Tíminn - 16.11.1945, Blaðsíða 1

Tíminn - 16.11.1945, Blaðsíða 1
* RITSTJÓRI: j ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON ) ÚTGEFANDI: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Símar 2353 og 4373 PRENTSMIÐJAN EDDA h.f. RITST JÓRASKRIFSTOFUR: EDDUHÚSI. Lindargötu 9 A Símar 2353 og 4373 AFGREIÐSÚA, INNHEIMTA OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: EDDUHÚSI, Lindargötu 9A Slml 2323 29. árg. Reykjavík, föstudaglnn 16. nóv. 1945 87. blað Mjðlkur„bomba“ Bjarna Benediktssonar t kapphlUupinu vid kommúmsta skammar hann Sjálfstæðlsmenn í Mjólkursölunefnd og Samsölustjórn og sendiherra fslands í Washington ~ Það mátti alltaf ganga að því vísu, að Sjálfstæðisflokkurinn myndi'ekki skerast úr leik, ef kommúnistar og Alþýðuflokkurinn reyndu að búa til „kosningabombur“ úr gerlaskýrslu Sigurðar Péturssonar. Sú hefir líka orðið reyndin, því að síðastl. þriðjudag birtist heillar síðU'skammagrein í Mbl. um mjólkurmálið og er auðséð, að höfundurinn er enginn annar en Bjarni Benediktsson borgarstjóri, þótt hann hafi séð sóma sinn í því að setja ekki nafn sitt undir greinina. Aðalefni greinarinnar er að bera stjórn Mjólkursamsölunnar á brýn hvers konar slóðaskap og þó sér- staklega formanni hennar, séra Sveinbirni Högnasyni. Verður það helzt skilið á grein Bjarna, að „kosningabomba“ hans sé sú, að enn eigi að taka vald af bændum og hafa stjórnskipaðan for- mann í stjórn Mjólkursamsölunnar, en hún er nú að öllu leyti kosin af bændum. Væri slíkt ofbeldisverk vissulega í samræmi við aðra framkomu stjórnarliðsins í garð bænda. Stjórnin verður að rjúfa leyndina "i Um grein Bjarna verður það annars helzt sagt, að svo mikil er hræðsla hans við „mjólkur- bombur“ kommúnista og Al- þýðuflokksins þessa stundina, að hann sér ekki sína menn, heldur ber þá líka. Frá því að Mjólkursamsalan var stofnuð og fram á sumarið 1943, fór Mjólkursölunefnd með stjórn Samsölunnar og var Jakob Möll- er þar fulltrúi bæjarstjórnar- innar. Síðan 1943, er bændur tóku stjórn Samsölunnar í sín- ar hendur, hafa Ólafur Bjarna- son og Einar Ólafsson átt sæti í stjórn Samsölunnar. Allt eru þetta kunnir Sjálfstæðismenn. Það er ekki vitanlegt að þessir Sjálfstæðismenn hafi haft nokkra sérstöðu 1 Mjólkursölu nefndinni eða Samsölustjórn- inni, sem réttlætti það, að Bjarni Ben. geti nokkuð frekar áfellzt séra Sveinbjörn en þá. Sannleik urinn er líka sá, að þessir aði^- ar hafa jafnan reynt að gera sitt bezta, en örðugleikarnir hafa jafnan verið svo miklir, aö ekki hefir tekizt að koma þessum málum í það horf, sem æskilegast hefir verið, og má þar sérstaklega nefna útvegun véla í Mjólkurstöðina. Bjarni Ben. gferir mikið veður út af því, að -ekki hafi tekizt að útvega vélar í Mjólkurstöðina (Framhald á 8. síðu) Átján þingmenn greiða atkvæöi með búnaðarráðslögunum Svar bændanna verður að láta engan þeirra ná kosningu I sveitakjördæmi Síðastl. miðvikudag Iauk í neðri deild annarri umræðu um búnaðar- ráðslögin. Landbúnaðarnefnd deildarinnar hafði klofnað um málið, cins og áður hefir verið sagt. Jón Fálmason og Sigurður Guðnason mæltu með samþykkt frv. Barði Guðmundsson lýsti sig andvígan frv., en vildi þó ekki greiða atkvæði gegn því, vegna stuðnings síns við stjórnina: Bjarni Ásgeirsson og Jón á Reynistað lögðust eindregið gegn frumvarpinu, en töldu sig þó geta fylgt því til bráðabirgða, ef sú breytingartillaga þeirra yrði samþykkt, að Stéttarsambandi bænda yrði falið verkefni búnaðar- ráðs, unz framleiðsluráð landbúnaðarins tæki til starfa. Miklar umræður urðu um þessar breytingartillögur Bjarna og Jóns. Með henni töluðu: Bjarni, Helgi Jónasson og Páll Zophóníasson, en á móti henni Jón Pálmason og Sigurður Guðnason. Að umræðunni lokinni fór fram nafnakall um tillöguna og var hún felld með 17:13 atkv. Þéssir greiddu atkvæði gegn tillögunni: Emil Jónsson, Finnur Jónsson, Garðar Þorsteinsson, Gunnar Thoroddsen, Hallgrímur Benediktsson, Jón Pálma- son, Lúðvík Jósefsson, Ólafur Thors, Sigfús Sigurhjartarson, Sigurður Bjarnason, Sigurður Guðnason, Sigurður E. Hlíðar, Sigurður Kristjáns- son, Sigurður Thoroddsen, Stefán Jóh. Stefánsson, Katrín Thoroddsen (varam. Einars Olgeirssonar) og Ásmundur Sigurðsson (varam. Þórodds Guðmundssonar). Með tillögunni greiddu atkvæði Framsóknarmenn allir, Gísli Sveins- son, Jón Sigurðsson og Pétur Ottesen. Barði Guðmundsson og Ingólfur Jónsson sátu hjá við atkvæðagreiðsl- una og gcrði Ingólfur grein fyrir hjásetu sinni á þessa leið: „Það er fyrir- fram vitað, hvernig fer um þetta mál og sé ég því ekki ástæðu til að taka þátt í þessari atkvæðagreiðslu"! Almennur hlátur varð í þingsalnum, þegar Ingólfur liafði þetta mælt, en hann reis á fætur og gekk úr þing- salnum. Fjarverandi voru Áki Jakobsson, Ásgeir Ásgeirsson og Jóhann Jósefs- son. Fyrsta grein frumvarpsins var síðan samþykkt með 18:13 atkvæðum. Greiddu þeir sömu atkvæði með henni og verið höfðu á móti breyting- unni, auk Ásgeirs Ásgeirssonar, sem var nú mættur. Barði greiddi ekki atkvæði, en Ingólfur var nú fjarverandi. Atkvæðagreiðsla þessi mun áreiðanlega lengi í minni höfð hjá bænd- um og þcir munu vissulega minnast vel þeirra 18 þingmanna, er sam- þykktu það kúgunarákvæði, að verðlagsvaldið skyldi alveg tekið af bænd- um og lagt í hendur ráðherra. Markmið bænda lilýtur að verða,-að eng- inn þessara 18-menninga nái endurkjöri í kjördæmi, þar sem bændur geta ráðið úrslitum. Hefir hún sent Bandaríkjunum óskilj- anlegt svar við orðsendingu þeirra? Með 15000 hermenn innanborðs Hve Iengi á komraúnistum að haldast áróðursiðjan uppi, án þess að gögnin séu lögð á borðið? Þögn stjórnarinnar um hiff svonefnda herstöffvamál verffur hneykslanlegri meff hverjum deginum, sem líffur. Innanlands og utan er breiddur út allskonar söguburffur um máliff, eins og glöggt mátti heyra í útvarpsfíéttum í fyrrakvöld, þegar sagt var frá ummælum danska blaffsins „Politiken“. Nýstofnaff blaff, sem nefnist „Útsýn“, hefir sagt ítarlega frá málinu, og einn stjórn- arflokkurinn, Kommúnistaflokkurinn, hefir haldiff um þaff fjölmenna fundi og rætt þaff í blöffum sínum í fjandsamlegum tón viff vinveitt stórveldi. Almenningur veit hins vegar ekki liverju hann á að trúa og getur enga raunhæfa afstöffu márk- aff sér, þótt hér sé sennilega á ferffinni eitt örlagaríkasta mál, sem þjóffin hfefir fengið til Iausnar. Stjórnin þegir og styffur með því áróffur kommúnista og ýtir undir kviksögurnar. Stærsta skip heimsins „Queen Mary“ var notað til hermannaflutninga öll stríðsárin og hlekktist aldrei á. Enn er haldið áfram að nota „Queen Mary“ til hermannaflutninga. Hér á myndinni sést „Queen Mary“ vera að leggja úr höfn í Bretlandi með 15. þús. ameríska hermenn. Vægur undirréttardómur í fyrsta heildsalamálinu Síffastl. mánudag kvaff sakadómarinn í Reykjavík upp dóm í máli valdstjórnarinnar gegn heildverzluninni Ó. Johnson & Kaaber. Dómurinn var á þá leiff, að heildverzlunin skyldi endur- greiffa hinn ólöglega hagnaff, sem nam kr. 269.855.23, og eig- endur fyrirtækisins, Arent Claessen og Ólafur Johnson, skyldu greiffa 80 þús. kr. sekt hvor. Dómarinn sýknaffi hina dæmdu af ákæru um meint brot á 15. kafla hegningarlaganna, sem fjallar um „rangar upplýsingar“. Um dóm þennan verður ekki annað sagt, en að hann sé í vægasta ,lagi og þó ekki sízt hvað það snertir, að hinir á- kærðu eru ekki dæmdir eftir 15. kafla hegningarlaganna. Dómarinn hefir hins vegar þá ástæðu fyrir því að hafa dóm- inn ekki strangari, að hér er um nokkurs konar prófmál að ræða, en venja er í slíkum mál- um að undirréttur dæmi held- ur vægilega, svo að hæstarétti gefist kostur á að fjalla um mál- ið og skapa fordæmi um úr- skurð í slíkum málum. Það þykir því jafnan sjálfsagt að áfrýja slíkum málum og má telja víst, að valdstjórnin muni gera það í þessu tilfelli. Það sýnir annars vel, hvernig ástatt er í þessum efnum, — og mun þar bæði lagaákvæðum og hefð um að kenna, — að um likt leyti og bessi dómur var uppkveðinn, voru tveir piltar (Framhald á 8. slðu) Framsóknarfél. Snæ- fellinga stofnað Sunnudaginn 4. nóvember var 'ialdinn fjölmennur fundur T’ramsóknarmanna úr flestum ’ireppum Snæfellsnes- og Hnappadalssýslu að Vegamót- um í Miklaholtshreppi Á fund- Lnum mætti Daníel Ágústínus- son erindreki Framsóknarflokks- ins. Stofnað var á fundinum Framsóknarfélag Snæfelsnes- og Hnappadalssýslu, er hafi deildir í hreppum kjördæmisins og eru þær víðast hvar fyrir. í stjórn félagsins ' voru kosnir: Sigurður Steinþórsson kaupfé- lagsstjóri Stykkishólmi, formað- ur, Gunnar Guðbjartsson bóndi Hjarðarfelli, ritari, og Björn (Framhald á 8. síöu) Meðferð utanríkis- mála l'Iýðræðis- löndum. Það þarf ekki lengi að líta yfir erlend blöð, til að komast aö raun um, að þar ríkir allt önnur siðvenja um meðferð ut- anríkismála. í öllum lýðræðis- löndum gera stjórnarvöldin sér far um, að almenningur geti fylgzt með gangi utanríkismál- anna. Stjórnirnar birta jafnan tilkynningar, þegar eitthvað sérstakt er um að vera. í enska þinginu eru hin vandasömustu og viðkvæmustu utanríkismál rædd með stuttu millibili fyrir opnum tjöldúm. Blöðin ræða síðan hispurslaust um málin frá öllum hliðum og oft sætir afstaða stjórnarinnar í utanrík- ismálum harðari gagnrýni en verk hennar í. innanlandsmál- um. Þessi upplýsingastarfsemi og umræður um utanríkismálin eru vitanlega eitt frumskilyrði lýð- ræðisins. Fátt varðar almenn- ing meira en utanríkismálin og því þarf hann að geta markað sér afstöðu til þeirra. Þetta get- ur hann ekki, nema hann sé látinn fá réttar upplýsingar og málin séu rædd frá öllum hlið- um. Leyndin og kviksögurnar verða hins vegar til þess að gera almenning ráðvilltan í þessum efnum og í skjóli þess geta stjórnirnar svo farið sínu fram. En þegar svo er komið, er lýð- ræðið raunverulega úr sögunni. Það verður vissulega ekki talið ofsagt, að framkoma núv. ríkisstjórnar sé í þessum efn- um í fyllstu andstöðu við sið- venjur lýðræðisþjóðanna. Hér er haldið verndarhendi yfir leyndinni og kviksögunum. Þetta var frægt í sambandi við stríðs- yfirlýsingamálið, er fyrstu fregnirnar af því bárust þjóð- inni austan frá Ankara! Þetta ætlar þó sennilega að verða enn frægara í sambandi við hejr- stöðvamálið nú. Sag'a málsins. Þótt stjórnin hafi þrjózkast við að láta almenning fá upp- lýsingar um þetta mál, hafa honum samt borizt nokkurar upplýsingar um það, sem ætla má, að séu að mestu leyti sann- leikanum samkvæmar. Þær hafa birzt í blaðinu „Útsýn“, en því munu stjórna menn, sem eru handgengnir foringjum Alþýðu- flokksins og hafa sennilega upplýsingar sínar þaðan. Sam- kvæmt upplýsingunum i „Út- sýn,“ virðist gangur máls- ins vera í höfuðatriðum þessi: Þann 1. október síðastl. barst ríkisstjórninni orðsending frá Bandaríkjastjórn, þar sem hún fer fram á að fá leigðar her- bækistöðvar í Hvalfirði, í Foss- vogi og hjá Keflavík (flugvöll- inn) til langs tíma. í orðsend- ingu Bandaríkjastjórnar mun hafa verið vikið að því, að stöðvar þessar mætti framselja öryggisráði Þjóðabandalagsins nýja, ef íslendingar óskuðu þess síðar. íslenzka ríkisstjórnin mun fljótlega hafa sagt þinginu frá þessu og jafnframt óskað eftir því, að hver flokkur tilnefndi þrjá menn í nefnd, sem væri henni til aöstoðar. Nokkrir fundir munu hafa verið haldn- ir í þessari nefnd. Ríkisstjórnin mun hafa verið þar tillagnafá, en þó mun því hafa fengizt framgengt, að spurt yrði um á- lit Breta. Svar þeirra mun hafa verið á þá leið, að þeir teldu, að það hefði. verið hagkvæmt, að Bandaríkjamenn höfðu hér stöðvar í nýlokinni styrjöld, og myndu einnig telja' það heppi- legt sem bráðabirgðaráðstöfun, unz Þjóðabandalagið nýja væri komið á fót. Þegar einar þrjár vikur voru . liðnar frá þvi, að orðsending Bandarikjanna kom, mun stjórnin ekki hafa talið lengur fært að svara þeim ekki ein- hverju. Forsætisráðherra mun þvi hafa lágt til í 12-manna- nefndinni; að þeim yrði sent svar, er væri efnislega á þessa leið: „íslenzka ríkisstjórnin viður- kennir móttöku orðsendinga Bandaríkjanna um herbækistöðvar á íslandi. Á Alþingi var hinn 24. febr.' síðastliðinn samþykkt að leita eftir því, að ísland yrði tékið I tölu Sameinuðu þjóðanna. Ríkis- stjórnin lætur £ ljós ánægju sina yfir því, að stjórn Bandaríkjanna hefir tjáð sig fúsa til að styðja að því, að svo verði. Ríkisstjórnin væntir þess, að það dragist ekki lengi, að úr því geti orðið, og lýsir yfir því, að tsland er reiðubúið til að taka á sig þær skuldbindingar, sem því fylgja. MEÐ TILVÍSUN TIL ÞESSA ER ÍSLENZKA RÍK- ISSTJÓRNIN REIÐUBÚIN TIL AÐ TAKA UPP VIÐRÆÐUR VIÐ STJÓRN BANDARÍKJANNA UM ÞESSI MÁL.“ Framsóknarflokkurinn mun ekki hafa talið sig geta tekið af- stöðu til þessa svars, þar sem það væri svo óljóst, að því hlytu að fylgja einhverjar skýring- ar frá stjórninni, sem hann vissi ekki hverjar myndu vera. (Framhald á 8. siöu)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.