Tíminn - 02.08.1946, Blaðsíða 1

Tíminn - 02.08.1946, Blaðsíða 1
RITSTJÓRI: ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON ÚTGEFANDI: FRAMSÓKN ARFLOKKURINN Símar 2353 og 4373 PRENTSMIÐJAN EDDA h.I. 30. árg. RITSTJÓRASKRIFSTOFUR: EDEUH ' SI. Llndargötu 9 A Símar 2353 og 4373 AFGREIÐSLA, INNHEIMTA OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: EDDUHÚSI, Liiidargötu 9A Siml 2323 Reykjavík, föstudaglim 2. ágúst 1946 138. blað At/ög gott útht umfom- pyrjrh|eðsIu Þverár að verða lokið uppS eru á ámsstö um j *600 metra langur varnargarður úr Þór- ólfsfelli skáhallt um farveg Þverár \i/ bygf/teyund frd Norifur-Noreyi reynist sérstuhleya vel. Tíðindamaður Tímans átti í gær tal við Klemens Kristjánsson jarðyrkjufrömuð á Sámsstöðum. Lét Klemens svo ummælt, að | útlit um kornvöxt og kartöfluuppskeru væri með allra bezta móti, og myndi bygg til dæmis verða fullþroska upp úr miðjum ágúst- mánuði, ef svo héldi fram sem nú horfði. Sérstaklega gerir hann sér vonir um mjög góða uppskeru af norskri byggtegund, sem hann ræktar nú í fyrsta skipti og er mun bráðþroskaðri en aðrar | tegundir, sem hann hefir átt völ á hingað til. Þetta er 24. sum- arið, sem Klemens hefir með höndum kornrækt. Sárt er að jb/ásí og missa Ég sáði korni í sjö hektara í vor, sagði Klemens, höfrum í þrjá hektara og byggi í fjóra hektara. Er það heldur minna en í fyrra. Byggið, sem ég not- aði til útsæðis, er að mestu leyti íslenzkt, ræktað hér á Sáms- stöðum í fyrra, en auk þess fékk ég dálítið af nýrri byggtegund frá Norður-Noregi, svonefnt Floja-bygg. Hefir það reynzt mjög bráðþroska — skreið fyrst af öllu byggi hér og verður senn fullþroska. Hafrar þeir, sem ég ræktaði í fyrra, spíruðu ekki, þótt þeir reyndust ágætis fóður, og stafaði það af slæmri nýt- ingu. Ég gat ekki fengið efni í hesjur í fyrrasumar, en gömlu hesjurnar höfðu út úr vandræð- um verið teknar í girðingar- staura. Hefði ég haft efni í hesjur í fyrrasumar, myndi ég einnig hafa fengið ágæta útsæð- ishafra. Uppskeruvonir eru með bezta móti. Byggið skreið um mánaða mótin júní—júlí, viku fyrr en i fyrra, og varð Floja-byggið fyrst til, eins og ég hefi áður sagt. Hafrar skriðu um 10. júlí. ferðar. Fyrir nokkru yfirgaf flugliðið Kastrupsflugvöllinn við Kaupmanna- höfn og flutti sig um stundarsakir til Flensborgar. — Þessi mynd var tekin í aðaljárnbrautarstöðinni í Höfn, andartaki áður en lestin rann af stað. — Kveðjurnar eru innilegar, og söknuður þeirra, sem á brautarpöllunum standa, sjálfsagt sár. „Sælt er að sjást og kyssa — sárt er að' þjást og missa — æ, æ og ó.“ Er það hvort tveggja viku fyrr| en í fyrra. Byggið er nú byrjað að safnal í sig kjarna, og geri ég ráð fyrir, aö Floja-byggið verði fullþrosk- að upp úr miðjum ágústmán- Uði, en annað bygg í seinni hluta j Brezki herinn, sem dvalið hefir í Danmörku, er farinn að hugsa til heim- mánaðarins. Hafrarnir ættu að verða fullþroskaðir um 10. sept- ember. í sumar verður unnið hér að uppskerunni með nýrri vél, sem bæði slær og bindur. Fékk ég hana í fyrra, en gat ekki not- að hana þá nema lítið eitt, vegna þess, hve seint hún kom. Líkur eru til að kartöflu- uppskera verði einnig mjög góð. Er þegar komið vel undir. Kart- öflum var að þessu sinni sáð í hálfa fjórðu dagsláttu hér á Sámsstöðum. Grasfrærækt er aftur á móti lítil í ár. Er orsökin sú, að ég þurfti að endurnýja grasfræ- akrana í vor. Túnaslætti er hér að verða lokið, og er taða fyllilega í með- allagi og nýting góð. Svo mun yfirleitt vera hér í Rangár- þingi. Um þessar mundir er verið að ljúka við hleðslu mikils varnar- garðs úr Þórólfsfelli skáhallt um farveg Þverár í Rangárvalla- sýslu. Er garður þessi rúmlega 600 metra langur og mikið mann- virki. Vinna við varnargarð þennan hófst ekki fyr en í júní- mánuði í sumar, og hefir þarna ekki litlu verki verið afkastað á skömmum tíma. Tíðindamaður blaðsins hefir snúið sér til Vega- gerðar ríkisins, sem annazt hefir framkvæmdirnar og fenglð þar' frá sögn um mannvirki þetta. Leyföur innflutningur 137 sænskra og amerískra fólksbílaj Viðskiptaráð hefir ákveðið að leyfa innflutning 137 fólksbif- reiða frá Bandaríkjunum og Svíþjóð. Jafnframt hefir ráðið kveðið svo á, að minnst helmingur þessara bifreiða skuli fara til atvinnubílstjóra, og ekki minna en þriðjungur til manna bú- settra utan Reykjavíkur og Hafnarfjarðar. — Hefir umboðs- mönnum hinna erlendu verksmiðja hér á landi verið falið að úthluta bifreiðunum eftir þessum reglum, nema hvað bifreið- um til atvinnubílstjóra í Reykjavík skal úthlutað í samráði við bifreiðastjórafélagiö Hreyfil. — Það er lofsverð ákvörðun að atvinnubílstjórum og mönnum utan höfuðstaðarins skuli hafa verið tryggð hlutdeild í þessum bílakaupum, þótt hitt sé aftur nokkuð vafasamt að fela bílasölum sjálfum úthlutunina. Síldarverksmiðjan á Skagaströnd reynd í gærkvöldi By^in^ii hennar verður |>ó ekki lokið til ínlls fyrr en á nsesta ári. Tíðindamaður blaðsins átti í gær tal við fréttaritara blaðs- ins á Skagaströnd. Síldarverksmiðjan þar er nú að hefja bræðslu á rúmum 2000 málum, er hún hefir tekið við í reynsluskyni. Hófst bræðsla þessarrar sildar í gærkvöldi. Greinargerö Viðskiptaráðs um þennan bifreiðainnflutning, fer hér á eftir: Eftir ósk ríkisstjórnarinnar leyfði Viðskiptaráðið fyrir skömmu innflutning á fólksbif- reiðum þeim,sem íslenzkir ríkis- borgarar áttu í Bandarikjun- um. Var því haldið fram að bif- reiðar þessar hefðu verið keypt- ar í góðri trú og eigendur þeirra hefðu með nokkrum rétti getað vænzt innflutningsleyfa fyrir þær. Eftir að þessir aðilar höfðu lagt fyrir ráðið gögn er sýndu að þeir ættu bifreið keypta vestra og gerðu jafnframt grein fyrir á hvern hátt þeir hefðu fengið gjaldeyri til kaupanna leyfði ráðið innflutning um- ræddra bifreiða, eins og að framan segir. Jafnframt samþykkti Við- skiptaráðið að veita gjaldeyris- og innflutningsleyfi fyrir 137 fólksbifreiðum frá Bandaríkjun- um og Svíþjóð er skiptust niður á umboðsmenn bandarískra bif- reiðaverksmiðja og umboðs- manns Volvobifreiðanna sænsku. Var skiptingin á milli umboðs- manna ákveðin af Viðskipta- ráðinu i samráði við umboðin. Umboðsmenn bandarískra bifreiða og Volvoumboðsins eru þessir: Samband ísl. samvinnufélaga, 7500 mála verksmiðja. Ef bræðslan gengur vel og verksmiðjan virðist vera í lagi, getur hún innan skamms farið að taka á móti síld til vinnslu, en áætlað er að verksmiðjan geti unnið úr 7500 málum síld- ar á sólarhring. Löndunarskil- yrði hafa nokkuð verið bætt á Skagaströnd með dýpkun við bryggjuna, og mega nú teljast þar allgóð löndunarskilyrði. Húsnæðisskortur. Mikill fjöldi aðkomufólks hef- ir að undanförnu verið á Skagaströnd að vinna við bygg- ingu síldarverksmiðjunpar. En nú er. fólkinu heldur að fækka þar aftur, því heima fyrir er nægjanlegur mannafli til þess að reka verksmiðjuna. Þó eru nokkrir fólksflutningar til kaup- túnsins, en húsnæðisleysi er mjög tilfinnanlegt og mjög ó- víst, hvað hægt verður að Ræsir, bifreiðaverzl. Rvík., Egill byggja á næstunni, vegna efn- Vilhjálmsson, bifreiðaverzlun Rvík., Sveinn Egilsson, bifreiða- verzl. Rvík., Páll Stefánsson, bif reiðaverzl., Rvík, Bílasalan c/o. Bifreiðastöð Akureyrar, Helgi Lárusson Packardumboðið, R.- vík, Gísli Halldórsson h.f. Rvík, Hekla h.f., heildv. Rvík, Jón Loftsson, Rvík, Halldór Eiríks- son, Volvoumboðið, Rvík, Ing- ólfur Gíslason, kaupm., Greni- mel 35, Rvík. Viðskiptaráðið ákvað að. fela áðurnefndum umboðsmönnum úthlutun bifreiðanna eftir al- mennum reglum er ráðið setti, en aðalefni þeirra er sem hér segir: 1. Að minnsta kosti helming- ur bifreiðanna fari til atvinnu bíistjóra og eigi minna en þriðj- ungur af þeim til manna bú- settra utan Reykjavíkur og Hafnarfjarðar. 2. Úthlutun á bifreiðum til atvinnubílstjóra í Rvík fari að byggingu hennar sé fullkom- lega lokið. Verður þó vinna við bygginguna að mestu látin falla niður í ýrumar, en hafin að nýju í haust að sildarvertíð lokinni. Má búast við, að ekki verði lokið við verksmiðjubygginguna fyrr en á næsta sumri. Það er nú nokkuð á annað ár síðan hafizt var handa um verksmiðjubygg- inguna á Skagaströnd. Það var í jún.í 1945, er vinna hófst. En fyrirætlanir um verksmiðju- byggingúna voru uppi mörgum árum fyrr. Lítil síldarsöltun í sumar. Upphaflega var ætlazt til, að nokkur síldarsöltun yrði á Skagaströnd í sumar, en senni- lega verður niðurstaðan sú, að lítið verður saltað þar. Það hefir gengið mjög treglega að fá tunnur til að salta síldina í. Eru ekki komnar til Skagastrandar nema um 1000 tómar síldar- tunnur. isskorts og skorts á vinnuafli. Undirbúningur er hafinn að byggingu um 20 íbúða. Ekki lokið fyrr en að ári. Þó að verksmiðjan geti nú tekið til starfa, vantar mikið á fram í samráði við Bifreiða- stjórafélagið Hreyfil. 3. Af þeim biíreiðum sem eigi fara til atvinnubilstjóra skal eigi minna en þriðjungur fara til aðila utan Reykjavíkur og Hafnarfjarðar. Þessum bif- reiðum skal úthlutað, fyrst og fremst til þeirra, sem hér eru taldir og i þeirri röð er hér segir: a. Til veiklaðra manna þeirra, sem eiga erfitt með að komast ferða sinna, en þurfa að vera á ferli og þarfnast því sérstak- lega þifreiðar af þelm ástæðum. (Framhald d 4. siBu). LÍTIL SILDVEIÐI Lítil sem engin síldveiði var fyrir Norðurlandi í gær. Veiði- veður var þó gott. Fáein skip urðu aðeins vör síldar á Húna- flóa, Skagafirði og Axarfirði en ekki var um neina teljandi veiði að ræða hjá þeim. Mestur hluti flotans er nú á austursvæðinu. Nokkur skip komu með síld til Siglufjarðar i gær. Er það síld, sem veiddist í fyrradag og fyrri nótt. Síldin gengur mjög grunnt, og því erfitt oft á tíð- um að fást við veiðarnar. Segja sjómenn, að þeir hafi orðið varir við síld á 10 faðma dýpi og jafn- vel ennþá grynnra. Þrátt fyrir það að síldveiði sé iítil í taili, eru menn þó yfirleitt bjartsýnir og trúa því fastlega, að síldin komi um stórstraum- inn í næstu viku. Gerð garðsins, Eins og áður er sagt, er verki þessu uú að mestu lokiö. Aðeins er eftir að aka nokkru af grjóti i garðinn og fylla að á stuttum kafla. Við framkvæmd verksins voru notaðar stórvirkar vinnu- vélar. Fyrst voru lagöir vírvöndlar, þar sem garðurinn átti aö koma, og voru vírvöndlarnir um 2000 metrar að lengd. Slðan ýtt upp að þeim möl og grjóti með jarð- ýtum. Miklu grjóti hefir svo verið ekið í garðinn, og mun láta nærri, að um 4000 bílfermi séu nú komin í hann af grjóti. Um 40 manns hafa unnið við þessar framkvæmdir með tveimur jarðýtum,- einni vélskóflu og 4 7 bifreiðum. Garður þessi er mikið mann virki, eins og sjá má af því, að hann er yfir 600 metrar að lengd, um og yfir 2 metrar að hæð og svo breiður, að bifreið- um er ekið eftir honum full- gerðum. Auk þess er flái mjög mikill á honum. Vatnsmegin verður garðurinn þakinn með hnausum að ofan, til þess að varna því, að hann blási upp, og að vatnið ryöji burt með sér mölinni, ef það hækkar mikið. Landvarnarstarf. Með varnargarði þessum hefir verið unnið þarft og þýðingar- mikið verk fyrir bændurna, sem heima eiga í nágrenninu. Nú i sumar geta bændur í Fljótshlíð inni í fyrsta sinn beitt haglendi það, sem liggur milli Þverár og Markarfljóts. Garðurinn var byggður talsvert ofar en upp- haflega var ætlazt til, vegna þess, að með því móti björguð ust lönd bæjanna Barkarstaða og Fljótsdals, sem eru innstu bæir í Fljótshlíð. Þegar eru eyðilögð stór engjasvæði frá þessum bæjum. Nú þegar þessi varnargarður er kominn upp, rennur vatn það, sem áður féll i Þverá, allt í Markarfljót. ÁÖur er búið að hlaða fyrir Affalið og Álana, svo að með þessari fyrirhleðslu Þverár, er öllum vötnum, er falla fram milli Tindfjallajök- uls og Eyjafjallajökuls, veitt í Markarfljót og rennur það sið- an um farveg þess til sjávar. Með því að breyta þannig far- veg þessara jökulvatna, gróa upp þúsundir hektara af landi, sem áður hafa verið berir aurar, auk þess lands, sem bjargað er úr yfirvofandi hættu. Hér hefir verið unniö land- varnarstarf, sem gerir íslenzkt gróðurlendi einni spildu stærra en það hefði ella orðið á kom- andi tímum. Seljalandsgarðurinn styrktur. En þessi framkvæmd veldur því, að nokkur hætta er á, að Markarfljót brjótist annars staðar úr farvegi sínum, þar eð vatnsmagnið eykst stórum. Til þess að koma í veg fyrir, að Markarfljót brjótist yfir varnargarðinn hjá Seljalands- múla og austur með Eyjafjöllum, verður hann treystur. Verður nú þegar í sumar hafizt handa um að styrkja þennan garð og lengja hann verulega. Sá garður var á sínum tíma byggður fyrir for- göngu ungmennafélagsins Drífanda undir Eyjafjöllum. Einnig álíta sumir, að lönd Hólmabæja í Landeyjum geti verið í nokkurri hættu. Ferðir Laxfoss og um helgina Laxfoss og Víðir fara marg- ar aukaferðir upp á Akranes og í Borgarnes nú um verzlunar- mannahelgina. Sú nýbreytni hefir verið tekin upp, hvað snertir laugardagsferðirnar, að kaupa verður farseðla á af- greiðslu Laxfoss, fyrir laugar- daginn. Þann dag verða engir farseðlar seldir um borð í skip- unum, eins og venja er. Á laugardaginn verða tvær ferðir til og frá Akranesi með Víði. Frá Reykjavík kl. 14,00 og 18,00, og frá Akranesi kl. 16,00 og 20,00. Á sunnudag verða einnig tvær ferðir á Akranes kl. 7,30 og 12,00. Frá Akranesi kl. 10,00 og 20,00. Á mánudag verða tvær ferðir til Akraness og þrjár frá Akranesi. Til Akranes verður farið héðan kl. 7,30 og 16,00. Frá Akranesi kl. 10,00, 20,00 og 23,00. Til Borgarness verður farið héðan kl. 17,00 á laugardag og frá Borgarnesi kl. 21,00 sama dag. Kl. 9 á sunnudag til Borg- arness og þaðan kl. 20,00 um kvöldið til Reykjavíkur, og á mánudag kl. 12 til Borgarness og kl. 21,00 frá Borgarnesi til Reykjavíkur. íslenzks íþróttamanns getið í erl. blöðum Norska blaðið Sportsmanden birti feitletraða fyrirsögn yfir þvera fyrstu siðu um afrek Gunnars Huseby, þremur dögum eftir að hann setti íslandsmet í kúluvarpi á Svíamótinu 8. júli s.l. Ennfremur var birt mynd af Gunnari. Þá getur blaðið einnig ann- ara afreka frá þessu móti. Ennfremur segir það frá þingi Í.S.Í., og er þess getið, aö íslendingar muni senda 10 menn til keppni á Evrópumeistara- mótið í Osló.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.