu flutninga- skipi en leigja svo í staðinn lítt nothæf skip til flutninganna, eins og hinár miklu fisk- skemmdir eru Ijósast dæmi um. Við þá ráðleysu ráðherrans bæt- ist svo sú viðleitni hans að reyna að valda einum andstæð- ingi sínum fjárhagslegu tjóni og má vera, að ríkið eigi eftir að blæða fyrir það háttalag hans* eins og niðurlagsorð framan- greindrar yfirlýsingar ber* með sér. Þegar þetta mál er krufið nið- ur í kjölinn, þarf engan að undra, þótt þeim Sjálfstæðis- mönnum fjölgi, er varpa fram þeirri spurningu, hve lengi flokkur þeirra æ'titi að þola at- vinnumálaráðherra, sem helzt virðist hugsa um að spilla fram- taki einstaklinganna og félags- samtaka þeirra. Tjón af fiskskemmd- um nemur miljónum (Framhald af 1. síðu) fyrir hendi, eins og lelgan á Korab bendir til. En stjórnin vanrækti að mestu að leita eftir skipum annars staðar. Sú van- ræksla, ásamt seinlætinu í samningunum við Færeyinga, hefir orðið þess valdandi, að notast hefir verið við lítt not- hæf skip. Jafnhliða hefir stjórn- in vanrækt að herða eftirlitið, sem var nauðsynlegt, þegar not- ast var við verri farkost en áð- ur. Með þessum slóðaskap og hirðuleysi sínu hefir stjórnin ekki aðeins bakað útgerðinni stórfellt tjón, heldur einnig rek- ið hina verstu landkynningu, því að fátt er nú ámælisverðara en að eyðileggja matvæli fyrir hreina handvömm meðan milj- ónir manna búa við matarskort. Samkv. samningnum við Fær- eyínga mun stjórnin leigja 30 færeysk skip til fiskflutn- inga í sumar, og mun það engan veginn vera beztu skipin. Ekki er óeðlilegt, að búast við meiri fiskskemmdr um, þegar hitnar í veðri, og verður því að leggja stóraukna áherzlu á bætt eftirlit með flutningunum. En jafnvel þótt eftirlitið verði bætt, er það eng- anveginn tryggt.að ekki geti enn hlotizt verulegt tjón af hátta- lagi stjórnarinnar I samninga- gerðinni við Færeyinga. Athygli hlýtur það að vekja, að stjórnarblöðin segja ekkert frá fiskskemmdunum.Er nú önn ur tíðin en haustið 1943, þegar þau ætluðu alveg að rifna af vandlætingu yfir lítilfjörlegum kjötskemmdum. Með þessari þögn játa stjórnarblöðin það, að fiskskemmdirnar megi rekja til slóðaskaps og ráðleysis stjórnar- innar í fisksölumálunum, því að ella myndi þeim ekki finnast varhugavert að segja frá þeim. Það mun þó eiga eftir að sýna sig, að fiskskemmdlrnar verða engan veginn eina tjónið, er hlýzt af háttalagi stjórnarinnar í fisksölumálunum. .. G A M L A BÍÓ Mjallhvít og dvergarnír sjö Hin unduríagra og bráð- Bkemmtilega litskreytta teikni- mynd snillingsins WALT DISNEYS Sýnd kl. 5, 7 og 9. ■ »>l — O — O— 0»0»0—O— • * N Ý J A B í Ó *> EYÐIMERKUR- SÖNGURIM (,J)esert Song“) Hrífandi fögur söngvamynd í eðlilegum lltum. Aðalhlutv. leika: Dennis Morgan, Irene Manning. Sýnd kl. 5, 7 og 9. — Þeir gerðu garðinn frægan OG Dáðir vorn drýgðar eru ágætar skemmtibækur og hafa auk þess þann kost að vera ódýrar. •> TJARNARBlÓ" LANGT FIIVNST ÞEIM SEM BtÐUR (Since You Went Away) Hrífandi fögur mynd um hagi þeirra, sem heima sltja. Claud. Colbert, Jennifer Jones, Joseph Cotten, Shirley Temple, Monty Wooley, L. Barrymore, Robert Walker. Sýning kl. 6 og 9. HækkaS verð. Á biðilsbuxum (Abroad With Two Yanks) Sprenghlægileg gamanmynd. Sýnd kl. 4. LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR Kaupmaðurinn í Feneyjum Gamanleikur í 5 þáttum, eftir William Shakespeare. Sýning næsta sunnudagskvöld kl. 8. Aðgöngumiðar seldir frá kl. 4 á morgun. Aðgangur bannaður fyrir börn. Barnakórinn Sólskinsdeildin. Uandssöfnunin. Nön^kemmtnn í Gamla Bíó sunnudaginn 27. maí kl. 1,30 e. h. AUur ágóði rennur til landssöínunarinnar .. H Aðgöngumiðar í bókaverzlun Sigfúsar Ey- mundssonar, Hljóðfærahúsinu, Bljóðfæra- verzlun Sigr. Belgadóttur og í skrifstofu lands- söfnunarinnar, Vonarstræti 4. Ú R B Æ N U M Kvennaskólanum í Reykjavík var sagt ,upp 17. maí. Sýning á hannyrðum námsmeyja fór fram 12., 13. og 14. maí. Pjöldi fólks sótti sýn- inguria. 164 stúlkur settust í bekki skólans s.l. haust ,en 157 gengu undir próf í vor. Starfaði skólinn í 6 deild- um, en í skólanum eru 4 bekkir: 2. og 3. bekkur voru tvískiptir. 26 stúlkur útskrifuðust úr skólanum Af þeim hafði ein ágætiseinkunn í bók- legum greinum, Ingibjörg Elíasdóttir, Reykjavík, 9,23 stig. Inntökupróf til 1. bekkjar að vetri fóru fram í lok aprllmánaðar og voru 27 nýmeyjar teknar inn í 1. bekk. Vegna mikillar aðsóknar varð að hafa samkeppnis- próf. Ólafur Guðmundsson, fyrrum ferjumaður f Sandhólaf^rju, nú til heimilis að Svanavatni á Stokks- eyri, verður áttræður 28. þ. m. Ungfrú Anna Þórhallsdóttir efndi til söngskemmtunar i Gamla Bíó í Reykjavík á annan í hvítasunnu. Við hljóðfærið var frú Guðríður Guð- mundsdóttir. Ungfrúin hefir öðlazt miklar vinsældir með söng sínum í útvarpinu. Ungfrúin endurtók söng- skemmtun sína í gærkvöld. Ferðafélag íslands fór hina árlegu Hvítasunnuför á Snæfellsjökul um seinustu helgi. Um 40 manns tóku þátt í förinni. Veður var gott og skemmtu menn sér hið bezta. irshátíð Færeyingafélagsins var nýlega haldin í samkomuhúsinu Röðli við Laugaveg. Samkoman fór i illa staði vel og virðulega fram. Hana sóttu um 100 manns. Formaður félags- ins, Peter Wegelund skipasmiður, flutti ræðu, Stig Gregerius Rasmusen, prent- ari flutti kveðjur frá ungmennasam- bandi Færeyja og Sámal Davidsen flutti kvæði, ort til Færeyja. Þá söng Haraldur Kristjánsson einsöng með imdirleik Gunnars Sigiu-geirssonar og sýnd var kvikmynd. Loks var stiginn dans fram eftir nóttu. Brennivínsstuldur var nýlega framin í e. s. Kötlu, þar sem sekipið lá við bryggju í Reykja- vík. Áfengið var innsiglað i lest skips- ins og átti að fara til Áfengisverzlunar ■ ríkisins. Var alls stolið tveimur kössvun með 24 flöskum og tveim flöskum þar að auki. Tekist hefur að hafa hendur í hári þjófanna og voru þeir þá búnir að drekka úr 11 flöskum. Landssöfnunin komin hátt á aðra miljón í gær höfðu landssöfnuninni borizt peningagreiðslur og til- kynningar um greiðslur, sem námu meira en 1 milj. og 600 þús. kr., auk fatnaðargjafa, sem nema áreiðanlega mikilli upp- hæð, þegar þær hafa verið metn- ar til verðs. Auk þess er kunnugt af fregnum hvaðanæva af land- inu, að söfnunin hefir gengið með afbrigðum vel, en skila- grein mun ekki berast þaðan, fyrr en um helgina, þegar söfn- uninni lýkur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.