Tíminn - 11.09.1945, Blaðsíða 1

Tíminn - 11.09.1945, Blaðsíða 1
RITSTJÓRI: ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. ÚTGEFFANDI: FRAMSÓKNARFLOKKURINN. Slmar 2353 Oe 4373. PRENTSMIÐJAN EDDA h.í. RITST JÓR ASKRIFSTOFUR: EDDUHÚSI. Lindargötu 9 A. Símar 2353 Og 4373. AFGREIÐSLA, INNHEtMTA OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: EDDUHÚSI, Lindargötu 9 A. Slml 2323. 29. árg. Reykjavík, þriðjudagiun 11. sept. 1945 68. blað „Gerfifulltrúarnir” í búnaðar- ráði hafa afhjúpað sig Þeir létu að óskum ríkisstjórnarinnar og heimiluðu verðlagsnefndinni að víkja frá sexmannancfndarverðinu. Búnaðarráð ríkisstjórnarinnar hefir nú lokið störfum að sinni. Daginn eftir að ráðið sat veizlu hjá ríkisstjórninni, kaus það verðlagsnefndina, og lagði henni jafnhliða þær starfsreglur, að hún þyrfti ekki að vera bundin af sexmannanefndarverðinu! Morgunblaðið fer líka miklum Iofsorðum um störf ráðsins og telur, að það hafi ekki látið stjórnast af „neinum annarlegum sjónarmiðum“ og það muni hin ftýja verðlagsnefnd ekki heldur gera, því að hún sé skipuð „gætnum og greindum bændum“! Það virðist nokkurn veginn ljóst, að hin „annarlegu sjónarmið“, sem Mbl. talar um, séu kröfur bænda um sexmannanefndarverð- ið, þ. e. jafnrétti við aðrar stéttir. Búnaðarráð kaus verðlags- nefndina síðastl. föstuda$, en kvöldið áður hélt ríkisstjórnin því veizlu í Oddfellowhöllinni. Kosningin féll á þessa leið: Stefán Stefánsson, Fagra- skógi hlaut 21 atkv. Sveinn Jónsson, Egilsstöðum hlaut 19 atkv. Ólafur Bjarnason, Brautar- holti hlaut 17 atkv. Bjarni Sigurðsson, Vigur hlaut 15 atkv. Af þeim, sem ekki náðu kosn- ingu, mun Jón Árnason hafa fengið flest atkv. eða 7 atkvæði. Formaður búnaðarráðs, Guð- mundur Jónsson kennari, er einnig formaður nefndarinnar og er hún því skipuð fimm mpnnum. Áður en fundum ráðsins lauk, lögðu þeir Jón Árnason, Helgi Bergs og Ágúst Helgason'fram svohljóðandi tillögu: „Við undirritaðir gerum það að tillögu okkar, að við verð- lagningu landbúnaðarafurða verði lagt til grundvallar álit sexmanna nefndarinnar að við- bættri landbúnaðarvísitölu, samkvæmt útreikningi Hag- stofu íslands og að hlutazt verði til um, að útflutt kjöt verði verðbætt til jafns við kjöt, sem selt er á innlendum markaði“. Þessari tillögu var vísað frá með svohljóðandi dagskrá, er var samþykkt með 19:4 atkvæð- um: ^ „Búnaðarráð temr nauðsyn- legt að verðlag landbúnaðaraf- urða verði ákveðið í sem fyllstu samræmi við samkomulag sex- manna nefndarinnar og í trausti •þess, að verðlagsnefndin geri það, er hún telur fært til þess að það fáist, tekur fundurinn fyrir næsta mál á dagskrá“. Flutningsmenn dagskrártil- lögunnar voru: Guðmundur Jónsson, Sveinn Jónsson, Davíð Þorsteinsson, Benedikt Gíslason, Friðrik Arinbjarnarson, Ás- mundur Sigurðsson, Aðalsteinn Jónsson, Sigtryggur Jónsson, Skúli Guðjónsson og Ólafur Bjarnason, Brimilsvöllum. Af öðrum samþykktum Bún- (Framhald á 8. síðu) Haukur sökk í logni Á Nýbygglngaráði áð haldast nppi aö sóa á- fram gjaldeyrl til slíkra skipakanpa? Það er nú upplýst í viðtali, sem skipstjórinn á flutninga- skipinu „Haukur“ hefir átt við Vísi, að skipið sökk í blæja- l^tgni og hafði fengið logn alla leiðina frá Bretlandi þar til það sokk. Slæmu veðri verður því ekki kennt um skipstjón þetta, eins og ýmsir meðhaldsmenn Nýbyggingaráðs reyndu að hugga sig með í fyrstu, heldur eingöngu því, hve illa skipið hefir verið úr garði gert. Þessi vitneskja til viðbótar öðru, sem áður var vitað um skipið, styrkir stórum þá kröfu, að fyllsta rannsókn sé látin fara fram á sjóslysi þessu og réttmætri hegningu komið fram á hendur þeim, sem hér hafa að svara til saka, hvort heldur er um erlenda eða innlenda aðila að ræða. Með slíkri máls- meðferð ætti að skapast verulega aukin trygging fyrir því, að ekki væri keypt nieira af slíkum farkosti til landsins og lífi íslenzkra sjómanna þannig stofnað í aukna hættu. Slík rannsókn og hér um ræðir, þarf sannarlega ekki sízt að ná til Nýbyggingaráðs og starfshátta þess. Hlutverk Ný- byggingaráðs er að sjá um, að aðeins fullkomin og vönduð skip séu keypt til landsins, en svo reynist fyrsta skipið, sem keypt er á vegum þess, á þessa leið. Augljósari sönnun getur ekki fengizt fyrir- þvi, hversu fullkomleéa Nýbyggingaráð hefir vanrækt þetta hlutverk sitt. Þessi vanræksla Nýbygg- ingaráðs verður ekki minna tortryggileg, þegar þess er gætt, að formaður þess, Jóhann Þ. Jósefsson, er einn eigandi og stjórnarnefndarmaður annars hlutafélagsins, er átti Hauk. Það eitt er heldur ekki nægilegt, að hinir slælegu starfs- hættir og vanræksla Nýbyggingaráðs fáist upplýst til fulls. Það verður að setja ráðinu þær starfsreglur og skipa það þannig mönnum, að það sói ekki hér eftir gjaldeyri og stofni ekki mannlífum í hættu með því að kaupa fleiri skip, eins og Hauk. Fullkomin trygging fyrir slíku fæst ekki meðan höfuð- pauri ráðsins er maður, sem bersýnilega leggur meiri stund á vafasamt skipabrask en að gæta þess „nýsköpunar“-hlut- verks, sem ráðinu er ætlað. Stéttarsamband bænda stofnað á lands- fundi búnaðarféíaganna að Laugarvatni Fundurinn krafðist samhljóða, að fram- kvæmdastjórn sambandsins yrði falin verðlagning Iandbúnaðarvara Annar áhrifamesti maður Rússaveldis Þau merkilegu tíðindi gerðust nú um helgina á landsfundi búnaðarfélaganna, er haldinn var að Laugarvatni, að ákveðið var að stofna stéttarsamband bænda og því sett lög*og fyrsta framkvæmdastjórn þess kosin. Sambandið mun starfa innan vé- banda Búnaðarfélags íslands, samkvæmt bráðabirgðalögum þeim, sem samþykkt voru á seinasta Búnaðarþingi. Það mun hafa sérstakan aðalfund og sérstaka stjórn, er fer með málefni þess. Endanlega verður þó ekki gengið frá skipulagi stéttarsambands- ins fyrr en eftir atkvæðagreiðslu um það, er fara mun fram í búnaðarfélögunum næsta vor. Á fundinum var ennfremur samþykkt með öllum atkvæðum, að mótmæla því gerræði ríkisstjórnarinnar að Iáta landbúnað- arráðherra skipa búnaðarráð og þess jafnframt krafizt, að fram- kvæmdastjórn stéttarsambandsins yrði falin verðlagning land- búnaðarvara. Mynd þessi er af Molotov, utanríkismálaráðherra Sovét-Rússlands. Molotov hefir um langt skeið verið nánasti samstarfsmaður Stalins og er oft talinn annar áhrifamesti maður Sovétríkjanna. Fulltrúarnir á stofnþingi stéttarsambands bænda Á stofnfundi Stéttarsambands bænda, er haldið var að Laug- arvatni 7.—9. þ. m., áttu sæti tveir fulltrúar úr hverri sýslu landsins, er kjörnir höfðu verið af fulltrúafundi búnaðarfélag- anna í hverri einstakri sýslu. Nöfn fulltrúanna, er mættu á fund- inum, fara hér á eftir: Kjósarsýsla: Gestur Andrés- son, Hálsi, Stefán Þorláksson, Reykjahllð (báðir varafulltrú- ar). Borgarfjarðarsýsla: Jón Hann esson, Deildartungu, Pétur Ottesen, Ytra-Hólmi. Mýrasýsla: Sverrir GíslaSon, Hvammi, Sigurður Snorrason, Gilsbakka. Snæfellsnéssýsla: Gunnar Guðbjartsson, Hjarðarfelli, séra Jósep Jónsson, Setbergi. Dalasýsla: Halldór Sigurðsson, Staðarfelli, Þórólfur Guðjóns- son, Fagradal. A.-Barðastrandarsýsla: Jón Kr. Ólafsson, Grund, Júlíus Björnsson, Garpsdal. V.-Barðastrandarsýsla: Karl Sveinsson, Hvammi, Gunnar Ól- afsson, Reykjarfirði (varam.). Vestur ísaf jarðarsýsla: Guð- mundur Ingi Kristjánsson, Kirkjubóli, Jóhannes Davíðsson, Hjarðardal. Norður-ísafjarðarsýsla: Jón Fjalldal, Melgraseyri, Þórður Hjaltason, Bolungarvík. Strandasýsla: Benedikt Gríms son, Kirkjubóli, Matthías Helgason, Kaldrananesi. V.-Húnavatnssýsla: Jakob Líndal, Lækjamóti (varafulltr.), Hannes Jónsson, Kirkjuhvammi. Austur-Húnavatnssýsla: Séra Gunnar Árnason, Æsustöðum, Hafsteinn Pétursson, Gunn- steinsstöðum. Skagafjarðars.: Bjarni Hall- dórsson, Uppsölum, Jón Jóns- son, Hofi. Eyjafjarðarsýsla: Hólmgeir Þorsteinsson, Hrafnagili, Ketill Guðjónsson, Finnastöðum(vara- maður). \ Suður-Þingeyjarsýsla: Björn Sigtryggsson, Brún, Þórður Ind- riðason, sAðalbóli (varamaður). Norður-Þingeyjarsýsla: Bene- dikt Kristjánsson, Þverá, Eggert Ólafsson, Laxárdal. Norður-Múlasýsla: Páll Met- úsalemsson, Refsstöðum, Þor- steinn Sigfússon, Sandbrekku. Suður-Múlasýsla: Pétur Jóns- son, Egilsstöðum, Vilhjálmur Hjálmarsson, Brekku. Austur-Skaftafellss.: Kristján Benediktsson, Einholti, Steinþór Þórðarson, Hala. Vestur-Skaftafellss.: Sveinn Einarssoji. Reyni, Þórarinn Helgason, Þykkvabæ. Rangárvallasýsla: Erlendur Árnason, Skiðbakka, Sigurjón Sigurðsson, Raftholti. Árnessýsla: Bjarni Bjarnason, skólastjóri, Stefán Diðriksson, Minni-Borg. Gullbringusýsla: Einar Hall- dórsson, Setbergi, Erlendur Magnússon, Kálfatjörn. Vestm.eyjar: Helgi Benedikts- son (varafulltrúi), Helgi Benó- nýsson. Fimmtugur- Freymóður Jóhannsson list- málari, Freyjugötu 45, verður fimmtugur 12. þ. m. Freymóður hefir um langt skeið verið einn af kunnustu listmálurum lands- ins. Sextugur Sextugur varð í gær Guð- múndur í Vogatungu við- Holta- veg, áður í Tungu. Guðmundur er merkur maður og vinsæll. Stofnun Stéttarsam- bandsins 05* hlut- verk þess. Landsfundur_v búnaðarfélag- anna, sem boáað hafði verið til af Búnaðarsambandi Suður- lands, kom saman að Laugar- vatni síðastl. föstudag og stóð fra,m á sunnudag. Á fundinum voru mættir 48 fulltrúar, eða tveir fulltrúar úr öllum sýslum landsins, eins og til hafði verið ætlazt. Nöfn fulltrúanna eru birt á öðrum stað í blaðinu. Forseti fundarins var kjörinn Pétur Ottesen, varaformaður Búnaðarfélags íslands, og fund- arritarar Gestur Andrésson, Hálsi og Stefán Diðriksson, Minni-Borg. Aðalmál fundarins var að ræða um stofnun nýrra stéttar- samtaka bænda, sem færu með verðlagsmálin fyrir þeirra hönd. Var málefni þetta mjög ýtar- lega rætt og síðan samþykkt með miklum meirahluta at- kvæða, að stofna Stéttarsam- band bænda innan vébanda Búnaðarfélags íslands, samkv. viðauka þeim við lög félagsins, er samþykktur var á seinasta Búnaðarþingi. Verður Stéttar- sambandið sérstök deild innan Búnaðarfélagsins, með sérstakri stjórn, sem kosin verður af þingum, er Stéttarsambandið heldur og kosnir eru á fulltrú- ar með öðrum hætti en til Bún- aðarþings. Stjórn Búnaðarfé- lags íslands hefir þegar viður- kennt Stéttarsambandið löglega stofnað' sem deild í Búnaðarfé- laginu, samkv. fyrirmælum ‘seinasta Búnaðarþings. Þar sem nokkur ágreiningur var þó um afstöðu Stéttarsam- bandsins til Búnaðarfélags fs- lands, va,r samþykkt með sam- hljóða atkvæðum allra fundar- manna að láta fara fram skrif- lega atkvæðagreiðslu um þetta ágreiningsatriði á fundum bún- aðarfélaganna næsta vor. Með því að leggja málið þannig und- ir dóm bændanna, ætti þessi á- greiningur ekki að þurfa að vera til trafala lengur, því að þeim úrskurði, sem þannig fæst, munu áreiðanlega allir hlita. Samþykkt voru ýtarleg lög um hlutverk og starfshætti Stéttarsambandsins. Aðalverk- efni þess verður að vera fulltrúi bændastéttarinnar um verðlag og verðskráningú landbúnaðar- vara gagnvart Alþingi og ríkis- stjórn, vera málsvari og samn- ingsaðili gagnvart öðrum stétt- arfélögum og stofnunum og hafa forustu um, að bændui beiti samtakamætti sínum til að fá framgengt sameiginlegum kröfum þeirra í verðlags- viðskiptamálum. og Framk\æiii<lastjóriiiii og verðlagsvaMð. Á fundinum var kosin fyrsta framkvæmdastjórn Stéttarsam- bandsins og voru kjörnir í einu hljóði Sverrir Gíslason, Hvammi, J,ón Sigurðsson, Reyni- stað, Pétur Jónsson, Egilsstöð- um, Sigurjón Sigurðsson, Raft- holti og Einar Ólafsson, Lækjar- hvammi. Varamenn voru kjörn- ir: Sigurður Snorrason, Gils- bakka, Jón Jónsson, Hofi, Helgi Jónsson, Seglbúðum, Sveinn Einarsson, Reyni, Gestur And- résson, Hálsi. Stjórnin kýs formanninn og hefir hún kjörið Sverri Gíslason formann Stéttarsambandsins. Á fundinum var borin fram og samþykkt með öllum atkvæð- um svohljóðandi tillaga: „Fundurinn mótmælir ein- dregið að ríkisstjórnin skipi fulltrúa til þess að fara með verðlagsmál landbúnaðarins. Krefst hann þess, að bráða- birgðalög um búnaðarráð verði felld úr gildi og að fram- kvæmdastjórn Stéttarsambands bænda verði falið að ákveða verðlag landbúnáðarvara". Ályktun þessi hefir þegar ver- ið send áleiðis til ríkisstjórnar- innar. Mun það nú sannast, hvort ráðherrann vill í raun og veru veita bændum verðlags- valdið, eins og hann hefir hald- ið fram, því að ekki verður því lengur borið við, að bændur hafi ekki frambærilegan að- ila til að fara með það mál. Er vissulega ekki hægt að hugsa sér frambærilegri aðila í þeim efnum en framkvæmdastjórn, sem landsfundur búnaðarfélag- anna kýs með samhljóða at- kvæðum, og krefst síðan með samhljóða atkvæðum, að henni verði fengið þetta vald í hend- ur. Og ekki getur ráðherrann borið því við, að stjórnmála- andstæðingar hans séu í meiri- hluta í stjórninni, og hann van- treysti henni þess vegna,þar sem flokksbræður hans eru þar I meirahluta. Neiti landbúnaðarráðherra því að afhenda stjórn Stéttarsam- bandsins verðlagsvaldið, er það hin greinilegasta yfirlýsing þess, að hann vill ekki láta bænd- urna hafa þetta vald, þrátt fyrir allar yfirlýsingar sínar um það. Álger eining. Þegar litið er yfir nöfn full- trúanna á fundinum og þeirra, (Framhald á 8. síðu) /

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.